Morgunblaðið - 09.01.1960, Síða 9
Laugardagur 9. jan. 1960
MORCTINTtLAÐIÐ
9
Ludwig R.
Kemp
fyrr bóndi á Illugastöðum í Ytri-
Laxár,dal innan Skagafjarðar-
sýslu, nú búsettur í Höfðakaup-
stað.
70 ára 8. ágúst 1959.
*
Ludvig Kemp, mig langar að færa
þér lítinn afmælisbrag.
Fyrir sjötíu árum, áttunda ágúst
ertu fæddur þann dag.
Með svipinn hreina og hetjumerki
til heilla starfarðu enn.
Bjartsýnn og dugdjarfur heldur
þú velli,
hylla þig samtíðarmenn.
í Skagafjörð komstu ungur
að árum
með ástkæra festarmey.
Frá austri til vesturs, þótt óvissa
ríkti,
örlaga- bar ykkur -fley.
Farareyrir var fátæklegur,
en framtíðarvon í sál,
vakandi auga á viðsjálum
hættum
og viljinn harður sem stál.
í>ú kaust þér landnám gegnt
Kolugafjalli
á köldum, afskekktum stað,
sem hver af öðrum kotbændum
flýði,
er kuldinn steðjaði að.
Illugastaðir á þeim tíma
áttu ei kostaval.
t>eir voru ekki álitlegt útkjálka-
býli
* Ytri-Laxárdal.
í>ar reistirðu hýrlegt höfuðból,
þín handaverk margur leit.
Þar bjóstu með konu og börnin
sjö
í blómlegum, friðsælum reit.
Nú hefur býli þitt breytt um svip,
því burtu er fjölskyldan öll.
Umferðin minnkuð, allt er hljótt,
eyðidalur og fjöll.
Stundum var tvísýn stefnan heiin
í stórhríð um koldimma nótt.
Þín ratvísi brá ekki af réttri leið,
það reyndi á karlmennskuþrótt.
Og réttur varð áfangi að endaðri
för,
ekkert vilti þér sýn.
Eg get þess, að færri af görpum
nú
þeir gengju í sporin þín.
Og enn þá með geislandi glaða
brá
þú gengur þín mörkuðu spor.
Æskunnar frjálslyndi áttu í sál
og allt af er kring um þig vor.
Elli kerling á örðugt með þig
þótt ýmsir falli í val.
Óhræddur tekur þú eflaust
því öllu, er koma skal.
Hvíl þig nú, vinur, við ijóðaleik,
er iýkur við erfið störf.
Taktu hræsni og hégóma í gegn.
Það hafa þess margir þörf.
Þau gleðja flest þín listfengu
ijóð,
að læra þau mörgum er tamt.
í Hallgríms anda ortirðu fátt,
en ekki gleymast þau samt.
Ég þakka kærlega umliðin ár
og öll þín glaðværu kvöld.
Meðan þú geymir innri eld,
mun aldrei samtíðin köld.
Á fyrsta áttræðisáfangann þijm
þú ert að leggja í dag.
í Guðs friði kveð ég glaðan dreng.
Gæfan blessi þinn hag.
Gísli Ólafsson,
frá Eiríksstöðum.
Félagslíf
Körfuknattleiksdeild K.R.
Filtar — Stúlkur:
Æfingar byrja í dag, laugardag
og verða framvegis um óákveð-
inn tíma sem hér segir:
4. fl. karla laugard. kl. 5,15;
3 fl. karla laugard. kl. 8,35. —
2. fl. karla laugard. kl. 8,15. —
2. fl. karla miðvikud. kl. 10,15. —
Kvennafl. sunnudag kl. 6,50. —
Meistarafl. kvenna sunnud. kl.
7,30. — Þeir, sem hug hafa h að
æfa með okkur árið 1960, er j vin
samiegast beðnir að athug i það,
að einnig verður æft í surjar. —
Mætið vel og stundvísleg*. Nýir
meðlimir velkomnir. — Stjórnin.
Kópavogsbíó sýnir um þessar mundir frönsku stórmynd-
ina „Glæpur og refsing“ með Jean Gabin og Marina Vlady
í aðalhlutverkum. — Mund þessi hefur hvarvetna vakið
mikla athygli.
Merkilegt ættfræðirit
Arnardalsætt: I—II., 825x312
bls. R-vík 1959.
ÆTTVÍSI hefur löngum verið
mjög í metum meðal okkar ís-
lendinga. Margt hefur verið um
þá hluti samantekið, og ýmislegt
útgefið, allt frá upphafi, þótt hitt
sé miklu meira að vonum, er ekki
hefur á prent komið, sem fyrri
og síðari tíma fræðimenn hafa
saman tekið.
Nýlega er útkomið mikið rit-
verk þessarar tegundar, er ber
heitið Arnardalsætt, er það í
tveim bindum þykkum, í Skírms-
broti. Útgefandi þess og kostnað-
armaður og jafnframt annar höf-
undur verksins, er Valdimar
Björn Valdimarsson, frá Bakka í
Hnífsdal, en aðalhöfundur er Ari
Gíslason kennari og ættfræðing-
ur.
Að höfuðstofni er bókin niðja-
tal Bárðar ríka Illugasonar, er
lengi bjó í Arnardal við Skutuls-
fjörð, dáinn fyrir 1718. Þar hafa
niðjar hans búið til þessa dags, en
þeir eru fjölmargir og vítt dreifð-
ir.
Bókin hefst á kafla um fram-
ætt Bárðar Illugasonar, sem er
samtekinn af Braga heitnum
Sveinssyni og Steini Dofra; er sá
kafli um 40 bls. Niðjatal Bárðar
er verk Ara Gíslasonar og er það
um 680 blaðsíður. Þá er nafna-
skrá yfir verkið, yfir 60 bls. í
bókinni eru á annað þúsund
myndir og er skrá yfir þær við
lok síðara bindis. Lesmálssíður
bókarinnar eru 825 og að auki
Samkomur
K. F. U. M. — Á morgun:
Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn.
Kl. 1,30 e.h Drengir á Amat-
mannsstíg, Langagerði og Kirkju
teig. — Kl. 8,30 e.h. Samkoma.
Gunnar Sigurjónsson, cand. theol
talar. Allir velkomnir.
Z I O N — Oöinsgötu 6-A
Samkomur á morgun. Sunnu-
dagaskóli kl. 10. Almenn sam-
koma kl. 20,30. — Ilafnarfjörður:
Sunnudagaskóli kl. 10. — Al-
menn samkoma kl. 16,00. Allir
velkomnir.
Heimatrúboð' leikmanna.
Fíladelfía
Arssamkoma Fíladeifíusafnað-
arins verður í kvöld kl. 8,30.
Kristniboðshúsið Betania,
Laufásvegi 13
A morgun: — Sunnudagaskól-
inn kl. 2 e.h. Öll börn velkomin.
RAGNAR JONSSON
hæstaréttarlögmaður
Vonarstr. 4 VR-húsið. Simi 17752
Lögfræðistörf og eignaumsýsla.
312 myndasíður, eða samtals 1137
blaðsíður.
Þetta er eitt stærsta verk sinn-
ar tegundar er út hefur komið
hérlendis. Um áreiðanleik þess
verður ekki dæmt hér, til þess
skortir kunnugleika. Að sjálf-
sögðu má gera ráð fyrir að ýmsar
villur hafi slæðst inn í verkið,
slíkt verður aldrei méð öllu fyrir
byggt; enda ekki ótítt að í miiii
beri um skráningu í kirkjubókum
og öðrum frumheimildum og það
er menn telja sjálfir rétt, varð-
andi merkisdaga í lífi sjálfra sín
og skyldmenna sinna. Þó er og
prentvillum hætt við að slæðast
inn í verk sem þessi, og er jafn
erfitt að losna við þær með öllu
og það er hvimleitt að verða
þeirra var, þegar svo hagar til
sem títt er í þess kyns bókum,
að villan sézt ekki nema með
samanburði eða af persónulegri
þekkingu á viðkomandi atriði,
því þar verður sjaldnast lesið í
málið.
Bók þessi er að allri gerð stór-
virki. Undrast ég kjark útgefanda
og þrautseigju að ráðast í slíkt,
og vissulega ekki með ábatavon
fyrir augum. Auk þess að kosta
og sjá um útgáfu, vann útg. mikið
að því að viða að efni bókarinnar.
Hinn mikli fjöldi mynda, yfir
1000 myndir, — eykur mjög a
gildi bókarinnar, sérstaklega fyr-
ir þá sem til þekkja.
Eins og að líkum lætur, teygir
ættbálkur þessi sig um land allt,
þótt langfjölmennastur sé hann
um Vestfirði og Suðvesturland.
Arnardalsætt er ein þeirra
bóka er verður öllum ættfræði-
unnendum kærkominn fengur, og
vænta má þess að hinn mikla
fjölda af niðjum Bárðar ríka i
Arnardal fýsi að eignast bók
þessa. Með þeim hætti fá þeir
endurgoldið útgefanda margra
ára starf, unnið fyrir íslenzka
ættvísi.
Indriði Indriðason.
I. O. G. T.
Þingstúka Reykjavíkur
Hátíðafundur í G.T.-húsinn
annað kvöld, sunnudag, kl. 8,30
vegna afmælis Góðtemplararegl-
unnar. — Dagskrá:
Stigveiting.
Ræða: Benedik. S. Bjarklind,
Stórtemplar.
Kvartett-söngur, stjórnandi:
Ottó Guðjónsson.
Samtalsþáttur: Indriði Indriða
son rithöfundur ræði_ við
nokkra eldri forvígismenn
og konur Reglunnar. Kaffi
að fundi loknum. — Templarar,
fjölsækið stundvíslega.
— Þingtemplar.
Barnastúkan Unnur
Fundur í fyrramáljð kl. 10. —
Kosning embættismanna. Kvik-
mynd o. fl. — Gæzlumenn.
Barnastúkan Diana nr. 54
Fundur verður á morgun kl.
10. — Kosning embættismanna.
Leikþáttur o. fl.
— GæzJumaður.
ORN CLAUSEN
héraðsdómslögmaður
Málf'utningsskrifstofa.
Bankastræti 12. — Sími 18499.
MAGIE
Er
allir * ^
.ofrar LANCOME
Parísar- _ " "leparfumeur
borgar
saman-
lagt.
k
tst
5?
m *
¥
Je Paris"
wo
ás
• TV . oTjl (iHiai r f:
oa n 9 C -
I* - E3 IDb a°1
•D , || C •, A
G
.
Alger öryggi er fyrsta boðorð alþjóðlegra siglinga.
Taugakerfi nútíma skipa þarf að vera
búið siglingatækjum sem eru örugg í notk
un, ábyggilegan radar- útbúnað og af-
kastamikil útvarpssendi- og móttökutæki.
Funkwerk Köpenick, sem er háþroskað
framleiðslufyrirtæki, afgreiðir þessi tæki
búin nýjustu uppfinningum.
Af öðrum framleiðslugreinum fyrirtækis.
ins ,skal sérstaklega bent á:
Senditæki fyrir útvarp, UKW og sjón-
varp svo og rafmagns mælinga — og próf-
unartæki.
Upplýsingar veitir:
Verzlunarsendisnefnd Kammer fiirAus-
senhandel der Deútschen Demokratischen
Republik á íslandi, Austurstræti 10 A II,
Reykjavík.
^ Heimsækið vor-
kaupstefnuna i, Leiz-
zig frá 28. febr.
til 8. marz 1960.