Morgunblaðið - 09.01.1960, Side 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 9. jan. 1960
tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfffs Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
RÆKTUN ARBÚ-
SKAPUR
YFIRLITSGREIN Guð-
mundar Jónssonar,
skólastjóra á Hvann-
eyri, um landbúnaðinn 1959
hér í blaðinu síðastliðinn mið-
vikudag, gaf ekki aðeins mjög
góða mynd af því, sem gerð-
íst á sviði búnaðarmála á sl.
ári, heldur og af þróun bú-
skaparins undanfarna ára-
tugi. í henni fólust fjölþætt-
ar upplýsingar um bústærð,
fólksfjölda í sveitum, fram.
ieiðsluafköst hinna ýmsu
greina landbúnaðarins, rækt-
unarframkvæmdir, landnám
og byggingarframkvæmdir.
Töðufengurinn
Þær upplýsingar, sem einna
mesta athygli hljóta að vekja,
í þessari merku yfirlitsgrein
búnaðarskólastjórans, eru um
ræktunarframkvæmdirnar á
undanförnum árum. Á síðasta
áratug 19. aldarinnar er með-
altals töðufengur á ári 449
þúsund hestburðir. Á árunum
1921—1930 er meðaltals töðu-
fengurinn kominn upp í 723
þús. hestburði. Á árunum
1954—1958 er töðufengurinn
kominn upp í 2,6 millj. hest-
burða að meðaltali á ári.
Af þessu er það auðsætt,
að íslenzkur landbúnaður
byggist í dag fyrst og
fremst á ræktunarbúskap.
Engjaheyskapurinn er svo
að segja úr sögunni.
Miklar byggingar-
framkvæmdir
Á árinu 1959 samþykkti
nýbýlastjórn stofnun 74 ný-
býla ,en 70 nýbýla árið áður.
Auk þess var á sl. ári sam-
þykkt að byggja upp á 17
eyðibýlum í stað 9 á árinu
1958. Framlag ríkisins til
landnámsins var hið sama og
á árinu 1958, þ. e. a. s. 5 millj.
króna, auk þess til íbúðar-
húsabyggingar 1,5 millj. kr.
og til jarða, sem hafa minni
tún en 10 hektara 5 millj. kr.,
samtals 11,5 millj. kr.
Þegar litið er á lánastarf-
semi Búnaðarbankans, verð-
ur það einnig ljóst, að miklar
byggingarframkvæmdir hafa
staðið yfir í sveitum landsins
á árinu 1959. Þannig voru
veitt 1053 lán úr Ræktunar-
sjóði að upphæð 40,7 millj.
króna. Eru það heldur fleiri
lán en á árinu 1958, en lána-
upphæðin hins vegar aðeins
lægri.
Úr Byggingarsjóði voru á
árinu 1959 veitt 122 lán, sam-
tals 5 milljónir króna. Úr
veðdeild Búnaðarbankans
voru veitt 216 lán að upphæð
7,2 millj. kr.
íslenzkur landbúnaður er í
stöðugri framför og uppbygg-
ingu. Sú þróun þarf að halda
áfram.
GANGANDI FÓLK
It MFERÐARSLYSIN eru
] eitt mesta vandamál
/ borga og þéttbýlis í öll
um löndum ídag. Sætirþaðþví
vissulega engri furðu, þó
mikil áherzla sé lögð á að
áminna stjórnendur öku-
tækja um varfæmi og að
kynna sér sem bezt þær regl-
ur, sem settar hafa verið til
þess að skapa aukið öryggi í
umferðinni og forða slysum.
Þverbrýtur umferðar
reglur
En það er vissulega ekki
nóg að áminna þá, sem öku-
tækjum stjórna um varfærni
og aðgætni í umferðinni.
Gangandi fólkið verður einn-
ig að gera sér það ljóst, að á
því hvílir mikil ábyrgð. En
það er vissulega enginn
sleggjudómur, þó fullyrt sé,
að því fari víðs fjarri, að
gangandi fólkið komi fram af
nauðsynlegri ábyrgðartilfinn-
ingu og virðingu fyrir settum
umferðarreglum. Við borð
liggur, að almenna reglan sé
sú, að fótgangandi fólk á göt-
um höfuðborgarinnar og ann-
arra hinna stærri kaupstaða,
þverbrjóti umferðarreglur og
láti sem þær komi sér alls
ekki við. Hljótast oft og ein-
att af þessu slys, sem bifreiða-
stjórarnir hafa enga mögu-
leika til þess að koma í veg
fyrir, hversu varfærnir og að-
gætnir sem þeir eru.
í þessum efnum þarf að
verða gerbreyting. Gang-
andi fólkið verður að gera
sér það ljóst, að því ber
ekki síður að fylgja settum
umferðarreglum heldur en
stjórnendum ökutækja. —
Gangandi maður, sem
þverbrýtur umferðarregl-
ur getur verið samfélagi
sínu ekki síður hættulegur
heldur en bifreiðarstjóri,
sem reglurnar brýtur.
UTAN UR IIEIMI
Volvo-verksmibjurn-
ar færa út kvíarnar
H
INAR sænsku Volvo-bíla- unin er, að það verði fullbúið
árið 1963. — Verksmiðurnar
verða reistar við Torslands-flug-
völlinn fyrir norðan Gautaborg,
Framh. „ bls. 12
verksmiðjur hafa nú í
hyggju að færa mjög út kví-
arnar, enda fer eftirspurn eft-
Myndin sýnir líkan af hinu nýja verksmiðjuhverfi Volvo við
Thorslands, eins og það er fyrirhugað.
Krœfur
kvenmaður
Brezki kvenlæknirinn dr.
Barbara Moore hefir verið á
allra vörum í Bretlandi síð-
ustu vikurnar. — Fyrst
vann hún sér það til frægð-
ar, að ganga alla leið frá
Edinborg til Lundúna á
einni viku — vikunni fyrir
jól. — Síðan vakti hún á
sér athygli með að lýsa því
yfir, að hún hefði í hyggju
að „Iifa á loftinu" framveg-
is — og hefði þegar gert til-
raunir í þá átt, með góðum
árangri. — Með slíku „mat-
aræði“ telur kvenlæknirinn,
að menn muni geta lifað við
góða heilsu allt upp í 150 ár.
— Menn grunar reyndar, að
eitthvað fleira en loftið ein-
tómt sé innifalið í hinu
„spartverska“ mataræði dr.
Moores — en látum það
liggja milli hluta.
Kvenlæknirinn sagðist
hafa skemmt sér konung-
lega á gönguförinni frægu
— enda þótt hún væri reynd-
ar með svo bólgna og sára
fætur að henni lokinni, að
hún varð að leggjast í
sjúkrahús í London. —
Myndin er tekin, þegar hún
kom aftur út úr sjúkrahús-
inu.
ir Volvo-bifreiðum sífellt
vaxandi, svo að verksmiðjurn-
ar hyggjast nú fyrir alvöru
taka upp samkeppni við hina
„stóru“ bílaframleiðendur. —
Til þess að þetta megi verða,
• '
\ Þær hyggjast \
s s
| keppa v/ð hina \
s s
\„stóru" á heims-\
s s
\ markaðinum og \
s 3 s
j reisa nýja verk- j
s s
\ smiðjur, sem
s s
] geta framleitt \
1 I50.ooo fólks- \
j s
S f r f r r • S
j bila a ari.... \
s___________________S
þarf fyrirtækið að byggja
nýjar verksmiðjur frá grunni.
★
Vinna við hið nýja verksmiðju
hverfi er þegar hafin — og ætl-
aftan úr
fornöld
FREGNIR frá Tenanarive á
Madagascar herma, að fiski-
menn á eyjunni Stóra Comoro
hafi náð lifandi fornarfiskn-
um „coelacanthen", sem al-
mennt gengur undir nafninu
„blái fiskurinn". Coelacanth-
en, sem heyrir til 50 milljón
ára gamalli dýraætt, hefir
raunar veiðzt alloft áður á síð
ustu árum — en allrei hefir
tekizt að halda honum lifandi
nema skamma stund.
★
Fiskur þessi hcfir fjóra
„fætur“, og er hann talinn
vera liður milli haf- og land-
dýra. — Þar sem hann lifir
á miklu dýpi, hefir liingað til
ekki tekizt að halda honum
lifandi, eftir að hann hefir
verið veiddur, eins og fyrr seg
ir. — Fiskimennirnir frá
Comoro, sem veiddu „bláa
fiskinn" á dögunum, settu
hann strax í fiskagildru og
létu hann vera í henni á um
20 metra dýpi. — Hefir með
þessu móti tekizt að halda líf-
inu í kynjaskepnu þessari —
og eru nú vísindamenn víða
að á leið til Comoro til þess
að rannsaka þessa „kveðju“
frá fornöldinni.
Fornaldarfiskurinn coelacanthen — liður milli haf- og landdýra.