Morgunblaðið - 09.01.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.1960, Síða 20
V EÐRID Sjá veðurkort á bls. 2. Hugvekja Sjá bls. 11. ■ Laugardagfur 9. janúar 1960 Nefhjólið brotnaði KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 8. janúar: — I gærdag lenti á Kefla víkurflugvelli Skymasterflugvél frá þýzka flugfélaginu Lufttrans. port Unternemhen G. M. B. M. í Frankfurt. Flugvél þessi er á leið til Bandaríkjanna og er hún í leigu hjá hollenska flugfélaginu K.L.M. og annast vöruflutninga á vegum þess Flugvélin lenti með eðlilegum hætti á Keflavíkurflugvelli, en þegar flugmaðurinn ætlaði að aka flugvélinni frá flugbrautinni inn á flugvélastæði. þá kom í ljós mikill hristingur, sem skók flugvélina alla. Flugmaðurinn tók því til ráðs að stöðva hreyfl- ana og láta draga flugvélina til fiugvélastæðis Við skoðun kom í ljós að stýr- isgangur á nefhjóli flugvélarinn. ar hafði brotnað í lendingunni. Ennfremur sást á brotinu að brestur hafði verið kominn í stýrisútbúnaðinn áður og hann aðeins hangið saman. Flugvéla- virkjar þeir, sem skoðuðu flug- •véJina töldu að skipta þyrfti alveg um hjólaútbúnað á nef- hjólinu. Þar sem varahlutir þess. VARÐARKAFFl í Vaihöll í dag kl. 3—5 síðd. ----------+ ir eru ekki til á Islandi þurfti að panta þá frá Þýzkalandi og tefst flugvélin því á Keflavíkurflug- velli á meðan. Áhöfnin dvelst á flugvallarhótelinu. — B.Þ. Þessi mynd er tekin í gær að Hagamel 32 og er af fyrsta barninu, sem fæddist á Fæð- ingadeildinni hér í Reykja- vík á þessu herrans ári. Enn er ungfrúin óskírð og höfum við Ieyft okkur að nefna hana „ungfrú eitt 1960“. Móðir hennar, frú Emilía Ester Jónsdóttir, heldur á ungfrúnni. — Ljósm.: vig. Höfðu sett farang- urmn um borð Tveir togarar biða i Færeyjum ISAFJARÐARTOGARINN ísborg fór fyrir skömmu til Þórshafnar, til að ráða og sækja 30—40 Færeyinga, sem vantar á ísafjarðartogarana. Var búið að ráða menn til ís- landsfarar og þeir búnir að bera farangur sinn um borð, þegar bannið kom frá Fiski- mannafélaginu í Færeyjum um að sjómenn réðu sig á ís- lenzk skip fyrr en nýir samn- ingar hefðu náðst við íslenzka aðila um kaup og kjör. Nú hefur ísborg beðið í Þórs- höfn í tvo sólarhringa eftir að sjá hverju fram vindur. Gullfoss er væntanlegur þangað kl. 4 síð- degis í dag, og átti hann að taka um 200 færeyska sjómenn. Mun fsborg a.m.k. bíða fram yfir það að Gullfoss fer. Einnig bíður togarinn Ágúst átekta í Þórshöfn. Sólborg liggur í höfn á ísafirði vegna manneklu og hefur legið þar síðan á jólum. í fyrra voru á níunda hundrað færeyskir sjómenn á ísl. skip- um. Trúar- og kirkju- soguleg sýning I GÆR var opnuð í Tómstunda- heimilinu á Lindai*götu 50 sýn- ing trúar- og kirkjusögulegs eðlis á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkurbæjar. Sr. Bragi Friðriksson, framkvæmdastjóri ráðsins, bauð gesti velkomna. Kvað hann m.a. markmiðið með sýningu þessari að leiða huga ungs fólks að trúar og kirkju- sögulegum efnum og auka hug- myndaflug þeirra og þjálfun í að koma upp sýningum. Að ræðu hans lokinni opnaði Auður Auð- uns, borgarstjóri, sýninguna og fiutti stutt ávarp. Sýningin er í tveimur aðal- deildum. í annarri er lýst í mót- uðum myndum ýmsum frásögn- Neptúnus með 150 lestir síldar TOGARINN Neptúnus kom hing- að inn til Reykjavíkur, sem snöggvast í gær, en hann er nú á sildveiðum í vörpu við suðvestur- ströndina. Kom togarinn til að taka ís til frekari veiða. Var tog- arinn þá með 150 tonn af síld. í gær hafði togarinn verið að veiðum í 5 daga. um heilagar ritningar, en í hinni rakin kristisaga íslands í stórum dráttum, frá upphafi og fram til vorra daga. Skýringar á sýn- ingarefninu hafa verið talaðar inn á segulband og verða þær fluttar öðru hverju meðan sýn- ingin stendur yfir og viðkomandi myndir lýstar upp um leið með ljóskösturum, sem komið hefur verið fyrir í loftinu. Nokkrir unglingar hafa um hátíðarnar unnið að uppsetningu sýningarinnar undir forystu tveggja útlendra listmanna, Spánverjans Juan Cassadeus og Italans Salvatore Tola. Sýningin verður opnuð al- menningi í dag og verður hún opin kl. 14—18 og 19,30—22.00 daglega fram til 18. janúar. MYND þessi var tekin af brezka togaranum Fairtry 1 á jóladag, er hann lá í vari undir Grænuhlíð. Skipverj- ar á Albert fóru um borð í togarann, eins og frá hef- ur verið skýrt, en þar eð hvorki togarinn né Isaksen skipstjóri höfðu áður ver- ið kærðir fyrir landhelgis- brot, gátu togaramenn ó- hultir haldið jól í yari inn- an nýju fiskveiðilínunnar. . .................. :>■ •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.