Morgunblaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 16
16 MonnrnvTiT 4 ðið Flmmtudagnr 11. febrúar 1960 elska þessa bsekluðu stúlku, eins og hún elskaði mig og að öllum líkindum ekki næga meðaumk- un til að afbera þessa sjúklegu ást hennar. Ég hafði strax gert mér Ijóst, að hér var engin mála miðiun hugsanleg. Við vorum bæði, eða a. m. k. annað hvort okkar, dæmd til að verða óham- ingjusöm, vegna þessarar fánýtu ástar hennar, sem aldrei gat orð ið endurgoldin. Ég mun aldrei geta gert sjálf- um mér grein fyrir því, hvernig ég komst til borgarinnar. Ég veit bara það eitt, að ég gekk mjög hratt og að ein, og aðeins ein, hugsun komst að hjá mér: Burt, burt. Burt frá þessu húsi, burt frá þessum erfiðleikum, flýja, komast undan, hverfa. Aldrei framar stíga fæti í þetta hús, aldrei sjá þetta fólk framar eða neitt annað fólk. Fela sig, gera sig ósýnilegan, aldrei framar verða skuldbundinn öðrum, aldrei láta veiða sig í svona snöru framar. Ég man, að ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að hverfa úr hemum, ná mér í peninga einhvers staðar og flýja eins langt í burtu og hægt væri. En allar þessar ráðagerðir mín- ar voru líkari draumi en skýrum hugsunum, því að sama orðið hélt áfram að bergmála í huga mínum: Burt, burt, burt.... Af rykinu á skónum mínum og leirslettunum á buxnaskálm- unum sá ég síðar, að ég hlaut að hafa ætt í algerðu hugsunar- leysi beint af augum, yfir veg- leysur, engi og aurfláka og loks þegar ég rankaði við mér á þjóð- veginum, var sólin að hverfa bak við trjátoppana. Og ég hrökk við, eins og svefngengill, þegar ein- hver klappaði óvænt og skyndi- lega á öxlina á mér. „Halló, Toni. Það var mikið að maður fann þig nokkurn tíma. Við erum búnir að leita að þér í hverjum krók og kima og ætluð- um einmitt að fara að hringja til ævintýrahallarinnar þinnar og spyrja eftir þér þar. ..." Ég leit upp. Umhverfis mig stóðu fjórir af félögum minum, þeirra á meðal Ferencz, Jozsi og Steinhúbel höfuðsmaður. „Hugsaðu þér bara annað eins. Balinkey kom hingað allt í einu, eins og fjandinn úr sauðarleggn- um, frá Hollandi eða Ameríku eða guð má vita hvaðan og bauð okkur liðsforingjunum öllum til miðdegisverðar í kvöld. Bæði ofurstinn og majórinn ætla að koma, svo að það verður meira en lítið um að vera í Rote Löwe klukkan hálf níu. Það var sann- arlega gott að við skyldum rek- ast á þig, því að sá gamli hefði gert bölvað uppistand, ef þig hefði vantað. Þú veizt hvaða dá- læti hann hefur á Balinkey. Þeg- ar hann skýtur upp kollinum, verða allir að sitja og standa eins og hann vill“. Ég hafði enn ekki náð fullri stjórn á hinum sundurlausu hugs unum minum, sem allar voru eins og í þoku. — „Hver er kominn?" spurði ég í hálfgerðri leiðslu. „Nú, hann Balinkey. Vertu ekki svona bjálfalegur á svip- inn. Líklega reynirðu næst að telja okkur trú um, að þú þekkir ekki þennan Balinkey“. Balinkey? Balinkey? Hugsanir mínar voru enn samhengislaus- ar og í uppnámi og ég varð að endurtaka nafnið aftur og aftur með sjálfum mér. Oh, jú, auðvit- að, Balinkey. — Einu sinni hafði hann verið svarti sauðurinn í her sveitinni. Löngu áður en ég kom hingað, hafði hann yerið hér sem undir- og síðan yfirforingi. Hann hafði verið bezti reiðmaðurinn, óbetranlegur fjárhættuspilari og Don Juan. En svo hafði eitthvert leiðinlegt atvik komið fyrir. Ég hafði aldrei spurt neitt nánar um, hvað það var. En hvað svo sem það var, þá hafði hann a. m. k. allt í einu afklæðst einkennis- búningnum og farið á flæking um allan heiminn. Alls konar undarlegur orðrómur um hátta- lag hans og athafnir, hafði borizt til hersveitarinnar. Að lokum hafði hann svo krækt sér í auð- uga, hollenska konu á Excelsior Hótel í Cairo, ekkju, sem ekki vissi aura sinna tal, eiganda sautj án fiskiskipa og plantekra á Java og Borneo. Eftir það hafði hann ávallt verið hinn ósýnilegi vel- gerðarmaður og verndari okkar. Bubencic ofursti hlýtur að hafa bjargað honum úr einhverj um kröggum, því að hollusta Balinkeys við hann og herdeild- ina var næstum takmarkalaus. í hvert skipti sem hann kom til Austurríkis, heimsótti hann her- deildina og jós svo gengdarlaust frá sér peningunum, á báða bóga, að um fátt annað var talað í borg inni næstu vikumar á eftir. Það virtist vera einskonar andleg nauðsyn fyrir hann að klæðast gamla einkennisbúningnum sín- um eitt kvöld, að vera enn einu sinni viðurkenndur af liðsforingj unum, sem einn úr þeirra hópi. Þegar hann sat hinn makinda- legasti við gamla borðið sitt, þá virtist manni hann eiga miklu fremur heima í reykmettuðu stof unni með óhreinu veggjunum í Rote Lówe, en í lénshöllinni sinni í Amsterdam. Við vorum og myndum ávallt verða börn hans, bræður hans, hin raunverulega fjölskylda hans. Á hverju ári veitti hann verðlaun á veðreið- unum okkar og á hverjum jólum sendi hann tvo eða þrjá kassa af Bols og kampavíni. Sérhver okk ar sem klæddist Ulana-treyju með uppslögin okkar á kragan- um, gat reitt sig á Balinkay, ef hann lenti í einhverjum vandræð um — bara eitt bréf og jafn- skjótt var allt komið i samt lag aftur. Við venjulegar aðstæður hefði það glatt mig stórlega, að fá tækifæri til að hitta þennan nafn togaða mann, en nú fannst mér það nær óbærileg tilhugsun, að þurfa að vera innan um margt fólk og ég reyndi því að afsaka mig með því, að ég væri hálf lasinn. En Ferencz þreif bara í handlegginn á mér. — „Vitleysa. Engar vifilengjur í þetta skiptið, drengur minn“. Og ég varð, nauð ugur viljugur, að láta undan. — Þeir drógu mig með sér og ég hlustaði, eins og milli svefns og vöku, á sögurnar sem hann sagði um fólkið er Balinkey hafði hjálpað úr hinum og þessum vandræðum og hvernig hann hefði útvegað mági sínum at- vinnu. Og öðru hverju lagði Jozsi áherzlu á lofsyrði Ferencz, með tvíræðum athugasemdum. Ætli ofurstinn hefði tekið jafn hjartanlega á móti „hvíthærða drengnum“ sínum, sagði hann háðskur, ef Balinkay hefði ekki krækt í þennan hollehska efnaða skelfisk? Af tilviljim var hún sögð tólf árum eldri en hann. — „Ef maður ætlar að selja sjáJf- an sig, þá verður maður að fá a. m. k. gott verð fyrir“, sagði Steinhubel hlæjandi. Nú, þegar ég hugsa um þetta liðna atvik, þá virðist mér það harla kynlegt, að ég skuli, þrátt fyrir sálarástand mitt þá, muna hvert orð af þessum samærðum. Og þegar við komum inn í stóru borðstofuna í Rote Löwe, þá gerði ég það, sem ég þurfti að gera, nokkurr. veginn þolanlega, og það var sannarlega nóg að gera. Heil legio af félogum og merkjum, sem venjulega sáust aðeins á hersveitarböllum, var tekin fram. Nokkrir óbreyttir her menn börðu hátt og fjörlega með hömrum í veggina og í næsta her bergi var Steinhúbel að segja lúðurþeytaranum hvenær og hvernig hann ætti að blása í lúð urinn. Jozsi, sem af tilviljun skrifaði manna bezt, var látinn skrifa matseðilinn, en sjálfur hlaut ég þann heiður, að raða til sætis við borðið. Á meðan var húskarlinn að koma fyrir stólum og borðum og þjónninn að fylkja heilu stórskotaliði af kampavíns- flöskum, sem Balinkay hafði komið með í vagninum sínum frá Sacher í Wien. Þótt undarlegt kunni að virð- ast, þá hafði allt þetta háværa umstang og athafnasemi góð áhrif á mig, því að það drekkti hinum dapurlegu, áleitnu hugs- unum mínum í svip. Loks klukkan átta var öllum undirbúningi lokið. Nú var að- eins eftir að fara heim í herskál ana, þvo sér þar í flýti og hafa fataskipti. Þjónninn minn hafði fengið að vita hvað til stóð, svo að viðhafnar-einkennisbúningur- inn minn beið mín alveg tilbú- inn og skórnir gljáburstaðir. Ég rak hausinn í skyndi niður í kalt vatn og leit svo upp, á klukk- una. Það voru aðeins tíu mínút- ur eftir, þar eð ofurstinn krafð- ist skilyrðislausrar stundvisi. — Ég flýtti mér að afklæðast og sparka af mér rykugum skónum. En rétt þegar ég stóð á nærföt- ur.um fyrir framan spegilinn og ætlaði að fara að greiða á mér úfinn hárlubbann, var allt í einu bankað á dyrnar. „Ég er ekki heima, hver sem spyr eftir mér“, sagði ég við Kusma, þjóninn minn. — Hann flýtti sér til dyra og ég heyrði stutt hljóðskraf frammi í fordyr- inu. Svo kom hann aftur inn með bréf í hendinni. Bréf til mín? Ég tók við fer- hyrnda, bláa umslaginu. Það var þykkt og þungt, nánast lítill pakki. — Ég þurfti ekki að líta á skriftina, til að vita frá hverj- um það var. Seinna, seinna — aðvaraði ein hver skyndileg innri rödd mig. Lestu það ekki. Lestu það ekki núna. — En gagnstætt því, sem rödd skynseminnar sagði mér, opnaði ég umslagið og las, las bréfið, sem skrjáfaði því hærra, þeim mun meira sem hendur mín ar skulfu. Bréfið var hvorki meira né minna en sextán síður á lengd, skrifað í, ógnarlegum flýti með óstyrkri hendi. Bréf, sem maður skrifar aðeins einu sinni og fær aðeins einu sinni á ævinni. Setn- ingarnar streymdu fram stanz- laust, eins og blóð úr opnu sári. Engin greinarmerki, engin setn- ingaskipun. Jafnvel nú eftir ára- bil get ég séð hverja línu fyrir mér, hvern bókstaf. Jafnvel nú gæti ég þulið bréfið upp úr mér, síðu eftir síðu, frá upphafi til enda, svo oft er ég búinn að lesa það. Mánuð eftir mánuð bar ég þetta samanbrotna bréf í vasan- um, tók það upp og las það öðru hverju — heima, í herskálunum, í skotgröfunum og við varðeld- ana. Og það var ekki fyrr en í undanhaldinu við Volhynia, þeg ar óvinirnir höfðu umkringt her- deildina okkar á allar hliðar, að ég varð hræddur um að þessi játning, gerð í ósjálfræði og ástríðuofsa, kynni að lenda í hendur ókunnugra og eyðilagði bréfið. „Sex sinnum hef ég skrifað yð ur bréf“ — þannig byrjaði bréf. ið — „og eyðilagt þau öll jafn- óðum, vegna þess, að ég vildi ekki koma upp um sjálfa mig, vildi það alls ekki. Ég stillti mig um það, svo lengi sem ég hafði nokkurn mótstöðukraft. Vikum saman barðist ég við að leyna tilfinningum mínum fyrir yður. I hvert skipti sem þér komuð hingað, skipaði ég höndunum á mér að vera kyrrum og augun- um að gera sér upp tilfinninga- leysi, til þess að trufla yður ekki eða gera yður órólegan. Ég sýndi yður jafnvel oft önuglyndi og fyr irlitningu, af ásettu ráði, svo að yður grunaði ekki hversu heitt ást mín til yðar brann í hjarta mínu. — Ég reyndi allt það, sem mannlegri veru er unnt að gera SlÚtvarpiö Fimmtudagur 11. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.06 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir, 20.30 Erindi: Jón Sigurðsson og við- brögð Islendinga sumarið 1855 (Lúðvík Kristjánsson rithöfund- ur). 20.55 Einsöngur: Else Miihl syngur með undirleik Carls Billicn lög eftir Strauss o.fl. (Hl]óðritað á söngskemmtun í Austurbæjar- bíó í haust sem leið). 21.15 Sjómannaþættir. — Dagskrá lek- in saman að tilhlutan Skipstjór* og stýrimannafélagsins „Oldunn- ar“. a) Avarp (Vilhj. Þ. Gíslason, út- varpsstjóri). b) Þáttur um Ellert Schram, skipstjóra, eina núlifandi stofnanda Oldunnar (Bárður Jakobsson lögfræðingur). c) Viðtal við Guðbjart Olafsson hafnsögumann o. fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Strákurinn Nikki“ eftir Ferenc Mora í þýð- ingu Stefáns Sigurðssonar (Helga Bachmann leikkona). 22.30 Norsk tónlist: a) Concerto grosso norvegese op. 18. eftir Olav Kiellandi Filharm- oníuhlj ómsveitih í Osló leikur undir stjórn höfundarins. b) Sinfónía nr. 2 eftir Bjarne Brustad. — Fílharmoníuhljóm- sveitin í Osló leikur. Oivind Fjellstad stjórnar. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 12. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.08 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregmr. — 9.20 Tónleikar). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.18 Fréttir og veðurfregnir). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Midegisútvarp. •— (16.08 Fréttir og veðurfregnir), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Bræð urnir“ eftir Karen Plovgárd; I. lestur (Sigurður Þorsteinsson, bankamaður þýðir og les). 18.50 Framburðarkennsla i spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Hrafnkelg- saga; I, lestur (Oskar Halidóra- son cand. mag.). b) Tónleikar: Frá aöngmótt kirkjukórasambands Eyja- fjarðarprófastsdæmis sl. sum- ar. e) Rímnaþáttur í umsjá Kjart- ans Hjálmarssonar og Valdi- mars Lárussonar. d) Upplestur: Kaflar úr Islands- lýsingu (dr. Sigurður Þórar- insson). 4 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vetrarolympíuleikarnir í Squaw Valley (Sigurður Sigurðsson). 22.30 Islenzkar danshljómsveitir: Tríó Arna Elfar: Söngkona: Shelley Marshall. 23.00 Dagskrárlok. ?'<" gf .... -v. áfc. 2/i/iO CopyrfrM P.t-B. Bo« 6 CopénltOQ— "" ffe<o cm COSPEft, — Nú er ég kominn aftur heim til þín, ástin mín! Þú getur akki ímyndað þér hvað ég hef haft mikla heimþrá! a r L á ó Markús, viS getum ekki gefið I ar þennan klút í umbúðir. | Súsanna? Cugmanninum merki, ef þú not- J Hvenær kemur flugvélin næst, | Á morgun, held ég. BARRV'S GETTING FEVERISH. MARK'. WMAT ARE WE GO- ING TO PO? Baldur er með hita, Markús. Hvað eigum við að gera?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.