Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1960næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112

Morgunblaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNRLAÐIÐ Fimmtudagur 11. febrúar 1960 — Ræða fjármálaráðherra Framh. al bls. 11 Hækkun af rekstrarhalla ríkis- spítalana nemur 2,9 millj. Framlag til nýrra akvega er 16 millj. eins og árið áður. Til vegaviðhalds 50 millj. og er um 8,2 millj. kr. hækkun að ræða. Til brúagerða 10 millj., en af hækkun bensínskattsins eiga 3 aurar af hverjum lítra að renna til brúarsjóðs og 3 aurar til nýrra akvega, 2%—3 millj. kr. Framlag til skipaútgerðar rík- isins hækkar um 5 millj. í 15 vegna flokkunarviðgerða á fjór- um skipum á þessu ári. Framlag til menntamála hækka um 16,2 millj. í 160,3. Til kirkju- mála er nú bætt við launum eins prests, til þess að skipuleggja æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar og framlag til byggingar Skálholts- kirkju hækkar um 450 þús. Framlög til landbúnaðarmála hækka um nær 2 millj. Til sjávar útvegsmála eru hækkaðir liðir til að gera tilraunir með nýjar síld- veiðiaðferðir, til síldarleita, fiski rannsókna og til leitar nýrra fiski miða. Framlag til raforkumála hækka um 13 millj., sem er nauð synlegt, ef takast á að ljúka fram kvæmd 10 ára áætlunarinnar. Framlag til laxaklaks og eldis- tilrauna á vegum veiðimálastofn unarinnar hækkar um 100 þús- und. Framlag til almannatrygginga hækkar um 165,5 millj., framlag til sjúkratrygginga hækka um 1,4 millj. og framlag til atvinnu- leysistrygginga um 2 millj. Þá kemur hið sérstaka framlag til hækkunar fjölskyldubóta og ann arra tryggingabóta, skv efnahags frumvarpinu, að upphæð 152,9 millj. Kostnaður við ríkisfram- færslu sjúkra mann^ og örkumla hækkar um 1% millj. Þá vék fjármálaráðherra að þeirri grein fjárlagafrumvarpsins er fjallar um óviss útgjöld, og gat um breytingar, sem verða vegna efnahagsráðstafanna. Þá gat hann þess, að nú yrðu endur skoðuð lög um fymingarsjóð og að því stefnt að ríkið legði í hann eðlilegt fyrningarfé á hverju ári. Ríkisábyrgðir Fjármálaráðherra kvað ríkis- ábyrgðir orðnar óhugnanlega háar og hefðu þær í árslok 1958 numið 1270 millj.. Á síðasta ári hefði ríkissjóður orðið að greiða 28,5 millj. vegnr. vanskilaskulda annarra, sem hann hefði verið í ábyrgð fyrir og nú þætti ekki varlegt að áætla minna en 35 millj. í þessu skyni. Væri nauð- synlegt að setja fastari reglur og strangari um veitingu ríkis- ábyrgða og fylgjast betur með af- komu þeirra aðila, sem ríkið gengi í ábyrgð fyrir. Ráðherrann sagði, að við samn- ing þessa f.árlagafrumvarps hefði ríkisstjórnin sett sér þá meginreglu að fjárfestingarliðir yrðu óbreyttir - rónutólu í.á pví sem var í fjárl^gum 1959. Ein- staka undantei ingar hefðu þó verið geraðr frá þessari reglu: Til vegaviðha ls, til Skáli.oltskirkju, til barnaskólabygginga, til heima vistar Menntaskólans á Akureyri og Kennaraskóla íslands. Einnig til byggingar prestseturshúss á Borg, til kaupa á biskupsbústað, aukinnar landhelgisgæzlu, til flugvallargerða og til kaupa á jarðbor fyrir Norðurland. Sjóðsyfirlit Heildarútgjöld samkvæmt sjóðs y.— Il . eru áætluð: Innborganir 1464,7 millj., útborgá..ir 1-12,9 millj. og greiðsluafgangur sam- kv—.nt fi umva.-.ir.u p.i áætlað- ur 1.800.000 rúmlega. Ég vil taka það fram og leggja á áherzlu, að / í. irl-gafvr. verður að sjálfsögðu að afgreiðast frá Alþingi með greiðsluafgangi og ekki aðeins það heldur verður óhjákvæmi- lega að halda þannig á fjármálum ríkisins á þessu ári, að örugglega verði ekki greiðsluhalli, heldur greiðsluafgangur. Það er einn af óhjákvæmilegum liðum í efna- hagssvæðunum. Auknar almannatryggingar I niðurlagi ræðu sinnar komst fjármálaráðherra þannig að orði: Með frumvarpi um efnahags- mál og fjárlagafrumvarpi eru gerðar margar stórbreytingar á þjóðfélagi íslendinga. Ein stærsta þjóðfélagsbreytingin eru hinar stórauknu almannatryggingar, sem mun bæði nú og síðar þykja tíðindum sæta. Fyrst má nefna fjölskyldubæturnar. — Nú hefur barnafjölskylda enga bamauppbót fyrir fyrsta bam og annað barn, en þegar þriðja barnið kemur hefur uppbótin verið 1166 kr. á fyrsta verðlags- svæði og 874 kr. á öðru verð- lagssvæði. Nú er gert ráð fyrir þeirri breytingu, að greiddar verði 2600 kr. með hverju barni, það þýðir, að tveggja barna fjöl- I skylda, sem ekkert hefur fengið I í fjölskyldubætur fær nú 5200 kr. Blaðagrindur — Blaðagrindur Húsgagnaverzlun óskar eftir því að kaupa blaða- grindur úr járni. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. febrúar merkt: „Blaðagrindur — 4342". Undra hreingeminga- og gólfþvottaefnið SPIC and SPAN kr: 19,90 pk. Amerísku klórtöflurnar, ka*. 20,90 pk. Sqezy-uppþvottalögur, kr. 15.00 brúsinn. Bónhreinsir, kr. 25.00 flaskan Húsmæður! Góð efni auðvelda heimilisstörfin Bankastræti 7 Laugavegi 62 á ári, að þriggja barna fjölskylda fær 7800 kr., fjögurra barna 10400 og fimm barna fjölskylda fær 13000 kr. í fjölskyldubætur. En aldraða fólkið og öryrkjarnir fá einnig verulegar trygginga- bætur, elli- og örorkulífeyrir mun hækka nú eftir tillögu ríkis- stjórnarinnar um 44%. Gengis- breytingin, sem fyrirhuguð er hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðlag í landinu til hækkunar og hefur verið reiknað út, að hækkun framfærslukostnaðar í heild muni nema um 13%. Þar sem slík hækkun framfærslu- kostnaðar mundi verðá almenn- ingi afar þungbær hefur ríkis- stjórnin talið óhjákvæmilegt og sjálfsagt að gera sérstakar ráð- stafanir til að draga úr áhrifum gengisbreytingarinnar á lífs- kjörin, fyrst og fremst hjá barna- fólki, öldruðu fólki og öryrkj- um. Þetta leggur ríkisstjórnin til, að gert sé með því að stór- auka fjölskyldubæturnar, elli- og örorkulífeyrinn og aðr- ar svipaðar greiðslur al- mannatrygginga og enn fremur með því að greiða niður verð á nokkrum þýðingarmiklum neyzluvörum, kornvörum, kaffi og sykri. Kostnaður við þessar ráðstafanir kemur fram í fjár- lagafrv. í 17. og 19. gr. Þessar ráðstafanir, sem eru gerðar til þess að draga úr áhrif- um og þunga verðhækkananna, leiða til þess að útgjaldahækk- unin hjá vísitölufjölskyldunni verður aðeins 3 af hundraði í stað 13 og hjá hjónum með 3 börn, verður niðurstaðan sú, að þar á ekki að verða nein kjara- skerðing. Mikilla úrbóta þörf En hvers vegna þarf að gera allar þessar ráðstafanir, sem koma fram í efnahagsmálafrv. og fjárlögum og væntanlegum frum vörpum, sem hér verða lögð fram síðar? Hvers vegna þarf að gera allar þessar ráðstafanir? Hvað er að? segja háttvirtir stjórnarandstæðingar. Er ekki allt í stakasta lagi? Þessi orð og þessar setningar höfum við heyrt hér í Alþingi undanfarna daga. Nei, háttvirtir þingmenn og hlustendur góðir. Það er ekki allt í lagi. Það er margt að í þessu þjóðfélagi. Það, sem er að, er m. a. og kannski í fyrsta lagi hinn gífurlegi greiðsluhalli á viðskiptum þjóð- arinnar Við útlönd, halli, sem undanfarin fimm ár hefur verið að meðaltali 200 millj. kr. Þjóðin sem heild hefur eytt meiru en hún hefur aflað. Það þarf enga háskólahagfræði til að skilja þetta. Þetta skilur hver einasta húsmóðir og heimilisfaðir í þessu landi. Sérhvert íslenzkt heimili verður nauðugt viljugt að haga sér eftir því lögmáli, að útgjöld- in mega ekki fara fram úr tekj- unum. Það er kannske hægt í eitt ár eða tvö að lifa um efni fram og safna eyðsluskuldum, en það er ekki hægt til lengdar. Sumir menn hafa mikið, lifa hátt um efni fram, berast á og hugsa sem svo, að einhvem veg- inn slampast þetta af eins og hingað til, en allt tekur enda og eins og enginn fær umflúið sitt skapadægur, eins rennur upp sú stund, að hamar fógetans fellur og þá dynur yfir þrot og hrun, eymd og smán. Þennan einfalda sannleika, sem sérhvert heimili í þessu landi lifir eftir, látast háttv. stjórnarandstæðingar ekki skilja. Þeir jafnvel þverneita því, að þjóðin sé í nokkrum háska stödd, þó að fjárhagslegt sjálfstæði hennar rambi nú a barmi glötunar. Þeir menn eru einnig til hér á þingi, sem eru harla ánægðir með þessa fram- vindu mála. Þeir menn eru til, sem segja: Það er barnaleikur einn að ráða við gjaldeyrtis- skortinn og greiðsluhallann við útlönd. Við getum fengið stórlán hjá vinum vorum í austri með lágum vöxtum til langs tima. Og það eru til þeir menn, sem segja: Lánsfjárskortinn innanlands er auðvelt að jafna með því bara að láta Seðlabankann prenta fleiri seðla. Sumir menn vaða út í ógöngur, út í fjárþrot og missi fjárhagslegs sjálfstæðis af fá- kunnáttu, hugsunarleysi, gáleysi. SlÐASTLIÐINN laugardag kall- aði stjórn Stefnis h.f. á blaða- menn og aðra gesti á sinn fund að Austurveg 58 Selfossi, þar sem risið er nýtt hús fyrir starf- semi félagsins. Húsið er 240 fer- metrar að flatarmáli: hið snyrti- legasta að öllum frágangi. Bygg- ingarmeistari var Guðmundur Sveinsson, raflagnir annaðist Rafgeisli h.f., málningu Herbert Gránz, allir á Selfossi. Teikning- ar og skipulag allt annaðist Jón Þ. Sveinsson vélfræðingur Reykjavík. Áætlað er að 10—12 manns geti unnið að bilaviðgerð- um samtímis . BAFNKELSSÖFNUN: MÉR hefir verið afhent frá Magnúsi kr. 100; Sigurði Einars- syni og Sigríði Jónsdóttur 100; SM 500; Sh. J. 500; Skipshöfn- inni á Víði II 26.000. Með hjart- kæru þakklæti. F.h. Söfnunamefndar Þeir eru vissulega ekki til fyrir- myndar, en hinir eru þó verri, sem vilja stefna út í slíkar ógöngur með þjóð sína vitandi vits. Eina stefnan Frumvarp um efnahagsmál og frumvarp til fjárlaga eru tvær greinar af sama stofni. Fleiri greinar munu vaxa af þeim meiði á næstu vikum, frv. til breytingar á almannatryggingar- lögum, frumvarp um afnám tekjuskatts á launatekjum, frum- varp um lagfæringu útsvara og fjölmargt fleira. En með þessum málum öllum er lagður grunnur að heilbrigðara og réttlátara þjóðfélagi. Það er von mín, að íslenzka þjóðin taki með skiln- ingi þeirri stefnu, sem nú er mörkuð til viðreisnar. Þessi stefna er ekki aðeins rétt stefna, heldur sú eina stefna, sem nú er hægt að taka til þess að forða vá frá dyrum íslendinga. Félagið var stofnað árið 1955 en lítið varð úr framkvæmdum iyrr en á síðastliðnu ári vegna þess að fjárfestingarleyfi fékkst ekki fyrr. Nú þegar hefir verið sótt um fjárfestingarleyfi fyrir áramhaldandi framkvæmdum og er þá hugmyndin að byggja fyrst smurstöð og í öðrum áfanga álíka hús og nú er risið fyrir bílayfirbyggingar. Stjórn Stefnis h.f. skipa þess- ir menn Snorri Arnason formað- ur, Hákon Jóhannsson, Lúðvík Jóhannesson, Ragnar Hermanns- son og Haraldur Bachmann. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Haraldur Bachmann Selfossi. — Ufan úr heimi Framh. af bls. 10 sviðinu lengst af frá morgni til kvölds, og er hlutverk hans geysierfitt. Hann fær þó ekki greitt nema sem svarar 2,500— 4.000 krónum fyrir allt sitt „strit" — en svo græðir hann líka vel á gistihúsinu sínu þessa daga, sem hátíðin stendur — og reyndar miklu lengur. « • „Krossfestur" Presinger æfir sig daglega fyr- ir hlutverk sitt — og oftast hverf ur hann upp til fjalla til þess að æfa sig. Það má ljóst vera, að hlutverkið er enginn leikur, því að hann skal bera sinn kross í raunverulegri merkingu á sýn- ingunum. Og ekki nóg með það. Hann verður hengdur upp á krossinn „á Golgata" — og verð- ur að dúsa þar í allt að því tutt- ugu mínútur. Betra að vera vel undir það búinn. — ★ — Með hlutverki Maríu meyjar fer tuttugu og eins árs gömul skrifstofustúlka, Irmgard Dengg að nafni. Er það í fyrsta sinn, sem nokkur af hennar ætt tekur þátt í passíuleiknum. Björn Dúason. WD Virkileg Parísardama þekkist strax á ilmvatninu. LANCOME Nýtt hílaverk- stœði á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (11.02.1960)
https://timarit.is/issue/111173

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (11.02.1960)

Aðgerðir: