Morgunblaðið - 22.03.1960, Side 6

Morgunblaðið - 22.03.1960, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1960 — Genfarráðstefnan Frh. af bls. 1. væri saman komið og þrengsli mikil. - Formaður kvaðst skyldu athuga þetta. — Stóð þá upp Tunkin, fulltrúi Rússa, og kvaðst sammála bandaríska fulltrúan- um — þarna yrði ástandið brátt þannig, að menn gætu ekki hald- ið ræður sínar, hvað þá meira. Spurði hann, hvort ekki væri hægt að flytja strax. Tekið var undir orð Rússans með lófataki, og frestaði þá for- maður fundi — en hálftíma síðar hófst hann aftur, þá í aðalsal, og munu fundir verða þar áfram. Mikil ábyrgð Þar tók til máls fulltrúi Saudi-Arabíu, Ahmed Shukairy, sem er afburða-ræðumaður, þjóð réttarfræðingur að mennt. Flutti hann rúmlega klukkutíma ræðu og talaði fyrst nokkur aðvörun- arorð. Sagði hann að vísu rétt, að nokkur árangur hefði náðst 1958, en viðurkenna yrði, að þá hefði engin lausn fengizt á aðal- málinu — og ef það yrði ekki leyst nú, þá væru samþykktirn- ar frá 1958 raunverulega einskis virði. Það myndi einfaldlega þýða það, eð engin lög gætu talizt ríkja á hafinu. Þess vegna hvílir nú mikil ábyrgð á oss, sagði ræðumaður. Það er aðeins tvennt til: Annað hvort næst hér samkomulag eða ekki — en ef engin niðurstaða fæst um breidd Iandhelgi, þá er þar með drekkt á botni hafsins þeim fjórum sáttmálum, sem síð- asta ráðstefna samþykkti. ★ 3—12 mílur — raunhæft Shukairy vitnaði í ályktun Sameinuðu þjóðanna, að sam- komulag um þessi mál myndi verulega draga úr alþjóðaspennu og stuðla að varðveizlu friðarins. Skoraði hann á menn að starfa Þessar myndir eru frá land- helgisráðstefnunni. Á efstu myndinni sjást fremst þeir John Hare, sjávarútvegsmála- ráðherra Breta, sem er aðal- fulitrúi þeirra, og Gerald Fitz- maurice, lögfræðilegur ráðu- nautur utanríkisráðuneytisins brezka. Næsta mynd er tekin eftir að Wan prins frá Thailandi var kjörinn forseti ráðstefnunnar — og sést hann eilítið til hægri á myndinni. Neðsta myndin er tekin yfir fundarsalinn á fyrsta degi land helgisráðstefnrunnar. í anda S. þ., en þær hefðu mark- að stefnuna með tillögum laga- nefndarinnar , þar sem saman hefðu verið komnir 15 færir lög- fræðingar frá öllum heimshlut- um. Að vísu hefði nefndin ekki komizt að niðurstöðu um á- kveðna breidd landhelgi, heldur lýst yfir, að alþjóðalög um það atriði væru ekki samræmd. Þó hefði nefndin talið, að al- þjóðalög leyfðu ekki breiðari landhelgi en 12 mílur, og því væri það ekki brot á alþjóðalögum, þótt ríki ákvæði landhelgi sína einhvers staðar milli 3 og 12 mílna. — Þetta sýnir, sagði ræðu- maður, að þriggja mílna reglan er ekki lengur viðurkennd sem alþjóðalög — en það er ekki held- ur brot á lögum, þótt ríki setji landhelgi sína allt upp í tólf mílur. — Ég tel því, sagði Shuk- airy, að óþarfi sé að deila um breidd landhelgi — heldur beri að fallast á álit laganefndarinnar, að hún skuli vera 3—12 mílur. Ekkert ríki skal hafa minna en 3 mílur, ekkert meira en 12. Slík tillaga er sveigjanleg og raun- hæf. Ýmis lönd í öllum heims- hlutum hafa nú þegar 12 mílna landhelgi og mundu telja það ágengni, ef réttur þeirra yrði takmarkaður. Taldi hann, að þessi tillaga gæti fullnægt öllum aðilum. •Jc TJmdeild Shukairy benti á það, að sum lönd, sem nú berjast fyrir þrem mílum, hefðu stundum áður við- urkennt breiðari landhelgi — svo sem þegar Bandaríkjamenn fengu Kaliforníu frá Mexíkó 1848. — Einnig hefðu Bandaríkin fyrr á árum tekið sér einkarétt til sel- veiða á öllu Beriiigshafi. — Þá sagði hann, að hæstiréttur Bret- lands hefði úrskurðað árið 1916, að mjög væri umdeilt, hver skyldi vera breidd landhelgi — og áx'ið 1848 lýsti Buchanan, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna yfir því, sagði Shukairy, að land- helgi skyldi vera þrjár vikur sjávar, eða níu mílur. — Og úr því að Bandaríkin hefðu lýst yfir níu mílna landhelgi á tímum púð- ursins — hvað ætti hún þá að vera nú á tímum gervihnatta og geimflauga? Skoraði ræðumaður enn á fulltrúa að byggja á áliti laganefndar S.þ. og ákveða 12 mílna landhelgi sem hámark. Það væri eina vonin til þess, að þessi ráðstefna heppnaðist, en allir horfðu vonaraugum til hennar, að þar fengist einhver jákvæð nið- urstaða. skrifar ur# daqleqa lifinu j • Sóun á góðri sérmenntun Á sunnudaginn hlýddi Vel- vakandi á þriðjudag erindi Gunnars Ragnarssonar M. A. um heimspekinginn A. N. Whitehead. Var erindið stór- fróðlegt og hávísindalegt og hefði sómt sér betur sem há- skólafyrirlestur en sem út- varpserindi, því það krafðist nokkurrar þekkingar á heim- speki. Gunnar Ragnarsson mun vera einhver allra bezt mennt aði íslendingur í heimspeki, fræðigrein, sem áður var í heiðurssæti við hvern þann háskóla, er háskóli vildi kall- ast og fyrr á árum voru menn ekki taldir menntaðir, nema þeir hefðu til brunns að bera einhverjar þekkingu á þessum merku visindum. Það er beim mun athyglisverðar, að er þessi maður kemur heim að afloknu dýru og miklu námi í fræðigrein sinni, hefur ís- lenzka ríkið ekki annað handa honum að gera, en sírifstofu- starf hjá gjaldeyriseftirlitinu, eins og frgm kom í stuttu sam tali, sem blaðamaður Mbl. átti við Gunnar á dögunum. * Vísindagrein, sem ervanrækt í Háskólanum í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á, að heimspeki getur ekki talizt kennd við Háskóla íslands. Að vísu er ein deild háskólans nefnd heimspekideild, en innan henn ar er ekki veitt nein undir- vísun í fílósófíu, heldur eru þar kennd ýmis önnur og ó- skyld fög. Svo á að heita, að stúdentar taki próf í heim- speki á fyrsta námsári sínu í Háskólanum. Námsefnic, sem farið er yfir, er hæfilegt að lesa til prófs á hálfum mán- uði og í því er vart minnzt, á einn einasta heimspeking hvað þá meira, enda fjallar önnur bókin um einföldustu atriði rökfræði, að vísu góð sem slík, en nær mjög skammt, en hin fjallar fremur um þjóðfélagssálarfræði en neimspeki. * Má ekki svo búið standa Það er að sjálfsögðu ekki vanzalaust fyrir þjóð, sem jafnmikið vill halda á lofti menntun sinni og íslendingar gera, að veita ekki tilsögn í undirstöðuatriðum heimspek- innar í æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Eina hugmynda- fræði, sem stúdentar og verð- andi stúdentar eiga aðgang að, nema þeir í hinum ýmsu stjórnmálafélögum hér í borg- inni eða í sínum fæðingar- bæjum. Hefur svo farið fram um hríð innan háskólans, að stúdentar hafa verið hvattir til að ljá einhverri ákveðinni stefnu fylgi sitt, er þá jafn- framt hefur boðizt til að sjá þeim farborða andlega. Nú hafa stúdentar hafnað þessari forustu stjórnmálafélaganna um sín málefni, en fá að sjálf- sögðu ekkert í staðinn. Er því þörfin brýnni nú en oft endra- nær, að forustumenn mennta- og menningarmála þjóðarinn- ar ranki við sér og veiti nem- endum æðstu menntastofnun- ar landsins hlutlausa tilsögn í hugmyndafræði. og heim- spekilegum vísindum. Helgi Briem fulltrúi Fulltrúi Rússa, Tunkin, var á mælendaskrá, og var gert ráð fyrir, að hann legði þá fram til- lögur Rússlands. Hann frestaði hins vegar ræðu sinni til morg- uns, þar sem enginn síðdegis- fundur var í dag. Helgi P. Briem, sendiherra, sem hingað kom til þess að taka á móti íslenzku ráðherrunum, ætl- aði að halda heim á sunnudag, en Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkisráðherra, óskaði eftir því, að hann yrði fulltrúi í sendi- nefnd íslands á ráðstefnunni — og verður hann því áfram hér. Nehro og Sjú ræða landamæraþræt- una NÝJU-DELHI, Indlandi, 21. marz. (Reuter). — Nehru for- sætisráðherra, skýrði frá því á þingi í dag, að Sjú En-Lai, for- sætisráðherra Kina, mundi koma til Indlands í næsta mánuði til við ræðna um landamæraþrætu Kín- verja og Indverja. Mundi hann væntanlega dveljast í Nýja-Delhi dagana 25.—29. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.