Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. marz 1960 MORCUNBLAÐIÐ 11 Þörf á að herjasf fyrir landhelgi heimilanna Úr ræðu prófessors Jóhanns Hannes- sonar á Varðarfagnaði á sunnudag A SUNNUDAGSKVÖLÐIÐ efndi Varðarfélagið til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu og tókst skemmtunin með afbrigðum vel. Aðalatriði þessarar skemmtunar var erindi, sem prófessor Jó- hann Hannesson flutti og nefndi „MAÐUR OG MÚGUR“. Var erindi prófessors Jóhanns prýð- isvel tekið af viðstöddum. — Af öðrum skemmtiatriðum má nefna danssýningu Jóns Valgeirs og Eddu Schevings, nýjan skemmtiþátt þeirra Gunnars Eyjólfssonar og Bessa Bjarna- sonar og þáttinn „Dans og Ieik- ir“ undir stjórn Svavars Gests, og var þessum þáttum öllum vel tekið. Prófessor Jóhann Hannesson kom víða við í erindi sínu, sem var hið fróðlegasta. Hann hóf erindið með þessum orðum: „Lýðræðið á sér nokkra erki- óvini, sem ógna tilveru þess. Hér skulu aðeins nefndir þrír þeirra: 1) Ofbeldiskenndar ideologiur og stjórnmálastefnur, studdar af öflugu hervaldi. 2) Múgmennska, sem er orðin meira og minna alþjóðleg. Hún svæfir einstaklinginn og gerir honum erfitt fyrir að beita nauð- synlegri gagnrýni og endurnýja sjálfa sig og þjóðfélag sitt. 3) Innri siðspilling, sem er fólgin í ótrúmennsku yfir verð- mætum og fráfalli frá frelsis- og ábyrgðarhugsjónum. Vér mun- um hér taka múgmennskuna til athugunar. Vér heyrum menn oft tala um múgmennsku, múgsefjun og ann- a@ í sama tón, er vér lesum þessi orð í blöðum og bókum. Og fyrsta verkefnið verður því að athuga, hvað raunverulega felst í þessum hugtökum, sámkvæmt fræðilegum skilningi hinna nýju sósíalvísinda, en þau hafa lifað blómlegu lífi á síðustu 2—3 ára- tugum og eru kennd við marga háskóla í vestrænum löndum. í ljósi þeirrar þekkingar reynum vér að finna, hvort þjóðfélag vort hafi orðið fyrir áhrifum, sem mótast meira eða minna af múg- mennsku. Úr heimi sósíalvísindanna fá- um vér eftirfarandi upplýsing- ar: Múgur er ekki aðeins fjöldi einstaklinga, sem er saman kom- inn á einum stað. Þessi fjöldi verður að vera þannig gerður, að einstaklingarnir hafi örvandi áhrif hver á annan. Hið þýðing- armesta sérkenni við múg eru þessi gagnkvæmu uppörvandi og uppæsandi áhrif, sem leiða til sefjunarkenndrar samstillingar. Samfara þessum áhrifum er oft sérkennileg hreyfing og ráp. Múgur aðgreinist frá áhorfenda- hóp og hlustendahóp og söfnuði, en þessir hópar sameinast um ytri viðburði, svo sem sjónleiki, ræður, söng, tónlist eða til- Jóhann Hannesson beiðslu. Aheyrendahópur getur orðið að múg, ef mjög æsandi efni er notað til að sameina hann, eða ef eitthvað válegt gerist, svo sem jarðskjálfti eða húsbruni. Þá beinist athyglin frá hinu upprunalega vitsmunalega eða listræna markmiði að miður æs- andi efni, samfara sterkum til- finningum, eins og t. d. ótta við að húsið hrynji af jarðskjálfta eða menn brenni inni, ef eldur brýzt út í húsinu. Sumum gömlu skoðununum um múgsefjun er nú hafnað af sósíalvísindunum: Hjá múg verð- ur ekki til ný samvizka eins og sumir héldu áður. Flestir aðrir en Freudistar hafna einnig þeirri skýringu, að múgmennskan stafi af niðurbældum hvötum eða innbyrgðri orku. Þetta er nú breytt, m. a. af því að menn hafa gert sér fulla grein fyrir því að menn geta orðið æstir, þó ein- samlir séu eða í fámenni. Þegar einstaklingurinn sam- einast múg eða mannfjölda, þá hefur einstaklingurinn með sér það sem í honum býr, bæði það sem aðfengið er og að erfðum er þegið. Þess ber einnig að gæta, að múgur tekur því jafnan illa, sem almenningur í þjóðfélaginu viðurkennir ekki þegar að meira eða minna leyti. Málstaður skiptir þar engu máli, heldur ekki staðreyndir um rétt og rangt, heldur viðurkenning eða ekki viðurkenning. Sefjanleikl Eitt megineinkenni múgs er fúsleiki hans til að láta sefjast. Sá fúsleiki er miklu meiri meðal múgsins heldur en þar sem menn eru einir sér eða með fáum öðr- um. Af þessum fúsleika til að láta sefjast, leiðir einnig meiri eða minni lömun dómgerindar- innar, hinnar heilbrigðu skyn- semi. Af sömu áStæðum er auð- velt að draga athyglina frá hinu venjulega og misbeita henni að einhverju tilfinningamáli. Menn finna til stærðar múgs- ins. Hún á sinn þátt í að sefja menn. Þannig er orðatiltækið: Fifty thousand Frenchmen cannot be wrong. Hugmyndin um sannleika víkur fyrir hug- myndinni um stærð. Reynsla dá- leiðenda er sú, að 9/10 hlutar manna yfirleitt sé dáleiðanlegir. Ástæða er til að ætla að almenn- ur dáleiðanleiki standi að ein- hverju leyti í sambandi við næm- leika manna fyrir múgsefjandi áhrifum." Og prófessorinn hélt áfram: „Múgurinn hefur einnig mátt yfir einstaklingum sökum stærð- ar sinnár. Einstaklingurinn verð- ur fyrir áhrifum úr mörgum átt- um, þegar hann er innan um mikinn múg og þegar þessi áhrif safnast saman verða þau mjög sterk. Hringrás verður í sttaumi tilfinninganna og áhrifin magn- ast enn við það. Oft láta ein- staklingarnir undan síga undan ! þunga þessara áhrifa og taka að hegða sér mjög einkennilega, gala, gelta, góla, hnippast á, skæla sig og hafa í frammi ýms- ar fettur og grettur. Öryggistilfinningin í múgnum Enginn vafi leikur á því að einstaklingurinn verði gripinn sérstakri öryggistilfinningu þeg- ar hann er hluti af stórum múg. Þótt einhver einstakur maður hagi sér mjög afkáralega, þá finnur hann ekki til þess sjálf- ur og verður heldur ekki til at- hlægis meðal múgsins, af því að aðrir haga sér á líkan hátt. Þetta á einnig við um andfélagslega hegðun múgsins, þegar Um skemmdarstörf og glæpi er að ræða. Mönnum virðist illt verk nokkurn veginn verjandi þegar nógu margir standa að því að vinna það. Þátttakendur haga sér svo sem nafnlausir væru og tekst líka oft að koma ár sinni svo fyrir borð, að löglegum stjórn- arvöldum tekst ekki að ná tök- um á neinum ábyrgum einstakl- ing, jafnvel ekki þegar um glæp er að ræða af völdum múgsins. í stuttu máli: Áhrif múgssefj- unar valda því að einstaklingur- inn missir meira eða minna hæfileikann til að hafa stjórn á sjálfum sér og varðveita ábyrgð- arvitund sína. Samvizkan virðist sljóvgast meira en nokkuð ann- að og yfirleitt þeir hæfileikar, sem maðurinn hefur lagt mesta rækt við að þjálfa og einkenna hann sem sjálfstæða siðmenn- ingarveru." í lok erindis síns komst pró- fessor Jóhann m. a. S ’O að orði: „Mest áhrif til eflingar múg- mennsku og eyðslusemi í land- inu hafa þó auglýsingarnar. Hvert einasta heimili á landinu er „trollað" með auglýsingum til aS fá alla sem tilleiðanlegir eru út af heimilinu og inn á skemmti staðina. Þessar upplýingar gjör- breyta oft áætlunum heimilanna sjálfra og sjaldan til batnaðar. Við berjumst fyrir því að ung- viði þorsksins og ýsunnar fái að vaxa upp í friði, en það er engu síður orðin þörf á að berjast fyrir landhelgi heimilanna“. — 'k — Eins og fyrr getur tókst þessi skemmtun Varðarfélagsins mjög vel, en hana undirbjó skemmti- nefnd félagsins. í henni eiga sæti: Baldur Jónsson, vallar- stjóri, formaður, Sveinn Björns- son ,kaupmaður, Valdimar Ólafs- son, skrifstofumaður, Hafliði Andrésson, skrifstofumaður og Jón Jónsson, skrifstofustjóri. Tvœr afgreiðslustúlkur helzt ekki yngri en 25 ára, óskast um næstu mánaðar- mót til afgreiðslu í söluturni í vestur- og austurbæn- um. — Vaktavinna. — Uppl. í dag í Melabúðinni, Hagamel 39. Til sölu Góð þriggja herb. íbúð við Gnoðavog. Sér hiti. Nánari upplýsingar gefur: malflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðiaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar Aðalstraéti 6, HI. hæð. Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602 SAVA - Hvað er það? S A V A er skammstöfun á Sameinaða Verksmiðjuafgreiðslan Bræðraborgarstíg 7 SAVA hefur söluumboð fyrir 7 verksmiðjur, Herkúles Þar á meðal verksmiðjuna Herkúles, sem framleiðir hinn hentuga HERKULES BARNAFATNAÐ, kvensloppa, kvensíðbuxuir, rúmfatnað og borðdúka. 99 C A F E T E R I A“ — Sjálfsafgreiðslu veitingar — HRAÐI, ÞÆGIIMDI, GÆÐAVEITIIMGAR Opnað kl. 7 f.h. IHATSTOFA AIJSTIJRBÆJAR Laugaveg 116..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.