Morgunblaðið - 22.03.1960, Side 12

Morgunblaðið - 22.03.1960, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þríðjudagur 22. marz 1960 Utg.: H.f, Arvakur, Reykjavík. S’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS ¥ EIÐTOGAR kommúnista hamra mjög á því að kaupmáttur tímakaupsins hafi á undanförnum árum minnkað verulega og sé nú allmiklu minni en hann var árið 1947. Ef þetta væri nú rétt, hvað þýðir það þá? Það þýðir það, að sú „kjara bótabarátta", sem kommún- istar segjast hafa haldið uppi fyrir hönd verkalýðsins, hef- ur alls ekki haft í för með sér bætt lífskjör, heldur þvert á móti þverrandi kaupmátt launanna, ef trúa á þeirra eigin yfirlýsingum. Kauphækkun skilað aftur Á árinu 1955 höfðu komm- únistar t. d. forystu um það, að allt kaupgjald í landinu hækkaði að meðaltali um rúm lega 20%. Með þessu sögðust kommúnistar vera að bæta lífskjör almennings í landinu. En ekki höfðu þeir fyrr setzt í ráðherrastóla í vinstri stjórn inni en þeir beittu sér fyrir því, að verulegur hluti kaup- hækkunarinnar frá 1955 var tekinn af almenningi. Þá var það hreinlega viðurkennt, að framleiðsl- an hefði ekki getað staðið undir henni og þess vegna yrði fólkið að skila henni aftur. Sjálfstæðismenn sögðu þjóðinni sannleikann Þannig neyddust kommún- istar til þess að viðurkenna það, að þeir hefðu farið með blekkingar einar, er þeir tældu fjölda verkalýðsfélaga út í baráttu fyrir hækkuðu kaupgjaldi á ári'nu 1955. Þeir viðurkenndu að Sjálfstæðis- menn hefðu haft rétt fyrir sér, er þeir sögðu þjóðinni að enginn grundvöllur væri fyr- ir kauphækkunum, þar sem framleiðslan gæti ekki risið undir þeim. Komnir í sjálfheldu Kommúnistar eru nú komn ir í algera sjálfheldu í þessum málum. Almenningur man, að á undanförnum árum hafa þeir sífellt sagzt vera að bæta kjör launþega með því að beita sér fyrir kauphækkun- um þeim til handa Nú kemur jafnvel sjálfur Einar Olgeirs- son og lýsir því yfir, að kaup- máttur tímakaupsins sé minni nú en árið 1947. Þetta hefur þá orðið árang- urinn af allri „kjarabótabar,- áttu“ kommúnista. Launþeg- arnir standa ekki aðeins ístað, heldur segja kommúnistar að kaupmáttur tímakaups þeirra sé minni en hann var fyrir 13 árum síðan! Hvernig geta nú kommún- istar ætlazt til þess að almenn ingur í landinu taki þá alvar- lega, þegar þeir nú enn á ný telja kauphækkunarbaráttu nauðsynlegá til þess að bæta lífskjör fólksins? Grundvöllur kaup- hækkana Reynsla þjóðarinnar hefur á ótvíræðan hátt sannað, að Sjálfstæðismenn hafa haft rétt fyrir sér, er þeir lögðu áherzlu á, að raunverulegur, sannur grundvöllur kaup- hækkana gæti aðeins verið aukin framleiðsla, bæði að magni og verðmæti. Það er aðeins með þeim hætti, að meira sé til skipta milli stétta og starfshópa í þjóðfélaginu, sem almenningur í landinu getur bætt lífskjör sín. Kaup- hækkanir, sem framleiðslan getur ekki risið undir, hafa ekki í för með sér bætt lífs- kjör. Af þeim leiðir ekki auk- inn kaupmátt tímakaupsins. Þvert á móti hafa slíkar kaup hækkanir í för með sér rýrn- andi verðgildi íslenzkrar krónu og stöðugt vaxandi verðbólgu. Þegar framleiðsl- an getur ekki . lengur risið undir tilkostnaði sínum, leit- ar hún á náðir ríkisvaldsins. Ríkisvaldið fer síðan í vasa launþeganna og alls almenn- ings í landinu og tekur það af j þeim, sem þeir hafa ofkrafið framleiðslutækin um. Alkunn saga Þessa sögu þekkir hver ein- asti vitiborinn íslendingur. Kommúnistar þekkja hana líka. Það var einmitt þetta sem þeir gerðu í vinstri stjórn inni. Nú er í fyrsta skipti um langt árafoil gerð heiðarleg í tilraun til þess að snúa við af ógæfuforautinni, miða eyðsluna við arðinn af starfi þjóðarinnar og leggía grundvöll að heil- brigðu efnahagslífi, jafn-! vægi og uppbyggingu. UTAN UR HEIMI Jussi Björling - söng^þóttsjúkurværi HINN heimsírægi, sænski tenór- söngvari syngur um þessar mund ir í Covent Garden-óperunni í Lundúnum — hlutverk Rodolfo í „La Boheme“ eftir Puccini. — ★ — Á sýningunni sl. þriðjudag gerðist það, að tjaldið var ekki dregið frá á réttum tíma. — Biðu áheyrendur lengi og voru tekn- ir að gerast órólegir, þegar til- kynnt var, að Björling hefði skyndilega veikzt, fengið mikil ónot fyrir hjartað, sem kallað er — og var jafnvel gefið í skyn, að um aðkenningu að slagi hefði verið að ræða. Framkvæmdastjóri óperuhúss- ins sagði þó, að söngvarinn virt- ist nú vera að jafna sig aftur, og ef áheyrendur vildu gera svo vel að bíða þolinmóðir svo sem fimm mínútur enn, væri líkur til, að sýningin gæti hafizt. — ★ — Og áhorfendur biðu — ekki fimm mínútur, heldur nær stund- arfjórðung — og voru orðnir von daufir um að fá að heyra í hin- um glæsilega söngvara. — En þá kom framkvæmdastjórinn fram fyrir tjaldið og tilkynnti, að r.ú mundi sýningin hefjast ■ en varamaður yrði til taks til þess að taka við af Björling, ef á þyrfti að halda. Þegar hann birtist á sviðinu, var ekki á honum að sjá annað en hann væri fullfrískur — og er hann hafði sungið hina frægu ariu í fyrsta þætti með miklum glæsibrag, var honum klappað lof í lófa. Hið eina óvenjulega, sem menn veittu athygli — og þá aðeins þeir, sem kunnugastir voru söngvaranum — var, að hann söng hægar en hans er vandi. — ★ — Móðir Elísarbetar drottningar var meðal áheyrenda þetta kvöld og tók ótæpilega þátt í að hylla söngvarann. — Síðar fréttist, að Björling hefði ætlað að hætta við að syngja — þar til hann íretti af nærveru drottningar- mó? urinnar. Þá kvaðst hann ætla að reyna að ljúka hlutverki sínu — og það tókst honum líka, án þess að menn gætu merkt, að honum væri hið minnsta brug- ið, eins og fyrr segir. Eftir sýn- ingu gekk hann á fund drottning- armóðurinnar til þess að afsaka töfina, sem varð. Þeir, sem viðstaddir voru að tjaldabaki, segja hins vegar, að Björling hafi verið mjög áhyggju fullur út af sjúkleika sínum — sem varla er að undra, þegar það er haft í huga, að tvisvar áður hefir hjartasjúkleiki gert þannig vart við sig hjá honum, og fyrir um það bil ári lá hann nokkurn tíma rúmfastur af þeim sökum. ■ E. t. v. hefir honum einnig komið það í hug, að fyrir skömmu varð góðvinur hans, bandaríski baryton-söngvarinn Leonard Warren bráðkvaddur á sviðinu — eins og skýrt hefir verið frá hér í þættinum. Jussi Björling er nú 49 ára gamall. Jussi Björling sem Rodolfo, ásamt ítölsku sópransöngkoi - unni Rosanna Carteri, sem fór með hlutverk Mirr:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.