Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. marz 1960 MORGTJTSBLAÐIÐ 13 innzt 200 ára afmælis land- læknisembættis 18. MARZ síðastliðinn voru 200 ár liðin síðan Bjarni Pálsson tók við landlæknisembætti á íslandi við stofnun þess. Er það jafn- framt upphaf innlendrar læknis- kennslu. í tilefni þessa flutti Jón Stefen- sen, prófessor, erindi um Bjarna Pálsson og samtíð hans í hátíða- sal Háskólans sl. sunnudag, fyrir hönd Læknadeildar Háskóla ís- lands. Per hér á eftir stuttur útdráttur úr ræðu prófessors Jóns Steffen- sens. • Bjarni Pálsson fæddist 17. maí árið 1719 að Upsum við Eyjafjörð, þar sem faðir hans, Páll Bjarna- son, var prestur, en kona hans og móðir Bjarna var Sigríður Ás- mundsdóttir. Bæði voru þau hjón af góðum norðlenzkum ætt- um og þóttu góðum gáfum gædd, einkum Sigríður. Bjarni lauk prófi úr Hólaskóla 1745 og sigldi árið eftir til Kaup- mannahafnar, þar sem hann lagði stund á náttúru- og læknisfræði. Árið 1748 varð hann „Philo- sophiae Baccalaureus, samtímis Eggerti Ólafssyni, og sumarið 1750 voru þeir félagar sendir til íslands, aðallega til handritasöfn- unar á vegum Árna Magnússonar — sjóðsins. Jón Steffensen, prófessor flytur ræðu sína í hátíðasal Háskólans Aftur eru þeir félagar sendir til landsins 1752 og hafa nú fimm ára viðdvöl við rannsóknir á nátt- úru landsins og þjóðarhag. Þessi för var farin fyrir til- stilli Vísindafélagsins í Höfn, og er árangur hennar hin mikla og ágæta ferðabók Eggerts og Bjarna. Bjarna Pálssyni var veitt land- læknisembætti sama dag og það var stofnað, 18. marz 1760. Kjör- um landlæknis fylgdi frítt jarð- næði eftir eigin vali og 800 ríkis- dalir til að hýsa jörðina. Bjarni valdi Nes á Seltjarnarnesi að á- býlisjöi'ð, og þar var á næstu ár- um reist Nesstofan, sem enn er við líði. Árið 1763 gekk Bjarni að eiga Rannveigu Skúladóttur, land- fógeta og bjuggu þau að Nesi, þar til Bjarni lézt 8. september 1779, sextugur að aldri. Þau eignuðuzt 7 börn, en aðeins 3 þeirra kom- ust á fullorðinsár. Það mun ekki ofmælt, að öld sú, er fóstraði Bjarna, er sú þung- bærasta, er yfir þessa þjóð hefur gengið og kemur það ljósast fram í fólksfjöldanum og líkamshæð manna. í upphafi aldarinnar er fólks- fjöldinn liðlega 50 þúsund og eru þá nýafstaðin mikil harðindaár, öll árin 1696—1702, sem vafalaust höfðu fækkað þjóðinni talsvert. sjúkdóma á 18. öld verður að nægja til að gefa hugmynd um við hvað var að etja í þessum eínum um það bil, er Bjarni sett- ist í landlæknisembættið. Læknisráð almennings, áður en komu til lærðir læknar, eru ákaf- lega misjöfn að gæðum, sum hreinir töfrar eða galdrar, önn- Nes á Seltjarnarnesi, þar sem Bjarni Pálsson bjó. Síðar á öldinni kemst fólksfjöld- inn aldrei aftur upp í 50 þúsund, en fellur tvívegis niður fyrir 40 þúsund, eða eftir stóru-bóluna 1707 og móðurharðindin 1783. Og líkamshæðin hefur aldrei orðið minni en á 18. öldinni, en þá er meðhæð karla um 167 sm, og er þá farin að nálgast ískyggi- lega mikið hæð hinna fornu Græn lendinga, er þeir líða undir lok. Svo ætla má að mjótt hafi verið á mununum um, að Islendinga biðu sömu örlög. • Orsakir mannfellisins voru sum part drepsóttir, svo sem stóra- bóla, sem talin er hafa hrifið burt um þriðjung þjóðarinnar, en athugun á mannfjölda-línuriti á 18. öld sýnir, að vegna mikillar viðkomu var þjóðin furðu fljót að ná sér eftir slíkar blóðtökur, ef ekki kæmi annað til, en hung- urvofan sveif hér yfir að stað- aldri og steypti sér yfir þjóðina, hverju sinni er bjargræðisvegirn- ir brugðust, og hún var megin- orsök þess, að íbúatalan rétti aldrei við aftur alla þá öld. En þó drepsóttir og hungur- dauði hafi átt drýgstan þátt 1 mannfækkuninni, þá er jafnvíst, að fjölmargir aðrir kvillar áttu drjúgan þátt í henni, enda marg- ir sjúkdómar, sem magnast við vaneldi og geta þá orðið banvæn- ir. Beztar upplýsingar um al- mennustu sjúkdóma á 18. öld fást með því að athuga hverjir voru það á 19.* öld, þegar fyrst koma fram sæmilegar skýrslur um þetta efni, samdar af lærðum læknum og áður en farin er að verða teljandi breyting á sótta- fari hér. Fremstar eru skýrslur Schleisners, sem ferðaðist um landið 1847 og Jóns Finsens, sem var héraðslæknir í austurhéraði Norðurlandsins 1856—66. Báðum ber þessum læknum saman um, að þegar sleppir um- ferðapestum, s.s. barnaveiki, taugaveiki, skarlasótt, mislingum, kíghósta, taklungnabólgu og kvefpestum, séu tíðustu kvillarn- ir gigt, sullaveiki, hysteri, ýmsir magakvillar, trúlega oftast maga sár og tíðateppa. Ótalinn er þá ungbarnadauði, sem samkvæmt útreikningi Schleisners nam þau ár, er engar meiri háttar pestir gengu, um 30% fæddra, en á sama tíma i Danmörku var hann 19%. — Þetta stutta yfirlit yfir aðal- ur skaplegri sem byggjast á lækn ingamætti ýmissa jurta og rekja má til læknastarfsemi munka. Eitt ráð var þó notað öðrum frem ur, og það var blóðtökur, sem skottulæknar framkvæmdu, en þær munu tíðast hafa gert meira mein en gagn, og stundum riðu þær sjúklingnum að fullu. • Þeim mönnum, er hafa kynnt sér aðdragandann, að stofnun landlæknisembættis ber saman um að Vísindafélagið í Kaup- mánnahöfn eigi hvað mestan þátt í því. Þetta félag var stofnað 1742. Félagið lét náttúruvísindi mikið til sín taka, en af þeim áhuga leiddi m.a. rannsóknarleið- angur Bjarna og Eggerts til ís- lands, sem beint eða óbeint verð- ur til þess, að landlæknisembætt- ið er stofnað. Svo virðist sem Bjarna sjálfum hafi verið um og ó, að taka að sér landlæknisem- bættið. En ekki skal ég lá Bjarna, þó honum hafi hrosið hugur við að taka að sér heilbrigðismál þjóðar- innar, að vísu hefur honum verið allra manna ljósust þörfin á slík- um manni hér, af ferðum sínum um landið, en þá fór hér yfir einn versti hungurfellirinn, sem á árunum 1752—59 fækkaði fólk- inu um liðlega 6000, en jafnljóst hefur Bjarna þó orðið skilnings- og áhugaleysi landsmanna á heil- brigðismálum og vantrú þeirra á lærðum læknum. Hann hefur séð fyrir sér í anda vonlausa bar- áttu einyrkjans við tómlætið, og því miður átti sú sýn fyrir sér að rætast allt of áþreifanlega. Það verður naumast sagt að mulið hafi verið undir brautryðjanda íslenzkra heilbrigðismála, hvorki af löndum hans né stjórnarvöld- um, en þrátt fyrir það, veikindi og vínhneigð, varð Bjarna þó vel ágengt í sumum störfum sínum. Þegar á fyrsta embættisári tók Bjarni sinn fyrsta nemanda í læknisfræði og alls munu þeir hafa orðið um 11, sem lærðu hjá honum um lengri eða skemmrj. tíma, og af þeim voru 4 orðnir fjórðungs-kirurgar áður en hann lézt, en sá fimmti skömmu síðar. En þrjú fjórðungsembætti voru stofnuð fyrir tilstilli Bjarna. Árið 1761 fékk hann hingað lærða, danska ljósmóður til að kenna íslenzkum ljósmæðrum, én sjálfur yfirheyrði hann alls 15 NÆR 80 dregnir, sem eru á sjó- vinnunámskeiði Æskulýðsráðs Reykjavíkur, fóru í 3 klst. sjó- ferð hér út fyrir eyjar á laugar- daginn með varðskipinu Ægi. Var þetta fræðslu og kynnisferð fyrir strákana og var ferðin þeim sannkallað ævintýri. Drengirnir voru í fylgd með kennurum sínum en meðan á siglingunni stóð, voru þeir stöð- ugt á ferð um skipið með kenn- urunum sem sýndu þeim og út- skýrðu fyrir þeim, sem fyrir aug un bar af tækjum skipsins, en þarna fengu drengirnir meðal annars tækifæri til að fylgjast með stillingu á kompás, heim- sóttu vélarúmið meðan aðalvélin knúði skipið 8—10 mílur. Þeim var sýnt hvernig gúmmíbjörgun- arbátur oppar sig eftir að hon- um hefur verið kastað frá borði. Það var skotið af litlum línubyss- um og loks var skotið tveim púð- urskotum úr falbyssunni á Ægi. Mikil tihlökkun hafði verið meðal drengjanna fyrir þessa ferð, og fullvíst má telja að þeir munu lengi minnast þessarar morgunstundar á Ægi. Áður en Ægir sigldi inn á Reykjavíkurhöfn aftur þökkuðu drengirnir varðskipsmönnum, undir stjórn Jóns Jónassonar skipherra, fyrir góðar viðtökur um borð, og hylltu þeir Ægi og áhöfn hans með ferföldu húrra- hrópi á þilfarinu. Blaðamenn ræddu við kennara of fulltrúa Æskulýðsráðsins um sjóvinnunámskeiðin og komst einn þeirra þannig að orði, að ef sjóvinnunámskeiðin hefðu verið komin í það horf, sem nú er fyrir hálfum öðrum áratug, myndi ekki vera eins mikill skortur á mönnum til starfa við fiskiskipa- flotann sem raun ber vitni. Er nú unnið að því á vegum Æskuýðsráðsins að útvega drengj unum skiprúm í vor og standa Boðið í siglingu Sigurður Sigurðsson, landlæknir ljósmæður og fékk því framgengt 1766, að þær fengju 100 ríkisdali árlega hjá konungi. Bjarni mátti horfa upp á mik- inn harmleik þjóðar sinnar úr embættisstólnum, án þess að fá rönd við reist, enda, svo notuð séu orð Sveins Pálssonar, „lagð- ist hann fyrir þreyttur, þreyttur af embættisörðugleika og áhuga, þreyttur af pínufullum sjúkdómi, þreyttur af ýmsu mótkasti, hvað enginn vissi sem hann sjálfur. Hann liggur þar, sem hann sjálf- ur valdi sér stað, þar sem hann sjálfur til vegar kom hinni líkn- arfyllstu stiptun meðal manna, þar, sem allir vissu að hitta hann' til hjálpar nær því um 20 ár, en vegfarandinn, sem nú ber þar að, heyrir hann ekki nefndan, sér ekkert blómstur plantað á legstað hans í full 20 ár, veit ekki að hann var til. Svo mat 18. öldin dyggð og verðugleika. Svo ó- mannsárt er land vort. Nú það telur varla helming barna sinna mót því áður var“. • Að loknu erindi prófessors Jóna Steffensens, þakkaði núverandi landlæknir, Sigurður Sigurðsson, háskólanum fyrir að hafa minnzt þessa afmælis og las upp bréf frá heilbrigðismálaráðuneytinu, þar sem það býðst til að kosta útgáfu og samningu sögu Bjarna Páls- sonar og heilbrigoismála á ís- landi. vonir til að það muni takast, þvl strákarnir hafa þegar hlotið góða undirstöðumenntun og munu margir hverjir mjög fljótt kom- ast upp á lagið. Vaxandi áhugi er meðal unglinga í bænum fyrir sjóvinnunámskeiðum og eru á því sem nú stendur yfir 84 dreng ir. j.xoxj.1 u, íj nr uvi vsauui^_____________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.