Morgunblaðið - 22.03.1960, Síða 14

Morgunblaðið - 22.03.1960, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1960 fbúð - Sbúð Óska eftir 3ja til 5 heirb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 13146 frá kl. 9—7. Húseign til sölu Til sölu er efri hæð húseignar á góðum stað mjög nærri miðbænum. Einnig veitingastofa, verkstæðis- pláss, bílskúr og hluti af kjallara. Eignarlóð. Uppl. gefnar í síma 13049. Whirla - Whip ísvél til sölu ásamt tilheyrandi ísgeymslu. ísborg útvegar hráefni til vélarinnar. — Söluverð miðast við gamla gengið. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur: HARALDUK GUÐMUNDSSON lögg. fasteignasali. — Hafnarstræti 15. Símar: 15415 og 15414, heima. Glœsilegt raðhús til sölu við Hvassaleiti. Húsið er 2 hæðir og bílskúr. Á neðri hæðinni ,sem er ca. 85 ferm., eru 2 stofur, eldhús, skáli, anddyri o. fl. A efri hæðinni, sem er 95 ferm., eru 4—5 herb., bað, þvottahús o. fl. Upp- steyptur bílskúr fylgir. Húsið er selt fokhelt með járni á þaki. Gott útsýni. Hagstæð kjör. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Cyggingarfélag verkamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 22. þ.m. kl. 8,30 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Orðsending til almennings um Ijósaperur Nú eru komnar á markað- inn Ijósaperur, sem að endingu jafnast á við þær beztu, sem framleiddar eru í Evrópu, en það eru hinar pólsku „Helios ljósa perur, sem voru víðþektar fyrir síðari heimsstyrj- öldina, en verksmiðjumar hafa verið endurbyggðar með hollenzkum vélum af fullkomnustu gerð og nota til framleiðslunnar sam- bærileg hráefni og aðrar verksmiðjur í Vestur- Evrópu. Perumar eru gefnar upp fyrir 1400 tíma endingu og eru allar verksmiðjuprófaðar, sem þýðir að engar gallað- ar perur eiga að geta leynst með. Reynslan, sem þegar er fengin hér á landi, sannar þetta ótvírætt. Heliosumboðið Hólavallagötu 7 — Símar 13626 og 13339 Páll Guðmundsson, Gilsárstekk: „Faðir vor kallar kútinn" SAGA þeirra Bakkabræðra hef- ur aldrei verið tekin til fyrir- myndar. Engu að síður hafa menn haft gaman af þeim kump ánum, og hvarfla þeir gjarna í hug þegar nútímaatburðir minna á þeirra háttlag. Nú um skeið hafa Framsóknarmennirnir bor- ið sig aumkunarlega út af valda missi, og það svo, að jafnvel fyrrverandi fylgjendur þeirra geta ekki annað en skopazt að. Menn eru að veltá því fyrir sér, hvernig á að samræma orð þeirra. Hermann Jónasson lýsti ] því yfir 4/12 1958, að engin sam- staða væri til milli þáverandi stjórnarfolkkanna þriggja um lausn efnahagsvandamálanna. Þetta hefur ekki verið vefengt, heldur þvert á ámóti marg stað- fest í opinberum erjum allra þessara þriggja vinstri flokka, og er óþarft að rekja þá sögu. Jafnframt hafði Framsóknar- flokkurinn sett sér það, sem æðsta stig pólitiskrar fullkomn- unar, að útiloka Sjálfstæðis- flokkinn gjörsamlega frá áhrif- um á gang mála. Þetta var auð- vitað markmið í sjálfu sér, en eitt það heimskulegasta, sem þeir hafa þó ætlað sér, og er þá mikið þeirra til valdanna varð æ sár- ari. Alþýðuflokksstjórnin, sem studd var af Sjálfstæðisflokkn- um varð ákaflegur fleinn í þeirra holdi. Nú var gert banda- lag við kommatetrin, en allt laust þó frá Framsóknarflokknum. — Þegar kommar vildu þó ganga hreinlega til verks og ákveða samstöðu fyrir haustkosningarn- ar, var Framsókn ekki fáanleg, vildi freista að halda öllum gátt- um opnum, enda ekki beinlínis varð til að æsa þá enn að nýjn. Þá skeði sá einstæði atburður, að einn snjallasti og rökfimasti maður Sjálfstæðisflokksins svar- aði ofstopa og æsingaræðu Ey- steins Jónssonar, með hans eigin orðum. Hvílík meðferð á einum aumingja manni. Þetta og margt fleira sannar það, sem flestir vissu, en alla grunaði: Framsóknarflokkurinn með Eystein í broddi fylkingar hefði barizt eins og ljón með þessu frumvarpi, bara ef hann hefði fengið að vera í ríkis- stjórn. Allt þetta gaspur og gal um samstarf á sem breiðustum grund velli, er ekkert annað en dul- búin ósk og bæn um að fá að sitja í ríkisstjórn. Svo cr hóað saman flokksfundi, og hann fæst til að samþykkja tillöguna, sem nánast er aðeins þetta: „Faðir vor kallar kútinn“, kút valdhafanna verða flokksfor- ingjarnir að fá að bargja af ann- ars er þeirra tímanlega velferð í bráðum voða. En svo kemur hljóð úr homi. Sjálfur Vilhj. Þór býður til veizlu og heldur ræðu, og þar er nú ekkert Tímabragð að. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru allt í senn: Skynsamlegar, heilla- vænlegar og bráðnauðsynlegar sjálfstæði landsins. Þá vita menn það. En aumingja Framsóknar- liðið í hinum dreifðu byggðum verður að fara að meta og vega hverjum á að trúa. Og fjöldi bænda verður ekki lengi að átta sig á þessum hlut. Kommúnista- dekur Framsóknarflokksins verð ur líka að skerpa hugsun þeirra, og flýta dómsniðurstöðu. Þessi fyrverandi bændaflokkur er ger- samlega orðinn óhæfur til að halda á þeirra málstað. Þeir fara visvitandi með ósannindi um hin örlagaríku efnahagsmál, enda augljóst að þeir vita betur, sbr. fyrri ræður þeirra. Fyrir einum mannsaldri eða eða svo, var karl einn hér sunnan til í Suður-Múl'asýslu, talinn mik ill málafylgjumaður, og hafði yndi af erjum.Sveitarfélög deildu þá oft um þurfamenn, og tók karl eitt sinn að sér að verja slíkt mál, og vann það. Hann vildi eðlilega hafa nokkuð fyrir snúð sinn, en hreppsnefndin sem hann hafði unnið málið fyrir, sýndi þann grútarhátt að neita að greiða honum þóknun. Karlinn vendir þá sínu kvæði í kross og tekur málið upp aftur og þá fyrir sveitarfélagið sem hafði verið dæmt til að framfæra þurfalinginn. Og sagan endurtók sig. Hann vann málið í annað sinn. Það lítur svo út, að enn séu til menn, sem telji sigurstranglegast að viðhafa þessi vinnubrögð. En tímarnir hafa breytzt. Svona skrípaleikur er nú vonlaus. Áhrif hinnar nýju kjördæma- skipunar eru þegar farin að segja til sín, en ekki á þann hátt, sem Tímaliðið þrástagast á. Þing- menn kjördæmanna sameinast um nauðsynjamál án flokka- dráttar. Ákvæðin um sömu fjöl- skyldubætur um allt land o. fl. o. fl. benda ákveðið til þess að rétt var stefnt. Það er því alveg furðuleg þrjózka og blinda, að greindir og gegnir menn skuli ennþá japla á þessu máli, sbr. útvarpsumræður. En varðandi þrálátan vaðal um áframhald- andi „uppbyggingu“ í dreifbýl- inu á sama grundvelli og verið hefur þá væri nauðsynjaverk að bregða upp myndum, af vinnu- brögðum Framsóknarflokksins í fjárveitingar- og verzlunarmál- um dreifbýlisins. í því safni kennir margra grasa, sem gimi- leg væru til fróðleiks. 10. marz 1960. Páli Guðmundsson. sagt, enda auðvitað í andstöðu við sjálfsagt pólitískt siðgæði í lýðfrjálsu landi og eflaust í ó- þökk og andstöðu við alla greind- ari menn flokksins. Það kom líka fljótt á ádaginn. Skömmu eftir sjálfsmorð vinstri stjórnarinnar, kom væl úr horni Framsóknar. Sjálfsagt að mynda þjóðstjórn. Ekki stóð á undirtektum flokksmanna. „Faðir vor kallar kútinn“. — Flokksfeðurnir söknuðu vald- anna, og óskuðu þeirra nú með aðstoð þess flokks, sem þeir töldu sig þó umfram allt ætti að úti- loka. Þetta var mikil traustsyf- irlýsing til Sjáltsæðisflokksins. Honum einum var treystandi til að sameina þjóðina. Meðal allra annara þjóðmálaflokka var „eng- in samstaða", en ef hann vildi koma til, þá var vís þjóðarein- ing um lausn mikilla vanda- mála. En það var steinn í götunni. Það gat enginn treyst Framsókn arflokknum, og enginn vildi vinna með honum. Hann sýndi fádæma þröngsýni í leiðréttingu kjördæmaskipunarinnar, og allra augu opnðuust loks fyrir ósvíf- inni eiginhagsmunavaldastreitu flokksforingjanna. Hið rang- fengna pólitíska vald þeirra hlaut því sinn dóm, en þorsti sigurstranglegt í sveitunum að falla í fang kommúnista. í Aust- fjarðakjördæmi var þetta þó einna erfiðast, því kjósendur þar áttu ekki beinlínis því að venj- ast að Eysteinn og Lúðvik sýndu sig í ástúðlegum faðmlögum. En eftir stofnun núverandi ríkis- stjórnar féllust þeir óhikað í faðma, og mega Austfirðingar nú hlakka til að sjá þessa skeleggu baráttumenn snúa bökum saman á fundum. Sem sagt elskast af einlægni, nú loks á efri árum. „Sagan endurtekur sig“, sagði Tryggvi Þónhallsson. Þegar nú- verandi ríkisstjórn tók til starfa, upphófst enn á ný kvein þeirra og kjökur eftir valdaaðstöðu. Það er nefnilega það eínkenni- lega við Framsóknarflokkinn að foringjar hans treystu sér ekki til að lifa án þess að vera í rík- isstjórn. Þeir voru svo eyðilagðir yfir þingfrestuninni í vetur, ag flestir gerðu góðlegt grín að, en málið 1-eit þannig út frá þeirra sjónar- hól, að ef þeim tækist að halda uppi illindavaðli á Alþingi, þá mætti lukkast að sþrengja stjórn ina vegna deilunnar um verð landbúnaðarvaranna. En allur þeirra æsingur varð að engu, og farsæl lausn fékkst á viðkvæmu máli. En þá var gripið til nýrra ráða. Efnahagsmálafrumvarpið Iðnaðarhús til sölu við Siðumúla. Búið að byggja upp tæpa 200 ferm. Samþykkt teikning fyrir stórbyggingu. . FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölum. Ölafur Asgeirsson Laugaveg 27 sími 14226 og frá 19—20,30 sími 37087. Veiðijörð Jörðin Ytri-Hóll í Vestur-Landeyjarhreppi Rangár- vallasýslu, er til sölu og laus til ábúðar í næstu far- dögum, eða íyrr. Jörðin er mjög hæg, land afgirt og góð ræktunarskilyrði, og liggur jörðin við þjóðveg. Rafmagn frá Sogslínunni, sími og silungsveiði í Hólsá, sem rennur meðfram túninu. -— Uppl. gefur Magnús Gunnarsson, Ártúnum, Rang.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.