Morgunblaðið - 22.03.1960, Page 20

Morgunblaðið - 22.03.1960, Page 20
20 MORCJJTS TiLAÐlÐ Þriðjudagur 22. marz 1960 1. kafli. Heimilið við hafið. Veðrið var mjög ömurlegt. Það hafði rignt alla nóttina. Niður vatnsflaumsins í yfirfullum götu ræsunum bergmálaði um mann- laus strætin og húsin, sem drógu i sig vætuna eins og svampar, voru rök frá kjallara til þaks. Jeanne hafði yfirgefið klaustur- skólann fyrir fullt og allt dag- inn áður og beið þess nú albúin að njóta allra þeirra gæða lífs- ins, sem hana hafði svo lengi dreymt um. Hún óttaðist, að fað- ir hennar myndi ekki leggja af stað til hins nýja heimilis í svo siæmu veðri, og í hundraðasta skipti, síðan dagur rann, könn- uðu augu hennar sjóndeildar- hringinn. Allt í einu tók hún eft ir, að henni hafði láðst að láta dagatalið niður í ferðatöskuna, Hún tók af veggnum litla spjald ið, sem á var letrað gylltum stöf um ártal þessa árs, 1819. Síðan strikaði hún með blýanti yfir fyrstu fjóra dálkana, dró strikið í gegnum nafn hvers dýrlings, unz komið var að öðrum degi maímánaðar, deginum, sem hún yfirgaf klaustrið. Rödd fyrir ut- an dyrnar heyrðist kalla: „Je- annette". Jeanne svaraði: — „Komdu inn, pabbi“. Faðir henn ar kom inn. Simon-Jacques Le Perthuis des Vauds, barón, var sannur aðals- maður þeirrar aldar, í senn sér- vitur og hjartagóður. Hann að- hylltist kenningar Rousseaus, var einlægur unnandi hins óbrotna útilífs og mikill dýra- vinur. Þar sem hann var höfð- ingjaættar, var honum í blóð bor in andstyggð á árinu 1793, en þar sem hann var jafnframt gæddur skaplyndi heimspekings og alinn upp í frjálslyndi, hafði hann megnustu óbeit á allri harðstjóm. Mesti styrkur hans og jafnframt stærsti veikleiki fólst í hjarta- gæzku hans og örlæti, sem átti sér engin takmörk. Gjafmildi hans var svo mikil, að hún gat næstum talizt löstur. Hann hafði yfirvegað vandlega á hvem hátt uppeldi og menntun dóttur sinn ar skyldi hagað, til þess að hún yrði í senn hamingjusöm, hjarta góð, hreinlynd og blíðlynd. Hún hafði verið með foreldrum sín- um, þar til hún var tólf ára að aldri, þá hafði hann sent hana — þrátt fyrir tár móðurinnar — til klausturs Hins heilaga hjarta. Þar hafði hún dvalið í algerri einangrun, án þess að hafa haft nokkur kynni af leyndarmálum lífsins. Faðir hennar hafði óskað eftir, að nunnurnar önnuðust hana til sautján ára aldurs, en síðan tæki hann við uppfræðslu hennar. Hann hafði hugsað sér að leiða huga hennar á braut þroska með hjálp akranna og hinnar frjósömu jarðar, þroska sál hennar, fræða hana um lög- mál lifsins, með því að kynna henni ást og trygglyndi dýr- ar-na. Hún var nú að koma frá klaustrinu, ljómandi af lífsgleiði og tilhlökkun. Hún beið þess með eftirvæntingu, að eitthvað gerð- ist af því, sem hana hafði dreymt um í tómstundum sínum, á löng- um, friðsælum kvöldum. Andlit hennar minnti á málverk eftir Veronese, hárið ljóst og silki- gljáandi, hörundið bjart og létt- ur roði í vöngum. Augu hennar voru í sama bláa litnum og á hollenzkum postulínsstyttum. Hún var með örlítinn, dökkan fæðingarblett á vinstri nösinni og annan hægra megin við hök- una. Hún var há vexti og þrosk- uð eftir aldri, beinvaxin og spengileg. Skær rödd hennar átti það til að vera dálítið hvöss, en einlægur dillandi hlátur henn ar vakti hvarvetna gleði og kát- ínu. Hún hafði þann kæk að bera hendurnar upp að gagnaugunum, eins og til þess að strjúka hárið frá enninu. Hún hljóp til móts við föður sinn og faðmaði hann innilega að sér. „Jæja, förum við að leggja af stað?“ sagði hún. Hann brosti, hristi höfuðið og benti út um gluggann. „Hvernig getum við ferðast í öðru eins veðri og þessu?“ Svipur hennar var í senn glettnislegur og biðjandi. „Æ, pabbi, við skulum l'eggja af stað. Það léttir áreiðanlega til síðdeg- is“. „Móðir þín mun aldrei fallast á það“. „Jú, ég skal ábyrgjast, að hún gerir það. Ég tek að mér að sjá um það“. „Takist þér að fá samþykki móður þinnar til fararinnar, skal ekki standa á mér“. Skömmu síðar kom hún þjót- andi út úr herbergi móður sinn- ar og hrópaði svo hátt, að það heyrðist um allt húsið. „Pabbi, pabbi, mamma er fús til að fara. Láttu setja aktýgin á hestana". Ekkert hafði dregið úr rign- ingunni, heldur mátti með sanni segja að það rigndi meira en nokkru sinni fyrr. Vagninum var ekið upp að dyrunum.: Jeanne beið þess að stíga inn í hann, þegar barónsfrúin kom niður stigann, studd af manni sínum og hávaxinni þjónustustúlku, sem var þrekleg og sterk sem karl- maður. Hún var ættuð frá Normandí og leit út fyrir að vera tvítug, þótt hún væri í hæsta lagi átján ára. Það var ávallt komið fram við hana sem aðra dóttur í fjölskyldunni, þar sem hún var dóttir fóstru Jeanne. Hún hét Rosalie, og aðalstarf hennar var í því fólgið að leiða og styðja húsmóður sína, sem var orðin mjög þung á sér. Hún þjáðist jafnframt af hjartakvilla og var síkvartandi af þeim sökum. Bar- ónsfrúin komst loks að útidyra- þrepinu, stynjandi af áreynzlu, leit út í forgarðinn á regnið, sem rann í stríðum straumum, og sagði: „Það er í rauninni ekkert vit í þessu“. Eiginmaður hennar varð fyrir svörum, alúðlegur að vanda. „Þetta er samkvæmt ósk þinni Madame Adalaide“. Hann lét jafnan frúartitilinn fylgja, er hann ávarpaði hana hinu tilgerð arlega skírnarnafni Adalaide, og svipur hans lýsti í senn glettni og lotningu. Madame sté með erfiðismunum inn í vagninn, og allar fjaðrir hans svignuðu undan þunga hennar. Baróninn settist við hlið hennar, en þær Jeanne og Rosalie settust á móti þeim og sneru baki að hestunum. Elda- buskan Ludivine kom með hlaða af ábreiðum og breiddi yfir hné þeirra og kom tveim körfum fyr ir undir sætunum. Síðan klifraði hún upp í sætið við_ hlið ekilsins, Simons gamla, og sveipaði um sig þykkri ábreiðu frá hvirfli til ilja. Húsvörðurinn kom ásamt konu sinni út að vagninum til þess að taka við síðustu fyrir- skipunum varðandi ferðatöskurn ar, sem áttu að flytjast í vagni á eftir þeim. Síðan var haldið af stað. Ekillinn, Simon gamli, sat niðurlútur og lotinn í þykkri ekilskápu með þrefaldri herða- slá. Regnið gnauðaði á vagnglugg unum og flæddi eftir þjóðvegin- um. Þau óku hratt niður að hafnar- bakkanum og síðan fram hjá röðum skipa með há siglutré, þar til þau komu að Mont Riboudet breiðstrætinu. Síðan óku þau yfir graslendi og á stöku stað mátti greina í gegnum regn- móðuna pílviðartré með drjúp- andi greinar. Enginn mæti orð. Það var næstum eins og hugir þeirra hefðu drukkið í sig rak- ann á sama hátt og jörðin. Barónsfrúin hallaði höfðinu upp að sessunum og lokaði aug- unum. Baróninn starði döprum augum á tilbreytingarlaust renn- vott landslagið. Rosalie sat með böggul á hnjánum og sökkti sér niður í hina hversdagslegu drauma sveitastúlkunnar. En rigningin hafði þveröfug áhrif á Jeanne. Hún var eins og jurt, sem kemur út undir bert loft eftir langvarandi innilokun og breiðir úr blöðum sínum. Þótt hún þegði, var henni þannig inn anbrjósts, að hana langaði mest til að syngja fullum hálsi, rétta fram lófana út í rigninguna og teyga síðan regnvatnið úr þeim. Hún naut þess í ríkum mæli að vera dregin hratt áfram af hest- unum, og jafnframt naut hún þess að virða fyrir sér ömurlegt umhverfið úr hlýju skjóli sínu. Hitagufu lagði upp af gljáandi bökum hestanna í rigningunni. Smám saman seig svefn á barónsfrúna, og brátt var hún farin að hrjóta hástöfum. Eigin- maður hennar laut fram og smeygði litlu leðurveski í lófa hennar. Þetta varð til þess að vekja hana, og hún leit á leðurveskið með sljóum heimskusvip þess, sem snögglega er vakinn. Það datt úr kjöltu hennar og opnaðist um leið, og gullpeningar og pen- ingaseðlar dreifðust um allt vagn Skáldið og mamma litla 1) Nei, konan mín er ekkiheima ... 2) .... en hver á ég að segja að 3) .... hlusta á hana! hafi viljað .... l'M GLAD TO MEET YOU, TRAIL...OF COL ['VE REAP VOUR STUFF ... WELL WRITTEN / X PHIL BROPKIN, THIS 16 MARK TRAIL, OUTPOOR PHOTOGRAPHER ANP WRITER/ t WA6, JAN .„ t JUST FLEW IN / PHIL, t THOUGHT YOU WERE IN THE WEST/ HELLO. PHIL...NICE TO KNOW YOU/ , THANKS/ Finnur, ég hélt að þú værir fyrir vestan. Ég var þar Jóna, ég var að koma flugleiðis. Finnur Brodkin, þetta er Markús Trail, ljósmyndari og rithöfundur. Sææl Finnur, gleður mig að kynnast þér. Sæll Markús, ánægjulegt að hitta þig. Ég hefi auðvitað lesið bækur þínar. Vel skrifaðar. Takk fyrir. gólfið. Við það vaknaði hún til fulls, og kæti Jeanne brauzt út í dillandi, gázkafullum hlátri. Baróninn tíndi saman pening- ana og lagði þá í kjöltu hennar. „Þetta, elskan mín eru síðustu leifarnar af búgarði mínum í Eletot“, sagði hann. „Ég hef selt hann — til þess að standa straum af viðgerðarkostnaði á „Espi- lundi", þar sem við munum oft dvelja í framtíðinni". Hún taldi sex þúsund og fjög- ur hundruð franka og stakk þeim síðan í vasann. Þetta var níundi búgarðurinn af þrjátíu og einum sem þau höfðu tekið að erfðum, er seldur var á þennan hátt. Engu að síður áttu þau enn jarðeignir, sem gáfu tuttugu þúsund lírur í árlegar tekjur. Hefði verið rétt á haldið, hefðu þær tekjur getað farið upp í þrjátíu þúsund á ári. Þar sem þau lifðu mjög óbrotnu lífi, hefðu tékjur þessar nægt þeim, hefði ekki verið þar einn hængur á — sem sé tak- markalaus gjafmildi þeirra. Pen- ingarnir gufuðu upp úr greip- um þeirra eins. og dögg fyrir sólu. Hvernig? Það vissi enginn. Oft kom fyrir, að annað hvort þeirra segði við hitt. „Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en ég hef eytt hundrað frönkum í dag, og þó hef ég ekki keypt neitt svo heitið geti“. Gjafmildi þeirra veitti þeim mesta ánægju í líf- inu, og þau voru ávallt sammála og samtaka um allt í því tillitL „Er ekki fallegt núna í kastal- anum mínum?“ spurði Jeanne föður sinn. SHÍItvarpiö Þriðjudagnr 22. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi bændavikunnar: Frá ráð- gefandi nefnd um húsbyggingar 1 sveitum (Ræðumenn: Dr. Hall- dór Pálsson ráðunautur, Olafur E. Stefánsson ráðunautur, Þórir Baldvinsson forstjóri, Páll A. Páls son yfirdýralæknir og Svein- björn Jónsson, byggingameist- ari). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 FramburðarkennSla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan:' ,,Alexis Sorbas", eftir Nikos Kazantzakis; IX. (Erl- ingur Gíslason leikari). 21.00 Frá Spáni, — dagskrá sem Sigríð- ur Thorlacius, Birgir Thorlacius og Jose Romero taka saman. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (31). 22.20 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.40 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. 14.00 Erindi bændavikunnar: a) Verðlagsmál landbúnaðarins (Sverrir Gíslason formaður Stétt arsambands bænda). b) Menntun sveitafólks (Gunnar Bjarnason ráðun. c) Kartöflurækt (Jóhann Jónas- son forstjóri). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; XVI.. (Höfundur les.) 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Föstumessa í kirkju Oháða safn- aðarins (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Jón Is- leifsson). 21.30 „Ekið fyrir stapann'*. leiksaga eft ir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar V. kafli. — < Sögumaður Helgi Skúlason. Leik- endur: Ævar B. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son, Karl Guðmundsson, Bryndís Pétursdóttir og Nína Sveinsdóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (32). 22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.