Morgunblaðið - 01.05.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 01.05.1960, Síða 3
Sunnudagur 1. maí 1960 MonmnsfíLAÐiÐ 3 Frá hátíða- höldum i Reykjavík fyrir 6 árum Séra Jón Auðuns dómprófastur: Börn tveggja heima BORGARI jarðar og borgari himins ert þú í senn. A vakn- andi vori eru dæmin nærtæk og lærdómsrík, því að hvarvetna er Guðshöndin að draga það let- ur á mörk og grund, er segir þér þína eigin sögu, þau örlög, sem þér eru frá eilifð spunnin. - Sjáðu tréð, sáðu björkina, sem á þessum fögru vordögum er að skrýðast laufum og limi. Með rótum sýgur hún næringu úr myrku móðurskauti moldar og drekkur samtímis með laufi og blöðum þrótt úr lofti og ljósi sólar. Eins og björkin ert þú barn tveggja heima: barn myrkr- ar moldar og jafnframt lofts og ljóss, barn himins og jarðar í senn. Eining eða sundrung í DAG er 1. maí, hátíðisdagur verkalýðs um allan heim. Þá gengur fylking hans um götur borga og bæja, berandi fána og kröfuspjöld undir gjallandi lúðrahljómi — prúðbúnir karlar, konur og börn, og á- lengdar standa þeir, sem ekki teljast til verkalýðsins, horfa á nærri endalausa fylkingu hans streyma hjá, eins og straumlygnt fljót. Það er tilkomumikil sjón að sjá þessa fylkingu martna, sem er aðeins ein kvísl hins mikla og ómstríða mannfljóts á leið frá ókunnum upptökum til jafn ókunnra ósa. Mannlegt takmark er eitt og hið sama, þó það vilji gleymast fyrir öðrum og smærri stundlegum markmiðum vegna sundrung- ar og baráttu um lífsgæðin. Hvert er þá takmark manns- ins? Munum við ekki læra að þekkja það, þegar við göngum öll í sömu fylkingu — ekki eingöngu 1. maí, heldur alla daga lífs okkar allra? En í dag er 1. maí á því herrans ári 1960 — við það skulum við íxalda okkur — framtíðin á sína daga —- pg heimsækja tvo fulltrú- þeirra stétta, sem hafa helg- að þennan dag baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum. Hvað hafa þeir að segja um þennan dag? Fyrsti maðurinn, sem við heimsækjum, er Sæmundur .Jónsson, Bergstaðastræti 40, 64 ára að aldri. Hann stundaði sveitastörf framan af ævi í V-Skaftafellssýslu — allt frá smalamennsku til oddvita- starfa. — siðan sjómennsku um 16 ára skeið, og nú síðustu 15 árin hefur hann unnið við höfnina í Reykjavík. Hann segir: Mér hefur fundizt þessi dag ur of pólitízkur undanfarin ár — of mikil sundrung. Ég ber virðingu fyrir því, sem vel hefur verið gert, en ég lít ekki á 1. maí sem baráttudag, held- ur sem hátíðisdag, þar sem verkamenn klæðast betri föt- um og ganga um götur bæjar- ins með börn sín og konur undir blaktandi fánum og lúðragjalli. Mér þykir vænt um 1. maí sem slíkan, og ég tel mig standa í þakkarskuld við þá, sem ruddu brautina til betri lífskjara, svo sem Jón Baldvinsson og Sigurjón Ólafsson. En nú eru tímarnir breyttir og þess vegna ættu verkamenn og leiðtogar þeirra að geta sameinazt um 1. maí, án sundrungar og ganga um götur bæjarins, án þess að ganga eftir línu — meðan svo er tek ég ekki þátt í göngu starfsfélaga minna 1. maí. Meira hef ég ekki um þetta að segja. — Hvernig líkar þér að vinna við höfnina? — Það er skemmtilegt að fylgjast með skipunum og handleika vörur, sem eiga eftir að fara inn á hvert heimili á landinu. Sigurjón Jónsson Þegar ég man fyrst eftir var það Alþýðuflokkurinn, sem öðrum fremur bar hitann og þungann af þessum degi enda var kröfugangan fámenn, flest ir stóðu hjá og horfðu á. Nú er þátttaka orðin almennar, sérstaklega þegar eining hef- ur orðið um að láta flokks- pólitísk dægurmál liggja milli hluta þennan dag. Það var meiri harka í kjaramálum hér áður fyrr, vegna erf- iðari lífskjara. Kjaramismun ur manna og stétta var þá miklu meiri. Fyrsti maí á að vera hátíðis dagur, þar sem minnzt er sigra í baráttunni fyrir bættum kjörum launþega. Baráttan heldur auðvitað áfram, en það er ekki sama hvaða aðferðum er beitt til að ná settu marki hverju sinni. Með auknum þjóðatekjum hljóta launþegar að krefjast æ betri lífsjkara. Þá er eðlilegast að það gerist með samningum milli laun- þega og vinnuveitenda, því hvorugur getur án annars verið. Mætti 1. maí í dag verða tákn þessa. Sigurjón Jónsson er járn- smiður hjá Sindra, 51 árs, Reykvíkingur, og hefur stund- að járnsmíði síðan 1931. Hann segir: Ég hef oftast tekið þátt í kröfugöngunum 1. maí, þegar eining hefur verið um hana. Þetta er sameining- ardagur — sameiningartákn launþega, sem þeir ættu allir að geta sameinast um, en því miður hfefur of mikið borið á því hjá sumum forystumönn- um verkalýðsstéttanna, að þeir líti svo á að þeir laun- þegar, sem tilheyra öðrum stjórnmálaflokkum en þeir sjálfir, eigi þar ekki heima. Sæmundur Jónsson Æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar ráðinn BISKUP landsins hefur nýlega ráðið í þjónustu þjóðkirkjunnar sérstakan æskulýðsfulltrúa, en það var eitt síðasta verk þings og stjórnar fyrir páska, að afgreiða þetta mál. Æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar heitir þessi starfi og hefur séra Ólafur Skúlason verið ráðinn. — ★ Æskulýðsstarf í hverjum söfnuði Séra Ölafur Skúlason hefur aðalbækistöð sína í biskupsstofu, en starf hans sem æskulýðsfull- trúa þjóðkirkjunnar er í því fólg- ið að skipuleggja sérstaklega innan hvers safnaðar starf í þágu æskulýðsins. Við viljum leitast við að fá unga leikmenn til virkrar þátt- töku og starfa í þágu safnaðar- lífsins, sagði séra Ölafur Skúla- son í stuttu samtali við Mbl. í gær. — Hann kvað stofnað hafa verið á Akureyri æskulýðssam- band hins forna Hólastiftis. Að vísu eru ekki mörg æskulýðsfé- lög innan þess enn sem komið er, sagði Ólafur en það verður lið ur í starfi mínu að ferðast um landið til að leiðbeina prestum pjóðkirkjunnar við stofnun slíkra æskuiýðsfélaga. Er hugmyndin að prestarnir ásamt áhugamönn- um, leikmönnum á hverjum stað, myndi kjarnan utan um æsku- lýðsstarfið. — Og hér í Reykjavík? — Jú hér í Reykjavík verður líka starfað á þessum grundvelli, og er þegar fyrirhugað að naldið verði námskeið fyrir leikmenn Séra Ólafur Skúlason þá er hér um ræðir, þegar næsta haust. Séra Ólafur kvaðst hlakka mik ið til starfsins. Ég hefi lengi haft mikinn áhuga á því, og kynnst því sjálfur náið vestur í N.- Dakota þar sem hann var þjón- andi prestur. Vel skipulagt æsku- lýðsstarf í þágu þjóðkirkjunnar hlýtur að geta orðið henni ómet- anlegur styrkur og til gengis fyr- ir æsku landsins. Þetta minnir þig á þann boð- skap, sem Kristur bar, að þú ert skattskyldur báðum: jörðunni, sem þú stendur fótum á, og himn inum, sem þú lyftir höfði mót. Hvernig innir þú af hendi þessa tvöföldu ska^tskyldu? Hvernig greiðum vér íslenzkir menn jarðneska skattinn? Eftir margra alda örbirgð hef- ir hjólið snúizt svo, að sumir höfðingjar sögualdar voru um- komulitlir fátæklingar ef bornir eru saman við mann með miðl- ungstekjur á íslandi í dag, hvað þá þeir, sem hungrið þoldu og skortinn. Og fyrst svo er orðið, erum vér þá ekki fús á að gjalda skattinn sem þjóðfélagsborgarar? í ískyggilega ríkum mæli vilja íslenzkir menn helzt ekki gjalda neitt, en heimta skattinn sjálfum sér goldinn í ótal myndum. Þeg- ar öllum er orðið ljóst, að svo barnalega höfum vér hagað oss í landinu, að fjárhagskerfi þjóð- arinnar riðar til falls eins og hrynjandi spilaborg yfir höfðum vorum, virðast ískyggilega marg ir spyrja: Hvernig get ég kom- ist hjá að gjalda skattinn? Hvem ig get ég komizt hjá að færa minn skerf af þeirri fórn, sem nú þarf að færa? Vafalaust vilja valdhafar vel. En geri þeir ekki fyrstu kröfum- ar til sjálfs sín, og létti þeir ekki með djarfmannlegu, drengi- legu átaki á þeim byrðum, sem á þjóðina eru árlega lagðir til margvíslegs óþarfa og hégóma- tildurs, þá verður vanséð um fylgd og þegnskap borgaranna. Til þess eru menn til forystu kjörnir, að þeir gerist forystu- menn. Lýðræðið er gjöf, sem vér ætt- um daglega að þakka Guði fyrir. Einræði nútímans og áþján fyrri alda ætti að kenna oss það svo, að ekki gleymdist. En hvernig gjöldum vér lýðræðinu skatt- inn? Með því að fyrirlíta agann og virða ekki lögmál samfélags- ins, snúum vér lýðræðinu sem sverðsegg gegn sjálfum oss. „Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, — og Guði það, sem Guðs er“. Hvernig gjöldum vér Guði skattinn? Tvö eigum vér föðurlönd. Ekki eitt í dag og annað á morgun, heldur bæði í dag. Gleymdu föð- urlandi þínu á himnum, og sam- stundis verður þú verri borg- ari jarðneska föðurlandsins. Gleymdu Guði og skattskyldunni við hann, og samstundis slítur þú þær rætur, sem næra hið verð- mætasta í sjálfum þér. Gleymdu himninum, og ábyrgðartilfinn- ing þín gagnvart heiminum verð- ur minni. Gleymdu eilífðinni, og árin missa fyrir þig það gildi, sem gerir þér ljúfast að rækja jarðnesku þjónustuna. Þú ert barn tveggja heima, eins og björkin, sem á þessum blessuðum vordögum er að byrja að klæðast Jaufum og limi. Sömu örlög eru spunnin þér og henni. Þetta lögmál verður þú að læra að virða, ef þú vilt lifa. Með skattpeninginn í hendi horfði ■ Jesús á mennina, sem ætluðu sér þann barnaskap að veiða hann í orðum. Með svar- inu gerði hann kinnroða þeim, sem spurðu: „Gjaldið þá keisar- anum það, sem keisarans er, — og Guði það, sem Guðs er“. Gömul orð en glæný sannindi, og fersk eins og væru þau sógð í fyrsta sinn í dag. Hafa þau ekki margt að segja íslenzku þjóðinni, sem nú stendur á vega- mótum? Eigum vér ekki of mik- ið af þessum 'ærdómi ónumið enn?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.