Morgunblaðið - 01.05.1960, Síða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudag*r 1. maí 1960
Eitt til
tvö herb. og eldhús óskast.
Tvennt. fullorðið heimili.
Tilboð merkt: „Reglusemi
— 3243“ sendist afgr. Mbl.
fyrir 5. maí n. k.
Vilja ekki
einhver góð hjón taka 9
ára telpu í sveit í sumar.
Tiiboð sendist Mbl. fyrir
miðvikud. merkt: „Dugleg
— 3244“.
íbúð óskast
2—3 herb. óskast strax eða
14. maí. Fyrirframgreiðsla
ef óskað er. Uppl. í síma
33008.
Stúlka
getur fengið atvinnu við
eldhússtörf í Brauðborg
frá 1. maí. Uppl. á staðn-
um frá kl. 3—6 í dag.
Notað reiðhjól
fyrir unglingsdreng ósk-
ast. — Sími 19186.
Kenni
dönsku, ensku, býzku. Les
með nemendum gagn-
fræðastigsins. Uppl. í síma
33155.
Tilboð óskast
í nýja Rolleiflex-mynda-
vél. Innbyggður Ijósmæl-
ir, flash F/3,5. Tilboð send
ist Mbl. merkt. „3242“.
Bátar til sölu
19 feta ný trilla, vélarlaus
og julla 15 feta löng. Uppl.
í sima 1262 B, Keflavík.
í dag er snnnndagurinn 1. maí,
122. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 08:44.
Síðdegisflæði kl. 20:49.
Slysavarðstofan ei opin allan sólar-
hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir
vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. —
Sfmí 15030.
Næturvörður vikuna 30. aprfl til 6.
maí verður í Laugavegsapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 30.
apríl til 6. maí er Olafur Olafsson,
sími 50536.
Holtsapótek og Garðsapótek eru opin
alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög-
um kl. 1—4.
I.O.O.F. 3 = 142528 =
*- M ESSU R -
Hallgrímskirkja: — Messa kl. 2 síðd.
Séra Lárus Halldórsson, prédikar.
Innri-Njarðvík: — Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 árd.
Ytri-Njarðvík: — Bifreið tekur börn
viö barnaskólann kl. 10:30 og flytur
þau til barnaguðsþjónustu í Innri-
Njarðvíkurkirkju. — Séra Björn Jóns-
son.
Leiðrétting: — í frétt frá fjársöfnun
breiðfirzku átthagafélaganna misritað-
ist ein setning. Er hún rétt þannig:
Aðrar 5000 kr. bárust frá börnum Eyj-
ólfs Stefánssonar frá Dröngum, til
minningar um hann og eiginkonur
hans, Sigríði Friðriksdóttur og Jensínu
Kristínu Jónsdóttur.
Kvenfélag Laugarnessóknar: — Fund
ur verður þriðjudaginn 3. maí f Kirkju
kjallaranum kl. 8.30. Ræxt verðui um
sumarferðalagið, Heiðmerkurfei'ð o. fl.
Verkstjórakonur halda bazar mið-
vikudaginn 4. maí kl. 2 e.h. að Freyju-
götu 15.
Dregið hefur verið í Happdrætti fél.
húsgagnaarkitekta hjá borgarfógeta:
1. 4 stólar nr. 405 — 2. skrifborðstóll nr.
1174 — 3. skrifborðstóll ur. 1945. —
Vinninganna sé vitjað í Húsgagnaverzl.
Kristjáns Siggeirssonar.
Keflavík og nágrenni: — Svein B.
Johansen flytur síðasta erindi sitt í
Keflavik að þessu sinni í Tjarnar-
lundi í kvöld kl. 20:30. Nefnir hann
erindi þetta: Orlög mannsins — eru
þau fyrirfram ákveðin? Hvaða synd
verður ekki fyrirgefin? Einsöng syngja
Anna Johansen og Reynir Guðsteins-
son. — Allir velkomnir.
Æskulýðsfélög Fríkirkjunnar: Fund-
ur í kvöld kl. 8 að Lindargötu 50. Fjöl-
breytt dagskrá. Veitingar.
Kvenfélag Háteigssóknar heldur
fund í Sjómannaskólanum þriðjudag-
inn 3. maí kl. 8,30.
Verndið dýr gegn meiðslum og dauða
með því að hirða vel um girðingar og
skilja eigi vírspotta eða vírflækjur
eftir á víðavangi. — Samband Dýra-
verndunarfélaga Islands.
Frá Kristniboðsféagi kvenna: —
Kaffisala í Kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13, kl. 3 í dag. Allur ágóði
rennur til kristniboðs í Konsó.
Prentarar: — Kaffiveitingar verða í
félagsheimilinu 1 dag frá kl. 3 e.h.
Frá Skátafélögunum í Reykjavík: —
Kaffisala verður í Skátaheimilinu 1
dag frá kl. 2 e.h. Agóði rennur til skáta
starfs fyrir lamaða og fatlaða.
t ' z ' ■?—
■I ■
t 9
10 ■
n a Ifll "
m ■ 10 I* ■
r □
Lárétt: — 1 líkamsræktar — 6
guða — 7 afkvæminu — 10 fugl
— 11 kindina —*12 samhljóðar —
14 titill — 15 sprotar — 18 dýr.
Lóðrétt: — 1 skel — 2 meta —
3 reykja — 4 líkamshlutann — 5
lélegar — 8 reikningurinn — 9
furða — 13 ótta — 16 frumefni —
17 verkfæri.
/
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: — 1 fjandar — 6 kar —
7 tauminn — 10 aur — 11 fáa —
12 NÐ — 14 ÍR — 15 uglan — 18
óralöng.
Lóðrétt: — 1 fatan — 2 akur —
3 nam — 4 drif — 5 ránar — 8
auður — 9 náinn — 13 öll — 16
GA — 17 aö.
Eins og andlit horfir við andliti
í vatni, svo er hjarta eins manns
gagnvart öðrum.
í>ótt þú steytir afglapann í
mortéli með stauti innan um
grjón, þá mundi fíflska hans ekki
við hann skilja.
— Úr orðskviðum Salomós.
FRA ÞVI hefir verið skýrt
í fréttum, að ætlunin sé að
hefja á ný bólusetningu
gegn mænusótt.
í því tilefni sneri blaðið
sér til borgarlæknis, Jóns
Sigurðssonar og bað hann
að segja frá reynslu af bóln-
setningu við lönvunarveiki
hér á landi.
— Hér í bæ, sagði borgar
læknir, hafa verið bóiusett-
ar um það bil 41—42 þús.
manna, alls 110—115 þús.
sinnum á vegum Heilsu-
verndarstöðvarinnar.
Meiri hluti þessa fólks
hafa verið börn og ungling-
ar og ungt fólk, en hin al-
menna bólusetning náði til
45 ára aldurs. Þó voru
nokkrir bólusettir eldri. Um
árangur er það að segja, að
ætla má að hann sé góður.
Enginn veit með vissu hve
lengi þessi bólusetning end-
ist einstaklingnum, reynsl-
an mun skera úr því, en
það er von manna að hún
endist mjög lengi og jafnvel
ævilangt að minnsta kosti
ef aukabólusetning fer fram
með nokkurra ára millibili.
— Er þá ekki álitið nægi-
legt að bólnsetja þrisvar,
eins og gert hefur verið?
— Upphaflega var álitið
að það væri nægileg vörn,
en nú er talið öruggara að
bólusetja f jórum sinnum og
þess vegna er nú hafin hér
bólusetning gegn mænusótt
á ný. Byrjað er á nemend-
um barnaskóla og í skólum
gagnfræðastigsins, en síðar
verður bólusetningu haldið
áfram fyrir aðra aðila, eftir
því, sem bóluefnið berst til
landsins og aðstaða er fyrir
hendi til bólusetningar. —
Verður tilhögun hennar aug
Iýst síðar.
— Er hér um að ræða
skyldubólusetningu?
— Nei, svo er ekki. Nem-
endur fá heim með sér orð-
sendingu daginn fyrir bólu-
setninguna, þar sem tekið
er fram að ekki sé nm
skyldubólusetningu að ræða
og er þá ætlast til þess, að
þeir sem óski eftir að fá
börn sín bólusett, sendi með
þeim tilskilið gjald, sem hér
í Reykjavík er 15 krónur,
og barnið bólusett gegn því.
— Hvernig verður um
bólusetningu ungbarna?
— Ungbörn og börn inn-
an skólaaldiurs eru bólusett
allan ársins hring í barna-
deild Heilsuverndarstöðv-
arinnar og gengur sú bólu-
setning yfirleitt eftir föst-
um reglum. Um fjórðn bólu
setningu þeirra verður aug-
lýst síðar.
Keflavík!
Tvö herbergi til leigu. —
Uppl. í síma 1386 frá kl.
13—19.
Húsnæði
Mæðgur óska eftir 2ja til
3ja herb. íbúð, helzt á hita
veitusvæðinu. Róleg um-
gengni. Uppl. í síma 12735.
Ráðskona
Ungur einhleypur fjár-
bóndi á Vesturlandi óskar
eftir ráðskonu. Mætti hafa
1—2 börn. Nánari uppl. í
síma 36437.
Hafnarfjörður
Kærustupar óskar eftir
1—2 herb. og eldhúsi nú
þegar eða 14. maí. Uppl.
í síma 50672.
Húsmæður í
hreingerningum
Storesar og dúkar stífaðir
og strekktir í Eskihlíð 18A
2. h. t. v. Sími 10859. —
Sæki og sendi.
A T H U G I Ð/
notaður gólfdúkur, inni-
hurðir, eldavél og eldhús-
skápur til sölu með tæki-
færisverði. Uppl. í síma
3-58-01, eftir kl. 7 e.h.
Stúlka
óskar eftir vinnu í sumar.
Er útskrifuð úr þriðja
bekk Verzlunarskólans. —
Margt kemur til greina. —
Uppl. í síma 11883 næstu
daga til kl. 19.
JÚMBÖ
Saga barnanna
Þeir tóku nú til fótanna og hlupu
beint í flasið á hr. Leó og lögreglu-
þjóninum, sem voru nú lagðir af stað
á nýjan leik til þess að leita að þeim
Tedda og Júmbó.
Enda þótt hr. Leó gleddist við að
sjá þá aftur, virtist hann mjög reiður.
— Hvar hafið þið eiginlega verið að
slóra alla nóttina, má ég spyrja? sagði
hann ströngum rómi.
Teddi flýtti sér að ganga fram og
segja alla* söguna, hvað fyrir þá hafði
komið. — Og þetta var allt mér að
kenna, hr. Leó. Júmbó er sannkölluð
hetja — hann hefur bjargað lífi mínu!
Jakob blaðamaður
Eftir Peter Hoffman
Dagblaðið Guardian skýrir frá því
að lestin sé horfin og með henni
kvikmyndastjarnan Dídí Daren.
— Jakob, erþað óveðrið, sem skelf-
ir þig svona? Eða flóðið, eða .....
— Nei, Benni, það er hún .Tóna!
Þegar hún kemst að því í kvoiu ao
ég verð enn einu sinni að svíkjast um
að hitta hana .... úh!
Blessaður Benni.
8 .. 9 .. 10 .. 11 .. 12