Morgunblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. maí 1960
MORGVTSLLAÐIÐ
5r
‘•••r 1 • n'. "■»"
MOTHER
Sandgerði
Oss vantar ungling eða fullorðinn mann til
að annast afgreiðslu Morgunblaðsins í
Sandgerði.
Upplýsingar hjá Axel Jónssyni, Sand-
gerði eða afgreiðslu blaðsins í Reykjavík.
Staða yfirlœknis
við rannsóknarstofu Bæjarspítalans í
Reykjavík er til umsóknar. Laun skv. IV.
flokki launasamþykktar Reykjavíkurbæj-
ar. Umsóknir sendist skrifstofu spítalans
fyrir 1. ágúst n.k.
Stjórn Bæjarspítalans
Mynd þessi er tekin á fundi,
sem útlagastjórn Alsír stóð
fyrir í Xripolis fyrir nokkru.
Var kynþáttadeilunum þar
mótmælt og krafizt samein-
ingar Afríku án yfirstjórnar
annarra þjóða.
Ljósavélar
í skip og báta
Guð, minn guð, ég hrópa
gegn um myrkrið svarta, —
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað hjarta; —
gefðu dag í dauða,
drottinn, mínu skari;
vonarsnauða vizkan
veldur köldu svari.
Hann er kominn af góðu, fá-
tæku og heiðarlegu fólki. Faðir
hans hafði ekki nægilega mennt-
un til þess að vera svindlari.
★
Eg varð að reka einkaritarann
minn, sagði forstjórinn við vin
sinn. — Hún hafði enga reynslu.
— Jæja, sagði vinurinn, ég
hafði einmitt heyrt að hún væri
svo dugleg.
— Já, og já, það eina sem hún
kunni var vélritun og hraðritun.
★
Þú getur alltaf haldið því fram
að þú sért listamaður, því að
enginn getur sannað að svo sé
ekki.
Háskólastúdent var á leið til
prófs, er hann mætti prófessorn-
um á skólaganginum. Hann
spurði prófessorinn, hvort nokkr-
ir möguleikar væru á því að hann
mætti koma upp fyrstur — því
að ég er að fara með fjölskyldu
minni út í skóg og vildi síður
láta þau bíða of lengi eftir mér,
sagði hann.
Málaleitun hans var vel tekið
Og hann kom upp. En — því mið-
ur kunni hann ekki stakt orð í
verkefninu. Eftir drykklanga
þögn reis prófessorinn á fætur
og sagði: — Nei, nú verðið þér
að afsaka, en mér finnst ómögu-
legt að láta fjölskylduna bíða
lengur eftir yðu1-
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss fór 29. f.m. frá Halden til Gauta-
borgar. — Fjallfoss fór í gær frá Rvík
til Akraness, Hafnarfjarðar og Kefla-
vikur. — Goðafoss fór frá Keflavík í
gær til Rvíkur. — Gullfoss er á leið tll
Rvikur. — Lagarfoss er I Rvík. —
Reykjafoss er á leið tU Rvíkur. — Sel-
foss fór frá Hull í gær til Rotterdam.
Tröllafoss er á leið til New York. —
Tungufoss fór frá Raufarhöfn í gær
til Gautaborgar.
Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson
er væntanlegur kl. 6:45 frá New York.
Fer tU Glasgow og Amsterdam kl. 8:15.
— Edda er væntanleg kl. 9:00 frá New
York. Ger tU Gautaborgar, Kaupmh.
og Hamborgar kl. 10:30.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla hefur væntanlega farið frá Gefle
áleiðis til Helsingfors. — Askj a er í
Reykjavík.
Hafskip h.f.: — Laxá fór 29. þ.m. frá
Vopnafirði á leið tii Esbjerg, Lysekil,
Gautaborgar, Aarhus og Riga.
SkipadeUd S.Í.S.: — Hvassafell er á
Akureyri. — Arnarfell er i Rvík. —
Jökulfell fór 29. þ.m. frá Reyðarfirði tU
London. — Dísarfell er í Rotterdam. —
Litlafell kemur til Reykjavikur í dag,
— Helgafell er væntanlegt til Rvíkur í
dag. — Hamrafell er á leið til Rvikur.
H.f. Jöklar: — Drangjökuli er á leið
til Austur-Þýzkalands. — Langjökull
er í Aarhus. — Vatnajökull er i Vent-
spUs.
Flugfélag Islands h.f.: — Milli-
Gefin hafa verið saman í hjóna
band ungfrú Margrét Arnórsdótt
ir og Gísli Marteinsson. Heimili
þeirra er að Garðastræti 11. —
Ljósm. ASIS.
landaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til
Reykjavíkur kl. 16:40 í dag frá Ham-
borg, Kaupmh. og Osló. — Gullfaxi fer
til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 í
fyrramálið. — Innanlandsflug í dag:
Til Akureyrar og Vestmannaeyja. —
A morgun til Akureyrar (2 ferðir),
Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isa-
fjarðar, Patreksfjarðar og Vestmanna-
eyja.
Leiðrétting: — Nafn ræðismanns ís-
lands í Bremerhaven, Ludvig Janson,
féll niður í frásögninni af nýju togur-
unum, sem hleypt var af stokkunum
í Bremerhaven á dögunum, en hann
var meðal gesta við þá athöfn.
BOSCH framleiðir nú 32 Volta spennu-
stilltar ljósavélar allt upp í 3 Kw.
Alltaf er BOSCH það bezta.
Bræðurnir Ormson hf.
Vesturgötu 3 — Sími 11467
STAPAFELL
Leigu eða kauptilboð óskast í byggingarefni úr
Rauðamöl við Stapafell — landi Járngerðarstaða og
Hóps. — Tilboðum sé skilað fyrir 10. maí n.k. til
einhverra af undirrituðum stjórnarmeðlimum land-
eigendafélags Járngerðarstaða og Hóps í Grindavík.
Réttur áskilin til þess að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
Ingveldur Einarsdóttir, Rauðalæk 65 Rvík.
Jón Tómasson, Ásabraut 3, Keflavík
Jón Gíslason, Baldurshaga, Grindavík.
1 maí
hátíðahöld verkalýðssamtakanna í Reykjavík
Safnast verður saman við Iðnó kl. 1,15. — Kl. 1.50
verður lagt af stað í kröfugöngu undir fánum samtak-
anna. Gengið verður: Vonarstræti, Suðurgötu, Aðal-
stræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu upp Frakkastíg niður
Skólavörðustíg og Bankastræti á Lækjartorg, þar hefst
útifundurinn.
Ræður flytja:
Eðvarð Sigurðsson, ritari Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar og Hannibal Valdimars-
son, forseti Alþýðusambands íslands.
Fundinum stjórnar Guðgeir Jónsson bók-
bindari. — Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðra-
sveitin Svanur leika fyrir göngunni og á úti-
fundinum.
DANSLEIKIR í KVQLD
Gömlu dansarnir í Ingólfscafé. Nýju og
gömlu dansarnir í Lídó. — Dansleikirnir hef j-
ast kl. 9 e.h. og standa til kl. 2 um nóttina. —
Aðgöngumiðar verða seldir i Ingólfscafé frá kl. 4 og í
Lídó frá kl. 7 e.h.
DM ÞESSAR mundir
standa yfir miklar deilur
milli manna í Bretlandi
vegna myndar sem hinn
látni myndhöggvari Jakob
Epstein hafði gert af Mar-
gréti prinsessu. Finnst mörg
um Bretum sem hún líkist
einna helzt þvottakonu —
og finnst þeim greini-
Iega lítið koma til saman-
burðarins. Margrét sjálf er
sögð ákaflega ánægð með
myndina.
Þá er unnustinn Arm-
strong Jones kominn í ljós
við hlið Margrétar í vax-
myndasafni Xussauds. Sýn-
ir vaxmyndin hann með
hendurnar fyrir aftan bak,
en vart hefur verið um ann-
að meira rætt í Englandi, og
reyndar víða annars staðar,
en þau undur %ð honum
skyldi takast að læra þá
stellingu af verðandi svila
sinum.
Dæmdu mér í dauða,
drottinn, meiri þekking
— fyrir veika vitund,
vélta margri blekking: *
glaðaljós að greina
gegn um rúm og tíma;
víki fyrir vissu
villuljóssins skíma.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni, —
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni, —
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svalur.
Mttahias Jochumsson:
Guð, minn guð, ég hrópa.
MERKI DAGSINS
verða afhent í skrifstofu Fuiltrúaráðsins að Þórsgötu 1
frá kl. 9 f.h. — Merki dagsins kostar kr. 10.00, sölulaun
kr. 2.00. Sölubörn komið og seljið merki dagsins.
Sérstaklega er skorað á meðlimi verkalýðsfélaganna að
taka merki til sölu. ,
Kaupið merki dagsins — Sækið skemmtan-
ir verkalýðssamtakanna í kvöld.
Allir í kröfugöngu verkalýðssamtakanna í
dag. — 1. maí-nefndin.
I