Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 12

Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 12
12 MORGVNBL AÐ1Ð Sunnudagur 1. maí 1960 ITtg.: H.t Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Valtýr Stefánsson (ábmj Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. • <• Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. /. MA I t LÝÐFRJÁLSUM löndum treystir verkalýður hinn 1. maí mátt sinn og samstillir kraftana til baráttu fyrir hagsbótum. Á Vesturlöndum eru hags- inunasamtök verkalýðs og ailra launþega sjálfsagður hlutur, enda eiga samtökin veigamiklu hlutverki að gegna. í lýðræðisþjóðfélagi er þessum samtökum bein- linis ætlað það hlutverk að gæta þess, að hinn almenni launþegi fái í sinn hlut rétt- mæta hlutdeild í þjóðartekj- unum. Áður fyrrum skorti víðast mikið á það, að verkalýður nyti eðlilegs arðs af erfiði sínu. Nú á dögum er styrkur verkalýðsfélaga hins vegar svo mikill, að vart þarf að óttast, að þeim muni ekki á hverjum tíma takast að ná í sinn hlut því, sem atvinnu- vegirnir með eðlilegum hætti geta látið af hendi rakna í launagreiðslum. En þegar verkalýðurinn nú heldur 1. maí hátíðlegan, þá verður hann að horfast í augu við þá ömurlegu stað- reynd, að þrátt fyrir mikið erfiði og mikil afrek hefur honum ekki tekizt að bæta lífskjörin á borð við það, sem hvarvetna annars staðar í liinum frjálsa heimi hefur að undanförnu auðnazt. Orsakir þessa eru ekki þær, að íslenzk launþegasamtök hafi ekki hagnýtt sér verk- fallsréttindi sín. Verkfalla- svipunni hefur þvert á móti verið beitt mjög óvægilega, án þess þó að tilraunir til að öðlast kjarabætur með verk- föllum hafi borið árangur. Eðlilegt og heilbrigt er því, að launþegar spyrji nú, er þeir staldra við á baráttudegi sínum og huga að hagsmuna- málunum: Hvers vegna höf- um við ekki náð sambærileg- um kjarabótum og nágranna- þjóðirnar? Hvernig eigum við í framtíðinni að bæta kjörin? Svarið við fyrri spuming- unni er tvíþætt. Annars veg- ar er ástæðan sú, að hér hef- ur ríkt stjórnarstefna um langa tíð, sem dregið hefur úi afköstum þjóðarinnar og þar með skilið minna eftir til skiptanna. En á hinn bóginn hefur verkfallsrétturinn verið gerð- ur óvirkur sem tæki til að ná kjarabótum með því að bæta atvinnurekendnm jafn- harðan upp þann tekjumissi, sem verkamenn héldu að mundi renna til sín. Með öðrum orðum þá rýrði hið afturhaldssama efnahags- kerfi, sem nú er verið að hverfa frá, heildartekjur ís- lendinga, en tryggði þó, að misjafnlega arðvænlegur at- vinnurekstur gæti haldið áfram með því að velta í- mynduðum kjarabótum þeg- ar í stað yfir á launþega á ný. Þegar verkalýðurinn því spyr, hvernig hann geti í framtíðinni bætt kjör sín á borð við það, sem nú á sér stað ár frá ári í nágranna- löndunum, þá ætti svarið að vera augljóst. I fyrsta lagi verða kjara- bæturnar að byggjast á aukn- ingu þjóðarteknanna al- mennt. Þess vegna verða launþegar að styðja þá stefnu, sem líklegust er til að efla blómlegt og hagkvæmt atvinnulíf. I öðru lagi verða launþega- samtökin að gæta þess, að ekki verði á ný innleitt upp- bótakerfi, sem sjálfkrafa ger- ir að engu tilraunir þeirra til að tryggja sér þá hlutdeild í tekjum atvinnuveganna, sem eðlileg er. Eina örugga tryggingin fyr- ir því, að þeir öðlist hinar réttmætu tekjur er fólgin í því, að þeir geti sótt kjara- bæturnar beint til þeirra at- vinnurekenda, sem hagnast óeðlilega. Og auðvelt er fyr- ir verkamenn að heimta í sinn hlut eðlileg laun með beitingu verkfallsréttar, þeg- ar vinnuveitandanum erljóst, að framleiðsluaukning gerir honum kleift að hækka laun- in, án þess að hag fyrirtækis hans sé hætt. Þeir, sem í raun og veru vilja berjast fyrir hagsbót- um verkalýðsins, hljóta því að styðja hina nýju viðreisn- arstefnu, sem færa mun þjóð- inni allri aukna hagsæld. En 1. maí hugleiða verka- menn ekki eingöngu sín eig- in kjör, heldur beina þeir þá huganum að ýmsum alþjóð- jegum vandamálum, sem fjallað er um í ávörpum lýð- , ræðissinnaðra verkamanna sem birt eru á öðrum stöðum hér í blaðinu. Jafnframt er þessi dagur svo hvíldar- og hátíðisdagur, sem verkamenn eru vel að komnir. Morgunblaðið óskar laun- þegasamtökunum farsældar um leið og það vonar, að þeim megi auðnast að gegna giftusamlega því þýðingar- mikla en vandasama hlut- verki, sem þeim er ætlað í lyðræðisþjóðfélagL UTAN UR HEIMI á hendur ÞAÐ var hér á dögunum, að Michele nokkur Sorbi, eig- andi stærstu blómaverzlun- ar í Palermo á Sikiley, sat í mestu makindum í perlugráa Alfa Romeo-bílnum sínum og Ítalíu snýst nú | gegn ,,Mafíunni \ \ j Almenningsálitið á | s s s s \ - - - j s — og eru menn \ ) s j farnir að líta á \ I þetta illræmda j ) s j glœpafélag sem j j þjóðarvandamál \ s tottaði stóran vindil, á meðan liann beið eftir vinkonu sinni. orðið þekktur sem versti fjand- maður Mafia-glæpafélagsins. — Hann var kominn til þess að að- stoða við rannsókn fyrstu Mafia- morðanna á árinu. • „UPPGJÖRIÐ VIÐ MAFIA“ Blóðbaðið heldur áfram, jafnframt því sem réttarhöld þau, sem ítölsk hlöð hafa nefnt „uppgjörið við Mafia", eru hafin í Maria Capua Vetere á megin- landinu — en ekki þótti ráðlegt að hafa réttarhöldin á sjálfri Sikiley. Fjórum Sikileyingum hefur verið stefnt fyrir réttinn, og eru þeir sakaðir um að hafa myrt 32 ára gamlan atvinnu- málasérfræðing í Palermo, Carne vale að nafni, fyrir fimm árum, af því að hann hafði „skaðað álit Mafiunnar". — Því eins hefur re.vnzt unnt að stefna mönnum þessum fyrir réttinn, að móðir Carnevales hafði hug til þess að ganga í berhögg við eina höfuð- reglu (omerta) óaldarflokksins, þau „lög“, að enginn — ekki einu sinni nánustu ættingjar fómar- lambsins — skuli komast upp með að „kjafta frá“, án þess að hljóta grimmilega hefnd. • ÞJÓÐARVANDAMÁL Þessi réttarhöld, ásamt hmni nýju glæpaöld — og e. t. v. ekki sízt nýjar bækur eftir Levi, Danilo Dolci og Gavin Maxwell, hafa vakið almennan áhuga á Italíu á því að láta nú til skarar skríða gegn glæpahringnum — í fyrsta lagi vegna þess, að hann skaði alvarlega álit ítalíu er- lendis, í öðru lagi af því, að sUrfsemi hans leynt og ljóst brjóti niður ítalskt réttarfar, og í þriðja lagi — eins og fram kom í hinu svonefnda Apalchin-máli í Bandaríkjunum — vegna þess, að Mafia-hringurinn hafi aug- Ijóslega samband við ýmis hinna verstu meðal alþjóðlegra glæpa- félaga. — Nú er sem sagt — raun verulega í fyrsta sinn — farið að íta á Mafia-glæpafélagið sem þjóðarvandamál á Italíu. Myndin hér að ofan er tekin við réttarhöld gegn áhangendum Mafia-glæpa- hringsins á Sikiley. — Sak- borningarnir sitja í járnum í „búri“ í réttarsalnum — og vopnaðir verðir gæta þeirra. Parísarfundurirm verður taugastríð - segir Adenauer Karlsruhe, 29. apríl. EF Krúsjeff lætur ekki segj- ast á stórveldafundinum, ef leiðtogar Vesturveldanna geta ekki sannfært hann um einbeitta afstöðu sína í Berlín armálinu, þá er ég hræddur um að við nálgumst nú róstu- timabil á sviði utanríkismála, sagði Adenauer í ræðu í dag. Hann vitnaði í ræðu, sem Krúsjeff flutti á dögunum í Baku. Þá sag*i Krúsjeff, að Vest urveldin mundu missa réttinn til samgönguleiða við V-Berlín, ef Hann sagði, að umfram allt yrðu Vesturveldin að standa sem einn maður. Krúsjeff væri mikill skapmaður, sem við og við „hleypti gufunni af katlinum". En það, að hann skyldi segja þetta í ræðunni í Baku, væri ærin ástæða til að álykta hver afstaða hans yrði á Parísarfund- inum. Vesturveldin yrðu því að standa saman — og vera föst fyrir, sagði Adenauer. 2.15 Skyndilega kom lítill, svart- ur. bíll akandi á oísahraða fyrir götuhornið. Og áður en Sorbi hafði svo mikið sem gefizt tóm til að taka út úr sér vindilinn, kvað við-skot- hvellur — og hann leið út af í sæti sínu, örendur. — ★ — Hinn alræmdi glæpafélags- skapur Sikileyjar, „Mafia“, var hér enn á ferðinni. Sorbi var hinn fimmti, sem á þessu ári hefur týnt lífi sínu fyrir að ó- virða á einhvern hátt „lög“ ó- aldarflokksins. — Ef skotárásir, launmorð og aðrir glæpir halda þannig áfram næstu mánuðina, þá verður þetta eitthvert blóði drifnasta ár í sögu eyjarinnar af völdum Mafia, sem þó hefur oft áður skilið eftir sig blóðuga slóð. • VERSTI FJANDMAÐUR MAFIA Aðeins brem dögum eftir að Sorbi var myrtur, voru Mafia- menn aftur á ferðinni — annað fórnardýr hneig í valinn. Og tæpri viku áður en blómakaup- maðurinn mætti „manninum :neð ljáinn" svo óvænt í perlu- gráa Alfa Romeo-bílnum sínum, var setið fyrir lögreglustjóranum Cataldo Tandoy og konu hans — og þau drepin. Cataldo starfaði nú fyrir Rómarlögregluna, en hafði komið í stutta heimsókn til .Agrigento, þar sem hann hafði 1 áður starfað um tíu ára skeið og Rússar gerðu sérstakan friðar- samning við A-Þýzkaland. Verða að standa saman Sagði Adenauer, að ef ekki sljákkaði í Krúsjeff, færðist meiri harka í samskipti austurs og vesturs á næstunni. Stórvelda fundurinn í næsta mánuði verð- ur „taugastríð", sagði Adenau- er — og „ég vona að fulltrúar Vesturveldanna komi þangað taugastyrkir." JOHN Thomas jafnaði ameríska úti-metið í hástökki er hann stökk 2.15 m á íþróttamóti í Andover. Eftir að hann hafði stokkið 2.15 m reyndi hann við 2.18 m, en fór ekki þá hæð. —■ Innanhúss hefur hann stokkið, sem kunnugt er, 2.19 m, en það hefur ekki verið viðurkennt sem met. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.