Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 13

Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 13
Sunnudagur í. maí 1960 MORCUNTtLAÐlÐ 13 sérstakan áhuga á þróun alþjóða- mála. Ekki er þó ólíklegt, að fréttimar frá Genf, sem almenna athygli vöktu, muni hafa aukið áhugann á því að fylgjast með, þegar ólíkar þjóðir takast á um hagsmuni og réttindi, svo að menn taki nú að gefa betri gaum að því, sem skeður í hinni stóru veröld. Og varla getur farið á milli f Bandaríkjaförinni hreifst fólk mjög af aðlaðandi fram- komu konu Krúsjeffs, og fer vart milli mála, að hlýhugurinn hafi haft áhrif á hana. Vitað er, að þessi kona hefur mikil áhrif á gerðir Krúsjeffs og hefur stað- ið með honum í hinni löngu og ströngu valdabaráttr. Auðvitað veit enginn hvað þetta fólk hugsar, en vonir mála, að fundur hinna stóru muni | hljóta að vera tengdar við verða örlagaríkur, hver svo„ sem j það, að kynni þess af vestræn- Nikita og Nína Krúsjeff kynnast vestrænum siðvenjum REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 30. apríl Æsingaskrif um utanríkismál Við upphaf sjóréttarráðstefn- unnar í Genf gætti þess hér nokk uð, að menn álitu alla þá, sem aðrar skoðanir hefðu á málum en við, fjandsamlega okkur og afstöðu þeirra byggða á einstakri illgirni í garð íslendinga. Er á ráðstefnuna leið og menn höfðu rækilega fylgzt með fram- vindu mála, fóru þeir smám saman að gera sér grein fyrir, að landhelgismálið snerist ekki um íslendinga eina og afstaða hinna ýmsu þjóða markaðist að- eins að mjög takmörkuðu leyti af tilliti til hagsmuna okkar. Það er líka býsna kynlegt að ætlast til þess, að sendinefndir annarra þjóða tækju fyrst tillit til okkar, en síðan til hagsmuna síns eigin lands. Ef íslenzka sendi nefndin hefði látið önnur sjónar- mið en þau, sem sannrýmast ís- lenzkum hagsmunum, sitja í fyr- irrúmi, heðfi framferði hennar naumast getað nefnzt þjóðholl- usta. Og auðvitað hefði slík afstaða annarra sendinefnda líka verið svik við eigin þjóð. Þetta gera menn sér nú ljósara en áður. Og hvað sem um Gen- farráðstefnuna má að öðru leyti segja, þá hefur hún þó a. m. k. gert það gagn hérlendis, að ólík- legt er, að stráksleg æsingaskrif um utanríkismál verði ástunduð mikið í náinni framtíð, nema auð viír*ð í kommúnistamálgögnum. Landhelgi eða fiskveiðitakmörk Allt frá því, að íslendingar hófu sókn sína á alþjóðavett- vangi fyrir auknum fiskveiði- réttindum, hafa þeir gert glögg- an skilsmun á fiskveiðatak- mörkum og hinni venjulegu land helgi. Við höfum ekki talið heppi- legt, að við blönduðum okkur inn í deilur herveldanna um víð- áttu landhelginnar, enda skipta þær íslendinga ekki máli. Grundvöllur friðunaraðgerða okkar, lögin frá 1948 um vísinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins, snertir heldur ekki víðáttu landhelginnar. Aðgerðir okkar við útfærslu fiskveiðatak- marka hafa þvert á móti ein- kennzt af nauðsyn friðunar. Og málflutningur okkar á al- þjóðavettvangi hefur fyrst og fremst verið miðaður við nauð- syn þess að vernda fiskistofninn og hið sérstaka mikilvægi, sem auknar fiskveiðar væru fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Bæði þessi sjónarmið hafa notið vaxandi skilnings meðal þjóða heims og sá skilningur hef- ur styrkt vonir okkar um að ná um síðir yfirráðum yfir fiskveið- um á öllu landgrunninu. Þurfum a3 leggja áherzlu á sérstöðu Margir gerðu sér grein fyrir því 1958, að nokkur hætta var samfara því, að miða útfærsluna einmitt við 12 mílur, en ekki t d. meira, þar sem þörfin var mest, en minna annars staðar. Þessi hætta byggðist á því, að með því að miða við 12 mílna takmörkin stuðluðum við að því, að þau yrðu ákveðin sem endanleg al- þjóðalög, þar sem fölmargar þjóðir aðhylltust einmitt þau takmörk. A hinn bóginn er það svo ljóst, að einmitt af þeim sökum var freistingin mikil til að miða þá við þau takmörk, hver sem framvindan yrði. En þó að þetta skref væri stigið, þá var ekki þar með sagt, að við ættum að kasta fyrir borð kenningum okkar um nauðsyn friðunaraðgerða og sérstöðu þeirra þjóða, sem byggja lífsaf- komu sína á fiskveiðum. Þvert á móti var enn nauðsyn- legt að leggja megináherziuna á þessi sjónarmið. Þess vegna hefði beinlínis verið fráleitt að undir strika þau ekki sérstaklega með flutningi þeirra tillagna, sem ís- lenzka sendinef*'dj<i -fóð að í Genf. „Enginn er annars bróðir í leik“ Lengi hafa kommúnistar hald- ið uppi háværum brigzlum um svik í landhelgismálinu. Þau svik áttu að byggjast á því, að andstöðuflokkar þeirra væru reiðubúnir að fórna íslenzkum hagsmunum vegna hagsmuna annarra þjóða. Hefði því mátt ætla, að kommúnistar stæðu staðfastlega við þá stefnu, að ís- lendingar gættu eigin hagsmuna, en létu aðra sjá um sig. Þetta fór þó á annan veg, þeg- ar íslenzku hagsmunirnir fóru ekki lengur saman við þá rúss- nesku. Þá gleymdist alveg að geta okkar málstaðar, en upp- hrópanir um, að við værum að svíkja 12 mílna ríkin o. s. frv. fylltu síður Þjóðviljans. Sannleikurinn er sá, að Rússar berjast fyrir 12 mílna landhelgi vegna hernaðarlegra hagsmuna sinna, en vilja í sjálfu sér sem allra minnsta fiskveiðilandhelgi, vegna eigin hagsmuna af fisk- veiðum. Þess vegna eru þeir manna harðastir í baráttu gegn því að skilja að fiskveiðitakmörk og landhelgi og gegn sérstöðu þjóða eins og íslendinga. En auðvitað notfæra þeir sér það í áróðri, að Islendingar miða fiskveiðitak- mörk sín nú við sömu víðáttu og þeir landhelgina. Þegar því er ekki lengur til að dreifa, er auðvitað ekki hægt að búast við stuðningi Rússa, og ekki virðast hérlendir kommún- istar á þá heldur ætla að verða góðir liðsmpnn í baráttu fyrir hinn íslenzka málstað. Næst livílir athyglin á París Sjóréttarráðstefnan hefur víð- niðurstaða hans verður. Margt bendir til þess, að nokk- urs árangurs megi vænta af fund- inum, og má þar nefna, að enn hafa Rússar ekki hafið sérstaka áróðursherferð fyrir fundinn, sem bendi til þess að þeir hygg- ist eingöngu nota hann í áróðurs- skyni. Þess er einnig að gæta, að kröf- ur um bætt lífskjör munu mjög vaxandi í ráðstjórnarríkjunum og ekki er ólíklegt að Krúsjeff telji sér henta að auka neyzlu- vöruframleiðslu á kostnað þunga iðnaðar. Kínver jar þungir í skanti Þá er einnig sennilegt, að Krúsjeff finnist orðið nóg um herveldi Kínverja og tilburði til að sýna Rússum sem öðrum í tvo heimana. Athyglisvert er, að Kínverjar hófu innrásina í Indland um það leyti sem Krúsjeff fór í Banda- ríkjaförina, og virðist sá tími hafa verið valinn til að sýna Rússum, að stefna Peking væri óháð Moskvu. Hernaðarstefna Kínverja gerir kommúnistum líka erfitt fyrir í Asíu, þar sem almenningur er sem óðast að snúast frá hlutleysi til virkrar andstöðu við komm únismann. um siðum, sem það strax tekur upp, geti orkað því, að það vilji líka stuðla að því, að landar þess almennt verði þeirra aðnjótandi. Ef þessi bjartsýni væri á rök- um reist, er í rauninni óskandi, að Krúsjeff sé jafn valdamikill og ytri aðstæður benda til. Rússnesku kommúnistarnir gera sér vafalaust ljóst, að til- gangur „félaganna" í Kína sé að styrkja svo veldi sitt, að þeir taki forystuna fyrir alheims- kommúnismanum. Tilraunir þessa átt eru hafnar og ekki ann- að sýnna, en að þær gangi bæri- lega. Gömlu Stalinistarnir bæði ut an og innan kommúnistaríkjanna sakna „stefnufestu“ og ákveðn ari aðgerða til að hraða heims byltingunni. Finnst þeim of lítið bragð að stefnu Krúsjeffs. Er þessa þegar farið að gæta hér á íslandi. T. d. keppist nú útgáfu félag kommúnista við að upp- fræða menn um ágæti kommún- ismans í Kína, einkum eftir inn- rásina í Indland, en miklu minna fer fyrir rússneskum útgáfum. Krúsjeff á hins vegar erfitt með að snúa aftur til Stalinism- ans, þótt hann vildi, því að fólkið hefur nú fengið ofurlitla nasa- sjón af lífi án stöðugs ótta og af auknum lífsþægindum. Má því vera, að Krúsjeff telji sig betur geta tryggt yfirráðin yfir alheimskommúnismanum, e, hervæðing Kínverja er stöðvuí samhliða „allsherjarafvopnun“. Vestræn álirif í Rússkmli Enn er þó ótalið það, sem vek- ur sérstakar vonir um, að Krús jeff sé tilleiðanlegur til samn- inga um varanlegan frið. í fljótu bragði kann það að virð ast þýðingarlítið að Krúsjeff hef- ur í ferðum sínum yfirleitt haft með sér fleiri eða færri úr fjöl í átt til frelsis Slík þróun kommúnistaríkis til frelsis mundi auðvitað taka laagan tíma. Og við íslendingar ættum að geta skilið, að þau teikn, sem á Parísarfundinum gætu bent til upphafs slíkrar þróunar, þyrftu ekki að vera stórvægileg. Sjálfir erum við að brjótast úr viðjum, sem að vísu eru á engan hátt sambærileg við ok einræðis- ríkjanna, en þó hafa skert stór- kostlega lífskjör okkar. Við gerum okkur grein fyrir því, að það kostar alla lands- menn átak að hrista af sér fjötr- ana og byggja upp nýtt efna- hagskerfi. En í samanburði við okkar átak mundi það nálgast kraftaverk, ef frjálsræði væri innleitt í einræðisríki nútímans. Erfiðast mundi sjálfsagt verða, að ekkert fordæmi er við að styðjast um það, hvernig slíku ríki ætti að breyta án hruns, svo að aftur yrði að byggja frá grunni. Róttækar breytingar á öllu efnahagslífi lýðræðisþjóða er hins vegar hægt að gera með nokkuð öruggri vissu um afleið- ingamar. Þannig getum við ís- lendingar nú sótt fram til frelsis í fullvissu þess, að það muni stór- auka afköst og bæta lífskjör. Afnám nefndí) liafta ast erlendis vakið heldur litla skyldu sinni. En þegar betur er athygli. Aftur á móti bíða menn nú óþreyjufullir eftir því, hvað henda muni á fundi hinna fjög- urra stóru, sem hefst í París eftir hálfan mánuð. Varla verður sagt, að fslend- ingar almennt hafi til þessa sýnt að gáð, kann það einmitt að geta haft hina mestu þýðingu. Þessu fólki virðist yfirleitt hafa fallið vel við vestræna siði og lífs- venjur, og kvenfólkið tekið upp okkar tízku og háttu í stöðugt ríkari mæli. 02 Störf ríkisstjórnar og Alþingis við að koma á hinu nýja og frjálslynda efnahagskerfi hafa gengið eins vel og frekast var að vænta. Hvert stórmálið hefur' rekið annað og líður senn að því, að lokið sé hinum veigamestu breytingum. Meðal þeirra breytinga, sem nú eru ýmist komnar eða eru að koma til framkvæmda er afnám hinna lífseigu leifa skömmtunar- kerfisins alræmda. Með því er létt af sérhverri fjölskyldu þeirri armæðu og leiðindum að þurfa að eltast við skömmtunarmiða til að fá smjörpund ódýrara, en greiða svo sjálfur mismuninn eftir öðrum leiðum með smá- þóknun til stjómarvaldanna. Þá hverfa nú fjárfestingar- hömlurnar, sem beinzt hafa að að því að hindra uppbyggingu atvinnutækja, sem þó ætti ætíð að sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum framkvæmdum og standa síðan undir þeirri uppbyggingu, sem kann að vera nauðsynleg, en ekki ber arð að sama skapi. Loks losnum við svo endan- lega við innflutningshöftin spillingu, sem þeim er sam- fara. Og útflutningsnefndin, sem vinstri-stjórnin setti ofan á allt hróatildrið fylgir veg allrar veraldar. Víst væri fróðlegt að vita, hvað sá efnahagsvanskapningur sem nú er úthýst, hefur kostað þessa þjóð. Þeirri spurningu verður þó aldrei svarað, og má líka vera, að okkur sé eins gott að öðlast ‘aldrei þá vitneskju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.