Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 20

Morgunblaðið - 01.05.1960, Side 20
23 MORCVNTtT 4 ÐIÐ Sunnudagur 1. maí 1960 „Kæra móðir mín: Ég vildi gjarnan heimsækja þig, en ég á ekki eyri til. Sendu mér dálitla peningaupphæð, og þá get óg komið. Ég þyrfti hvort sem var að ráðgast við þig um ýmislegt, sem myndi verða til þess, að ósk- ir þínar rættust. Ég get ekki vanmetið óeigin- gimi og ást þeirrar konu, sem hefur verið mér mikill styrkur á erfiðum tímUm. Ég get ekki leng ur látið undir höfuð leggjast að launa ást hennar og tryggð með' því að löghelga samband okkar. Hún hefur mjög viðfellda fram- komu, og ég er viss um að hún yrði þér að skapi. Hún hefur einn ig talsverða menntun og les mik- ið. Ást hennar hefur verið mér mjög mikils virði, og ég væri hreinasti óþokki, ef ég sýndi ekki þakklæti mitt í verki. Ég ætla þess vegna að biðja þig um að gefa samþykki þitt til þess að ég kvænist henni. Þú gætir fyr- irgefið mér allar yfirsjónirnar, og við gætum síðan búið öll saman í nýja húsinu. Ef þú þekktir hana, myndirðu samstundis gefa samþykki þitt. Ég fullvissa þig um, að hún er mjög aðlaðandi og ber svip sannr ar hefðarkonu. Ég er viss um, að þér myndi veitast auðvelt að elska hana. Hvað mig snertir, get ég ekki lifað án hennar. Ég mun bíða svars þíns með eftirvæntingu, kæra móðir mín, og við föðmum þig bæði í anda“. Þinn einlægur sonur, Paul De Lamare, greifi“, Jeanne var alveg niðurbrotin. Hún sat lengi hreyfingarlaus með bréfið í kjöltunni og hugleiddi slægð kvenmannsins, sem hafði náð syni hennar á sitt vald og komið í veg fyrir, að hann færi á fund móður sinnar, fyrr en hún væri orðin svo gömul og veiklund uð, að hún léti í öllu að vilja þeirra, til Þess eins að fá að njóta samvistanna við son sinn. Sorgin vegna þrálátrar ástar Pauls á þessari kvensnipt nísti- hjarta hennar. Hún sagði: „Hann elskar mig ekki. Hann elskar mig ekki“. Rosalie kom inn í herbergið rétt í þeseu. Jeanne stundi upp: „Hann vill nú kvænast henni“. Þjónustustúlkan varð felmtruð. „Ó, madame, það má aldrei verða. Herra Paul má ekki binda trúss sitt við kvensnipt af þessu tagi“. Jeanne svaraði, hneyksluð og reið í senn: „Nei, það skal aldrei verða, stúlkan mín. Fyrst hann getur ekki komið hingað, fer ég á fund hans, og við skulum sjá, hvor okkar ber sigur úr býtum“. Hún skrifaði Paul um hæl, til þess að búa hann undir komu sína, og fór þess á leit í bréfinu, að þau hittust einhvers staðar annars staðar en heima hjá hon- um, þar sem hinn viðsjárverði kvenmaður var til húsa. Meðan hún beið svarsins, bjó hún sig undir brottförina. Rosalie hóf að raða fötum húsmóður sinn ar í gamla ferðatösku, en í því að hún braut saman einn kjólanna, sem hún var vön að nota, hróp- aði hún upp: „Þú átt engin föt til að vera í. Ég læt þig ekki fara svo illa útbúna. Þú yrðir þér til skammar, og hefðarkonur París- arborgar munu draga þá ályktun áf fatnaði þínum, að um þjónustu stúlku sé að ræða“. Jeanne lét að vilja hennar, og þær fóru til Goderville og völdu kjólaefni, sem þær létu sauma í þorpinu. Síðan fóru þær til lög- fræðingsins hr. Roussel, til þess að fá hjá hor.um ýmsar upplýs- ingar, þar sem hann dvaldi venju lega hálfs mánaðar tíma í París á hverju ári, en Jeanne hafði ekki komið þangað 1 tuttugu og átta ár. Hann gaf þeim ýms ráð til þess að komast hjá slysum og þjófum, ráðlagði henni að fela fé sitt í kápufóðrinu og hafa að- eins lítilræði í vösunum. Hann sagði þeim einnig frá nokkrum veitingahúsum, sem seldu veit- ingar við sanngjörnu verði og nefndi tvö eða þrjú gistihús, sem voru einkum sótt af konúm. Hann sagði henni einnig, að hún mætti vitna í meðmæli hans á Hótel Normandie. Jeanne hafði aldrei séð jám- braut, þótt ein slík hefði verið í förum milli Parísar og Havre í sex ár, og járnbrautarkerfið hefði gerbreytt samgöngum landsins. Hún fékk ekki neitt svar frá Paul, þótt hún biði fyrst viku og síðan hálfan mánuð. Á hverj- um morgni gekk hún til móts við póstinn og spurði hikandi: „Er nokkuð bréf til mín, Pére Mal- andain?" Póstxxxinn svaraði jafn- an rámri röddu. „Ekkert frekar en fyrri daginn, kæra frú“. Það var eflaust kvensniftin, sem kom í veg fyrir að Paul skrifaði. Jeanne ákvað því að leggja af stað án tafar. Hún vildi hafa Rosalie með sér, en hún færðist undan, þar sem hún vissi að það myndi auka kostnaðinn við för- ina. Hún leyfði húsmóður sinni ekki að fara með meira en þrjú hundruð franka, en sagði að skilnaði: „Ef þú þarft á meiri peningum að halda, geturðu sldrif að mér, og ég mun biðja lögfræð inginn að senda þá til þín. Láti ég þig fara með meira, lendir það í vasa monsieur Pauls. Morgun einn í desembermán- uði kom Denis Lecoq með létti- vagn sinn og ók þeim á brautar stöðina. Jeanne grét, er hún kvaddi Rosalie með kossi og sté inn í lestina. Rosalie var einnig í mikilli geðshræringu og sagði: „Vertu sæl, madame, góða ferð og komdu fljótt heim aftur“. „Vertu sæl, stúlka mín“. Eimpípan blés og lestin rann af stað, hægt í fyrstu en síðan með síauknum hraða, sem skaut Jeanne skelk í bringu. í klefan- um voru einnig tveir karlmenn, sem hölluðu sér makindalega upp í sitt hvert hornið, Hún horfði á landslagið, sem lestin brunaði fram hjá, trén, bændabýlin, þorpin, og henni fannst hún berast með flughraða inh í nýjan heim, sem átti ekk- ert skylt við hina rólegu tilveru æskudaga hennar og tilbreyting- arlaust líf hennar upp á síðkast- ið. Hún -kom til Parísar að kvöldi þessa sama dags. Burðarkarl tók tösku hennar, og hún hraðaði sér á eftir, dauðhrædd um að missa sjónar á honum í fólksmergðinni og troðningnum. Þegar hún kom til gistihússins, gekk hún að afgreiðsluborðinu og sagði: „Mér var vísað hingað af herra Roussel“. Hótelstýran, hávaxin, þrekin kona, alvörugefin á svip, spurði: „Hver er hann — þessi herra Roussel?“ Jeanne svaraði steinhissa: „Nú, það er málafærslumaðurinn í Goderville, sem dvelur hérna á hverju ári“. „Það má vel vera“, sagði hin stórvaxna kona, „en ég þekki hann ekki. Óskið þér eftir að fá herbergi?“ „Já, madame". Hóteldrengur tók tösku henn- ar og vísaði henni veginn upp. Hún kenndi sársauka í hjarta- stað Hún fékk sér sæti við lítið borð i herberginu og lét senda sér upp matarbita, þar sem hún hafði einskis neytt síðan í dögun. Meðan hún sat að snæðingi, hugs aði hún döpur í bragði um allt það, sem gerzt hafði, síðan hún var í París á heimleið úr brúð- kaupsferðinni. Það hafði einmitt verið í París, sem hin slæmu skapgerðareinkenni Juliens komu fyrst í ljós, svo að hún yrði þeirra vör. En þá hafði hún verið ung, bjartsýn og hugrökk. Nú var hún gömul, úrræðalaus, lasburða, jafnvel kjarklaus og setti hvers kyns smámuni fyrir sig. Þegar hún hafði lokið við matinn, gekk hún út að gluggan- um og horfði á iðandi fólks- strauminn á götunum. Hana lang aði út, en hún þorði það ekki. Hún myndi áreiðanlega villast. Hún fór að hátta, en hávaðinn að utan, samfara meðvitundinni um að vera alein í ókunnri borg hélt vöku fyrir henni. Um tvö leytið um nóttina, rétt í því að henni var að renna í brjóst, heyrði hún óp konu í herberginu við hliðina Hún settist snöggt upp, en þá fannst hennj hún heyra karl- mannshlátur. Þegar dagaði,. fór hún að hugsa um Paul, og hún klæddist, áður en birt hafði að fullu. Paul bjó í Rue de Sauvage, í hinum gamla hluta borgarinnar. Hún hugðist fara þangað fótgang andi, í samræmi við sparnaðar- fyrirmælí Rosalie. Veðrið var mjög gott, svalt en hressandi. — Vegfarendur hröðuðu sér eftir gangstéttunum. Hún gekk eins SHtltvarpiö Sunnudagur 1. maí 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- urfregnir). a) „Hve mildur er ljómi morg- unstjörnunnar", kantata eftir Bach (Þýzkir listamenn; Leh- mann stj.). b) „Minnisvarði á leiði tónskálds ins Couperins** eftir Ravel Skáldið oif mamma litla 1) Það er bara ekkert almennilegt í útvarpinu í kvöld! 2) Þá getur maður vonandi að- hlusta á þetta andmenningarlega hafzt eitthvað heilsusamlegra en að hjal þeirra .... Sérðu þingmaður, þarna er I Nei, nei, Finnur. Ég vil að þú I minn. I inum og hann te>ur á rás niður elgur að nálgast. Náðu honum! | eigir fyrsta tækifærið drengur | Skot Finn»- særir <dginn á háls- I hlíðina. (Konserthljómsveitin í Lund- únum leikur: Vladimir Golsch- mann stjórnar). c) Concerto grosso í e-moll eftir Hándel (Boyd Neel-strengja- sveitin leikur.) d) 1812-forleikurinn eftir Tjaikov sky Fílharmonía í Lundúnum leikur; von Karajan stjórnar.) e) „Ljúfur Drottinn, vek þú ossM eftir Schútz (Kór tónlistar- háskólans í Leipzig syngur). 11.00 Fermingarmessa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirs • son). 12.15 Hádegisútvarp (framlengt til kL 14.00 með hornablæstri og söng). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Strengjakvartett nr. 2 í D-dúr í eftir Borodin (IHollywood- kvartettinn leikur). b) Danssýningarlög úr „Þyrni- rósu" eftir Tjaikovsky og „Eld fuglinum“ eftir Stravinsky Herbert von Karajan og Fern ando Prevítali stjórna hljóm- sv.). c) Fiðlukonsert eftir Katsja túrían (Leonid Kogan og §in fóníuhljómsv. í Boston; Pierre Mnoteux stj.). 15.30 Kaffitíminn: a) Eyþór Þorláks- son leikur á gítar. b) Operettulög eftir Kalman og Benatzki. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið leik rit: „Marty“ eftir Paddy Chayef- sky, í þýðingu Magnúsar Páls- sonar. Leikstjóri: Helgi Skúla- son (Aður flutt 1 nóv. 1958). 17.35 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 18.30 Barnatími Baldur Pálmason): a )Ný framhaldssaga fyrir minnl bömin: „Sagan af Pella rófu- lausa"; I. (Einar M. Jónsson rithöf.). b) Barnakór Melaskólans syngur undir stjórn Guðrúnar Páls- dóttur. Einsöngvari: Laufey Steingrímsd. c) „I Þykjastmannalandi“, frá- saga eftir Halldóru B. Björns son Vilborg Dagbjartsdóttir kennari). 19.25 Veðurfregnir. — Islenzkir viki- vakar og rímnalög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.15 Hátíðisdagur verkalýðsins: a) Avörp flytja Emil Jónsson, fé- lagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðu- sambands Islands og Sigurður Ingimundarson form. Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. b) Alþýðukórinn syngur. Stjórn- andi: Dr. Hallgrímur Helga- son. c) Ur baráttusögu íslenzkrar sjó- mannastéttar, dagskrá, sem Gils Guðmundsson rithöf. tekur saman. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 „Nefndu lagið“, — getraunir og skemmtiefni (Svavar Gests hefur á hendi umsjón þáttarins). 22.45 Danslög. — 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 2. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Antolitsch. a) Concerto grosso eftir Gemin- iani. b) Fimm þýzkir dansar eftir Schubert. c) Balletsvíta eftir Tjaikovsky- Stravinsky. 21.00 Frá sjóréttarráðstefnunni í Genf; erindi (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.25 Norsk nútímatónlist: a) „Pan", tóndrápa eftir David Monrad Johansen. (Fílharmoní an í Osló leikur; Odd Grúner- Hegge stjórnar). b) Tveir söngvar eftir Sparre Ol- sen við Eddukvæði: „Skírnis- mál" og „Svipdagsmál" (Eva Prytz syngur). 21.40 Um daginn og veginn (Arni Guð- mundsson úr Eyjum), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.25 Musica nova: Kammertónlist eftir fimm ung, íslenzk tónskáld (út- varpað í fyrsta sinn). — Söngv- arar: Guðrún Tómasdóttir, Krist- inn Hallsson og níu félagar úr söngsveitinni Fílharmoníu. Hljóð- færaleikarar: Jórunn Viðar, Stein unn S. Briem, Rögnvaldur Sig- urjónsson, Jón Asgeirsson, Jón Sen, Ingvar Jónasson, Jóhannes Eggertsson, Gunnar Egilsson, Sig- urður Markússon, Olav Klamm- and, Peter Ramm og Karel Lang. Stjórnendur: Ragnar Björnsson og dr. Róbert A. Ottósson. a) Þrjú lög eftir Jón Asgeirsson við ljóð úr bókinni „Regn í maí" eftir Einar Braga. b) Píanósónata eftir Leif Þórar- insson. c) Elektrónísk stúdía með blás- arakvintett og píanói eftir Magnús Bl. Jóhannsson. d) Fimm skissur fyrir píanó eftir Fjölni Stefánsson. e) „Haustlitir“ (Stelnn Steinarr — In memoriam) eftir Þorkel Sigurbjörnsson. f) l>rjú lög úr Grallaranum í út- setningu Fjölnis Stefánssonar. 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.