Morgunblaðið - 13.05.1960, Page 4
4
MORCUISBT.AÐIÐ
Föstudagur 13. maí 1960
Sumarhústaður
óskast til leigu, helzt í nánd
við Hveragerði. Upplýsing
ar í síma 33691.
Húsnæði óskast fyrir
léttan, hreinlegan iðnað, í
Vesturbænum. Tilb. merkt
„Vesturbær — 3326“, send
ist Mbl., fyrir kl. 12 á hád.
laugardag.
Atvinna. — Bifvélavirki
eða menn vanir viðgerðum,
óskast. Bifreiðaverkstæði
Þórshamar h.f., Akureyri.
Sími 1353, verkstjóri.
Ráðskona óskast á gott
sveitaheimili við Breiða-
fjörð. 2 menn í heimili. —
Má hafa barn. Upplýsing-
ar í síma 12036.
Ódýrt timbur og járn
til sölu í Tjarnarg. 8. Uppl.
á staðnum, í dag kl. 5—8.
Á öðrum tíma í símum
34562 og 32170.
íbúð
2 herbergi og eld'hús, ósk-
ast strax. Má vera í kjall-
ara. Upplýsingar í síma
23060. —
Til leigu fyrir einhl. fólk
herbergi með eldunarplássi
Qóð umgengni og reglu-
semi áskilin. Upplýsingar
í síma 34765.
fbúð óskast, 3—4 herb.,
til leigu. Tilb. sendist Mbl.,
fyrir 14. þ.m. ’60, merkt:
„Strax — 3428“
Til leigu 2 herb. og eldhús
í nýtízku húsi, nálægt Mið
bænum, með daglegri hús-
hjálp. Uppl. í síma 14557,
til kl. 6.
Keflavík
íbúð óskast. Þrír fullorðnir
í heimili. — Upplýsingar í
síma 2398.
Keflavík
Forstofuherbergi til leigu.
Upplýsingar í síma 2261.
Óska eftir
góðu sveitaheimili fyrir 10
ára dreng, í sumar. Uppl. í
síma 32285 eftir kl. 5.
2ja—4ra herb. íbúð
óskast til leigu 14. maí. —
Upplýsingar í síma 32138.
Röskur 10 ára strákur
óskar eftir sveitavinnu. —
Meðgjöf. — Símí 35349.
íbúð til leigu, 2ja herb.
hæð á hitav.svæði leigist
einhleypum eða rólegri, fá-
mennri fjölsk Tilto, merkt:
„Norðurmýri-3327“, sendist
Mbl., i dag eða morgun.
f dag er föstudagurlnn, 13, maí,
134. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 06:39.
Síðdegisflæði kl. 19:03.
Siysavarðstofan ei opin allan sólar-
hrmginn. — Læknavörður L..R (fyrir
vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. —
Síml 15030.
Vikuna 7.—13. maí er næturvörður í
Vesturbæjar-apóteki, en sunnudaginn
8. mai í Austurbæjar-apóteki.
Vikuna 7.—13. maí er næturlæknir í
Hafnarfirði Kristján Jóhannesson, sími
50056.
Holtsapótek og Garðsapótek eru opin
alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög-
um kl. 1—4.
Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga
8 er opin fyrir börn og fullorðna alla
virka daga kl. 2—5 e.h.
I.O.O.F. 1 = 1425138*4 = 9.1
Bazar Ljósmæðrafélags íslands, sem
ákveðinn var 14. maí verður frestað um
óákveðinn tíma. — Nefndin.
Stúdentar M.R. 1955 halda fund 1
Framsóknarhúsinu kl. 9 föstudaginn
13. maí.
Frelsið er jafnmikils virði fyrir
ljósið eins og ljósið er fyrir -aug-
un og loftið fyrir lungun.
— B. G. Ingersoll.
Þegar þú segir, að þú getir
elskað sömu persónuna allt þitt
líf, er það hið sama og að segja,
að þú getir haldið loga í sama
kertinu svo lengi sem þú lifir.
— Tolstoy.
Ifann, er baknagar beztan vin
og ber ei undan hverju lasti,
með hlátri vill flenna hvers manns gin
og hafa kjaftinn á tvist og basti,
tilhæfulaust er tala kann,
og trúnaðarmálum úr sér bylti,
sá er innviða svartur mann,
sjáðu, mörlandi, við þeim pilti.
Benedikt Jónsson Gröndal:
Hann er baknagar beztan vin.
Lárétt: — 1 íbúð — 6 glöð —
7 úr sér genginn — 10 mál —
11 ískra — 12 keyr — 14 klukka
— 15 eftirrit — 18 hugrakka.
Lóðrétt: — 1 á legg — 2 aða
— 3 broddur — 4 bæri — 5 fyrir
innan — 8 blautar — 9 bogið —
13 á skipi — 16 öðlast — 17 ein-
kennisstafir.
• Gengið •
Sölugengi
1 Sterlingspund ........ kr. 106,98
1 Bandaríkjadollar ....... — 38.10
1 Kanadadollar ......... — 39,25
100 Norskar krónur ........ — 534,25
100 Danskar krónur......... — 551,80
100 Sænskar krónur......... — 736,70
100 finnsk mörk ........... — 11,90
100 Franskir Frankar ..... — 776.30
1(X Belgískir frankar ..... — 76,42
100 Svissneskir frankar ... — 878,70
100 Gyllim ................ — 1010,30
100 Tékkneskar krónur ..... — 528.45
100 Vestur-þýzk mörk ...... — 913.65
1000 j_,irur .............. — 61,38
100 Pesetar ............... — 63,50
100 Austurr. schillingar .. — 146,40
EUGENE Ionesco, kom fyrir
skömmu til Danmerkur í til-
efni þess að hið umdeilda leik
rit hans Nashyrningarnir verð
ur tekið til sýningar á Allé
leikhúsinu í Kaupmannalipfn.
Dagblaðið Berlingske Tid-
ende átti viðtal við rithöfund-
inn um Nashyrningana og þar
sem einhverjir lounna að hafa
áhuga á að heyra hvað höf-
undur segir sjálfur um hið um
deilda leikrit og skoðanir hans,
birtum við úrdrátt úr viðtal-
inu lauslega þýddan.
— Nashyrningurinn er upp-
runalega skrifaður, sem smá-
saga, sagði hann, það er ef til
vill þess vegna ekki nægilega
leikrænt, en hefur engu að
síður vakið athygli.
Blm.: — Hvað er eiginlega
átt við þegar talað er um hið
„fjarstæðukennda Ieikhús“?
Er það lífið, sem sjálft er svo
fjarstæðiukennt?
— Þetta með f jarstæðukennt
er uppfinning gagnrýnend-
anna og vil ég þar ekkert
leggja til málanna. — Hvort
lífið sé fjarstæðukennt? Því
svara ég bæði játandi og neit-
andi. Stundum virðist það að
minnsta kosti hálf lygilegt.
Blm.: — Ætlist þér eitthvað
fyrir með leikritum yðar —
t.d. að breyta heiminum.
— Eg er hvorki spámaður
né siðaprédikari. Ef svo lítur
út sem ég sé það; er það þvert
á móti vilja mínum. Eg hugsa,
að allir rithöfundar vilji boða
eitthvað í skáldskap sinum,
einnig Shakespeare, sem var
bölsýnismaður.
Blm.: — Eruð þér bölsýnis-
maður?
— Eg er hvorki bölsýnis- né
bjartsýnismaður.
Blm.: — Hvers vegna skrifið
þér?
— Af því að ég get ekki
stillt mig um það, það er eins
og að mála mynd eða semja
lag — þarf alltaf að vera sér-
stakt prógram í þessu?
Blm.: — Hvað finnst yður
um Satre og Brecht?
— Bezta verk Sartres var
lokaðar dyr. Persónulega er
ég ekki hrifinn af Brecht. Á
árunum milli styrjaldanna
beindust augu manna að gyð
ingum, nú beinast þau að
negrum. Brecht fyrirlítur hið
borgaralega, en er ekki hinn
almenni borgari einnig per-
sóna? Brecht fyrirlítur menn-
ina.
Blm.: — Sumir halda því
fram að það gerið þér einnig.
— Það finnst mér ekki sjálf
um.
Eugene Ionesco er fæddur
árið 1912 í Rúmenhi, faðir
hans var rúmenskur en móð-
irin frönsk.
í bernsku átti hann heima
í Frakklandi en dvaldist í
Rúmeníu í f jórtán ár við nám.
Fékk styrk til að nema nútíma
bókmenntir í París, en byrjaði
þá fyrir alvöru að skrifa. Ueik-
rit hans hafa verið sýnd víða,
m.a. í Póllandi og Júgóslavíu,
en aldrei í Rúmeníu.
JÚMBÓ
Saga barnanna
— Og svo “leið gamli sjóræninginn
út af, örendur! sagði Júmbó með
áherzlu og lauk þannig hinni kyn-
legu sögu sinni. — Ó, það var leiðin-
legt, sagði Mikkí, — þetta hefir víst
verið allra bezti karl.
— Hvað, situr þú þarna og slæpist?
var kallað framan frá dyrunum. Þar
var kominn skipskokkurinn, kvalari
Júmbós. — Það eru tveir pokar af
kartöflum í eldaklefanum, og þær
áttu að flysja, gjammaði hann.
Júmbó stóð á fætur. — Jæja, þá
verð ég víst að fara, Mikkí, skyldan
kallar, sagði hann. — Mér geðjast
ekki að þessum skipskokki — það er
eitthvað tortrvggilegt við hann, sagði
Mikkí. — Varaðu þig á honum,
Júmbó!
Jakob blaðamaður
Eftir Peter Hoffman
Næturmyrkrið leggst aftur yfir
hoiiuu iestiuu. —
— Mamma, finnst þér ekki að það
sé að kólna hérna? — Ha?
— Láttu nú ekki svona Dídí! Þú
veizt að ástandið gæti verið verra!
— Óh .... Eigum við að veðja.
mamrna!