Morgunblaðið - 13.05.1960, Síða 16
16
uovmsniÁÐiB
Föstudagur 13. mai 1960
Þrír merkissteinar við
götu Crímstungubóndans
ÞAÐ má heita, að brandajól lífs-
ins stórviðburða hafi að gengið
hjá stórbóndanum húnvetnska,
Lárusi Björnssyni, Grímstungu í
fárra mánaða millibili, á sjö ára-
tuga aldursafmæli, fjörutíu og
fimm ára hjúskaparafmæli og
fimmtíu ára búskapar-afmæli.
Munu flestir telja slík tima-
mót á lífsleiðum, hin athyglis-
verðustu, og því vert um að
skygnnast, til íhugunar um'
hvernig tekizt hefur í lífsglím-
unni — í baráttu þeirrar hólm-
göngu, er lífskröfurnar hafa
skákað í flestra ærlegra, dug-
andi manna fang, um leið og þær
hrópa „hér færð þú viðfangsefni
við að glíma. Ég mun í engu við
hlífast, sýndu hver maður eða
kona þú ert, til átakanna".
Vissulega — og því betur —,
er hann allfjölmennur, sá hópur
islenzkra bænda og bænda-
kvenna, sem með hreinan skjöld
og bjóirt sigurmerki, geta við
skyld tímamót ævinnar og Lár-
us á nú, sagt með réttu“ ég hefi
sigrað ykkur alla heiðruðu erfið-
leikar“.
Þau Grímstunguhjón, Péturína
og Lárus, standa í fremstu röð
þeirrar virðingarverðu fylkingar,
er sigrinum fá hósað á iangri
baráttuleið.
Vitað er, að hörð hefir hún
mörgub reynzt, frumbýlingsbar-
áttan sveitahjónunum íslenzku,
baráttan til efnalegrar velmeg-
unar og verðugrar virðingar, og
svo mun víst hafa verið um þau
Grímstunguhjón. Lárus hefir
aldrei gerst auðsveipur þjónn
makræðis eða hiifimennsku, í
sinni iífsbaráttu, og enn er það
svo, að þótt sjö tugir ára séu að
baki, að honum hrís ekki við
hugur, þó sækja þurfi gegn harð
viðrum norðlenzks hávetrar
um heiðar og regin fjöll. —
Hann hefur snemma lífs-
göngu gert sér ljóst, að harðræði
skapar þrek, — vandinn úrræði.
Hann hefir aldrei skort kjark
þreklundar, né rólegt jafnvægi
átakamannsins til að leggja út
í tvísýnið, þar sem til beggja
vona brugðizt með sigurinn.
Annað er mér ekki kunnugt,
en að hann hafi ætíð náð heill
heilum sigri. Er þá vel um gerðir
fullhugans er drengskapur fylgir
dáð allri, því vinsælli mann veit
ég varla hér í héraði, en Lárus
í Grímstungu. Má það raunar til
furðu teljast með þennan fjár-
aflaberserk og úrræðagarp, að
aldei skuli hrösluyrði að tionum
hrjóta, af nokkurs manns vör,
sem gjarnan skeður þó um slíka
menn, er hratt sækja fram á leið
um fjárafla og mannvirðinga, —
þeir verða ósjaldan fyrir aðköst-
um öfundar og getsaka, frá skolt.
um misheppnunarmanna til fjár
og virðinga.
Það hefir löngum á því leikið
orð, bæði hér innanhéraðs og ut-
an, að vatnsdælskir stórbændur
væru miklir fyrir sér nokkuð,
heimaríkir og hnippingagjarnir
um auð og völd, enda Vatnsdalur
löngum byggður verið auðugum
búhöldum og vel gefnum til vits
en Lárus í Grímstungu, sem þó
um nokkurt skeið hefur ræzt
borið, þeirra vatnsdælanna sak-
ir bústærðar og heimamannafor-
ráða, hefir aldrei hlotið sveit-
Larus Bjömsson
ungahnjóð —, mér heyrist öllum
til hans hlýtt.
Mun hann og mörgum nauð-
leitarmanni, bæði utan Vatns-
dals og innan, hafa vel verið, og
engir slíkir menn bónleiðir burtu
gengið frá hans dyrum, Má telja
að vel séu búnir þeir menn, hvar
saman fer vit og vilji til skiln-
ings, og geta góð til úrlausnar
á annarra vanda, þeirra er á
skerjum hafa steitt og nauðir
þjaka.
Ekki tel ég þess nauðsyn hér
að rekja mjög ættir Lárusar,
skal þó þess geta, að bæði í föður
og móður ættlegg hans, eru af-
burðamenn hið næsta þar sem
eru móðurfaðir hans, Sigurgeir
Pálsson, glæsikempan, gáfu- og
þrekmennið frá Bjargi í Mið-
firði, og hin alkunna sérstæða
mannrauna-hetja Björn Eysteins
son, faðir Lárusar og þeirra
merku manndómssystkina —
Björn Eysteinsson, sem skapáð
hefir algjöra sérstæðu, í nútíma
ævisagnabókmenntum þjóðar
okkar, með sinni einstæðu lífs-
baráttulýsingu, þessi óbiluga
hetja, sem vonbrigði, hungur og
allsleysi, fengu aldrei beygt.
Þessi mannlyndi garpur, sem tal
ar við guð sinn, líkt og Jakob
Biblíunnar á merkurgöngu sinni,
eða Moses á fjallinu, þar sem
hann, Björn, setur Guði sínum
kostina á Réttarhóli öræfanna,
þegar hungur og allsleysi sverfur
sem fastast að honum, konu hans
og hvítvoðungum.
Kostirnir, sem Björn setur
Guði sínum eru þessir: Ef þú nú,
Guð minn, hjálpar mér út úr
áfallinni neyð og stórvanda, skal
ekki á mér standa að gera þinn
vilja, og sýna hjálpfýsi, bróður.
hug og mildi, þeim er með þurfa,
og ég má til ná“. Guð gekk að
kostunum Björns.
EinkabíH
Rambler Ambassador ’59 sjálfskiptur með power
stýri og power bremsum. Látið ekinn til sýnis og solu
í dag.
BlLASALAN
Klapparstíg 37 — Sími 19032.
Ljóst er það öllum er til þekkja
Lárusar, að mikið hefir hann erft
af mannkostum og dáð beggja
ættliða, og vel er þá, er epli
þroskuð falla nær kröftugum
meiði, enda ekki kræklóttir kal-
kvistir vaxnir frá stofnum þeirra
Grímstungu-Björns og Sigur-
geirs frá Bjargi.
Péturinu, konu Lárusar þekkti
ég lítið persónulega, en heyri
henni falla lof allra henni kunn-
uga er telja hana gáfaða gæða-
konu, og það tel ég mig mega
fullyrða, sem nokkuð heimsvan-
an og lífsreyslulærðan mann, að
Lárus í Grímstungu hefði varla
getað reynst sá maður til átaka
og ágætis ýmislegs, hefði hann
ekki notið styrks frá greindri,
þelhlýrri gæðakonu.
Ekki vil ég eða nenni, sem venja
er þó til við tækifæri slík, sem
þetta, að óska Grímstungubónd-
anum árahárrar ládeyðu-kramar
elli, hins vildi ég óska og vona,
að hann fengi barist í öllum her-
klæðum til lífsins lokadags.
Þorbjörn Björnsson
Geitaskarði.
★
STÓRBÝLIÐ Grímstunga í Vatns !
dal er ein af kunnustu jörðum
í Húnaþingi, þar hafa löngum
setið stórbændur og auðugir
klerkar, meðan kirkja var þar,
sem hélzt þar seint á 19. öld.
Þá var staðurinn og kunnur,
sem einn helzti gistingar- og án-
ingarstaður meðan Grímstungu-
heiði var fjölfarin þjóðleið ferða
manna, milli norður og suður-
lands. Var sú leið talin 12 klst.
ferð á röskum hestum að Kal-
mannstungu.
Fram til 1890 átti Grímstunga
alla Grímstunguheiði og urðu þá
bændur í Vatnsdal og Þingi að
greiða Grímstungupresti og síð-
ar Undirfells, árlegt beitargjald
fyrir upprekstur búfjár á af-
rétt. Var gjald þetta haustlamb
árlega, af hverjum búanda, án
tillits til bústærðar.
Árið 1899 flytur að Gtríms-
tungu, hinn síðar landskunni
maður og stórbóndi Björn Ey-
steinsson ásamt konu og börnum.
Situr hann í Grímstungu til 1910,
að hann flutti að Orrastöðum á
Ásum, en þeir synir hans Lárus
og Þorsteinn taka við Gríms-
tungu. Hinn 14. maí hefst saga
Lárusar á Grímstungu sem verð
ur síðan samfeld saga 50 ára bú-
reksturs með eitt umsvifamesta
stórbú á landinu.
í dag taka Grímstunguhjónin
á móti gestum á heimili sínu. Þ.
j 13. —aí 1915, giftist Lárus konu
- sinni Péturinu Jóhannsdóttur,
svo nú eiga þau 45 ára giftingar-
afmæli og einnig er þess að minn
ast að Lárus er nú fult sjötugur
að árum. Átti sjötugsafmæli 10.
des. sl. Þessi dagur verður þess
vegna mikill merkis- og minn-
ingardagur fyrir Grímstungu-
hjónin, fjölskyldu þeirra, vim og
sveitunga.
Þennan dag hvarflar því hug-
urinn til baka og ýmsar minn-
ingar og viðburðir rifjast upp.
Fimmtíu ára búskapur á sína
sögu, sögu ýmissa erfiðleika, bar-
áttu og sigra. Allt kemur nú
ljósar fram, þegar það er hug-
leitt, að á þessu tímabili hef-
ur orðið alger atvinnubylting í
landbúnaði.
Lárus í Grímtungu ólst upp
við nokkuð harðan skóla hjá
föður sinum. Öll vinna við hey-
öflun, fjárgæzlu og veiðiskap
sótt af kappi og litlum tíma var-
ið til bóknáms eða skemmtana.
Frá réttum til vordaga stöðug
fjárgæzla. Meðan tíð leyfði var
féð látið liggja úti, en daglega
gætt, sem var mjög örðug vinna
að varna því til afréttar. Ekki
þótti nauðsyn að hafa hesta í þær
haustferðir, sem mest komu íhlut
þeirra bræðra Lárusar og Þor-
steins. Mun fáum jafnöldrum
þeirra hafa verið fært að fylgja
þeim eftir í þeim ferðum, enda
urðu þeir bræður afburða göngu
menn bæði um þol og. hraða.
Eftir að fé var tekið í hús var
alla daga sem fært var, staðið
hjá því í haga og eigi yfirgefið
til kvölds.
Á fyrstu búskaparárum Lárus-
ar byrjaði hann miklar jarða-
bætur, einkum stórfelldar túna-
sléttur og túnauka, x ru þá að
vísu öll tæki frumstæð og vinnu
frek og þótti þá mikið að sletta
dagsláttu á ári.
Árið 1914 setti hann fjárhelda
girðingu milli heimalands og af-
réttar 7 km langa, hina mestu
jarðabót, því ágangur var mik-
ill á landið af afréttarfénaði og
erfitt að smala heimafé áður. —
Síðan hefur Lárus haldið nokk-
uð í horfinu með húsa- og iarða-
bætur. 1920 byggt stórt íbúðar-
hús og ör.nur hús fyrir búfénað
síðar. Nú eru öll hús í Gríms-
tungu steinsteypt og kómin í nú-
tímahorf. Ef miðað er við bú-
stærð þar nú, sem talin er vera
á 10 hundrað sauðfjar, 20 naut-
gripir og 70—80 hross, þá ei húsa
kostur mikill í Grímstungu Tún
og nýræktarlönd eru nú 35 hekt-
arar og allur heyskapur unninn
með fljótvirkum tækjum.
Hin mikla bústærð í Gríms-
tungu hefur þó alltaf verið byggð
á miklu og góðu landi og úti-
gangi eftir atvikum. Lárus bóndi
hefir stundum farið nokkuð
djarft í því sem öðru, er áræði
þarf til og oftast fengið góðan
hlut í land. Þessa lýsingu hefði
eins mátt orða þannig, að Lárus
hafi lært vel að hagnýta sér kosti
Grímstungu og jörðin hafi verið
gjöful við hann.
Búfé sitt hefir Lái-us lagt mikla
alúð við að rækta og kynbæta,
einkum sauðfé og hesta og hafa
hestar þaðan orðið kunnir víða,
og marga fola er Lárus búínn
að selja. Hvað snertir hestarækt
Lárusar, verður hann þó víst
kunnastur fyrir hrossafjölda
þann, er sagnir telja, að hann
hafi átt mestan.
Eigi hafði Lárus lengi búið í
Grímstungu, er hann var orðinn
stærsti bóndi í Vatnsdal og hæst
ur gjaldandi í sveit sinni. Hefur
þetta haldist óbreytt fram að
þessum tímamótum.
Sl. vor gerðu Grímstung’ihjón
þá ráðstöfun að afhenda tveim
sonum sínum 2/3 af jörðinni,
þeim Grimi og Eggert, sem
báðir byrjuðu þá að búa. Sjálfur
hefur Lárus í sinn hlut beitarhús
jarðarinnar og hafði þar margt
fé í vetur sem hann hirti sjállur.
Lárus í Grímstungu hefur ver
ið hestamaður mikill og eignazt
marga úrvals hesta, enda er hann
landskunnur ferðamaður, bæði í
langferðum, fjallgöngum og refa
veiðum. í sambandi við fjall-
göngur og eftirleitir til að ná
fé og hrossum af afrétt, stendur
enginn Húnvetningur honum
jafnfætis og vissulega er hann
búinn að bjarga mörgurn skepn-
um frá hungurdauða í þeim ferð
um.
Hér að framan er gétið nokk-
urra þátta í'í 50 ára búskap Lárus
ar í Grímstungu. Þar með er þó
eigi öll hans saga sögð, enda eigi
ástæða til að þessu sinni. Sem
nágranna og samstarfsmanns
sinnar sveitar og héraðs verður
Lárusar bónda lengi minnzt og þá
eigi sizt fyrir drengilega fram-
komu, hjálpfýsi og úrræði, til að
leysa hvers manns vandamál,
bæði ættingja og annarra.
Þau opinberu störf sem Lár-
usi hafa verið falin, hefur hann
unnið að með dómgreind og þótt
glöggur á aðalatriðin við af-
greiðslu mála, og kunnað vel að
taka minnihlutaaðstöðu þótt
hann sé að eðlisfari nokkuð ráð-
ríkur og haldi skoðun sinni
ákveðið fram.
Lárus í Grímstungu trúir meir
á dugnað og kjark einstaklings-
framtaksins, en styrkja og upp-
bótakerfi nútíma þjóðfélags.
í dag, á 45 ára giftingarafmæli
Grímstúnguhjónanna er þess
einnig að minnast að frú Pétur-
ína hefur átt sinn mikla þátt
í forstöðu þessa stóra og mann-
marga heimils. Þau hjón hafa
verið svo hamingjusön. að sam-
starf þeirra hefur venð mjög
samhent og stefnt bæði að bví
marki sem gerir heimilin sjálf-
stæð og vinsæl.
Ég vil svo þakka Grímstungu
hjónunum langa og góða kynn-
ingu og færa þeim þá ósk að
þau geti áfram séð bú sitt blómg
ast og átt áfram stórar hjarðir
og fjölda hrossa, sem dreifi sér
um hið búsældarlega Grírns-
tunguland.
Ágúst B. Jónsson.
Jöklarannsóknafélag Islamls er kaupandi að
Dodge Weapon
í góðu lagi. Tilboð sendist í pósthólf 884 eða uppl.
í síma 18144.
Tvær stúlkur
óskast til fóstrustarfa, ekki yngri en 18 ára
á Vöggustofuna Hlíðarenda. Upplýsingar
á staðnum.