Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 17

Morgunblaðið - 13.05.1960, Side 17
Föstudagur 13. maí 1960 MORCTJNBlABIO 17 UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: bjarni beinteinsson Torfærur á vegi eískenda í Hollandi Molar úr skýrslu Sameinuðu jbjóÖanna um hjúskap SAMEINUÐU þjóðirnar og stofn anir þeirra leggja svo sem kunn- ugt er mikla áherzlu á að safna skýrslum frá hinum ýmsu þjóð- um heims um margvíslegustu efni. Skýrslur þessar eru oft hin- ar fróðlegustu og gefa glöggar upplýsingar um tækniþróun, xnenntun, þjóðhætti og löggjöf í þeim ríkjum, sem þær taka til. Hér á landi hafa skýrslur Sam- einuðu þjóðanna yfirleitt ekki verið þýddar eða birtar almenn- ingi og væri þó eðlilegt, að utan- ríkisráðuneytið eða t. d. Félag Sameinuðu þjóðanna gæfu út tímarit um samtökin þar sem m.a. væri birtur útdráttur úr þeim skýrslum, sem ætla mætti að al- menningi þætti fengur í að kynn ast. Fyrir nokkru kom út skýrsla á vegum Efnahags og félagsmála- ráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um sifjalöggjöf 24 (þjóða í öllum hlutum heims. Hér skal drepið á nokkur atriði úr þeim hluta skýrslunnar, sem fjallar um hjónabönd og skilnað. Um hjónabandsaldurinn eru ékvæðin að sjálfsögðu mjög mi's- munandi. Hæstur er hann í Hol- landi, en þar er krafizt samþykk- is foreldra til giftingarinnar ef aðili er yngri en 30 ára. Er þar komin skýringin á því hversu oft það kemur fyrir, að fullorðnir Hollendingar leita til annarra landa til þess að fá sig pússaða saman. Rétt er þó að geta þess, að synji foreldrar ráðahagsins þá er unnt að leita til yfirvalda um samþykki. Þegar samþykki er fengið er aldurstakmarkið niður é við í Hollandi 18 ár fyrir karl- menn en 16 ár fyrir konur. Aldurstakmarkið á Norðurlönd um, 21 og 17 eða 18 ár er frem- ur hátt miðað við önnur lönd. 1 allmörgum löndum er aldurs- markið aðeins 14 ár fyrir karl- menn og 12 ár fyrir konur eða öllu heldur telpur. Þetta er reglan í Argentínu, Ástralíu, Honduras, Norður-lrlandi, Panama og víð- ar. í einu fylki Bandaríkjanna er miðað við 14 og 13 ára aldur. Lægsti giftingaraldur, sem um getur í skýrslunni er í Pakistan, en þar mega konur, sem eru múhameðstrúar, giftast þegar þær eru orðnar kynþroska, en þar er það talið gerast á tíma- bilinu frá 9—15 ára (fyrir þenn- an tíma geta þær þó gifzt með leyfi föður síns). Skv. lögum Queenslandfylkis í Astralíu er talið, að hjónaband sé alger mark leysa ef annar aðilinn er undir 7 ára aldri! Fjölkvæni er bannað í nær öll- um þeim ríkjum, sem skýrslan nær til. í Pakistan leyfist þó múhameðstrúarmönnum að eiga allt að 4 eiginkonur og i Suður- Afríku er fjölkvæni talið leyfi- legt meðal innfæddra, en forboð- ið hvítum mönnum. Eru það væntanlega einu hlunnindin, sem innfæddir njóta þar fram yfir hvíta menn. Víðast hvar eru engar reglur um hversu oft menn mega giftast. í brezku Kolumbíu getur maður þó aðeins gifst sömu persónunni einu sinni og í Hollandi eigi oftar en tvisvar. í Pakistan mega þó sömu aðilar giftast allt að níu sinnum, en alls ekki oftar. A nokkrum stöðum má sá aðili, sem framið hefur hjúskaparbrot, ekki giftast þeim, sem hann framdi brotið með. Þessi regla gildir m. a. í Hollandi, Pennsyl- vaníu og Tennessee. Um hjúskapartálma eru auk skyldleika og tengda sums staðar bönn við giftingum aðila af mis- munandi kynþáttum og trúar- brögðum. í Suður-Afríku er al- gert bann við giftingum hvítra manna og innfæddra. I sumum fylkjum Bandaríkjanna eru hjónabönd hvítra manna og þel- dökkra einnig bönnuð, þrettán fylki banna hjúskap hvítra og malaja og í einu fylki leyfist mönnum ekki að giftast Indverj- um, Átta fylki banna hjúskap hvítra og indíána. I Pennsylvaníú mega hvítir menn giftast negr- um en hins vegar ekki mongól- um. Ekki mun lögum þessum fylgt stranglega í Bandaríkjun- um, enda væri þá leikur einn Próf standa nú sem hæst í flestum skólum. Ljósmyndari síðunnar brá sér því upp í Háskóla nú í vikunni og fékk • fyrstur manna að taka myndir í skriflegu prófi þar. Á myndinni hér fyrir ofan sést yfir eina prófstofuna. Nemendum er þannig raðað niður, að menn í sömu námsgreinum sitji sem lengst hver frá öðrum og gilda mjög strangar prófreglur, sem úti- loka allt „svindb'. Flestir hafa einhverja næringu með sér þvi prófin taka oft sex klukku- stundir. Á neðri myndinni má sjá lagastúdent önnum kafinn við að leysa úr málaferlum, sem prófessorar höfðu upphugsað. fyrir aðila að léta gefa sig sam- an í einhverju öðru fylki. í ýmsum múhameðstrúarríkj- um er mismunandi trú aðila mjög oft hjúsakpartálmi. Sums staðar eru börn, sem fædd eru í óeiginlegum hjúskap (þegar fólk „býr saman"), talin skilgetin og í Arizona, Télckósló- vakíu, Júgóslavíu og Panama eru öll börn talin skilgetin. Um skilnað eru sem vænta mátti mjög mismunandi ákvæði i þeim löndum, sem skýrslan nær til. Víða, einkum í kaþólskum löndum, getur fójk aðeins fengið skilnað að borði og sæng — gift- ing er ekki leyfð að nýju. Þær ástæður, sem við hér á lar.di telj- um nægja til skilnaðar eru einnig fiestar í lögum annarra ríkja. Eftirtektarvert er, að í sumum ríkjunv svo sem Costa Rica, Panama og á Filippseyjum, getur maðurinn krafizt skilnaðar þótt konan hafi aðeins framið hjú- Jón E. Ragnarsson. stud. juris: Vínarmótið Alltaf sprettur illgresi af arfafræi í LOK Moskvamótsins 1957 hrópuðu foringjarnir af fánum skrýddum pöllum: Hittumst í Peking 1959 og gjörvallur lýðurinn iaust upp ópi og svaraði um hæl: Hittumst I Pek- ing, rétt eins og verið væri að ákveða að fara í fimm bíó. Það var því almennt talið, að næsta festivat yrði haldið við „hlið hins himneska friðar“. Það kom þó í ljós í ýmsum kommúnistablöðum snemma árs 1958, að einhverra hluta vegna hafði verið hætt við hugyndina um festi- val hjá Mao, en nú einkum rætt um Prag eða jafnvel stórborg vestan tjalds. í ofanverðum marzmánuði 1958 boðuðu kommúnistar til fundar í Stokkhólmi, þar sem rætt skyldi og ákveðið um næsta festival. Lögð var mikil áherzla á að fá sem flesta fulltrúa á fundinn og ógrynni boðs- korta send út. Mönnum var boðið frítt til Stokkhólms og þar upp á húsnæði, skemmtanir, mat og drykk, aðeins ef þeir vildu lána nafn félaga og samtaka sinna og gefa þannig fundinum virðulegan og hlutlausan blæ. I»ess var þó vandlega gætt, að kommúnistar hefðu öruggan meirihluta. Þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni sóttu aðeins fulltrúar 52 landa fundinn og höfðu fæstir umboð landsam- bánda. T.d. voru fulltrúar F.D.J., æskulýðsfylkingarinnar í Austur- Þýzkalandi taldir fulltrúar alls Þýzkalands, fulltrúar F.Ö.J., æsku- lýðsfylkingarinnar í Austurríki voru sagðir fulltrúar æskulýðs Aust urríkis, en samtök þessi munu hafa nokkuð færri meðlimi en æskulýðs- fylkingin á Akureyri. Fulltrúi Eng- lands var harmonikuleikari nokk- ur, sem enginn kannaðist við nema fundarboðendur. Þarna gaf enn- fremur að líta ýmsa einstaklinga á vegum kommúnista, sem ekki var vitað að væru fulltrúar annarra en sjálfra sín. Fulltrúi íslenzkra ung- kommúnista hefur sjálfsagt talið sig sendimann allra íslendinga milli 16 og 35 ára. Hann var fulltrúi fyrir samtök, sem kölluð eru Alþjóða- samvinnunefnd íslenzkrar æsku. Af 130 fulltrúum á fundinum er talið að 78 væru sannfærðir og rök- þéttir kommúnistar, auk 27 á ýmsu hitastigi frá hálfvelgju í suðumark. Niðurstaða fundarins var því fyrir- sjáanleg, enda ákveðin áður en boðskort voru send. Umræður og fundarstörf mótuðust af þeirri stað reynd, að hér var aðeins um sýnd- arfund og leiksýningu að ræða. SMÁSKAMMTALÝÐRÆÐI Þó að fulltrúar fundarins og fundarboðun væri dæmigerð fyrir samkomur og fundarhöld kommún- ista, þá voru umræðurnar það enn frekar. Fulltrúi Sviss taldi eðlilegt, að fyrst yrði ákveðið hvort halda skyldi festival eða ekki, en þá var honum tjáð, að hér yrði aðeins rætt, hvernig festival skyldi haldið. Það upplýstist aldrei hver hafði ákveðið festivalið. Við þbssa máls- meðferð gátu hinir hlutlausu Sviss- lendingar ekki sætt sig og fóru heim við svo búið. Þetta gefur mjög góða hugmynd um kommúnista-„lýðræði“ í fram- kvæmd. Þar er ekki boðað til fund- ar til þess að ræða, hvort N ráð- herra sé vondur eða sekur, en marg ir fundir eru kvaddir saman til þess að ræða hvers vegna hann sé svona mikið vondur eða sekur. Og segi menn svo, að þetta sé ekki mál frelsi. Á Stokkhólmsfundinum var kjör- in undirbúningsnefnd skipuð að mestu leyti þekktum atvinnukomm únistum og þessi nefnd „ákvað“ þegar í stað að festivalið skyldi haldið í Vínarborg um mánaða- mótin júlí og ágúst 1959, skyldi það standa í tíu daga og þátttakendur vera um 30.000. Þetta voru einnig sýndarsamþykktir, því allt þetta hafði verið ákveðið á leynifundi 18. des. árið áður. Eysteinn munkur taldi varða mest til allra orða, að undirstaðan skaparbrot einu sinni, en á hinn bóginn getur konan því aðeins krafizt skilnaðar að maðurinn hafi beinlínis tekið sér hjákonu. í Belgíu, einu fylki í Ástralíu og einu fylki í Kanada er þess og krafizt til skilnaðar, að maður inn hafi framið hjúskaparbrotið á hinu sameiginlega heimili þeirra hjóna. A Indlandi er hjú- sé réttileg fundin. Er hægt að bú- ast við, að samkoma slík, sem hér hefur verið lýst, sé líkleg til þess að skipuleggja heiðarlegt, hlutlaust alþjóðamót fyrir friði og vináttu þjóðanna. Sprettur ekki alltaf ill- gresi af arfafræi? HVERS VEGNA VÍNARBORG? Öll fyrri festivöl hafa, eins og kunnugt er verið haldin í komm- únistalöndum. Ákvörðunin um að halda mótið vestan tjalds vakti því í fyrstu nokkra furðu, en síðar fór málið að skýrast. Helstu ástæðurn- ar fyrir staðsetningu mótsins voru þessar: 1. Til þess að sanna, að þeir geti haldið festival utan kommúnista- ríkjanna og reyna þannig að hnekkja því áróðursorði, sem fór af festivölunum. 2. Þannig losnuðu kommúnista- ríkin við hinn mikla skara ung- menna frá öllum löndum heims, sem komu losi og óánægju inn hjá þeirra eigin innibyrgða æskulýð, t.d. á Moskvumótinu. 3. Þannig gátu þeir gefið nokk- uð stórum og tryggum hópi af æsku lýð landa sinna kost á ferðalagi vestur fyrir undir ströngu eftir- liti og þannig létt aðeins á óánægj- unni með ferðabannið heima fyrir, en hún er meiri en menn órar fyr- ir og gætir jafnt hjá alþýðunni og flokksbundnum meðlimum „nýju stéttarinnar“. 4. Austurríki liggur að járntjald inu og því auðvelt að koma fyrir og skipuleggja aðstoð frá komm- únistaríkjunum, einkum Tékkó- slóvakíu. Auk þess væri auðvelt að flytja mótið til Prag, ef allt færi út um þúfur í Vínarborg. 5. í Austurríki eiga Rússar enn miklar eignir, sem þeir sölsuðu undir sig á hernámsárunum, en leynifyrirtæki þeirra í Vínarborg voru að töluverðu leyti látin standa straum af festivalinu, t.d. Metros, Handels und Vertriebs, G.M.B.H. o. fl. 6. Austurríki var eina landið vestan járntjalds, sem hugsanlegt var, að hægt væri að þröngva til þess að leyfa festival. Austurríkis- menn hafa gert sérstakan friðar- samning við Rússa, þar sem þeir heita því að vera hlutlausir. Þessa grein notuðu Rússar sér óspart, auk þess voru um þessar mundir samn- ingar milli Austurríkis og Rússa um stríðsskaðabætur og lofuðu Rússar hagstæðum samningum, ef festivalið yrði leyft í Vínarborg. Það er athyglisvert, að samningar um staðsetnihgu mótsins voru ekki milli mótstjórnar og borgaryfir- valda Vínarborgar, heldur beint milli ríkisstjórna Austurríkis og Sovét-Rússlands. Þarf frekar vitn- anna við um hina raunverulegu að- standendur festivalanna eða þá • áherzlu, sem Rússar leggja á festi- völin í áróðurskerfi sínu. 7. Með því að halda festivalið í Vínarborg vonuðust kommúnistar til þess að geta hresst upp á starf- semi flokksbræðra sinna í Austur- ríki, en kommúnistaflokkurinn þar er sá minnsti í öllum heiminum, hefur engann þingmann og um 1% atkvæða. Um þetta segir Valigurova ritari tékknesku æskulýðsfylking- arinnar (CSM) í Mlady svet 2. marz 1959: „lfestivalið mun áreiðanlega verða styrkur fyrir framfarasinn uð (sic) öfl í Austurríki. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, sem erum næstu nágrannar Austur- ríkis“. Þessi tékkneski ungkommúnisti hefur sjálfsagt munað eftir því, að festivalið, sem haldið var í Prag 1947 átti sinn þátt í því að Tékkó- slavía varð kommúnistum að bráð. Með þessi sjónarmið í huga er ekki líklegt, að það takist að skipu- legrgja ópólitískt, heiðarlegt al- Þjoðamót fyrir friði. Tiigangurinn er lika allur annar. J. R. skaparbrot því aðeins skilnaðai sök, að maðurinn hafi tekið sé hjákonu eða eiginkonan sé anna hvort hjákona annars manns eð lifi portkonulífi. Indverjar telj það hins vegar skilnaðarsök e maki skiptir um trú. I Júgóslaví er það skilnaðarsök ef maki e dæmdur fyrir afbrot gegn „hags Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.