Morgunblaðið - 13.05.1960, Síða 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 13. maí 1960
rp -aTg— Skpi irotámenn ^ - b |
EFTIR W. W. JACOBS
— Það er öllu óhætt, sagði
Knight hughreystandi. — Ég
valdi sjálfur bílstjórann.
— Ég átti ekki við það, held-
ur vildi ég sjá eitthvað af því,
sem ég fer fram hjá.
— Þá gæti ég líka farið ofur-
litlar krókaleiðir.
Frú Ginnell kinkaði kolli, sett
ist síðan með hendur í kjöltu og
horfði út um gluggann á götulíf-
ið. Einstaka stað þekkti hún frá
fornu fari og andvarpaði þá af
ánægju, en á öðrum stöðum voru
gömlu húsin farin, til að rýma
fyrir öðrum nýjum og stærri.
Þegar þau voru komin á ákvörð-
unarstaðinn, sýndi gjaldmælir.
inn heljarmikla upphæð, og
gamla konan lét mikið yfir kurt-
eisi nútíma-bílstjóra, samanborið
við gömlu leiguvagnstjórana. —
Hún sagði frá einum þrjátíu ára
gömlum atburði í þessu sam-
bandi, sem hún hafði enn ekki
getað gleymt..
— Te fyrst? sagði Knight, er
hann hafði sett gömlu konuna í
þægilegasta hægindastólinn, sem
Carstairs átti til. — Og svo vild-
uð þér kannske fara inn í her-
bergið yðar og hvíla yður í einn
eða tvo klukkutíma?
— Nei, þakka yður fyrir, ég er
ekki minnstu ögn þreytt, svaraði
frú Ginnell, er Knight hringdi
eftir teinu. — Ég sem hef ekki
gert ærlegt handtak allan dag-
inn. Bara setið og setið. En nú
skuluð þér segja mér frá frænda
mínum og nýja húsinu hans.
Hún hellti nú í bollana og
hlustaði á frásögn Knights, en
öðru hverju skaut hún inn spurn
ingum, ef henni fannst draga af
honum í frásögninni. Það var
sýnilegt, að þetta. var greindar-
kelling — nógu greind, vonaði
Knight, til þess að hafa samúð
með högum verðugra ungra
manna. Hann þóttist sjá það á
ýmsu, að það myndi engu spilla
að hafa hana heldur með sér en
móti.
— Ef þér eruð alls ekki þreytt I
ar, er ekkert því til fyrirstöðu
að fara eitthvað út, sagði hann.
— Hvernig væri að fara í bíó?
— Já, það væri gaman, sagði
frú Ginnell. — Ég, sem hef aldrei
komið í almennilegt bíó á æv-
inni. En hvenær haldið þér, að
frændi minn verði kominn aft-
ur?
— Alls ekki fyrr en klukkan
átta. En við þurfum hreint ekki
að hugsa um þá, karlana, held-
ur reyna að gera okkur eitthvað
til skemmtunar.
Hann kveikti sér í einum vindl
ingi í viðbót, meðan frú Ginnell
var að búa sig út og sá sér til
ánægju að hún hafði skartbúið
sig til fararinnar. Síðan fylgdi
hann henni til dyra.
— Ég vildi nú heldur ganga,
sagði hún er hann tók að svipast
um eftir leigubíl. — Það er að
segja, nema þér séuð þreyttur. —
Knight leit á hana en sá ekkert
í augum hennar nema einlæga
umhyggju fyrir vellíðan hans.
Þau gengu svo af st5ð.
— Nú, þetta er alveg eins og
almennilegt leikhús, sagði gamla
kcnan, er þau settust í kvik-
myndahúsinu. — Það bió, sem ég
þekki bezt var missiónssalur með
járnþaki.
Hún sat þarna í tvo klukku-
tkna og lét fara vel um sig með-
an hún horfði á kúrekamynd,
frá „Villta vestri»u“, þar sem kú-
rekarnir þeystu á gæðingum sín-
um yfir jörðina og svo bílstjóra,
sem runnu á smíðapalla og fengu
skriðu af múrsteinum í hausinn.
— Þetta var voða gaman, taut
aði hún er þau gengu út í fallega
vorveðrið. En hjálpi mér! Alveg
hef ég sömu tilfinninguna núna
eins og fyrir mörgum árum, þeg
ar ég kom af skemmtun við dags
birtu, og hitti fólk, sem þá átti
eftir að skemmta sér allt kvöldið.
Knight leit við og horfði á
hana með undrun, sem ekki var
laus við aðdáun.
— Hana vantar kortér í sjö,
sagði hann, og leit á úrið sitt. —
Kannske við fáum okkur eitt-'
hvað að borða á veitingahúsi, í
staðinn fyrir að fara heim til að
borða?
— Já, það væri indælt fyrir
mig, svaraði gamla konan hik-
andi — en ekki að sama skapi
skemmtilegt fyrir yður.
— Nei, nú eruð þér að mælast
til skófna, sagði Knight og reyndi
að vera strangur í rómnum. —
Þegar ég segi yður, að ég vildi
heldur fara með yður út að borða
heldur en .. heldur en....
— Ég sé að þér eruð í vandræð
um með samlikingu, sagði hún.
— .. heldur en nokkurri ann-
arri maneskju í heiminum, lauk
Knight við setninguna, sigri hrós-
andi.
— Þetta er fallega mælt, þó-að
það sé kannske ekki alveg sann-
leikanum samkvæmt, sagði :rú
Ginnell, — en yfirleitt býst ég
ekki við, að sannleikurinn sé allt
af fallegur. Jæja, við skulum fara
út að borða, og svo getið þér sagt
mér eitthvað um stúlkuna, sem
ég er að reyna að stinga út.
— Hvert ættum við að fara?
sagði Knight og hugsaði sig um.
Pagoda er ekki slæm og þar er
góð hljómsveit.
Augu frú Ginnell leiftruðu. —
Það er einmitt það allra bezta,
þá getur maður hlustað á músik-
ina, þegar maður er ekki að tala
saman.
Kvöldverðurinn var ágætur og
þau gerðu honum beztu skil.
Hljómsveitin var góð og ekki of
hávær og þjónninn var líkastur
þjónustuengli í kjólfötum.
— Hugsa sér! Svona hef ég
ekki skemmt mér í tuttugu ár,
sagði hún, yfir sig hrifin. — Það
var svei mér gott að ég hafði vit
á að fara fyrst til London og vera
þar nokkra daga. Þessi dagur hef
ur verið alveg óviðjafnanlegur.
— Hefur verið? sagði Knight í
hálfum hljóðum.
Frú Ginnell leit á hann.
— Við skulum fara eitthvað
fleira, sagði freistarinn.
Frú Ginnell átti í stríði við
sjálfa sig. — Já, en þá veit
frændi ekkert, hvað af okkur hef
ur orðið. Ætli það væri ekki
betra að fara heim?
— Ég bara síma tiil fólksins í
húsinu. Jæja, eigum við að hafa
það leikhús eða fjölleikahús?
— Heldur fjölleikahús, flýtti
frú Ginnell sér að svara. — Ég
hef aldrei séð neitt þess háttar.
— Mér er innanbrjósts eins og
föður, sem fer í fyrsta sinn á
skemmtun með dóttur sinni,
sagði Knight. — Eruð þér tilbú-
in?
Þeir félagar, Carstairs og Pope,
sem höfðu verið á heimleið með
hraða, sem mátti heita kvíðvæn-
legur almennu öryggi, komu
heim, rétt eftir að skilaboðin
höfðu borizt þangað í símanum,
og meðan þeir voru að borða,
hristu þeir höfuðin yfir kæru-
leysi æskunnar.
— Hún er vís til að liggja í
hálfan mánuð, sagði Pope alvar-
legur. — Hún virðist ekki vera
svo sterk eða hraustbyggð. Mér
þætti gaman að vita, hvað hann
meinar með þessu.
Þeir sátu nú og reyktu til
klukkan hálf tólf. Á miðnætti
tók frændi frú Ginnell að gerast
órólegur og klukkan þrjú kortér
í eitt, er hann var að þvi kom-
inn að stofna til hjálparsveitar
með Pope, opnuðust dymar og
strokuhjúin komu inn. Carstairs
þaut á fætur, dró fram stól og
ætlaði að fara að hjálpa frænku
sinni í hann.
— Ó, við erum búin að
skemmta okkur svo vel, sagði frú
Ginnell.
— Alveg stórkostlega, tók
Knight undir.
— Hvers vegna komið þið
svona seint? spurði Carstairs.
— Seint? át Knight eftir hon-
um. Nú, jæja, kannske erum við
heldur í seinna lagi. Við feng-
um svolítinn bita eftir sýninguna
og það hefur tafið okkur dálítið.
Hann tók sér nú vindling og
sat siðan eins og einskonar kór
til að taka undir á viðeigandi
stöðum, þegar frú Ginnell tók að
segja alla söguna urrt skemmtan-
ir þeirra. Þessi frásögn hennar
tók nokkurn tíma, en loks hvarf
hún þó til herbergis síns, en varla
hafði hún lokað á eftir sér þegar
gengið var að Knight, að hann
stæði reikningsskap ráðs-
mennsku sinnar.
— í bili heldur æsingin henni
vitanlega uppi .. sagði Carstairs.
— En þegar hún er liðin hjá
.. sagði Pope.
— Á morgun verður hún jkki
Skáldið og mamma litla
hvað mér þykir vænt um að þú komst
til að gæta Lottu litlu .... maturinn
er á eldavélinni .... bara að kveikja
undir .... og mjólkin í kæliskápn-
um ....
2) .... og hún á að fara í rúmið
klukkan 8 .... og ef eitthvað kemur
fyrir, þá hringirðu bara til nábúanna,
símanúmerið er á borðinu .... og ef
einhver hringir — taktu þá við skila-
boðum og segðu að ....
3) Afsakaðu, en varstu að segja
eitthvað?
Finnur flýr inn á milli tveggja f Þú getur ekki skotið Markús. I Kúlan getur endurksastast af| Það er alveg rétt Jóna, en eitt-
fcletta. I kletttunum í Finn. J hvað verð ég að gera.
nema skuggi af sjálfri sér, sagði
Carstairs.
— Það er víst betra að búa sig
vel út með styrkjandi meðul,
sagði Pope.
— Það er vitur frændi, sem
þekkir frænku sina, sagði Knight.
— Þið skuluð ekki hugsa fyrir
neinu hjartastyrkjandi fyrir
hana. Betra að gefa henni ein-
hvern almennilegan mat. Þetta er
stólpakerling og við skiljum
hvort annað alveg út í æsar. —
Héðan í frá erum við keppinaut-
ar, því að ég er búinn að gera
hana að kjörfrænku minni.
— Veit hún af því sjálf?
— Já, það var gert með full-
komnu samkomulagi beggja að-
ila, svaraði Knight og geispaði.
— Henni er léður skilningur á
hugsjónum og óskum æskunnar,
af því að sjálf hefur hún til að
bera eilífa æsku. Hún skilur mig.
Eða —- sem betra er — heldur,
að hún geri það. Vel á minnst,
Carstairs, þú ættir að fara að
hypja þig í bælið. Frænka okkar
ætlar að biðja þig að sýna slr
Hampton Court á morgun og vill
ekki leggja af stað seinna en
klukkan tíu, — til þess að hafa
tímann fyrir sér. Því miður get
ég ekki tafið hér lengur, ég er
alveg að sálast af þreytu. Góða
nótt.
6.
Þetta var síðdegis, síðla vors,
í ágætis veðri. Lævirki söng, loft
ið var mjúkt og svo endurlífg-
andi, að bryti Carstairs gleymdi
alveg hinu virðulega embætti
sínu og hóf upp raust sína í
söng, sem glumdi út yfir akrana.
En söngurinn snarþagnaði er
hann kom fyrir horn og kom
auga á unga stúlku, sem leit á
hann um öxl sér.
— Góðan dag, ungfrú Mudge,
sagði hann og hóstaði ofurlítið.
Stúlkan hægði á sér. — Góðan
daginn, herra Markham, sagði
hún fjörlega. — Ég er hrædd um,
að ég hafi truflað yður. Ekki
hafði ég hugmynd um, að þér
væruð svona mikill söngmaður.
— Lítið fer nú fyrir því, sagði
Markham hæversklega.
— Hvað sem um það er, sagði
hún, — ef það er engum til
miska, ætti engum að vera of
gott að hlusta á sjálfa sig syngja.
— Og þér hafið glaða og góða
lund, sagði Markham og launaði
þannig illt með góðu. — En hvað
þér eruð falleg í dag. Ekkert skil
ég í hvernig þér farið að því að
vera svona blómleg.
ajútvarpiö
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar —
10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Ur endurminningum Arna Sigur-
pálssonar í Skógum, — frásögu-
þáttur (Karl Kristjánsson alþing-
ismaður).
21.00 Islenzk tónlist: Verk eftir Karl
O. Runólfsson.
21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas'*
eftir Nikos Kazantzakis; XVII.
(Erlingur Gíslason leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Garðyrkjuþáttur: Grænmeti allt
árið (Unnsteinn Olafsson skóla-
stjóri).
22.25 I léttum tón: Operettulög.
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 14. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir). '
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir)
14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir).
16.30 Veðurfregnir.
18.15 Skákþáttur (Baldur Möller).
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Leikrit: ,,A valdi óttans" eftir
Joseph Hayes. — Leikstjóri: Helgi
Skúlason. Leikendur: Ævar R.
Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Ind
riði Waage, Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Þorsteinn O. Stephensen, Bryn
dís Pétursdóttir, Gísli Halldórs-
son, Baldvin Halldórsson, Rúrik
Haraldsson o. fl.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.