Morgunblaðið - 22.07.1960, Blaðsíða 5
Fostudagiir 22. iúlí 1f)60
MORCVISI I. 401Ð
5
AUDREY Hepburn hefur nú
loks fengið ósk sína uppfyllta
um að verða móðir, en eins
og menn munu minnast, missti
hún fóstur ekki alls fyrir
löngu, þegar hún datt af hest-
baki. Hér er hún á fæðingar-
heimili í Luzern (Lucerne) í
Sviss ásamt syni sínum og eig-
inmanni, Mel Ferrer. Drengmr-
inn á að heita írska nafninu
Sean.
Audrey Hepburn, sem nú er
31 árs, á fjölda aðdáenda hér
á landi, enda hafa margar
myndir, sem hún lcikur í, ver-
ið sýndar hér. Meðal þeirra
eru: „Prinsessan skemmtir
sér“ (Roman Holiday), „Sa-
brína“, „Stríð og friður“,
„Ariane“ (Love in the After-
noon) o. fl. Með nýrri mynd-
um hennar eru „Saga nunn-
unnar“ og „Dagbók önnu
Frank“.
Hið eina leyndarmál, sem konan get-
ur þagað yfir, er aldur hennar.
Ef kona hefur lag á að gcrast karl-
manni ómissandi í sjálfsdýrkun hans,
mun hún ávinna sér ást hans, áður
en langt um líður. — Stendahl.
í ástum höfum við fullan rétt til þess
að stela. — Campoamor.
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda-
flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup
mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan-
legur aftur kl. 22:30 í kvöld. Fer sömu
leið kl. 08:00 í fyrramálið. — Hrímfaxi
fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 10:00 í fyrramálið. —
Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar
(3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar,
Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar,
Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vest
mannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. —
A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar, Sauð
árkróks, Skógasands og Vestmannar
eyja (2 ferðir).
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss fer i dag frá Liverpool til Grims-
by. — Fjallfoss er í Rvík. — Goða-
foss er í Gdansk. — Gullfoss er í
Kaupmh. — Lagarfoss er í New York.
— Reykjafoss er í Abo. — Selfoss er í
Rvík. — Tröllafoss er á leið til Ham-
borgar. — Tungufoss fór frá Rvík 20.
til Isafjarðar, Sauðárkróks Siglufjarð-
ar, Húsavíkur, Dalvíkur og Akureyrar.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í
Rvík. — Esja er á Austfjörðum. —
Herðubreið er á leið til Rvíkur. —
Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til
Akureyrar. — Herjólfur fer frá Rvík
í kvöld til Vestmannaeyja.
heimili ungu hjónanna verður að
Rauðalæk 31, Reykjavík.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína í Munchen, Edda Óskars-
dóttir, stúdent, Hvammsgerði 2
og Halldór Ingi Hannesson, stud.
polyt., Laufósveg 20.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína í Ziirich, ungfrú Anna Karls
dóttir frá SejSúsfirði og Pietró
Segatta frá Ítalíu.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína, ungfrú Elín Jóns-
dóttir, Nýja-Bæ, Seltjarnarnesi
og Almar Gestsson, Ægissíðu 107.
Hossir þú heimskum gikki,
hann gengur lagið á,
og ótal asnastykki
af honum muntu fá;
góðmennskan gildir ckki,
gefðu duglega á kjaft;
slíkt hefur, það ég þekki.
þann allra bezta kraft.
Benedikt Jónsson Gröndal: Ráðið.
ÁHEIT og CJAFIR
Nýlega barst Slysavarnafélagi íslands
peningagjöf að upphæð kr. 5.000,00 frá
Guðlaugu Gísladóttur, Sörlaskjóli 7,
Reykjavík til minningar um mann
hennar Halldór Eyjólfsson, bónda,
Hólmi á Mýrum í Austur-Skaftafells-
sýslu. Aður hefur félaginu borizt pen-
ingagjöf frá frú Guðlaugu í sama skyni
og færir félagsstjórnin henni alúðar-
þakkir fyrir.
Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: —
Sveinn kr. 100,00.
Lamaði pilturinn Hafnarfirði, afh.
Mbl.: — Frá gamalli konu kr. 100,00.
• Gengið •
Sölugengi
1 Sterlingspund ........ Kr. 106,90
1 Bandaríkjadollar ...... — 38.10
1 Kanadadollar........... — 39,02
100 Norskar krónur ........ — 534,40
100 Danskar krónur ........ — 553,15
100 Norskar krónur ........ — 534,30
100 Sænskar krónur......... — 737,40
100 finnsk mörk ........... — 11,90
10C Belgískir frankar ..... — 76,42
100 Sv. frankar ........... — 882,85
100 Tékkneskar krónur ..... — 528.45
100 Vestur-þýzk mörk ...... — 913.65
1000 Lírur ................. — 61,39
100 N. fr. franki ......... — 777,45
100 Austurrískir sch....... — 147,20
100 Pesetar ............... — 63,50
100 Gyllini ............... — 1010,10
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er á leið til Noregs. — Askja
lestar á Faxaflóahöfnum.
Skipadeild SÍS: — Hvassafell er á
leið til Kolding. — Arnarfell er á leið
til Swansea. — Jökulfell er í Rvík. —
Dísarfell er á leið til Stettin frá Es-
bjerg. — Litlafell losar á Norður- og
Austurlandi. — Helgafell er á leið til
Islands. — Hameafell er á leið til Bat-
um.
H.f. Jöklar: — Langjökull er í Riga.
— Vatnajökull lestar á Norðurlandi.
Loftleiðir h.f.: — Hekla er væntan-
leg kl. 19:00 frá Hamborg, Kaupmh.
og Osló. Fer til New York kl. 20:30.
Árnað heilla
í dag verða gefin saman I hjóna
band af séra Jóni Auðuns dóm-
prófasti, Elisabet Jónsdóttir (Sig-
urðssonar slökkviliðsstjóra) og
Einar Þorláksson (heitins Björns-
sonar frá Dvergasteini).
Nýlega hafa verið gefin saman
í hjónaband af sr. Jóni Þorvarðar
syni, ungfrú Guðrún Þóriaug Þor-
bergsdóttir og Jakob Jensson,
húsasmiður. Heimili þeirra er að
Fífuhvammsvegi 37, Kópavogi. —
Einnig ungfrú Margrét Sigur-
björnsdóttir, Lönguhlíð 15 og
Guðmundur Óli Ólafsson, flug-
umferðastjóri, Stórholti 43. —
Einnig ungfrú Heike Alpers og
Karl Kristjánsson loftskeytamað-
ur. Heimili þeirra er í Stiga-
hlíð 4.
Laugardaginn 9. júlí voru gef-
in saman í hjónaband í Munka-
þverárkirkju í Eyjafirði ungfrú
Elín Hrefna Hannesdóttir, síma-
mær á Seyðisfirði og Árni Sigur-
bergsson, flugmaður, hjá síldar-
leitinni, Akureyri. Framtíðar-
Maður kom inn a rakarastofu,
til þess að láta klippa sig.
„Viljið þér fá hárið aftur?“
spurði rakarinn.
„Nei takk, þér megið gjarnan
halda því“.
„Já, en ég meina, hvernig vilj-
ið þér hafa það?“
„Alveg eins og föðurbróðir
minn“.
„Hvernig hefur hann það“.
„Hann hefur það ágætt“.
★
Maður kom inn á veitingahús
og bað um kaffibolla, er hann
hafði fengið kaffið, mokaði hann
20 teskeiðum af sykri út í boll-
ann, saup síðan á og smjattaði.
„Af hverju hrærið þér ekki í
kaffinu?“, spurði þjónninn ergi-
legur.
„Því í ósköpunum ætti ég að
vera að því, mér þykir það ekki
gott sætt“.
★
„Sagði ég þér ekki að taka eftir
þegar súpan syði uppúr?"
„Jú, ég gerði það, það var kl
hálf ellefu".
I
Húsmæður íbúð — Stýrimaður
Vil taka að rnér að setja í millilandasiglingum, ósk-
hjá börnum á kvöldin. — ar eftir 2ja—3ja herb. íbúð.
Sendið tilb. til Mbl., merkt Góð umgengni. — Upplýs-
„Ábyggileg kona — 0998“. ingar í síma 12842.
Klæðaskápur til sölu Keflavík
úr ljósu birki. Verð 1400 2ja—3ja herb. íbúð óskast
kr. Til sýnis á Laugavegi sem fyrst. Upplýsingar í
27-B, efstu hæð, eftir kl. 7. sínxa 1804.
Ágæt Agfa-myndavél 35 m.m., linsa 3.5. Einnig Agfa ljósmælir, til sölu að Nesvegi 51. Sími 14973. Ibúð óskast Fullorðin kona sem er ein í heimi, óskar eftir 2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 35298.
4ra manna bíll til sölu Chevrolet (Station)
Moskwitch ’57. Hagkvæmir árg. 1953, til sýnis og sölu
greiðsluskilmáiar. — Sími að Sólvallagötu 19. Uppl. í
33586. — síma 12254, kl. 5—7 í dag.
Til sölu nýtt, létt sófasett Selst ATHUGIÐ
ódýrt. — Upplýsingar í síma 12043. að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum
Ný stálhúsgögn blöðum. —
til sölu. — Sími 18624. IHúrgttttfefa&id
Múrarar
Vantar nokkra múrara. — Gott verk á
góðum stað. — Upplýsingar í síma 10378
eftir kl. 19.
Vanur jarðýfumaður
óskast strax
Upplýsingar á milli kl- 3—5.
Goði hf.
Laugavegi 10
Verkfræðingur óskar eftir
3—4 herb. íbúð
1. október. — Upplýsingar í síma 18609
Lokað
vegna sumarleyfa 23. júlí til 19. ágúst
Skóvinnustofan Þingholtsstræti 9
Friðjón Sigurðsson
Hótel Buðir Snæfellsnesi
tekur á móti gestum til lengri og skemmri dvalar.
Einnig hópfetðir afgreiddar með mat og kaffi.
IIÓTEL BÚÐIR — Sími um Staðarstað.
DÖMUR
Niðursett verð á kjólum og höttum
Hjá BÁRIJ
Austurstræti 14