Morgunblaðið - 22.07.1960, Qupperneq 6
6
r
MORCVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 22. júlí 1960
Bréf sent Mbl.
Fjárhagsafkoma
bœnda
KITSTJÖRI GÖÐUR:
I»ú varst að þýfga mig um það
um daginn, að segja álit mitt um
fjárhagsafkomu bænda og hvern-
ig horfur væru á því, að þeir
bæru úr býtum fullt verðlags-
grundvallarverð. En eins og
kunnugt er, þá hefur verið mis-
brestur á því.
Ég vil í raun og sannleika,
sem minnst um þessi mál tala
nú, en vil þó ekki neita þessu.
Bændur sunnanlands láta frem
ur illa yfir fjárhagsafkomu sinni
og telja hana hafa farið versn-
andi hin 2 síðustu árin 1958—’59.
Mun þetta rétt vera og eru til
nefndar vissar orsakir.
1. Slæm sumur og haust, veðr
átta ekki góð.
2. Hækkun á verði fóðurbæt-
is, sem bændur tóku mjög alvar-
lega og stórminnkuð notkun á
honum haustið 1958.
3. Lækkun á mjólkurverði
til bænda umrædd ár, vegna þess
að útfluttar landbúnaðarvörur
nutu ekki nægilegra verðupp-
bótagreiðslna úr útflutningssjóði,
til þess að þær vörur gætu svar-
að fullu verðlagsgrundvallar-
verði, en þann halla eða mismun
báru bændur, sem varð um 23
aurar pr. líter og greitt að mestu
(af innanlandssölunni) á þessum
fyrrnefndu árum 1958—1959.
En nú hafa orðið breytingar á
Framleiðsluráðslögunum, sem
kunnugt er, og vil ég sérstaklega
nefna þær helztu:
1. Sú breytingin, sem ég tel
veigamesta og lofa góðu fyrir
bændur, er að nú er ríkissjóður
skyldur til að ábyrgjast til bænda
fullt verðlagsgrundvallarverð á
allt það vörumagn, sem selt er til
annarra landa. Þarf því ekki nú
að jafna halla, sem á útlendum
viðskiptum verður á innanlands-
sölu.
2. Þá hefur sú krafa frá bænd
um verið tekin til greina, sem nú
er orðið að lögum, að landbúnað-
arvörur verði skráðar réttu verði
á sölumarkaðinum nokkuð jafn-
óðum og breyting verður á rekstr
arvörum og vinnulaunum.
3. Jú, — ein breyting varð á
fyrrnefndum lögum, sem bænd-
ur eru ekki sámmála um, en það
er réttur neytenda til íhlutunar
um ákvörðun á milliliðakostn-
aði við sölu og vinnslu landbún-
aðarvara, s. s. stöðvarkostnað,
dreifing og sölu varanna, vexti
o. fl.
Með þessari breytingu og á-
kvæðum öðluðust neytendur rétt,
en taka einnig á sig meiri skyld-
ur en áður, um það að ákvæðum
laganna verði fullnægt um að
kjör bænda verði ekki lakari en
annarra stétta, en það munu þau
verða ef ekki eru teknir til greina
nauðsynlegir útgjaldaliðir. Ef t.
d. yrði sú raunin á, að ekkert
samkomulag næðist milli nefnd-
arhlutanna, þá væri illa komið,
ef mál það, sem varðar allveru-
lega fjárhagsafkomu bænda og
er undirstaða þess að koma beztu
fæðutegund landsmanna í munn
neytenda, yrði að bitbeini milli
flokka. Þegar á allt er litið, vil
ég ekki tortryggja eða vantreysta
þessu skipulagi.
Neytendafulltrúamir munu nú
kynnast undirstöðu þessara mála,
kröfum, miklum greiðslum, erf-
iðum viðfangsefnum og skyldum
gagnvart fólkinu á neytenda- og
framleiðendasvæðunum. Einnig
munu þeir kynnast þeirri félags-
legu þjónustu, sem allir krefjast
að þeim sé látin í té. Og hvaða
úrræði voru til staðar, þegar kom
ið var í deilur og málþóf á milli
framleiðenda og neytenda, sem
vissulega gat auðveldlega leitt til
þjóðartjóns og þjóðarósómá
Ógreiningur er að leysa harðsnú-
in deilumál farsællega til lykta,
nema deiluaðilar kynni sér ræki-
lega það, sem um er dei.lt í smáu
og stóru.
Að síðustu kem ég að því, sem
ég vi.di sagt hafa í þessu máli.
Ég treysti því, að 6 manna
nefndin, fulltrúar bænda og neyt
enda, vinni störf sín vel og sam-
vizkusamlega og nái samkomu-
lagi um milliliðakostnaðinn, sem
er stöðvarkostnaður allur, dreif-
ing, sölukostnaður, vextir o. fl.,
og verði það að fullu tekið inn í
afurðaverðið.
Laun bænda í verðlagsgrund-
veilinum eru ákveðin eftir á-
kveðnum reglum pr. ltr. mjólk
og pr. kg kjöt o. fl. við söluvegg
eða stöðvarvegg. Þau eiga ekki
(laun bænda) að verða háð óhag-
stæðri sölu þessara vara á erlend-
um markaði og lækka vegna þess
eða fyrir vanreiknaðan milliliða-
kostnað við meðferð og sölu land-
búnaðarvara á sölustað.
Ef svo traustlega verður búið
um hnútana, sem lög standa til og
á hefur verið drepið, myndi mega
ætla, að verðlagið á landbúnað-
arvörum yfirstandandi árs gæti
nálgazt áætlað verðlagsgrund-
vallarverð 6 manna nefndarinnar
mun betur en áður.
Ólafur Bjarnason
Frá vinstri: H. Virkkunen, Finnlandi, Sten Nelson, Svíþjóff, Svavar Páisson, Islandi, Alf ./
R. Carlsen, Noregi og K. G. Jensen, Danmörku. y '
r
Starf endurskoðenda verður
æ yfirgripsmeira
Norrænir endurskoðendur á fundi
EINS og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu hefur
Norræna endurskoðendasam-
bandið verið hér á fundi und-
anfarna daga. Var fundurinn
haldinn í sambandi við 25 ára
afmæli Félags löggiltra end-
urskoðenda.
•k
Formaður Norræna endurskoð-
endasambandsins er Alf R. Carl-
sen frá Noregi. Við hittum Carl-
sen og formenn endurskoðenda-
félaganna í Danmörku, Svíþjóð
og Finnlandi að máli á Hótel Borg
og spyrjum um gildi norræns
samstarfs á vettvangi endurskoð-
enda.
— Tilgangur þessa samstarfs
er að bera saman athuganir og
reynslu, sem ávinnst í hinum ein-
stöku löndum segir Alf Carlsen.
Koma þar til greina ýmis tækni-
leg atriði, sem snerta endurskoð-
un eingöngu, en þetta fag verður
æ þýðingarmeira eftir því sem
þjóðfélagsþróunin kemst á hærra
stig og endurskoðendur fá stöð-
ugt ný og ný verkefni. Má nefna
sem dæmi störf endurskoðenda í
sambandi við réttarrannsóknir
ýmsar, og annað þvíumlíkt. Sam-
starf milli endurskoðenda Norð-
urlandanna er mjög gagnlegt í
mörgum þessum atriðum.
★
Sten Nelson, frá Svíþjóð lýsir
hrifningu sinni yfir því hve ís-
lendingar eru langt á veg komn-
ir á sviði endurskoðunar. Einnig
kveður hann Svía undrandi yfir
þeirri gagngerðu uppbyggingu,
sem hafi orðið hér á landi síð-
ustu árin. Lætur hann í ljós ósk
um að svo megi fram halda sem
horfir.
K. G. Jensen frá Danmörku seg
ist leggja mikið upp úr norrænni
samvinnu endurskoðenda, og seg-
ir ánægjulegt að íslenzkir endur-
skoðendur séu nú orðnir virkif
þátttakendur í þeirri samvinnu.
★
H. Virkkunen frá Finnlandi
tekur undir orð hinna og segist
vonast til að þetta góða sam-
starf haldi áfram á mótinu í Finn
landi næsta ár. Þá lætur hann í
ljósi einlæga ósk um að íslend-
ingar komist yfir efnahagslega
örðugleika, sem ekki séu ósvip-
aðir þeim, sem Finnar hafi haft
við að stríða. Kvað Virkkunen
það von sína að það aukna frelsi,
sem tekið hefði verið upp í efna-
hagslífi fslendinga, yrði til að
fleyta þeim yfir þessa örðugleika.
★
Formaður samtakanna, Alf
Carlsen, sagðist að lokum vilja
koma á framfæri þakklæti gest-
anna fyrir afburða myndarlegar
viðtökur af hálfu Félags löggiltra
endurskoðenda á þessu fyrsta
endurskoðendamóti, sem haldið
er á íslandi.
• Beitarhús undir
^
austurvegg
Velvakandi hitti nýlega lat-
ínumælandi mann á förnum
vegi. Hóf hann þegar máls
á byggingarframkvæmdum á
Melunum og var mikið niðri
fyrir. M. a. fórust latínumann
inum orð á þessa leið:
— Nýlega hefur verið skýrt
frá því, að hér væri staddur
erlendur sérfræðingur um
skipulagsmál. Hefur hann
eðlilega látið til sín taka um
skipulagsmál okkar kæru höf
uðborgar og fæðingarborgar
minnar. Nú langar mig til að
vekja atJhygli þessa góða
manns á aðkallandi verkefni:
Allar borgir reyna eftir
megni að skipuleggja há-
skólahverfið. Háskólabygg-
ingin, sem eitt sinn þótti veg-
leg í sínu umhverfi, er nú
skóla'hverfi sín á sem beztan
hátt svo sem sæmir þeim
virðulegu byggingum, sem
þar venjulega standa. Nú er
svo komið hér í Reykjavík,
að búið er að eyðileggja há-
sem beitarhús, þar sem hún
stendur austur undir vegg
búnaðarhallarinnar miklu.
Þessi sjón blasir við hverjum
þeim, sem fær sér göngu upp
á Öskj uhlíð. Er þvi aðkall-
andi fyrir yfirstjóm Háskóla
íslands að gera nú þegar í
samráði við hinn erlenda
skipulagsfræðing og yfirvöld
bæjarins ráðstafanir til þess
að finna leið til þess að
bjarga háskólahverfinu, eða
☆
FERDIM AIMD
að gera ráð fyrir öðru há-
skólahverfi í bænum þar sem
öllum stofnunum háskólans
verði séð fyrir nægu athafna
svæði og það þá jafnframt
tryggt að annað eins skipu-
lagsleysi og átt hefur sér stað
við háskólahverfið á Melun-
um, endurtaki sig ekki.
^Hættusvæð^ið
Efra-Sog
•
Ferðalangur sem nýlega
hafði brugðið sér austur að
Bfrafalli, sendi Velvakanda
bréf og mynd. Segir
maðurinn í bréfinu, að
er kom þangað austur hafi
strákarnir hans endilega vilj-
að aka upp á Dráttarhlíð, ofan
við orkuverið nýja.
— Ég hélt að akst-
ur væri bannaður upp
þangað, en varð ekki var við
neitt skilti né eftirlitsmenn,
sem hindruðu för mína. Er
ekki að orðlengja það, að er
við höfðum numið staðar
þar uppi, hlupu strákarnir
sem leið liggur niður að
Dilíttarhlíð, Þingvallavatns-
megin og fram á garðinn, þar
sem vatnið streymir inn í
jarðgöngin. Engar manna-
ferðir voru heldur þar og
undaðist ég það því ég tel
þetta svæði mjög hættulegt,
sérstaklega við vatnsinntakið.
Þar eru engar grindur eða
armað, en hver og einn, sem
dytti þar fram af yrði strax
gripinn af hinum ægiþunga
vatnsstraumi og myndi sog-
ast inn í jarðgöngin og er þá
ekki að sökum að spyrja. Til
nánari skýringar sendi ég
Velvakanda þessa mynd.