Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 19
Föstudagur 22. júlí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
19
Nýr sœsími
'ONDON, 21. júlí. —
Bretar og Bandaríkja-
menn ætla að leggja
nýjan sæsím .u yí
yr Atlantáhaf, be*nustu
leið á miiii Bretlands
og Bandaríkjar.na. —
Verður strengurínn tek
inn í notkun árið 1963
og mun hafa 128 talrás-
Ir. Verðu'r hann sömu
gerðar og fyrirhugað-
ur rfengur mii|i Bret-
lands* Fæv eyja- í sJands-
Grænlauds og Ný-
fundnalands, en hefur
mikiu fleiri talrásir. —
Brezka póststjórnin og
„The American Tele-
phone and Telegraph
Company“ ætla að
leggja nýja strenginn í
sameiningu og er áætl-
að að kostnaðurinn
verði 12 millj. sterlings
pund, en lengd strengs
ins verður um 3400 míl
ur. Þörfin fyrir síma-
samband milli Bret-
lands og Bandaríkj-
anna fer sívaxandi og
er nú talin 3,5 sinnum
meiri en fyrir fjórum
árum, þegar fyrsti tal-
símastrengurinn yfir
hafið var tekinn í notk
un.
SAS bíður með
eftirvœntingu
Verður Þýzkalandi „\okað4t í dag ?
Pélur Ottesen and-
vígur dragnóta-
veiðuin
VEGNA fréttar í Mbl. um drag
nótaveiðar í Faxaflóa og afstöðu
stjórnar Fiskifélags íslands til
þess máls óskar Pétur Ottesen
að taka fram, að hann hafi verið
andvígur þeirri tillögu meiri-
hluta stjórnar F.f. að leyfa drag-
- /Jb róttir
Frh. af bls. 1
Magne Föleide Noregur C 57.64
Þórður Sigurðsson íslandi 52.32
Orla Bang Danmörku 50.98
Depre Belgíu 28.14
200 m hlaup
Freddy Jensen Danmörku 22,3
Oddvar Lövaas Noregur B 22,5
Jean Barra Belgíu 22,4
Kjell Reistad Noregur C 22,5
Guðjón Guðmundsson íslandi , 22,7
Bunæs hljóp á 21,3 sek. en var
dæmdur úr keppni.
400 m hlaup
Louis Clerck Belgíu 48,0
Dag Wold Noregi A 48.2
Gjert Knutsen Noregur C 49,1
Hörður Haraldsson íslandi 49,5
Stein Ingvaldsen Noregur B 49,6
Kurt Christiansen Danmörku 50,1
1500 m hlaup
Daniel Allewaert Belgíu 3:46,5
Arne Hammarsland Norgur A 3:46,7
Svavar Markússon íslandi 3:47,8
Thor Helland Noregur B 3:50,4
Bruun Jensen Danmörku 3:50,7
Magne Aabraaten Noregur C 3:59,6
Stangarstökk
Valbjörn Þorláksson íslandi 4.40
Raymond van Dyck Belgíu 4.40
(Belgískt met)
Larsen Nyhus Noregi B 4.30
Björn Andersen Danmörku 4.30
Kjell Hövik Noregi A 4.30
Reidulf Förde Noregi C 4.10
4x400 m boðhlaup
Belgía 3:14,3
2. Noregur A-lið 3:15,0
3. Noregur B-lið 3:18,1
4. Noregur C-lið 3:18,5
5. Danmörk 3:19,5
6. ísland 3:21,6
nótaveiðar um takmarkaðan
tíma í flóanum. f því sambandi
lét hann bóka eftirfarandi um
afstöðu sína sem sent var sjávar
útvegsmálaráðuneytinu ásamt til
lögum meirihlutans :
„Pétur Ottesen telur,. að breyt
ingar á ákvörðun ríkisstjórnar-
innar á framkvæmd dragnóta-
veiða geti ekki komið til greina
að svo komnu máli m.a. vegna
þess, að það væri gagnstætt
anda laganna og auk þess væri
með slíkri breytingu á óviður-
kvæmilegan hátt brotið í bág
við það almenningsálit, sem
auglýst var eftir og ríkisstjórnin
lagði til grundvallar fyrir þeirri
ákvörðun sinni að leyfa aðeins
slíkar veiðar á einu svæði, fyrir
Suðurlandi, og ennfremur væri
fólk, það, sem að þessum tillög-
um stendur gabbað á hinn herfi-
legasta hátt.
í íramhaldi al
göiigiinni
NOKKRIR þeirra, sem mótfalln-
ir eru dvöl varnarliðs hér á landi,
boðuðu blaðamenn á sinn fund
í veitingahúsinu „Höll“ síðdegis
í gær. Þar skýrði Einar Bragi
rit'höfundur frá því, að áhuga-
fólk um málið hyggðist nú í fram
haldi af göngunni frá Keflavík
nýlega efna til funda úti um
land og síðan landsfundar á
Þingvöllum í haust. Þá greindi
hann frá ávarþi til landsmanna,
sem 282 konur og karlar hafa
undirritað, en þar er lýst vfir
andstöðu við dvöl varnarliðsins
í landinu og hvatt til ævaranli
hlutleysis-. Eru flest þau nöfn,
sem undir ávarpinu standa, gam
alkunn af svipuðum ályktunum,
er áður hafa birzt. Ofangreindri
starfsemi í sumar verður stjórn-
að af 23 manna framkvæmda-
ráði áhugafólksins.
Kaupmannahöfn, 21. júlí
Einkaskeyti til Mbl.
SAMGÖNGUMÁLARÁÐHERR-
AR Norðurlanda, er komu saman
til fundar hér í Höfn í gær, tóku
hvorki né vísuðu á bug síðasta
tilboði V.-Þjóðverja um lend-
ingarréttindi til handa SAS í
V.-Þýzkalandi.
Lögðu ráðherrarnir hinsvegar
til, að aftur yrði setzt að samn-
ingaborðinu með Þjóðverjum til
að ræða um Thailandsferðir SAS.
Síðasta tilboð Þjóðverja var á
þá lund, að SAS gæti fengið flug-
réttindi á leiðinni Þýzkaland —
Thailand, ef Thailand léti Luft-
hansa í té viðunandi réttindi þar
í landi.
SAS hefur nána samvmnu vi'ð
Thai International Airways, en
hefur hins vegar engin áhrif á
stjórn Thailands og því engan
vegin hægt fyrir SAS að taka til
umræðu flugmál ríkis við samn-
9:1
ingaborðið hjá Þjóðverjum.
Ef Þjóðverjar falla frá kröfum
sínum viðvíkjandi Thailandi
munu Norðurlöndin sennilega
ganga að tilboði þeirra, segir
stjórnarblaðið Aktuelt. A hinn
bóginn æskja Norðurlöndin þess,
að endanlegum samningum við
Bonn-stjórnina verði slegið á
frest þar til Þjóðverjar og Thai-
lendingar hafa gert upp sín mál.
Menn bíða nú með mikilli eftir-
væntingu, því hin framlengdu
lendingarréttindi SAS í Þýzka-
landi renna út í nótt og verði þau
eki framlengd enn á ný geta SAS
vélar ekki lent í Þýzkalandi frá
og með morgundeginum.
Síðari fregnir:
Bonn-stjórnin hefur framlengt
öll lendingarleyfi SAS í Vestur-
Þýzkalandi um óákveðinn tíma
— að undanteknum réttindum
til að fljúga milli Þýzkalands og
Suður-Ameríku.
Black
kemur ekki
MORGUNBLAÐIÐ fregnaði
í gærkvöldi, að viðskipta-
málaráðuneytinu hefði í gær
borizt símskeyti frá fulltrúa
Eugene R. Black, forseta Al-
þjóðabankans, þar sem skýrt
hefði verið frá, því, að sök-
um lasleika gæti ekki orðið
af heimsókn bankastjórans
hingað til lands. Áformað var
að bankastjórinn kæmi til
Reykjavíkur í kvöld og
dveldist hér á landi til mið-
vikudagsmorguns.
LEIK liðs þess sem landsliðs-
nefndin valdi og liðsins sem
íþróttafréttaritarar völdu, lauk
með sigri liinna fyrrnefndu, 9:1.
Nokkur hundruð áhugamanna
mættu til að sjá leikinn og
skemmtu sér hið bezta, þótt mun-
ur á liðum væri mikrll frá upp-
hafi. Nokkur breying varð á lið-
unum eins og þau voru valin.
Kristinn Gunnlaugsson var for-
fallaður og lék Gunnlaugur
Hjálmarsson í hans stað. Og í lið
íþróttafréttaritara vantaði Gunn-
ar Guðmannsson og lék Guð-
mundur Elísson í hans stað.
Tilraunalandsliðið skoraði 4
mörk í fyrri hálfleik og 5 í þeim
síðari, en lið fréttaritara skoraði
sitt mark í síðari hálfleik, er
þeim var dæmd vítaspyrna og
skoraði Ingvar úr henni.
Guðmundur Óskarsson skoraði
5 af mörkum landsliðsins, Þór-
ólfur Beck 3 og Sveinn Jónsson 1.
— Lið íþróttafréttaritaranna náði
mjög illa saman og var í alla staði
auðvelt viðureignar fyrir lands-
liðsmennina.
- sus
Daníel Pétur Han
sen — fimmtugur
SEXTÍU ÁRA er í dag Daníel
Pétur Hansen, afgreiðslumaður,
Patreksfirði. Daníel er fæddur
á Seyðisfirði 22, júlí 1900. For-
eldrar hans voru Anders Hansen
norskur maður er fluttist um það
leyti til landsins og færeyzk
kona sem lézt skömmu eftir fæð-
ingu Daníels. Síðan fluttist hann
ungur að árum til Patreksfjarð-
ar með föður sínum og fóstru,
Ragnhildi Guðmundsdóttur. Fað-
ir hans var um margra ára skeið
starfsmaður hjá Verzlun P. A.
Ölafssonar.
Snemma fór Daníel að vinna
fyrir sér. Fór honum þá sem fleir-
um ungum mönnum þá, að byrja
störf sín á sjónum. Fyrst á þilskip
um, en síðar togurum. Stýrimað-
ur var hann um skeið á þilskip-
um og þá hjá tengdaföður sín-
um Ólafi Ólafssyni skipstjóra.
Um 1925 kvæntist Daníel Sig-
ríði Ólafsdóttur Ólafssonar skip-
stjóra og Halldóru Halldórsdótt-
ur, konu hans. Þeim hjónum Dan-
íel og Sigríði varð 2 barna auð-
ið, sem bæði eru á lífi, Ölafur
Anders, trésmíðameistari á
Patreksfirði og Sigríður húsmóð-
ir í Reykjavík.
Hin síðari ár hefir Daníel Han-
sen verið við afgreiðslustörf hjá
Verzl. Ó. Jóhannesson hf. En alls
aeíir hann unnið á vegum þess
fyrirtækis milli 40 og 50 ár.
Daníel er maður mjög hæg-
látur, vandvirkni og reglusemi i
starfi er hans sterkasti eiginleiki.
Við samstarfsmenn hans svo og
allir aðrir sem hann þekkja, ósk-
um honum hjartanlega til ham-
ingju á þessum tímamótum, og
vonum að mega njóta hans um
langan tíma ennþá.
Daníel er í dag staddur um
borð í M.s. Esju ásamt konu sinni.
Ef skipið heldur áætlun mun
hann verða staddur í fæðingar-
| bæ sínum Seyðisfírði.
Trausti Árnason
Framh. af bls. 12.
son, en þessi listaverk éru öll á
Feneyjasýningunni.
Þá er grein um ræðumennsku
Adlai Stevensons ásamt kafla úr
ræðu eftir hann, en Stevenson er
svo sem kunnugt er einn mesti
ræðuskörungur, sem nú er uppi.
Smásagan Tundurduflið eftir
Andrea Eriksen birtist í héftinu
í þýðingu Sverris Haraldssonar.
— Þá er þátturinn Erlend viðhorf
og er þar fjallað um Nikita Krús-
jeff.
Loks er greinin Nokkur orð um
tímanna tákn, eftir Herbert Guð-
mundsson, verzlunarskólanema.
Ritstjóri Stefnis er Guðmundur
H. Garðarsson.
! ΚLte
s
i flpiíi i kvöld til kl. 11
v Matur framreiddur frá kl. 7. \
\ Borðpantanir í síma 15327. \
s
Sparisjóðurinn PUNDIÐ
Klapparstíg 25
ávaxtar sparifé með hæstu
innlánsvöxtum.
Opið kl. 10,30—12 f.h.
og 5—6,30 e.h.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu mér
vinarhátt á áttræðis afmælinu. — Guð blessi ykkur öll.
Þorsteinn Finnbogason, Fossvogi
Ollum þeim sem glöddu mig á margvíslegan hátt á 75
ára aímæli mínu 2. júlí færi ég mínar innilegustu þakkir
Gíslína Gísladóttir, Völlum
Maðurinn minn,
JÓN GUÐJÖNSSON
rafvirkjameistari, Borgarholtsbraut 21, Kópavogi
lézt að heimili sínu 21. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda
Guðrún Runólfsdóttir
Fósturmóðir okkar
KRISTJANA S. JÓNSDÖTTIR
lézt á Elliheimilinu Grund aðfaranótt 21. þ.m.
Elín Júlíusdóttir,
Hulda Júlíusdóttir
Stefán Á. Júlíusson
Eiginkona mín
GUOJÓNfNA SÆMUNDSDOTTIK
frá Ásgarði Garðskaga,
sem lézt 18. þ.m.. verður jarðsungin frá Útskálakirkju
laugardaginn 23. þ.m. kl. 3 e.h.
Sigurður Kristjánsson
Fonur okkar
Ó L A F U R
lézt af slysförum 19. júlí. — Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni mánudaginn 25. júlí kl. 1,30 e.h. — Blóm
vinsamlega afþökkuð, en þeim sem minnast vildu hans
er bent á líknarstofnanir.
Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Gíslason
Faðir minn
VALDEMAR JÖNATANSSON
Eskihlíð 14,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25.
þ.m. kl. 10,30 árdegis. — Athöfninni í kirkjunni verður
útvarpað.
Fyrir hönd vandamanna.
Signar Valdemarsson
Öllum þeim er auðsýndu okkur samúð við andlát og
útför elsku litlu dóttur okkar og systur
MARGRÉTAR ÞÓRU
þökkum við af alhug
Ásta Árnadóttir, Sveinbjörn Sigurjónsson og dætur