Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 20
5 U 5- sioa Sjá blaðsíðu 12. !;iB'0 rpiwIiMi 164. tbl. — Föstudagur 22. júlí 1960 Íbróttasíðan er á bls. 18. A-þýzk stúlka Saumufar- þegi með Jökulfellinu Ástfangin i einum farþega ÞEGAR Jökulfell kom til Gautaborgar sl. fimmtudags- kvöld var laumufarþegi með skipinu. Var það austur-þýzk Stúlka, 16 ára að aldri, sem hafði farið um borð í Rostock og falið sig, en fannst sex stundum eftir brottför. Stúlkan skýrði svo frá, að sér liði illa í heimalndi sínu og hún vildi fyrir hvern mun komast þaðan. Ætlun hennar var að komast til íslands og segir „Göte borgs sjöfarts ooh handelstidn- ing,“ að það hafi flýtt fyrir á- ) Plútó — Plúdó — Lúdó Sextettinn, sem hingað til hefur kallað sig Plúdó-sext- ettinn, neyðist nú til þess að skipta um nafn, hvort sem það verður til langframa eða aðeins um stundarsakir Þannig er mál með vexti að fyrirtækið Plútó hf., sem framleiðir merki og skildi, hefur lagt lögbann við nafni sextettsins. Þangað til dóm stólar hafa skorið úr því, hvort sextettinn má nota þetta nafn framvegis, mun hann kalla sig LÚDÓ- SEXT ETTTINN. kvörðun hennar, að hún hafi verið ástfangin í einuin skips- manna á Jökulfellinu. Til Vestur-Þýzkalands Er stúlkunni varð ljóst, að hún gæti ekki fengið að fara til Is- lands, bað hún um að hún yrði send til Vestur-Þýzkalands og fór hún þangað með flugvél á laugardagsmorgun. Hún vissi, að skipið hafði viðkomu í Gauta- borg, eri vonaði að hún gæti dul- izt þar til komið væri til íslands. Ástfangin af farþega í gærkvöldi kom Jökulfellið hingað til Reykjavíkur og hitti Mbl. skipstjórann, Arnór Gísla- son, að máli og spurðist fyrir um sannleiksgildi fréttarinnar úr hinu sænska blaði. Hann kvað hana rétta að öðru leyti en því að skipverjar töldu sig hafa rök- studdan grun um að þýzkur far- þegi með skipinu, Heiner Max Leonhart frá Hamborg, sem er sjómaður hér á landi, hafi átt hlut að brotthlaupi stúlkunnar. Stúlkan kvaðst hafa kvatt móður sína áður en hún fór að heiman og móðirin hefði aðeins sagt: — Ég sé big þá ekki aftur. Cafst upp í gœrdag SÍÐDEGIS í gær ákvað stroku- fanginn úr Steininum, Anton Högnason, að hætta mótþróa sín- um og gefa sig fram. Hafði hann komið sjálfur milli klukkan 4 og 4.30 í skrifstofu rannsóknar- dómarans hjá sakadómaraem- bættinu. Var maðurinn fluttur aftur upp í Stein og mun rann- sókn í máli hans nú haldið á- fram. Bretinn hlýðir í GÆR fréttist ekki af neinum brezkum togara, sem væri að veiðum innan fiskveiðilögsög- unnar. Munu togaraskipstjórar því fara eftir fyrirskipunum yf- irmanna sinna, en sem komið er. Ástæðan til þessarar hlýðni mun sennilega sú, að skipstjórarnir vita, að verði tjón á skipi eða Karlakór Reykjavík- ur í 7 vikna söngför KARLAKÓR Reykjavikur fer 6. söngför sína til útlanda í haust — að þessu sinni til Banda ríkjanna og Kanada. — Lagt verður af stað héðan hinn 1. október, og mun ferðin taka 7 vikur, þ.e. standa yfir til 20. nóv. — Kórinn heldur alls 40 tón- leika i förinni — 29 í Bandaríkj unum og 11 í Kanada. Söngstjóri verður Sigurður Þórðarson, tónskáld, undirleik- ari Fritz Weisshappel og elnsöng varar þeir Guðmundur Jónsson Kristinn Hallsson og Guðmundur 707 árs í DAG, 22. júlí, er María Andrésdóttir í Stykkishólmi 101 áirs. Fyrir ári birtist viðtal við Maríu hér í blaðinu, svo að ó- þarfi er að rekja æviatriði henn ar að þessu sinni. María er syst- ir þeirra skáldanna Herdísar og Ólínar Andrésdætra, en þær systurnar og Björn Jónsson ráð- herra voru systrabörn. Hún er fullkomlega ern, minn ið óskert, og fylgist vel með öllu sem gerist, og ætíð ánægjulegt að ræða við hana. Hún hefur fótavist og gengur út á hverjum degi. í sumar ók hún sér til skemmtunar út á Skógaströnd og Helgafellssveit og naut ferðarinn au- að öllu leyti, enda vel hress. Margir munu hugsa hlýtt til Maríu á þessum degi. Fréttaritari. Guðjónsson. Fararsstjóri verður Gísli Guðmundsson, starfsmaður Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- ar.na hér. Stjórn Karlakórs Reykjavíkur söngstjórinn og fararstjórinn ræddu við fréttamenn í gær í tilefni af hinni fyrirhuguðu söngför. — Vegna rúmleysis í blaðinu, verður frekari frásögn bíða, þar til síðar. mönnum, meðan þeir eru að ólög- legum veiðum, bera þeir sjálfir persónulega ábyrgð. Eins og menn muna, sendu fé- lög skipstjóra, stýrimanna, vél- stjóra og kyndara í Grimsby, Hull og Fleetwood út áskorun þess efnis 15. þ.m. til togaraskip. stjóra hér við land, að þeir héldu sig utan við 12 mílurnar. Sams konar áskorun barst frá Félagi brezkra togaraeigenda og hinu volduga og mikilsvirta Sambandi hrezkra flutningaverkamanna. Hinn 19. þ.m. lýsti svo Dennis Welch, formaður Sambands yfir- manna á Grimsby-togurum, yfir því við skipstjórana við ísland, að „ef þið veiðið innan takmark- anna og einhver lætur lífið eða særist, eruð þið lögum skv. per- sónulega ábyrgir fyrir tjóni og bótagreiðslum." Orsök þessara yfirlýsinga og áskorana er vafalítið sú, að brezkir togaraeigendur hafa séð sitt óvænna eftir að Óðinn skaut tveimur skotum í reykháf „Grims by Town“ hinn 10. júlí sL, og vilja ekki fá á sig háa viðgerð- arreikninga vegna viðureigna togara og varðskipa, hvað þá að þurfa að greiða manngjöld. Sbutn tvö tundurduil FYRIR skömmu var frá því skýrt í fréttum að varðskipið Albert hefði grandað tveim- ur tundurduflum austur á Seyðisfirði. Var fyrst tilkynnt að dufl væri á reki við inn- siglinguna í fjörðinn og fann varðskipið það þar þótt erfitt væri sökum þess að mikil vírdræsa hékk niður úr því. Hér var um að ræða svonefnt fjörudufl en þau voru notuð í dufla-girðingu þá er brezki herinn lokaði Seyðisfirði með á stríðsárunum. Duflið var skotið niður með enskum her- mannariffli, en slík vopn eru um borð í skipinu. Við skotin koma göt á duflið svo það fyllist af vatni og sekkur. Sé hinsvegar skotið á duflið með fallbyssu skipsins er hætt við að það springi. Hitt duflið fékk skipið til- kynningu um, er það kom að bryggju á Seyðisfirði og var það í fjörunni rétt hjá Brim- nesvita. Var komið á það böndum og dró skipið það út á sjó og skaut það síðan nið- ur. Mynd sú er hér fylglr með er af því þegar verið er að skjóta duflið niður. Ljósm. Helgi Hallvarðsson Nýtt skáldverk H.K.L. — Paradísarheimt Víða síld — lífil veiði ÞÆR fréttir bárust frá miðun- um í gærkvöidi, að síldar yrði víða vart fyrir norðan, en torf- unar væru svo þunnar og dreifð- ar, að veiði væri lítil. Gott veð- ur er nyrðra. Siglufjörður Mjög lítil síldveiði hefur verið hér í dag o,g verður bó síldar vart fyrir öllu Norðulandi og austur fyrir Langanes. Svo lítið er í torfunum, að fengurinn er aðeins nokkrar tunnur hjá þeim, sem kasta. Nokkur skip komu hingað, og þau sem höfðu síld, voru með um og innan við 100 tunnur. Ágætis veður er á mið- uniun ew nokkur þokuslæðingur. — Guðjón. Raufarhöfn Hér er gott veiðiveður. en að- eins einstaka skip rekst á síld- artorfur, sem kastandi er á. Nokkur hafa korr.ið inn með smáslatta í söltun en enga bræðslusíld. — Einar. Akureyri Gott veður er «á miðunum og viða sést síldin, en skipin ná litlu. Hún veður í þunnum og dreifðum torfum, svo að lítið næst, þótt kastað sé. — Stefán. Skagaströnd Fyrsta sildin sem hingað berst í sumar, kom í dag Bjarmi frá Dalvík kom hingað með 150 tunnur og Baldvin Þorvaldsson, líka frá Dalvík, kom með 80 tunnur Síldin fór í söltun og frystingu. ÞÁ er runnlnn upp dagur sá, er hið nýja skáldverk Nóbels- rithöfundarins Halldórs Kilj- an Laxness, kemur í hendur landsmanna, önnur bók skáldsins síðan hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Þessi bók heitir Para- dísarheimt. Bókaútgáfa Helgafells sendi Mbl. í gær bókina. Hér er um að ræða rúmlega 300 blaðsíðna verk. Kápu hefur teiknað Ásgeir Júlíus son. Bókin segir frá íslenzkum bónda, merkilegum völundi, manni, sem fór á fund Danakon- ungs á þjóðhátíðinni 1874 til að færa honum að gjöf uppáhalds- hest sinn. Bóndinn, Steinar, komst þar i kynni við mormóna- trúboðann Þjóðrek biskup. Hann varð aftur á vegi bóndans, er hann var í boði Danakonungs, í Kaupmannahöfn, til að hitta hestinn sinn. Frá Danmörku hélt bóndi með Sölfunor- og bræðslusíld AKUREYRI, 21. júlí: — f dag komu til Krossaverksmiðjunnar tvö síldveiðiskip. Þangað hafði þá engin síld borizt til bræðslu um þriggja vikna skeið. Bæði höfðu skipin áður laxidað í öðr- um höfnum síld til söltunar? Var Björgúlfur frá Dalvík með 500 mál til bræðslu, hafði landað þar 165 tunnum í salt. Sigurður Bjarnason landaði í Ólafsfirði 184 tunnum í salt og í Krossa- nesi 400 málum af bræðslusíld. — St. E. 'Sig. Mormónaflokki vestur til Utah I Bandaríkjunum, en biskup aftur til íslands að boða þar mormóna. trú. Kom hann ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum til eigin- kvenna sinna í Utah, ásamt fjöl- skyldu bónda — þeim er eftir lifðu, hina erfiðu ferð um höf og eyðimörk. 1 stuttu samtali Mbl. við Ragn- ar Jónsson í Helgafellsútgáfunni, um hið nýja skáldverk H. K. L., komst Ragnar svo að orði: „Þó Paradísarheimt sé í höfuð- dráttum saga bóndans Steinars undan Steinahlíðum og Þjóðreks biskups og fjölskyldna þeirra, virðist mér fljótt ljóst, að hér er skáldið fyrst og fremst að skrá sögu hinnar eilífu leitar manns- ins að réttlæti og sannleika: Sinni Paradís". Bókin er prentuð í Víkings- prenti og hún kostar heft 170 kr. Smyglmálið ; Yfirheyrslur í GÆR hófust yfirheyrslur í Sakadómi Reykjavíkur í smygl- málinu, sem upp ' komst vegna auglýsingar í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var. Tíðindamaður blaðsins átti í gær samtal við Gunnlaug Briem, fulltrúa hjá sakadómara, og kvað hann málið enn svo skammt á veg komið, að ekki væri tímabært gð. gefa neinar upplýsingar þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.