Morgunblaðið - 26.07.1960, Síða 3
Þriðjudagur 26. júlí 1960
MORCVNBLAÐIÐ
3
s¥ksTeIar
HAUSTH) 1958 flutti íslenzk
fjölskylda sig búferlum til
Bankok í Thailandi, en það
var Sigfiís Guðmundsson, sem
þá tók við starfi hjá banda-
ríska flugfélaginu TWA í
Bangkong, kona hans Sigrún
Björgúlfsdóttir og þrjú börn
þeirra hjóna. Þau eru nú
stödd hér á landi í sumarfríi
og fyrir skömmu hitti tiðinda-
maður blaðsins frú Sigrúnu og
dóttur hennar, Ragnheiði, 13
ára, að máli og ræddi við þær
stundarkorn um hin nýju heim
kynni þeirra í austrinu.
— Hvað viltu segja okkur
um Bangkok, var það fyrsta
Hofin í borginni eru afar skrautleg, logagyllt og prýdd fjölda útskorinna likneskja. —
Islendingar í Bangkok
sem við spurðum frú Sigrúnu.
— Bangkok er dásamleg
borg, sagði hún, einstaklega
hreinleg og fóikið sem hana
byggir ákaflega viðmötsþýtt
og hjálpsamt. Borgin er byggð
á mýri og landslagið flatt, eins
og allstaðar í Thailandi. íbú-
ar hennar um 2 milljónir tals-
ins, byggðin afar dreifð og
vegalengdir miklar. Húsið,
sem við búum í, er hiaðið
steinhús, mjög nýtízkulegt,
eins og flest hús í bænum.
Það er frábrugðið íslenzkum
húsum að því leyti einu, að
í því eru engar rúður, þær
þekkjast ekki í Bangkok, fyr-
ir gluggunum eru þéttriðiij,
net og hlerar settir fyrir þá
um nætur.
Útlendingarnir margir
— Og eruð þið einu íslend-
ingarnir í borginni
— Nei, það er ein íslenzk
kona þar fyrir utan okkur,
gift dönskum manni. Það er
mikið af hvítu fólki í Bang-
kok, sérílagi Ameríkanar og
Danir. Útlendingarnir hafa
sína klúbba, þar sem þeir geta
hitzt, og einnig hafa þeir ýms-
ar sértrúarkirkjur fyrir sig
og sína trú. Thailendingar eru
aftur á móti flest allir Búddha
trúár, eins og kunnugt er, eða
um 95% þjóðarinnar. Mörg
stór og skrautleg hof prýða
borgina, logagyllt hof, og fjöld
inn allur af útskornum líkn-
eskjum. Hvarvetna másjá
fólk krjúpandi fyrir framan
Búddhalíkneski, biðjandi sín-
ar bænir. Þeir halda mjög fast
við ýmsa gamla siði, hafa t.d.
mikið af prinsessum og svo-
leiðis fólki.
Ekkl í fyrsta sinn
— Við höfum frétt að þetta
sé ekki í fyrsta sinn sem þú
dvelur þarna eystra.
— Jú, eiginlega er það nú.
Faðir minn bjó að vísu um
tíma í Singapoore, þegar ég
var smákrakki, ég held ég hafi j
verið 4ra ára þegar við flutt- j
um þaðan, svo ég man ekki
neitt eftir því. En aldrei ór- j
aði mig fyrir að ég mundi eiga
eftir að búa svo nærri þeim
stað, sem ég sleit fyrstu barns-
skónum, þó að hátt á annað
þúsund km. skilji á milli
Bangkok og Singapoore. En
nú ætla ég að segja ykkur frá
verzlunum í Bangkok. Þær eru
alveg stórkostlegar. Það eru
svona smáholur og öllu hrært
saman, eins og í krambúðun-
um í gamla daga, og öll fjöl-
sayldan er að afgreiða. Þar má
íá ýmsa fallega muni, til að
mynda silfurmuni og ýmsa
skartgripi mjög ódýrt. Mark-
aðurinn er líka afar líflegur.
Þangað sendi ég yfirleitt kokk
inn, því hann kann betur á
— Já, nokkra, hitinn er
þarna svo m'ikill, venjulegast
um 34_stig, blæjalogn og rakt
— Hverskonar mal borðið
þið þarna?
—Allan venjulegan mat,
eins og gerist og gengur hér
heima. Þó fáum við stundum
ýmsa þjóðarrétti, vel krydd-
aða.
Það er mikið af Kínverjum
búsettir í landinu og hafa
Thailendingar lært ýmislegt
af þeim hvað viðkemur mat-
reiðslu svo sem notkun hrís-
grjóna.
Ibúðarhús þeirra í Bangkok er nýtízkulegt, gólf og glugga-
umgerðir úr teak. Það er rúðulaust en fyrir gluggunum er
þéttriðið net. Þjónahúsið er á bak við.
loftslag, svo það er erfitt að
vinna þarna fyrir þá sem ó-
vanir eru loftslaginu. Við höf-
Frú Sigrún Björgúlfsdóttir og dóttir hennar Ragnheiður
þvi lagið og fær vöruna ódýr-
ara en ég.
Eldur við hlóðir
— Þið hafið náttúrlega
marga þjóna?
um þrjár innfæddar stúlkur i
þjónustu okkar, eldabusku,
þvottakonu og eina, sem tek-
ur til í húsinu, svo og bíl-
stjóra og garðyrkjumann. Þau
eru eins og allir Thailending-
ar, ákaflega elskuleg, nokk-
uð löt, en maður verður bara
að taka því. Eldabuskan er
mesti snillingur í að búa til
mat, hún eldar allt á opnu
eldstæði og kyndir upp með
viðarkolum, einskonar hlóðir.
Á þessu eldar hún allan mat
og bakar af mikilli leikni.
Hitinn er óskaplegur í eldhús-
inu.
Ragnheiður dansar thal-
lenzka dansa fyrir kónginn
ásamt stöllum sinum. Hún-
er i miðjiunni i aftari röð.
Dansaði fyrir kónginn
Við spyrjum nú Ragnheiði
nokkurra spurninga og vildi
hún heldur lítið segja í fyrstu.
Sagðist hún kunna vel við
sig og sama væri að segja um
systkini sín, Skúla 15 ára og
Þórunni 11 ára. Þau eiga lít-
inn hund, ganga í amerískan
skóla og una hag sínum vel.
Þegar le.ið á samtalið, kom það
upp úr kafinu að hún hafði
dansað fyrir kónginn og drottn
inguna gamla ,sérkennilega
síamska dansa, ásamt 7 banda
rískum skólasystrum sínum.
Voru þær klæddar í thai-
lenzka búninga, og sagði Sig-
rún að þær hefðu litið kostu-
lega út, Einnig hafði hún
komið fram í sjónvarpi j dag-
skrá Sameinuðu þjóðanna og
var hún þá klædd íslenzkum
þjóðbúning og sagði frá ís-
landi:
— Það þýðir ekkert að segja
Thailendingum að maður sé
frá íslandi, þeir yppta bara öxl
um og hafa ekki hugmynd um,
hvað það er né hvar bað
liggur.
Tveir ólíkir heimar
— Hvenær hyggizt þið svo
, halda heimleiðis?
— Ég hugsa að það verið 3.
ágúst. Þetta tekur engan tíma
nú orðið, við vorum aðeins
34 klukkustundir til Parísar
og það er leikur að kom-
ast frá Bangkok til Reykja-
víkur á tveimur sólarhringum,
standi þannig á ferðum. Bang-
ko*k og Reykjavík eru tveir
ólíkir heimar og kann ég vel
við þá báða, hvorn upp á sinn
máta, sagði frú Sigrún að
lokum. — Hg.
Hvað þurfti að gera?
Tíminn segir sl. sunnudag, aS
ekki hefði þurft að gera annaS
til viðreisnar í efnahagsmálum
sl. vetur en afla 300—250 millj.
kr. tekna til þess að standa und-
ir áframhaldandi framkvæmd
styrkja og uppbótakerfsins. — 1
framhaidi af þessari fullyrðingu
kemst blaðið uíðan að orði á
þessa leið:
„Þetta mátti gera með aðgerð-
um, sem ekki hefðu þurft að vera
neitt tilfinnanlegar. Það var hægt
að hækka tolla á óþarfari vörum
og draga úr ónauðsynlegustu f jár
festingu. Til viðbótar hefði eitt-
hvað mátt hækka almenn yfir-
færslugjöld, svo að auðveldara
yrði að hverfa frá uppbótar-
kerfinu í áföngum".
Einfalt mál
Svona einfalt er málið, segir
aðalmálgagn Framsóiknarflokks-
ins. En Tíminn gleymir því, aS
efnahagsmálaráðunautar vinstri
stjórnarinnar sögðu, þegar hún
hrökklaðist frá völdum, að þjóð-
in væri að „ganga fram af brún-
inni“. Hann gleymir því einnig,
að sjáifur forsætisráðherra
vinstri stjórnarinnar iýsti því
yfir, að „ný verðbólgualda“ væri
skollin yfir og engin sameiginleg
úrræði væru fyrir hendi innan
stjórnar hans til þess að snúast
gegn aðsteðjandi voða.
Framsóknarmenn eru orðnir
margsaga í þessum málum. Það
liggur fyrir skjallega sannað, að
meðan þeir enn áttu sæti í vinstri
stjórninni lögðu leiðtogar þeirra
fram tillögur um gengislækkun
og fjölþættar aðrar ráðstafanir
tit þess að koma í veg fyrir al-
gert hrun. En um þau gat engin
samstaða skapaat innan stjórnar
innar. Þá flúði Hermann af hóimi
og vinstri stjórnin lá dauð eftir.
Hræddir menn
En nú eru Framsóknarmenn
orðnir dauðhræddir við almenn-
ingsálitið vegna þess að núver-
andi ríkisstjórn hefur þorað að
ráðast beint framan að vanda-
málunum og segja þjóðinni sann
leikann um eðTi þeirra. Tíma-
menn vita, að núverandi ríkis-
stjórn hefur framkvæmt kjarna
þeirra tillagna, sem Framsókn-
armenn lögðu sjálfir fram í
vinstri' stjórninni á sínum tíma,
en gátu ekki fengið samstarfs-
flokka sína til samvinnu við sig
um. Það er þess vegna auðsætt
að þeir eru nú að berjast með
hnúum og hnefum gegn efnahags
málatillögum, sem þeir sjálfir
töldu skynsamlegar og lífsnauð-
synlegar meðan þeir áttu sæti
i vinstri stjórninni.
Skattalækkanir
Annað er það, sem Ffamssókn-
armenn óttast mjög um þessar
mundir. Það eru þær umbætur
á skattalögjöfinni, sem núverandi
ríkisstjórn undir forystu Gunn-
ars Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, hefur beitt sér fyrir. Al-
menningur mun innan skamms
verða þess var, að skattar hafa
lækkað stórkostlega ' á öllum
þorra gjaldenda. Vegna þess að
bæjar- og sveitarfélögum hefur
verið tryggður nýr tekjustofn,
munu útsvör einnig lækka nokk
uð i einstökum bæjaríélögum.
Af stórauknum fjölskyldubótum
og hækkuðum greiðslum frá al-
mannatryAsingum, leiðir það
einnig að fjöldi fólks um allt
land mun á manntalsþingum,
sem um þessar mundir eru hald-
in í flestum héruðum landsins,
fá greiddar veruiegar fjárfúlgur
i staðinn fyrir að hafa áður þurft
að greiða þar skatta og skyldur.