Morgunblaðið - 26.07.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1960, Blaðsíða 18
18 MORGVNBIAÐ1Ð Þriðjudagur 26. júlí 1960 fét Uf Htctpn ú lah íwá Smaíl í markstöngum en ekki í neti Sögulegur teikur Fram og Vals, sem lauk með jafntefli ÞAÐ var hvað eftir annað bjargað á línunni og það glumdi í markstöngum og slám er skötin hittu þær æ ofan í æ. Undrunarkliður fór um áhorfendur er þeir sáu skorað úr gersamfega lokuð- um markfærum. Þetta var leíkur alls hins ólíklega. — Þetta var leikur í 1. deild á Laugardalsvelli. Fram og Valur áttust við, eða „toppur" deildarinnar og næstum botn inn. En svo fór að lokum að Fram mátti þakka fyrir að fá annað stigið í leiknum. •k 3 mörk á 20 mín. Leikurinn byrjaði fjörlega. A 6. mín. kemst Baldur Seheving útherji Fram inn fyrír með send ingu Grétar miðh. Baldur á skot, sem Gunnl. i markinu réði ekki við, en Árni Njálsson hafði sýnt mikið snarræði og var kominn á marklínu. En spyrna hans lenti við fætur Björgvins innherja Fram og þaðan í netið með föstu skoti hans. 1—0. Og tveim min. síðar á Grétar skot framhjá mannlausu marki Vals. En vörn „toppliðsins" reyndist ekkert þéttari en vörn Vals. Fram herjar Vals komu henni oft í klípu. Á 11. min. leika þeir næst um óhindrað inn á teiginn og Björgvin Daníelsson fær skorað af 10—12 m færi með leiftur- snöggu jarðarskoti út við stöng, svo Geir horfði bara eftir knett- inum í netið. Og 10 mín. síðar koma Vals- mennirnir Fram alveg úr jafn- vægi með þvi að taka forystuna. Úr bukaspyrnu sem Árni Njáls- son lyfti inn í vítateig Fram reyndi Framvörnin að skalla frá, en Valsmenn ná knettinum og leika út á v. væng. Matthías út- herji leikur næstum að enda- mörkum og úr lokuðu færi þar reynir hann markskot. Geir er illa staðsettur og það ólíklega skeður. Knötturinn hafnar í neti Fram. •k Dofnar yfir Eftir þetta dofnar leikurinn og breytist í mikið þóf á miðjunni, þar sem fram fara „tennis" send- ingar milli mótherja, en uppbygg- ing leiks er næsta sjaldséð. Mörk- in komust ekki í hættu utan einu sinni að Bergsteinn Magnússon nær knettinum úr útsparki Geirs StaBan í 7. deild T U J T M St. Fram ..., 6 4 2 0 15:9 10 Akranes .. 6 3 2 1 18:10 8 KR ..... 4 3 0 1 18:6 6 Valur ..., 6 1 3 2 10:16 5 Keflavík .. 7 1 1 5 9:21 3 Akureyrj 5 1 0 4 9:15 2 og sendir viðstöðulaust boga- skot að marki yfir Geir. En þá er Ágúst bakvörður kominn í markið og fær bjargað. • Siðari Misnotuð tækifæri hálfleikur var leikur hinna spennandi augnablika en herfilega misnotuðu tækifæra. Það byrjaði með því að Berg- steinn kemst einn innfyrir Fram- vörnina með sendingu Gunnars, en spyrnir framhjá kominn í „dauðafæri". Þremur min. síðar á Grétar skot í stöng Valsmarksins. Og á 10. mín. sendir Björgvin framhjá tórhu marki, og á sömu mín. gefur Guðjón fyrir Vals- markið og Baldur á fasta spyrnu, rétt yfir slá. A 14. mín. kemst Guðm. Elís- son innherji Vals í þrumufæri, en varnarleikmaður kemst fyrir Það er varla pláss fyrir alla á markteignum. og spriklað af miklum eldmóði. Hér er barizt knöttinn á línunni og ver í horn Og nokkru síðar leika Björgvin Dan. og Sigurgeir útherji í gegn um Framvörnina, en fyrir ótrú- leg mistök kom skotið aldrei og Geir tekur á móti ,,dauðum" knetti. k Hart endastrið Á 35. mín. fá Framarar dæmda Fyrsta mark Fram inn og skoraði. A<ni hafði bjargað á línu en Björgvin (á leið úr markinu) fékk knött- (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Skagamenn komust seint „í gang", en unnu örugglega A SUNNUDAGINN fór fram á grasvellinum í Njarðvíkum leik- ur Akurnesinga og Keflvíkinga í 1. deildarmótinu. Allhvass hlíðar- vindur var meðan á leik stóð, og áhorfendur voru ekki margir. Eftir jafnan fyrri hálfleik tókst Akurnesingum að tryggja sigur sinni og unnu leikinn 4 mörk gegn 1. •k Tækifæri Keflvíkinga Kelfvíkingar mættu án fyrir- liða síns og samnefnara Haf- steins Guðmundssonar, sem var veikur. En liðið náði þó góðri byrjun og sótti fast á. Náðu Skaga menn aldrei fyrsta hálftíma leiks ins að ógna marki Keflvíkinga. En tækifæri Keflvíkinga voru nokkur mjög góð og opin, þó ekki tækist að nýta nema eitt. Strax á 5. mín. leiksins kom- ast Keflvíkingar í opið færi. Komst útherjinn Þórhallur Stigsson innfyrir að sendingu í eyðu. Helgi hleypur út mis- heppnuðu úthlaupi og Þórhall ur fær skotið — en á siðustu stundu tekst bakverði að bjarga á línunni. 13 mín. síðar eiga Keflvík- ingar annað „dauðafæri". Barst knötturinn að Akranes- markinu frá höfði af höfði og loks blasir markið við, en Jón Leosson fær bjargað á Iínunni. Boltinn hrekkur til Högna mið herja sem á skot — en fram- hjá. En loks á 27. mín. kemur markið, sem svo lengi hafði „Iegið i loftinu". Sig. Alberts- son sendir góða sendingu fram völlinn, sem Skúlí nær að nýta vel, kemst innfyrir móti Helga markverði og fær skorað. Þarna stóð 1—0 fyrir Kefla vik — gat hæglega verið 2—0 eða meir. k Skagamenn jafna Við þetta færðist meiri sam- eining í Akranesliðið, sem lýk- ur með því að Jóhannes útherji og Ingvar miðherji vinna saman að marki. Sendi Jóhannes fyrir og Ingvari tókst að vippa í netið — nokkuð ódýrt mark. Þá voru 8 mín. til leikhlés og var leikur- irui j&ín fram að því. k 3—0 í siðari hálfleik A fyrstu mín. síðari hálf- li-iks ná Skagamenn foryst- unni. Sendi Sveinn Teitsson háan knött að marki Keflvík- inga. Markvörðurinn misreikn aði sendingu — varð of seinn upp og undir slá smaug bolt- inn. Mikið klaufamark fyrir Keflvikinga úr hættulausu tækifæri. Og við þetta mark brotnar mótstaða þeirra. Þeir missa sjón- ar af stutta spilinu sem hafði gefið þeim góða uppskeru, rugl- ast í ríminu og missa æ meir tök- ír. á Skagamönnum. Tvívegis komst Högni þó í færi en varð of seinn að skalla í bæði skiptin. Og nú tóku Skagamenn að ná sér á strik. A 21. min. mistekst varnarleikmanni Keflvíkinga að „hreinsa frá". Jóhannes útherji fær knöttinn, leikur g^egnum vörn Keflvík- inga laglega og skorar af stuttu færi með jörð. Þrem mín. fyrir leikslok kemur laglegasta mark leiks- ins Sveinn Teitsson Ieikur f ram, gef ur til Jóhannesar sem var óvaldaður á kantinum. Hann 'sendir laglega fyrir og Skúli innherji kemur aðvíf- andi og skorar fallegt mark 4—1. •k Liðin Lið Keflvíkinga fór vel af stað, en þegar ógæfan henti þá með' klaufamarkinu fell liðið mikið saman. Stutta spil liðsins er ár- angursríkt, en ekki nógu fast- mótað. Það skorti og á fasta leik skipan þ.e.a.s. foringja á vell- inum í stað þess hrópuðu margír sundurleitar fyrirskipanirTTIeim- ir í markinu gekk ekki heill til leiksins. Styrkur er liðinu að Sig urvin bakverði, sömuleiðis að framvörðunum þó þeir sæki á köflum um of fram. Skúli er beztur framlínumanna en miðju- spil var alltof einhæft hjá liðinu, en kantarnir vanræktir. Lið Skagamanna fór seint í gang og það var óöryggi í vörn- inni framan af. En smám saman náðu Sveinn og Jón Leós yfirráð- um á miðjunni. og var Sveinn mikilvirkur við að mata fram- herjanna. Þar áttu Jóhannes, Skúli og Helgi beztan leik. En í heild var þetta með lakari leikj- um liðsins. > A. St. •Htaspyrnu á Val og Guðm. Óskarsson skorar örugglega úr henni og jafnar leikinn. Hófst nú mikið og hart lokastríð og í því veitti Val betur að skapa hin opnu færi. Þeir fengu óbeina víta- spyrnu á Val, en því skoti var hrundið vasklega og örlitlu síðar eru Valsmenn aftur í „dauðafæri". Bergsteinn á skot fyrir opnu marki — i stöngina. Knötturinn hrekkur fram á völlinn fyrir fætur Steingríms úther ja, sem þrum. ar að marki — í stöngina. Þessu upphlaupi svara Fram- arar með mikilli pressu á Vals markið. Guðm. Óskarsson á skot í stöng og Framarar pressa en Valsmönnum tekst .að bjarga á línu. Og leik var lokið 2—2. •k Liðin Framliðið var sundurlausara i þessum leik en fyrr. Það virðist illa þola að komast undir í leik. Lausungarbragur einkennir þá leik þess. Það er hlaupið fram og aftur, ,mjög sprett úr spori, en forsjálni, hugsun og einbeittni við uppbyggingu gleymist. Liðið slitnaði á löngum köflum í sund- ur, framverðirnir fengu ekki tengt það, svo framlína varð bit- lítil og vörnin opin. Geir mark- vörður átti erfiðan dag og var ekki | essinu sínu. Valsliðið barðist af krafti og sýndi með betri leikjum sínum í mótinu. Breytingar í liðinu eru tvímælalaust til bóta, en óheppni og mistök framherjanna í þess- um leik eru þeim alvarleg áminn ing. Að opin tækifæri skuli hvað eftir annað ekki nýtast segir ekk- ert nema hve framherjarnir eru óöruggir. Vörnin getur opnazt illa vegna staðsetningargalla hjá varnarmönnum — en Gunniaug- Ur í markinu er liðinu styrkur. A. St. Með bolta I í lottí í 1 4Vi tíma NORSKI knattspyrnumaður inn Tore Hansen setti í dag nýtt heimsmet i heirri þraut að halda knetti á Iofti. Atti Iiann 35000 spörk í knöttinn áður en hann nam við gólf. | Þessi norski piltur hefur áður vakið mikla athygli fyrir afrek sitt. Hafði hann náð að sparka eða skalla i 30.122 sinnum í knöttinn áður en hann snerti gólf. Hið nýja met setti hann í Málm- ey og voru það menn úr íþróttaforystu þar er þurftu að telja snörkin 35000. Þrautin fór fram í stóru vöruhúsi í bænum og höfðu fleiri þúsundir manna komið og horft á hann um það er lauk, en hann var með knött inn á lofti í VA klukku- stund. Við tilrauniria beitti Norðmaðurinn fótum, höfði og brjósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.