Morgunblaðið - 26.07.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. júK 1960 MOKCVfiT t 4niÐ ÞETTA er rússneski höfuðs- maðurinn Vasilij Poljakoff, sem skaut niður bandarísku RB-47 flugvélina yfir Bar- entshafí. Rússnesku blöðin segja, að flugvélin hafi veriS á leið til borgarinnar Arkang- elsk í Oandvíkuni fyrir botni Hvitahafs, og að hún hafi ver- ið hlaðin fullkomnum njósna- útbúnaði af margvíslegasta tagi. Blóðin leggja síðan út af þessu á þá lund. að ekkert sé að marka fyrri yfirlýsingu Eisenhowers um að njósna- flugi skyldi hætt. En lesendur eru huggaðir með því, að varnir Sovétríkjanna séu í bezta. lagi. Pravda segir: „Við höfum allt, sem þarf til að gereyða hvaða árásaraðila sem er. Látum heimsveldis- sinnana reykja þann sann- leika úr pípum sínum". Þessi frétt og útlegging hennar er í samræmi við þann áróður, sem sovézk blöð reka nú, að ofriðlegar horfi nú í alþjóðamálum en lengi áður, og að „heimsveldissinnarnir" séu nú að undirbúa þriðju heimsstyrjöldina. Ferðamenn að austan telja líka, að stríðs- hræðslu gæti nú í stærri stíl meðal aimennings en áður. — Aðrar fréttir, sem notaðar eru I til að ala á stríðsóttanum eru þessar: KONGÓ — Sovézk blöð fræða almenning á því, að Vesturveldin hafi gert sam- særi um að leggja Kongó und ir sig. „Belgísk, brezk, frönsk og vesturþýzk stjórnarvöld hafa ákveðið að ræna sjálf- stæði landsins. Einokunar- hringar á Vesturlöndum hafa sent glæpamenn til Kongó, sem stofna til óeirða í þvi skyni að láta umheiminn halda, að Kongóbúar geti ekki stjórnað sér sjálfir". Blöðin halda því einnig fram, að „samsærið um Kongó" sé einn liður í „djöfullegu" áformi um að koma öflugri nýlendu- stjórn á fót í flestum löndum Afríku. Takist „heimsveldis- sinnunum það, á að hræða þjóðir Asiu og Suður-Amer- íku til hlýðni við Vestur- veldin. ÞÝZKALAND: Krúsjeff lýsti því yfir í Austurríki, að her- væðingu Vestur-Þjóðverja yrði að stöðva tafarlaust. Að öðrum kosti gætu Sovétríkin ekki látið það mál afskipta- laust. Sovézku blöðin minn- ast auðvitað ekkert á vígbún- að í Austur-Þýzkalandi. Krús- jeff sagði einnig, að ef vestur- þýzka þingið kæmi aftur sam- an í Berlín, myndu Sovétríkin gera sérfriðarsamninga við Austur-Þýzkaland. Það þýðir, að kommúnistastjórnin í A- Berlín myndi geta lokað sam- gönguæðum til V-Berlínar, hvenær sem henni þóknaðist. KÚBA: Sovétblöðin lýsa því með sterkum litum, að Banda- ríkjamenn reyni allt, sem þeir geti, til þess að hneppa Kúbu i nýlendufjötra, en hins vegar geri sovétaðstoð kúbönsku þjóðinni kleift að halda frelsi sínu. Krúsjeff hefur sagt opin- berlega, að ef Castro vilji losna við bandarísku herbæki- stöðvarnar á eynni, megi hann treysta á stuðning Sovétr;>j- anna í hugsanlegri styrjöld. Að lokum segja sovézku blöðin, að árásarfyrirætlanir Vesturveldanna komi glöggt í ljós í njósnum, sem ilansk.tr, enskar og bandarískar flugvél- ar stundi yfir sovézkum tog- urum og öðrum skipum. „Jafn vel hinir friðsælu fiskimenn sósíalistisku landanna fá ekki að veiða í friði fyrir ágengni njósnaflugvéla frá kapítalist- isku löndunum". Einu sinni kom skólaumsjón- armaðurinn í heimsókn í barna- skólann, sem Gunni litli var í, og spurði kennarann, sem var ung og lagieg stúlka: „Kennið þér börnunum að beita athyglinni?" „Já". „Jæja, þá ætla ég að reyna bekkinn. Sjáið þið til börnin mín, lokið augunum og sitjið kyrr." Umsjónarmaðurinn gerði smá hávaða með vörunum og spurði því næst: „Jæja, börn, hvað gerði ég?" Það stóð ekki á svarinu hjá Gunna: „Þér kysstuð kennslu- konuna." • Hún: — Ungu hjónin, sem búa hérna í næstu íbúð eru svo ekemmtileg. Hann kyssir konuna sina i hvert sinn, sem harvn sér hana. Því getur þ úekki gert þetta líka? Eiginmaðurinn: — Því miour þekki ég hana ekkert ennþá! • BiðiUinn: , Ég vil fá dóttur yð- ar fyrir konu." Verzlunarmaðurinn: „Jæja, þér getið skilið eftir nafn yðar og heimilisfang og ef enginn betri býðst, getum við talað um það seinna." • „Konan mín er gáfuð, hún veit allt". „Konan mín er enn gáfaðri, hún veit aJit miklu betur". • Hann: „Þér eruð fyrta skyn- sama manneskjan, sem ég hef hitt í dag. Hún: „Nú, þá hafið þér orðið heppnari en ég'. 'ÁHEIT og GJAFÍR Sólheimadrengurinn: Afh. Mbl.: — N.N. 520,00 kr. Áheit og sjafir til Langholtskirkju: — Anna og Olöí kr. 200. Halldóra Bjarna dóttir ritstjóri 100. Frá konu 50. Gunn ar 500. Ingvar 5. Mæðgur Efstasundi 98 kr. 150. Aheit 125. Gu6rún Ol. 50. Skemmtifél. Elding 100. Sigurbjörg Sig. 200. G.R. 200. Guörún Gísladóttir Lhv. 155 kr. 700. Frá Sigrúnu. Steinunni, Guðlaugu, Guðgeiri Laugarnesk. 2 kr. 500. Frá Möggu 50. Frá Bjarna Loítss. 100. Frá Birni Halld. og fjöískjldu kr. 500. Frá Rósu Sætran 110. Skúlína og Einar Guobj. 1000. Frá G.B. «00. Frá Andrési Þorsteinssyni til minningar um Einöru Pétursd. kr. 5000. — Meo beztu þökkum. Árelius Nielsson. H.f. Eimskipafélag íslands. —Detti- foss er í Grimsby. Fjallfoss fór frá Rvík í gær til Akraness, Vestmanna- eyjá, Akureyrar og Húsavikur, Goða- foss og Guíifloss efu á leið ^J JlYJkur. Lagarfoss fer á inorgui til Rviki;r." Reykjafoss er i Abo. Selfoss fór í gær tii Siglufjarðar, Isafjarðar, Flateyrar, Vestmannaeyja, Faxaflóahafna og R- víkur. Tröllfoss er á leið til KostocK. Tungufoss er á Aku**eyri. SkipaútgerS ríkisins: — Hekla er í í Bergen. Esja kemur í dag að vestan. Herðubreið fer í dag austur um lanci í hringferð. Skjaldbreið er á ieið til Rvíkur að vestan. Herjólfur fer /ra Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvikur. Joklar hf.: Langjökull er í Riga. Vatnajökull er á leið til Grimsby. Hafskip hf.: — Laxá losar sement á Norðurlandshöfnum. Eimskipafélag Reykjavikur hf.: — Katla er í Noregi. Askja er á leið til FrakklandS. Skipadeild SÍS.: — Hvassafeil er í: Kolding. Arnarfell er í Swansea. Jök- ulfell er á Breiðafjarðarhöfnurn. Dis- arfell er í Kristjansand. LitlafeU losar á Austurlandshöfnum. Helgafe.il er á Akureyri. Hamrafell er á leið til Bat- um. Loftleiðir hf.: — Edda er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Khöfn og Gauta- borg. Fer til New York kl. 20.30. Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 i dag. Kemur til Rvíkur aftur kl. 22:30 í kvöld. Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 f fyrramálið. Hrimfaxi fer til Osló-fc ar, Khafnar og Hamborgar kl. 8,30 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Flateyrar, Isafjarðar, Sauð árkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. A morgun til Akureyrar, Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavikur, Isa- fjarðar, Siglufjarðar, Vestmannaeyja. hofrnin Reglusamur ungur maður óskar eftir góðri stofu með innbyggðum skápum. Æski legt væri ef viðkomandi gæti leigt bílskúr með. Upplýsingar í síma 18824. Góður bíll 6 manna 4 dyra óskast. Ekki eldra módel en '52. Uppl. i síma 32072 eftir kl. 7 næstu kvöld. Austin 8 '46 Ný skoðaður til sölu og sýnis í dag og næstu daga í Camp Knox A 4. I.islasafn Einars Jónssonar, Hnlt- björgum, er opið daglega frá kl. 1.30 til 3.30. Arb.-vjars.ifn: OpiS daglega nema mánudaga kl. 2—6 e.h. Peningalán Vantar 100 þús. kT. >án gegn tryggingu í öruggu fyrirtaski. Tilb. merkt „Ör ugt 511" sendist afgr. Mbl. fyrir nk. fimmtudagskvöld. Til leigu 3ja herb. kjallaríbúð. Sér hitaveita. Einhver fyrir- framgreiðsla. Uppl. Lauga teig 39. Mótorhjól Rixe 2% ha. '54 til sölu — Upplýsingar í sima 35198 eftir kl 17. Vélritun Vélritunarstúlku vantar í opinbera skrifstofu í september n.k. — Laun samkvæmt launalögum. Tilboð með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 10. ágúst n.k. merkt: „Vélritun — 0515". Mjög glæsilegt sjónvarpssett til sölu og sýnis hjá Raftækjaverzlun Vilbergs og Þorsteins Laugavegi 72. Settið inníheldur 23 tommu sjónvarp (stærsta gerð). Plötuspilara (Stero) og útvarp. Iðnaðarhúsnæði Ca. 100 fermetra iðnaðar eða skrifstofuhúsnæði til leigu á I. hæð á bezta stað í bænum, sér hitaveita og rafmagn. Tilboð merkt: „Nýtt — 6512", sendist fyrir 28. júlí. Lokað vegna sumarleyfa dagana 25. júlí — 2. ágúst. Smith & IMorland Hf. Verkfræðingar — Innflytjendur Pósthólf 519 — símar 1-1320/ 21. Tjl sölu glæsilegt spán&kt baðherbergissett hvítt postulin: Baðker niðurbyggt hlið og gafl, Handlaug á fætj og W.C. með sambyggðum kassa. Uppl. í síma 50573 milli kl. 5 og 7 síðd. . Teak útihurðir fyrirliggj andi Hjálmar Þorsteinsson & Co. H.f. "Klapparstíg 28 — Sími 11956. Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Laugavegi 114 verða lokaðar miðvikudaginn 27. þ. m., vegna jarðarfarar formanns trygginga- ráðs, Helga Jónassonar, fyrrverandi héraðs- lieknis. Tryggingastoinun Rikisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.