Morgunblaðið - 26.07.1960, Side 16

Morgunblaðið - 26.07.1960, Side 16
16 MOKGVTSnT 4D1B Þriðjudagur 26. júlí 1960 PATRICIA WENTWORTH Qomlor syndir - 28 — Hún hefði auðvitað orðið af- skaplega auðmýkt og þá senni- lega jafnframt afskaplega reið. Frank kinkaði kolli. Og jafn- framt hefði James líka orðið frá sér og hefði hæglega getað dott- ið í hug, að hún væri að syrgja biessaðan gamla kærastann. Hugsum okkur nú, að hann hafi séð Pippu Maybury ganga niður eftir garðinum, þarna um nótt- ina og haldið, að það væri Car- mona — og það er vel hugsan- legt, því að gluggarnir á fata- herberginu hans snúa þannig — og ég býst ekki við, að þær séu svo sérlega ólíkar tilsýndar í næturmyrkrinu, enda er af- brýðissamur maður ekki sérlega eftirtektarsamur, ef í það fer. Og hann hefði getað farið á eftir henni — nei, annars, það gengur ekki, Því að hann hefði orðið að verða á undan á staðinn og vera búinn að reka Field í gegn áður en Pippa komst þangað. Þetta var leiðinlegt; mér fannst þetta geta komið svo laglega út hjá mér. Maud Silver horfði íhugul á einhver forkunnarljótan ind- verskan kopargrip, sem stóð á arinhillunni, rétt til hægri við Frank Abbott. Hún hefði vel getað verið að hugsa um, hversu hræðilega hann færi við um- hverfið, en það var hún bara ekki. Hún var, sannast að segja, að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að láta uppskátt um sitt eig- ið álit á málinu. Loks komst hún að þeirri niðurstöðu, að það gæti hún eins vel gert. Með ofurlít- inn hósta sem formála, sneri hún sér að Frank og sagði : — Getur þér ekki dottið í hug, að Alan Field hafi átt að hitta einhvern annan á undan frú Maybury ? Ef saga hennar er sönn, sem mig grunar hún sé, -fcaíwr eúihyer yerið barna á un^-, an henni. Þessi persóna, sem við verðum að ætla, að sé morðing- inn, kann að hafa átt stefnumót við Aian — eða þá komið óboð- inn. Hann — eða hún '— getur hafa séð ijós í skúrnum og far- ið að athuga, hver þarna væri.... eða þá hann hefur elt hr. Field þangað. Frank leit snöggt til hennar. — Hefur þú nokkra ástæðu til að halda, að hann hafi verið elt- ur ? Ef svo er, höfum við þriðja grunaðan, ungfrú Darsie Anning Þegar við vorum að tala um Car- dozo, kom það fram, að Alan Field hlyti að hafa læðzt út úr húsinu á einhvern hátt, eins og Marie Bonnet gerði, úr því að ungfrú Anning læsti dyrunum og gekk að því vísu, að allir væru komnir inn. Ef hún hefur litið út um gluggann, hefur hún vel getað séð hann fara og ákveðið að fara á eftir honum. En þá er bara spurningin, hvort hún hef- ur gert það, og hvort nokkur hefur séð til hennar. Þú manst, að Marie Bonnet sagði eitt ein- kennilegt, þegar að við vorum að spyrja hana. Colt hafði ver- ið að ganga á hana um þessa fjarverusönnun, sem hún var að gefa Cardozo. Hafði hún raun- verulega komið út aftur og far- ið til hans, eftir að hún hafði farið inn í húsið ? Hafði hann nokkuð lagt að henni að segja, að svo væri ? Gat hún ekki átt á hættu að missa atvinnuna með því að játa það ? En hún var þarna sakleysið uppmálað. Væri það kannske ekki skylda hennar að vera hreinskilin við lögregl una ? Ogf auk þeás væri vinna hennar svo mikils virði, að frú Anning myndi hugsa sig um tvisvar áður en hún losaði sig Við hana. Nei, nei, hún væri ekk ert hrædd um að missa atvinn- una.... Nei, það gefur annars enga hugmynd um þetta þó að in augum...örugga, undirförla og COSPER J 2105 — Hugsaðu þér! 1 strætisvagninum heim kvöld stóð maður bak við og las í hlaðinu minu allan tímann! kióka...æ, ég finn ekki rétta orðið til að lýsa henni, en það var eitthvað í þessa átt. Ég hugs- aði nú ekki mikið út í þetta strax....því að stelpan er alltaf með einhvern leikaraskap... en hvenær sem mér dettur það í hug, fer ég að geta mér til um, hvort hún hafi nú kannske eitt- hvert tak á ungfrú Anning — eitthvað meira en þetta, sem hún heyrði hana tala um, að hún „gæti drepið hann‘. Ég bjóst nú við, að hún mundi koma með það, þegar hún var spurð, en það gerði hún einmitt ekki, og það fannst mér einkennilegt. Maud Silver svaraði engu en 'hélt áfram að prjóna. Eftir nokkra þögn, lét hún þess getið, að nú hefði Frank komið með fjóra grunaða til að velja úr, og ekki virtist annað vanta en næg- ar sannanir til þess að geta tek- ið einhvern þeirra fastan. Frank leit til hennar íbygginn. — Finnst þér skortur á slíkum sönnunum, hvað Pippu May- bury snertir ? XXVI. Tvö atvik gerðust rétt eftir há degisverðinn. Maud Silver fór heim í herbergið sitt, til að sækja bandhespu, sem hana vantaði, og James Hardwick fór út að aka með konu sinni. Carmona hafði komið að honum í bókarherberginu, þar sem hann sat við skrifborðið. Þegar hún kom inn, leit hann upp og tók eftir því, hve föl hún var. Náföl, vægast sagt. Og það var ekki þessi gagnsæi fölvi, sem hann hafði tekið eftir þegar hann sá hana í fyrgta sinn, heldur ve- sældarlegur fölvi og dílarnir undir augunum voru likastir marblettum. Hún lagði aftur hurðina á eftir sér og hallaðist síðan upp við hana. Svo sagði tuft, légt og hægri «i-..JaiB£5»xi? getum ekki haldið svona áffam; ég verð að tala við þig. Hann lagði frá sér pennan. - Sumt er betur ósagt, finnst þér ekki ? Því minna sem þú veizt, því minna veit ég, og því minna sem við tölum um það, sem við vitum eða vitum ekki, eða gizk- um á, eða ímyndum okkur... því betra. Stundarkorn hugsaði hún — en vissi ekki um hvað. Kannske að hann ætlaði að fara að gera tilraun til að nálgast hana.. nei, hún vissi það ekki... James Hardwick stillti sig. Hann gat gripið hana í fang sér og sagt. „Hvers vegna líturðu svona út ? Er heimurinn alveg að forganga, þó að Alan Field sé dauður ? Skiptir hann svona miklu máli ?“ En hann sagði ekkert. Ef hún hefði haft einhverja veika von um, að hann segði eitt- hvað, sem gæti dregið úr hræðslu hennar þessari skelf- ingu, sem virtist óumflýjanleg, þá brást sú von. Svipurinn á James var hörkulegur, og engr- ar huggunar þar að vænta. Hún sagði — og röddin var máttlaus : En...ég verð... ég get ekki hald- ið svona áfram... Hann horfði á hana þegjandi og hleypti brúnum Ef hún verð- ur...já, þá verður hún sjálfsagt ...og það væri betra að hún tal- aði við hann en nokkurn annan. Þetta hús var ekki heppilegasti staðurinn til að tala um þetta, þar sem allir voru á öfuga end- anum, og alls konar misskilning- ur gat af því hlotizt. Hann ýtti frá sér stólnum og rétti úr sér. — Gott og vel, ef þér finnst þess þurfa. Ég held nú, að betra sé að tala ekkert um það, en ef ekki verður hjá því komizt skaltu heldur tala við mig en aðra. Bara ekki hérna, þar sem fólkið er alltaf á þeytingi út og inn, og lögreglan getur komið þjótandi á hverri stundu. Ég ætla að taka bílinn og svo getum við ekið út eftir strandveginum. Það er fjandans heitt þar, en að minnsta kosti liggur þar enginn á hleri. Náðu þér í hatt. Það voru engar ýkjur, að heitt væri i veðri. Hvergi skuggi, og sólin hellti geislum sínum yfir þau. Þegar þau voru komin al- mennilega út fyrir þorpið, sagði hann. — Ef ég ek á fjörutíu get- ur mrður kannske haft ofurlít- inn svala. — Já, en ég get ekki talað, sagði Carmona, — ef þú ferð svo hratt. Hann brosti allt í einu. — Mér þykir þú vera orðin gamaldags. Fjörutíu mílur er hreinasta ó- vera. Þú vilt kannske heldur hafa það milli fimmtán og tutt- ugu ? Hún fann, að hún róaðist of- urlítið. Hraðamælirinn seig nið- ur í tuttugu og fimm. Sólin var glóandi heit, en samt var nú of- urlítil gola. Hún sagði: — Ég verð að fá að vita þetta, James. Mér líður verr og verr, og þoli þetta ekki lengur. Þú verður að segja mér það. Hvar varstu á fimmtudagsnóttina ? — Hvar var ég ? — Já. — Hvað áttu við ? — Ég vaknaði og þá varstu ekki inni. Ég fann það á mér, að eitthvað hræðilegt væri um það bil að gerast. Einhver kom hlaupandi....utan af klettunum. Ég fór á fætur og leit inn í fata- herbergið og þar varstu ekki. Svo fór ég fram á stigagatið og par slóð Síppa vg hélt sér j stólp ann. Kjóllinn hennar var allúF gegnvættur í blóði. Við fórum inn í herbergið hennar. Alan hafði verið að kúga af henni peninga. Hún fór niður í bað- skúrinn til þess að fá honum perlurnar sínar, og datt þar yf- líkið af honum, kylliflötum. Þannig hafði blóðið komið í kjól inn. — Já, mér skilst eftir lögregl- unni, að hún hafi skýrt þann- ig frá þessu. Trúir þú þessari sögu hennar ? —Já, það geri ég. Hún var ekki í því ástandi þarna um nótt ina, að geta búið til neinar sög- ur sjálf. Ef hún hefði sjálf rek- ið hann í gegn, hefði hún trúað mér fyrir því. En lofðu mér að halda áfram sögunni. Við brennd um kjólinn hennar og sokkana. Hún var í strigaskóm, sem hægt var að þvo. Við höfðum enga hugmynd um blóðblettina á stigarenningnum. Héldum við hefðum hreinsað allt, sem 'hér um bil hálftíma. Þegar ég kom aftur inn til mín, varst þú í rúminu sofandi. Eða, ég veit ekki betur; kannske hefurðu bara látizt vera það. Hún horfði ekki framan í hann heldur á hendur hans, sem voru stöðugar á stýrinu, og beið eftir, að hann segði eitthvað. Þegar það varð ekki, tók hún til máls aftur og með ákafa, sem hann hafði aldrei vitað dæmi til fyrr hjá henni: — Hvar hafðir þú ver ið ? Og hvað hélztu, að hefði orðið af mér ? Þú varst hvorki í þinu herbergi né mínu. Hvar varstu meðan ég svaf ? Og á eft- ir, meðan ég var inni hjá Pippu? Við vorum þar saman, og fórum svo niður til að brenna kjólinn hennar. Hvar varst þú og hvar j hélztu, að ég væri ? Ég verð að ; fá að vita það. Hann svaraði, án minnstu svipbrigða : — Það er stundum betra að vita oflítið en ofmikið. Þetta, sem hún hræddist mezt, þetta sem hún vildi ekki horfa á, kom óðum nær. Gegn um all- an hitann, sem nú var, fann hún kuldann af því. Röddin varð máttlaus, og hún sagði hvísl- andi : — Hvað áttu við ? Æ, James... Hann hló. Ég á við nákváem- ; lega það, sem ég sagði. Þegar • maður er spurður margra spurn- ‘ inga af lögreglu eða slíku fólki, f getur það stundum verið hent- ' ugt að segja sannleikann og snuða djöfulinn með því einu að segja, að maður viti ekki það, sem spurt er um. Carmona sagði : — Ég verð að fá að vita það ! 12.00 12.55 15.00 16.30 19.25 19.30 19.40 20.00 20.30 n a r L á ó — Ekki stoppa hann Markús. Lofaðu honum að veiða eí hann langar til þess — Fljótir drengir! Kornið myndavélunum fyrir. Við verð- um hér og tökum myndina! — Þetta verður stórxín frétt! — Ég hefi aldrei séó annað eins órkostlegur. SUUtvarpiö Þriðjudagur 26. júlí —10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp. ,,A ferð og flugi": Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Erlend þjóðlög. Tilkynningar. Fréttir. Hafnarvist Verðandimanna-þriðja erindi (Sveinn Skorri Höskulds- son magister). Schubert-tónleikar: a^ Forleikur að „Töfrahörpunni". b) Manson^ur. c) Drottinn er mitt traust, H. sólmur. ^ d Smalinn á klettabrún. Flytjendur: Diana Eustrati, alt, Margaret Ritchie, sópran, Mich- ael Raucheisen, og Georg Mal- colm, píanó, Gervase de Peyer, klarinetta, og fílharmoníuhljóm- sveitin í Berlín undir stjórn Fritz Lehmanns. Utvarpssagan: ..Djákninn í Sand ey“ eftir Martin A. Hansen; IV, (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). Fréttir og veðurfregnir. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). Dagskrárlok. 21.30 22.00 22.10 22.25 8.00— 12.00 12.55 15.00 16.30 19.25 19.30 19.40 20.00 20.30 21.00 21.25 21.45 22.00 22.10 22.30 Miðvikudagur 27. júlí 10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) Hádegisútvarp. „Við vinnuna“: Tónleikar. —16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Operettulög. Tilkynningar. Fréttir. Ný viðhorf í viðskiptamálum Vestur-Evrópu — síðara erindi (Dr. Magnús Z. Sigurðsson). Tónleikar: Kammertónverk eftir Richard Strauss: Sónata fyrir knéfiðlu og píanó í F-dúr op. 6. — Joseph Schuster og Friedrich Wúhrer leika. Erindi: Launajafnrétti karla og kvenna (Herdís Olafsdóttir hús- frú á Akranesi). Píanótónleikar: Magnús Blöndal Jóhannsson leikur Arabesku eftir. Schumann og Pólónesu í cís-moll eftir Chopin. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Knittel" eftir Hein- rich Spoerl, III (Fríða Sigurðsson þýddi. — Ævar Kvaran leikari les). ,,Um sumarkvöld": EUa Fitzger- ald, Tino Rossi, Ingrid Almquist, Sigurður Olafsson, Darlene Ed- wards, Ralf Roberts, Dinah Shore, Tommy Steele og Laurindo Almeida skemmta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.