Morgunblaðið - 26.07.1960, Qupperneq 19
Þriðjudagur 26. júlí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
19
— Krossá
Frh. af bls. 20.
son bílstjóri þá snarazt út í
ána, sýnilega alvanur að vaða
straumharðar ár. Fór hann
með dráttarvír úr bíl sínum,
út að bíl Ferðafélagsins, setti
þar í hann og buslaði í land
aftur undan straumnum. Þetta
gekk fljótt og mjög vel. — Er
skemmst frá því að segja, að
Hreiðar dró Ferðafélagsbílinn
úr straumnum og alveg upp
undir sandeyrar, með öllu
fólkinu, 18 manns á. — En þá
var bíllinn svo nærri landi að
þeir sem ekki voru bornir í
land óðu.
Þarf ekki að lýsa fögnuði
fólksins yfir því að hafa aftur
fast land undir fótum. Telj-
andi meiðsl höfðu ekki orðið
á fóikinu, en sumir fengið
taugaáfall. Lítil stúlka hafði
misst meðvitund og sopið eitt-
hvað af vatni. Farangur og
nesti ferðafólksins gegnblotn-
aði, þvi allt var það á þaki
bílsins, er fór að mestu á bóia-
kaf.
á Björgun bílsins
Bílnum var síðan bjargað úr
ánni. Hafði bíll Guðmundar Jón-
assonar með dráttarvírinn rétt
hann við.
Heimildarmaður blaðsins taldi
fullvíst að ástæðan til þessa
óhapps væri sú að ökumaður
hefði ekki farið rétt í ána. Til-
gátur um að grafizt hafi skyndi-
lega undan bílnum hafi ekki við
rök að styðjast.
— Kongó
Framh. af bls. 2
yfirmann túnísku sveitanna og
lögðu vopn sín fyrir fætur hon-
um. Márahermenn hafa tekið
við varðgæzlu af Belgum í bæj-
unum Boma og Tshela í Ba-
kongó-héraði og hermenn frá
Gíneu eru á leiðinni upp' eftir
Kongófljóti með gufubát til
Banningville.
Herlið streymir að
Talsmenn herliðs S. Þ. segja
að herliðið sé smám saman að
taka við stjórn alls Kongó nema
Katanga. Herafli S. >. í Kongó
er nú kominn upp í 7000 manns.
Á morgun eru væntanlegir þang
að 350 hermenn til viðbótar frá
Túnis og 1500 frá Eþíópíu. —
Seinni hluta vikunnar koma
650 írskir liermenn til Leopold-
ville með bandarískum her-
flutningaflugvélum.
Hvað verður um Katanga
Stjórnendur herliðs S. Þ. vilja
ekki segja hvenær þeir senda
her inn í Katanga-hérað. Von
Horn kveðst hafa heimild til þess
að senda her þangað. En Moise
Tsjombe forsætisráðherra Kat-
anga lýsir því yfir, að her inn-
fæddra í héraðinu muni ráðast
á herlið S. Þ. ef það stigi fæti
inn fyrir landamæri Katanga.
Tsjombe heldur fast við þá á-
kvörðun að viðhalda sjálfstæði
Katanga. Ekkert annað ríki hef-
ur fengizt til að viðurkenna Kat-
anga sem sjálfstætt ríki, ekki
einu sinni Belgía, sem heldur þó
hlífisskildi yfir því.
Einn af forustumönnum skiln-
aðarhreyfingarinnar í Katanga,
Munongo innanríkisráðherra,
lýsti í dag vonbrigðum yfir því,
að Belgíumenn hafa brugðizt því
fyrirheiti að tryggja viðurkenn-
ingu fyrir sjálfstæði ríkisins og
berjast fyrir rétti þess á vett-
vangi S. Þ. Munongo sagðist
hlynntur því að Katanga yrði í
ríkjasambandi með öðrum hér-
uðum Kongó. Hann sagði að hér-
aðsbúar vildu deila áuði sínum
með öðrum íbúum Kongó, en
ekki meðan miðstjórnin í Leo-
poldville héldi völdum.
I Leopoldviile gengur lífið
nú sinn vanagang og allt er
orðið kyrrt þar. Hermenn
frá Svíþjóð og Ghana gæta
laga og reglu á strætunum og
íbúarnir fjölmenna á gang-
st“,*nrkjf(ihiisin ríiis og áður
aOiaiC.
— Norðurlandaráð
Frh. af bls. 1
ríkjum, tillögur um lögfræðileg
efni, svo sem endurskoðun lög-
gýafa landanna um ríkisborgara-
rétt með gagnkvæmar tilslakan-
ir fyrir augum, o. fl. Þá má
nefna tillögur um greiðari toll-
skoðun hjá þeim, sem ferðast
milli landanna, aðild íslendinga
að norrænni upplýsingastarf-
semi á sviði ferðamála og loks
tillögur um styrki til náms-
manna og námsferðir. Óþarft er
að geta tillógu þeirrar, er fram
hefur verið lögð um norrænt
samkomulag að því, er fisk
veiðilögsögu snertir, en ekki er
gert ráð fyrir að nái til íslands,
vegna sérstöðu þess. — Mikill
meirihluti þeirra mála, sem tek-
in eru til meðferðar á þingum
Norðurlandaráðsins, eru borin
fram af einstökum ráðsmönnum,
en einnig hafa ríkisstjórnir land-
anna rétt til að bera mál fram.
Aldrei fleiri ráðherrar hér
Norðurlandaráð er skipað
16 fulltrúum frá hverju landi
— nema fimm frá íslandi eða
69 mönnum alls. Auk þeirra
munu sitja þingið hér 20 ráð-
herrar frá hinum Norðurlönd-
unum og íslenzku ráðherrarn
ir sjö, og verða hér m. a.
saman komnir í fyrsta sinn'
allir forsætisráðherrar Norð-
urlanda. Alls eru þeir, sem
þingið sækja því 96 að tölu,
og hafa með sér ýmsa sér-
fræðinga til ráðuneytis. Er-
lendir gestir á Íslandi, sem
hingað koma í tilefni af þingi
Norðurlandaráðsins, munu
því vera eigi færri en 163,
að því er Friðjón Sigurðsson,
skrifstofustjóri, tjáði Mbl.
Ráðherrarnir sem koma
Þeir 20 iáðherrar, sem komu
til landsins í gærkvöldi eða eru
rétt ókomnir hingað eru þessir:
Frá Danmörku: Viggo Kamp-
mann, forsætisráðherra, Jörgen
Jörgensen, menntamálaráðherra,
Viggo Starcke, án stjómardeild-
ar, Hans Hækkerup, dómsmála-
ráðherra, Kaj Bunvad, atvinnu-
málaráðherra og Sören Olesen,
innanr ík isr áðherra.
Frá Finnlandi: V. J. Sukse-
lainen, forsætisráðherra, Ralf
Törngren, utanríkisróðherra,
Ahti Karjalainen, verzlunar- og
iðnaðarmálaráðherra, Antti
Hannikainen, dómsmálaráðherra
og Heikki Hosia, menntamálaráð
herra.
Frá Noregi: Einar Gerhardsen,
forsætisráðherra, Arne Skaug,
verzlunar- og siglingamálaráð-
herra, Gudmund Harlem félags-
málaráðherra og Jens Haugland,
dóms- og Jögreglumálaráðherra.
Fró Svíþjóð: Tage Erlander,
forsætisráðherra, Thorstein Nils
son, Rune Johansson, Gunnar
Lange og Herman Kling.
Fundir haldnir í Hákóla íslands
Þess skal að lokum getið, að
allir fundir Norðurlandaráðs og
einstakra nefnda þess fara, með-
an þingið stendur yfir, fram í
Háskóla Islands. Forsetar hinna
einstöku deilda Norðurlandaráðs
eru þeir Bertil Ohlin, Svíþjóð,
Erik Eriksen, Danmörku, K. A.
Fagerholm, Finnlandi, Nils Höns
vald, Noregi og Gísli Jónsson,
íslandi.
— Kvlkmyndir
Framh. af bls. 13.
hið sama. Eva er í hjarta sínu
prúð og heil’brigð stúlka, en að-
stæður hennar eru þannig að
hún sér ekki önnur ráð en að
fara að áeggjan vinkonunnar. En
lögreglan kemur nú til skjalanna
og virðast þar með öll sund lok-
uð fyrir Evu.
Mynd þessi er mjög athyglis-
verð og vel gerð, hvergi gróf og
á efninu haldið af' skilningi á
orsökum þeim, sem leiða hinar
ungu stúlkur til þessa hörmulegu
lífernis. Leikurinn er einnig
mjög góður, einkum þeirra Ing
mar Zeisberg, sem leikur Evu og
Claus Holen, sem leikur bílstjór
— Aflakóngur
Framh af bls 1
Skipstjórinn er innfæddur
Hull-búi og hefur starfað hjá
hinu *tóra Kmgston-iútgerðar
félagi frá því á unga aldri. Hann
segist fyrir tveimur árum hafa
komið í veg fyrir að íslendingar
tækju togarann Cape Campbell.
Þegar það gerðist var hann skip-
stjóri á Kingston Emerald. Hindr
aði hann töku Cape Campbell
með því að sigla milli hans og is-
lenzka varðskipsins.
6 reknir
Að lokum segir Fishing News
að ekki sé vitað með vissu hve
fnörgum togaraskipstjórum hafi
verið vikið frá starfi í Hull upp
á síðkastið fyrir aJS óhlýðnast
fyrirmælum togaraeigenda um
veiðar við ísland. Telur blaðið
líklegt að sex hafi verið reknir.
FÉLAGSLÍF
Frá Ferðafélagi íslands.
Ferðir um verzlunarmanna-
helgina: Þórsrhörk, Landmanna-
laugar, Hveravellir og Kerling-
arfjöll, Stykkishólmur og Breiða
fjarðareyjar. — Upplýsingar í
skrifstofu félagsins Túngötu 5,
símar 19533 og 11798.
FARFUGLAR — FERÐAFÓLK
Farið verður í Kerlingarfjöll
tim verzlunarmannahelgina, 30.
júlí. — Þeir sem eiga pantaða
farmiða, eru vinsamlega beðnir
um að sækja þá sem fyrst.
Skrifstofan er á Lindargötu 50,
gengið inn fró Frakkastíg og er
hún opin á miðviku-, fimmtu- og
föstudag kl. 8,30—10, sími 15937.
Nefndin.
Knattspyrnufél. Þróttur.
Æfing verður í kvöld kl. 8,30
á íþróttavellinum fyrir M 1 og
2 fl. Mjög áiiðandi að sem flestir
mæti. — Nefndin.
Öræfaslóðir. —
Verzlunarmannahelgin: — 3%
dags ferð um Fjallabaksleið.
— 6. ágúst: 12 daga ferð í Öskju.
Guð'm. Jónasson. Sími 11515.
Afgr.: BSR, Lækjargötu. —
Sími 16141. —
Þökkum hjartanlega öllum sveitungum, ættingjum og
vinum fyrir vináttu á gullbrúðkaupsdegi okkar 24. júní.
Lifið heil.
Oddný Árnadóttir, Gísli Guðmundsson,
Esjubergi.
Hjartanlegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
INGÍBJARGAR SVEINSDÓTTUR
Sveinn Ólafsson,
Hansína -Guðjónsdóttir, Baldur Ólafsson,
Halldóra Ólafsdóttir, Hrefna Ólafsdótti-,
Gcir Ólafsson og barnabörn.
Móðir okkar
SIGRÍDUR ÓLÖF JÓNSDÓTTIR
lézt á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 22. þ. m.
Árni Jónsson, Egill Jónssou.
Stjúpi minn og mágur
KARL CHRISTENSEN
andaðist þann 15. júlí í Kaupmannahöfn.
Hulda Gunnarsdóttir, Nína Kristófersdóttir.
vl
Maðurinn minn
SIGURÐUR BJARNASON
frá Oddsstöðum, Lundarreykjadal,
er lézt 22. júlí verður jarðsunginn frá Lundarkirkju
fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 2.
Vigdís Hannesdóttir.
Fósturmóðir okkar
KRISTJANA S. JÓNSDÓTTIR
veröur jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27.
þ. m. kl. 3.
Börnin.
fSLEIFUR EINARSSON
frá Læk, Ölfusi,
andaðist í EUi- og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnu-
daginn 24. júli siðastliðinn.
Vandamenn.
Maðurinn minn og faðir okkar
SVEINN TÓMASSON
málaramelstari,
andaðist 23. júlí að heimili sínu Bræðraborgarstíg 35.
Fyrir mína hönd og barnanna.
Sigríður Aiexandersdóttir.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
VAI,GERÐUR S. NORÐDAHL
frá Hólmi,
verður jarðsungin ftá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27.
þ. m. kl. 1,30 e. h.
Eggert G. Norðdahl,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar
MATTHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR
Skarði, Vestmannaeyjum,
lézt 24. þessa mánaðar í Landakotsspítala.
Ragnhildur Þórarinsd. Stolzenwald, Hlíf Þórarinsd.
Hildur Þórarinsd., Theódóra Þórarinsd.
Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir
SIGURRAGNA VILHJALMSDÓTTIR
andaðist að St. Jósefsspítala Hafnarfirði, aðfaranótt
mánudagsins 25. júlí.
Steinþór Ilóseasson og synir,
Guðrún Sigmundsdóttir, Tómas Vilhjálmsson,
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarfor móður og tengdamóður okkar
INGVELDAR EINARSDÓTTUR
Ásta Júníusdóttir, Vigfús Sigurðsson.
Innilegustu hjartans þakkir, öllum þeim um land allt,
sem sýnt hafa okkur hjartahlýju og samúð I hinum
þungu raunum okkar vegna hins sviplega fráfalls minnar
ástkæru eiginkonu og minnar elskulegu dóttur og fóstur-
dóttur
ÞORBJARGAR A. EINARSDÓTTUR
og
ÞORGERDAR ÞÓRHALLSDÓTTUR
Axel Jónsson, Friðrikka Pálsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för
EMILfU S. BJÖRNSDÓTTUR
Vandamenn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför eiginmanns míns og föður
JÓNS B. VALFELLS
Svava Valfells, Bjamþór Vaifells.