Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 2
2 f MORGVNBL AÐ1Ð Föstudagur 29. júlí 1960 S Minkaskinn seid iyrir 550 miiij. kr. DAGBLAÐIÐ Berlingske Xid. ende í Kaupmannahöfn segir frá Sólfaxi í berjaferð SÓLFAXI kemur á laugar- daginn með jarðarber frá Hollandi. Nú bregzt það ekki, sagði Gunnar Sæmundsson, sem fór utan með Sólfaxa i gærkvöldi á vegum Sam- kaups til að sjá um flutning- inn. Sólfaxi er í annarri- fiskflutningaferðinni — og í þeirri fyrri átti hann líka að koma með jarðarber, en það brást. Nú hafa verið keypt 5 tonn af jarðar-, hind- og blá- berjum, sagði Gunnar. Þetta eru allt djúpfryst ber, sem voru sett í frysti 4 stundum eftir að þam voru tínd. Og þau eru sízt verri en ber, sem ekki eru fryst, því þarna eru þau sett í frostið einmitt þegar þau eru bezt, sagði Gunnar. því sl. þriðjudag að áætlað sé að útflutningur á minkaskinnum færi Dönum í ár 100 milljónir danskra króna (rúmlega 550 millj. ísl. kr.) í erlendum gjald- eyri. Segir blaðið að reiknað sé með metframieiðslu á minkaskinnum í heiminum í ár og að um 12 milljónir skinna komi til sölu á heimsmarkaðinum. Norðurlöndin eru mög fram- arlega í minkarækt og munu Danir selja eina milljón skjnna í ár, Svíar 800.000 og Finnar 500 þúsund. En samkeppnin um söluna er orðin meiri en nokkurn tíma fyrr og munu því vörugæðin hafa úrsiltaáhrif á markaðinum, segja Rerlingatíðindi. ¥ Eins og lesendur Morgunhlaðs ins muna, fíutti Einar Sigurðs- son frumvarp á síðasta þingi um afnám á banni við minkaeldi. —• Frumvarpið náði ekki fullnaðar afgreiðslu á þinginu, en hér er um að ræða mjög athyglisvert mál fyrir íslendinga, m. a. vegna þess að fiskimjöl hríðfellur í verði, eins og kunnugt er af fréttum, en minkar eru öðru fremur fóðraðir á fisgiafgangi. Rússa Asakar Fjölmenn útíör frá Lnndarkirkju AKRANESI, 28. júlí. — Klukkan 2 í dag var útför Sigurðar bónda Bjarnasonar að Oddsstöðum í Norrænt samkomulag um fisk- veiðilögsögumál ekki tímabært Lundarreykjadal, gerð frá Lund- arkirkju, í sólskins veðri. Sigurð- ur var giftur Vigdísj yngstu dótt- ur Hannesar bónda í Deildar- tungu og skorti 6 daga á sjötíu og sjö ár, er hann lézt 22. þ.m. Þau hjónin hafa búið á Oddsstöðum á fimmta tug ára og búa þar nú tvær dætur þeirra, Ástríður og Anna, ásamt mönnum sínum Kristjáni Davíðssyni og Ragnari Holgeirssyni. Þriðja barnið sem þau Sigurður og Vigdís eignuð- ust er Ingibjörg, kona Guðjóns Bjarnasonar á Akranesi. Sóknarpresturinn sr. Guðm. Þorsteinsson á Hvanneyri, flutti ræðu í kirkju og jarðsöng. Um 400 manns fylgdu. Tugir barna af Akranesi hafa dvalið á Odds- staðaheimilinu og nokkur þeirra þarna komin til að kveðja góðan vin. EKKI eru taldar Iíkur á, að þing Norðurlandaráðsins, sem hér stendur yfir, geri samþykkt um fiskveiðilög- sögumálin á þá Iund, sem fram var komin tillaga um, þ. e. að 4 þeirra — öll nema Island — heimili hvort öðru fiskveiðar á vissum svæðum innan takmarka sinna. Erindi norsku stjórnarinnar Tillaga sú, sem m. a. fól þetta í sér, var sem kunnugt er borin fram ekki alls fyrir löngu af þeim deildaforsetum Norður- landaráðsins Karl-August Fager- hölm, FinnJandi, Nils Hþnsvald, Noregi, og Bertil Ohlin, Sví'þjóð, en mætti þegar andúð af hálfu íslendinga eins og fram hefur komið í fréttum. , Lægðin fyrir sunnan land hélt áfram ferð sinni austur ' á bóginn og hafði dýpkað 1 nokkuð í gær, svo að þrýst ! ingur var um 985 millibarar í lægðarmiðju. Ekki gætti hennar þó verulega hér á landi, en búizt var við vax- 1 andi NA-átt austan lands. — Norðan lands og austan var skýjað í gær, rakt og sól- arlaust, en úrkoma ekki mik- !! il. Bjartast var á Suðvestur- Jandi og þar var einnig hlýj- ast, 16 stig á Eyrarbakka kl. 15. Þó var búizt við síðdeg- ! isskúrum sunnanJands. Kald- ast var á annesjum norðan ) lands, 8° á Hornbjargsvita ^ klukkan 12. i Veðurhorfur kl. 10 í gær- ^ kvöldi: — SV-land og mið- s in: A-kaldi, skúrir austan til.) Faxaflói og Breiðafjörður og J miðin: NA-kaldi, sums stað- s ar stinningskaldi, skýjað. —) Vestfirðir til NA-lands og ^ miðin: NA-gola, víða kaldi S eða stinningskaldi, dálítil) rigning. — Austfirðir og J SA-land og miðin: NA-kaldi, s víða stinningskaldi eða all- i hvasst, rigning með köflum. ; í Á fundi Norðurlandaráðsins i gær, var lagt fram erindi frá norska utanríkisráðuneytinu, þar sem lýst er afstöðu rikis- stjórnar Noregs til tilögunnar og skýrt frá því, að hún telji eigi tímabært, að ráðið geri ákveðna samþykkt um slíkt nú. Verði reist á sem breiðustum grundvelli 1 erindi ráðuneytisins, sem undirritað er af HaJvard Lange, utanríkisráðherra, er þess fyrst getið, að norska stjórnin hafi orðið fyrir mikJum vonbrigðum, þegar annarri sjóréttarráðstefn- unni í Genf tókst ekki að leysa vandamálið um víðáttu fiskveiði- Jögsögunnar, þar sem norsk stjórnarvöld hafi ætíð lagt kapp á, að málið yrði leitt til lykta með alþjóðasamkomulagi. Síðan segir í erindinu, að vegna framkominnar tillögu um að fjög ur Norðurlandanna reyni að komast að samkomulagi um lausn fiskveiðilögsöguvandamáls- ins, .vilji norska stjórnin benda á, að skoðanir Norðurlandanna í þessu efni séu svo mismunandi, að það hljóti að verða miklum erfiðleikum bundið, að ná sam- komulagi á grundvelli þessarar tillögu. . , Einnig telji Norðmenn hag- stæðara og æskilegra, ef hugs- anlegt samkomulag gæti náð til fleiri ríkja en þeirra fjög- urra, sem nú væri rætt um og helzt allra landa, sem liggja að Norður-Atlantshafinu. Þrátt fyrir þetta segist norska stjórnin vera þeirrar skoðunar, að Norðurlöndin eigi að hafa náið samband sín á milli um þetta vandamál, með það fyrir augum, að komast hjá því, að útfærslur eða breytingar á fisk- veiðitakmörkunum verði til þess að skapa úlfúð milli norrænna sjómanna. Ekki tímabært Með þetta sjónarmið í huga, segist norska stjórnin gjarna, þar sem aðstæður leyfi, vilja taka til athugunar möguleikana á því, að koma á vissum svæðum — samkomulagi þess eðlis, sem umrædd tilaga fjalli um. Erindi norska utanríkisráðu- neytisins lýkur svo með þeirri yfirlýsingu, sem fyrr var getið, að ríkisstjórn landsins telji ekki, að ems og sakir standi sé nokkur ástæða fyrir Norðurlandaráðið að hafa frumkvæði um ákveðnar aðgerðir. Aðolbrnutir 09 húmurkshruði ÞÁ hefur dómsmálaráðherra sett ákvæði um aðalbrautarétt á þjóð vegum í nágrenni Reykjavíkur, Gullbringu- Kjósar og Árnes- sýslu, og einnig um hámarks- hraða á þeim. Er um þetta tilk. í síðasta Lögbirtingablaði. Reykja nesbraut telzt aðalbraut. Suður við Hafnarfjörð eru gerð frávik um aðalbrautarétt á þessari leið. Á þessum sama vegi er mestur hraði leyfður 60 á milli Kópa- vogslækjar og Silfurtúns, — annars 45 km unz komið er til Keflavíkur. Þá er Suðurlandsvegur talin aðalbraut með 60 km hámarks- hraða frá vegamótunum við Vesturlanlsbraut ofan Ártúns- brekku og að Selási. Og milli Selfoss og vegamótanna við Gaulverjabæjarveg 35 km. Á Eyrarbakkavegi er leyfilegur aksturshraði 35 km. Á Vestur- landsvegi (Þingvallavegi) er 60 km hraði hámarkið. Á vegunum um Þjóðgarðinn á Þingvöllum er hámarkshraði leyfður 50 km. Þá hefur dómsmálaráðherra sett ákvæði um aðalbrautir og hámarkshraða á þjóðvegum hér í nágrenni Reykjavikur, í sýslun- um Gullbringu- Kjósar- og Ár- nessýslu. Eru ákvæði þessi birt í Lögbirtingablaðinu sem út kom á miðvikudaginn. Vegirnir sem aðalbrautarétturinn nær til eru Reykjanesbraut, Suðurlandsveg- ur( Eyrabakkavegur og Vestur- landsvegur. — Á nokkrum stöð- um eru frávik um aðalbrautar- rétt. Eins og kunnugt er af fréttum, beittu Rússar tvisv ar neitunarvaldi í öryggis- ráðinu gegn því að hlut- lausri nefnd eða Alþjóða Rauða Krossinum yrði falið að rannsaka ferðir banda- risku RB 47 þotunnar, sem Rússar skutu niður hinn 1. þ. m. Ásakaði Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna, Rússa um að hafa af fyrirhuguðu ráði hrakið bandarísku þotuna af leið og skotið hana niður yfir opnu hafi. Kvað Lodge sér- stakar stöðvar Bandaríkj- anna, sem búnar væru lang- drægum radar, hafa fylgst með ferðum þotunnar, og sýndi Öryggisráðinu upp- drætti máli sínu til skýring- ar. Var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Grænlandsfei ð Ferðaskrif stofunnar HIN fyrirhugaða ferð til Eirikt- fjarðar á Grænlandi á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins verður farin föstudaginn 5. ágúst nk. — Verður staðið við í þrjá daga og ferðazt um hinar fornu íslend- ingabyggðir, en komið aftur til Reykjavíkur á mánudagskvöld. Áætlað þátttökugjald er 3000 kr. og er þá innifalið í verðinu ferða lög, matur og gisting. Taka má fram, að flugleiðin til flugvall- arins í Stokkanesi í Eiríksfirði (Narssarssuak) er jafnlöng og til Glasgöw. Fararstjórar verða þeir Þór- hallur Vilmundarson, sem fræða mun þáttakendur um sögu Græn- Iands að fornu og leiðbeina þeim á sögustöðum, í Brattahlíð og Görðum, og Guðmundur Þorláks- son, sem fræða mun ferðamenn- ina um Grænland nú á tímum og um náttúru landsins, en Guð- mundur hefur dvalizt sex ár á Grænlandi. Þátttakendur í ferð þessari eru beðnir um að gefa sig fram hið allra fyrsta við Ferðaskrif- stofu ríkisins, því að aðeins fá sæti eru láus. Flogið verður með skymasterflugvél Flugfélags Xs- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.