Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 2? júlí 1960 Monrrxm 4nio 13 Meirihluti þjóöarinnar er á móti dragnótaveiÖum JÓN Eiríksson í Hafnarfirði skrif ar í Morgunblaðið í dag greinar stúf um dragnótina, og víkur þar nokkrum orðum ag samtali okk- ar Jóns Jónssonar fiskifræðings í útvarpinu fyrir nokkru síðan um þessi mál. Ég er honum sammála um það, að mál þetta er ekki hlátursefni, enda hló ég ekki í umrætt skipti, svo Jón get ur þess vegna endurskoðað hlát. urgreiningu þá, sem hann virð- ist hafa gert að samtalinu loknu. Jón telur upp þrjá báta, sem hafi fengið nokkurn afla kvöld- ið sem lokað var og þeir urðu að hætta veiðum hér í flóanum. Vesalings mennirnir, þá hafa þeir átt bágt, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að upp var skafin hver branda í botnvörpu og dragnót, $em kom hér í innan verðan flóann. Önnur veiðarfæri þýddi ekki að reyna nema blá vetrarvertíðina. Þetta breyttist strax eftir friðunina eins og all- ir vita, sem á annað borð vilja vita það. Hvað viðvíkur bátafjöldanum vil ég taka það fram, að nefnd dragnótarmanna, sem gekk með bænaskrá fyrir ráðherra, taldi vera 84 báta hér við flóann, sem gætu hafið dragnótaveiðar.Varla hafa þessir menn verið að skrökva að ráð'herra. Jón spyr: „Til hvers er verið að vernda og rækta og hver á að njóta ávaxtanna". Því er fljót svarað. Við höfuð notið ávaxt- anna af friðuninni, við njótum þeirra í nútíð og framtíð ef rétt er að farið. Jón heldur áfram: „Finnst mönnum, að bóndi, sem ræsir fram og ræktar í átta ár, beri nafnið búhöldur með sanni, ef hann að þeim tima liðnum lætur allt fara í auðn“? Nei, það þætti víst engum gott og hér erum við komnir að kjarna máls ins. Það væri álíka viturlegt að ráðast nú, eftir aðeins 8 ára frið un á miðin kringum landið með dragnót, eins og ef bóndi réðist á það, sem hann hefði ræktað í átta ár og eyddi þar og dræpi meirihlutann af þeim bústofni, sem hann væri að koma sér upp og eyddi og spillti ræktuninni. Fyrir nokkru síðan skrifaði Sigurjón Einarsson, skipstjóri, sá mæti maður, grein í Morgun- blaðið um dragnótina. Ræddi hann þar meðal annars um fæðu skortinn, sem verið er að reyna telja mönnum trú um að fiskur- inn búi við. Benti hann meðal annars á það, að hér í flóanum hafi verið svo mikið af bolfiski, þegar botnvörpuveiðar hófust hér, að enskir voru í vandræð- um með að ná í flatfiskinn, sem þeir hirtu eingöngu, og urðu bvi að henda ógrynnum af þorski og ýsu. Nóg æti virtist íiskurinn hafa haft þá, því frá upphafi hef ur fiskur héðan úr flóanum þótt úrvalsvara. Jón talar um menn og hrepps félög, sem fjallað hafi um drag- nótamálið og lítið gott haft til þess að leggja. Já, málið hefur mætt mikilli andúð, svo mikilli, að yfirgnæfandi meirihlut lands manna mun á móti því. Það hef- ur verið reynt að læða því inn að sveitamenn, sem ekkert vit hefðu á málinu og í raun og veru ekkert varði uki það, séu að gera samþykktir. Það er regin mis- skilningur, að bændur og búa- lið varði ekkert um hvernig með fiskimiðin farið, þeii eiga sína afkomu undir því, ef ekki beint þá óbeint. Meiriihluti stjórnar Fiskifélags íslands virðist leggja á það ofur kapp, að koma dragnótinni í gang. Eftir að hafa fengið ein- dregin mótmæli gegn dragnót 'héðan af Akranesi í vor, bjóst víst enginn við að Fiskifélagið leitaði aftur umsagnar Akurnes- inga um málið. En viti menn, fyrir nokkru síðan skrifaði Fiskifélagð nokkrum aðilum hér bréf og leitaði umsagnar þeirra um opnun Faxaflóa fyrir drag- nót, að undanskildum nokkrum smáskikum. Svar skyldi berast innan örfárra daga. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Á þess- um árstíma eru menn mikið fjar verandi af ýmsum ástæðum og getur verið ómögulegt að ná saman fundum og er því alveg ósæmilegt að heimta svar svo að segja um hæl. Eða var það til— gangurinn að menn hefðu ekki ráðrúm til að svara? Spyr sá, sem ekki veit. En þeir smáskik- ar, sem í tillögum þessum er ætlað að vera friðuðum, breyta í engu afstöðu Akurnesinga um þetta mál. Níutíu og niu af hundraði Ak- urnesinga, að minnsta kosti, er á móti því að leyfa dragnótaveið- ar í landhelgi. Þetta er þeirra afstaða, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Læt ég svo útrætt um þetta dragnótamál. Akranesi 27. júlí. Guðm. E. Guðjónsson. Athugasemd við athugasemd í MBL. 27. þ.m. var birt athuga- semd frá undirrituðum vegna frá sagnar blaðsins af atburðinum, þegar bifreið Ferðafélags íslands valt á hliðina í Krossá., Með þeirri athugasemd vildi ég gagn- rýna fréttina og leiðrétta nokkr- ar rangfærslur að mér þótti. Blaðamenn Mbl. rnunu hafa heyrt það á mér, að eitt af því sem mér fannst vera fært vel í stílinn var frásögn blaðsins af framgöngu Heiðars Steingrímssonar við að koma öllu á þurrt. Hélt ég satt að segja, að Heiðari væri lítill greiði gerður með þeim bla^, sem var á frásögninni, en það mun þó vera misskilningur hjá mér, þegar lit ið er á yfirlýsingu Heiðars í Mbl. í gær. Ég vil taka það mjög skýrt fram, að framganga Heiðars við að koma fólki og bíl á þurrt var með miklum ágætum og hana ber að þakka. Einnig ber að þakka farþegum í bíl Heiðars og bíl- stjórum og farþegum fleiri bíla, sem tóku á móti fólkinu og hlúðu að því sem var blautt. Hinn ónafngreindi „sjónar- vottur“ blaðsins bendir mér á, að ég hafi ekki birt þakkir opinber- lega. Ég þakka ábendinguna, en verð jafnframt að játa, að ég var í önnum dagsins ekki einu sinni farinn að þakka Heiðari persónulega, vona ég samt, að Heiðar hafi ekki gengið að því gruflandi, að þakkarhug muni ég hafa borið til hans og þeirra sem aðstoð veittu. í fréttinni af atburði þessum og einnig í „þakkarávarpi“ Jóns Eyþórssonar kemur fram lítið dulin ásökun í garð bílstjórans, sem ók bílnum, um að hann hafi farið óvarlega, ég vil benda á, að þessi bílstjóri hefur ekið þess- um bíl í allt sumar í Þórsmerkur- ferðum án þess að honum hafi hlekkst á og ég var vitni að því að hann ráðgaðist við aðra bíl- stjóra um hvar bezt mundi vera að fara yfir í þetta skipti. Ég mundi síðast af öllu vilja ásaka hann um glannaskap eða óvar- kárni, en öllum getur hlekkst á. Óttar Kjartansson. Sleggjudómar Hr. ritstjóri! í Reykjavíkurbréfi yðar 23. þ. m. eru tekin upp ummæli dr. Finns Guðmundssonar í nýlegu hefti Náttúrufræðingsins á þessa leið: „--------íslendingar mega helzt ekki heyra nefndar vissar landfræðilegar staðreyndir, svo sem að ísland sé kalt og hrjóstr- ugt land, sem sé staðsett á útjaðri hins byggilega heims". Ég held mér skjátlist ekki í því, að nú hafi öll dagblöðin í Reykja vík birt þessa klausu ýmist sem eftirtektarvert nýmæli eða gold- ið henni þegjandi samþykki. Mér finnst þetta vera sleggju- dómur. Nú vil ég taka það fram í fullri einlægni, að ég met dr. Finn Guðmundsson mikils bæði persónulega og sem vísindamann. En allir hljóta að sjá, að þessari staðhæfingu er varpað fram án þess að rökstyðja hið allra minnsta eða nefna nokkra land- fræðilega staðreynd henni til sönnunar. Ég held að það sé líka ofmælt, að íslendingar megi ekki heyra þetta nefnt. Sannleikurinn er sá, að á þessu hefur verið þrá- stagazt bæði í ræðu og riti, og ég þykist þess fullviss, að ég hafi einhvern tíma tekið undir þann söng í algerðu hugsunarleysi. Skáldin okkar hafa klætt þetta í tungutaman búning: „Norður við heimskaut í svaiköldum sævi . . . Á heimsenda köldum vor ey gnæfir ein .... fs og hungur, eld og kulda .... “ og þannig mætti lengi telja. Ég hef að sönnu aldrei séð því greinileg takmörk sett, hvar hinn byggilegi heimur hefjist eða endi. Hygg ég það muni nokkuð flókið landfræðilegt viðfangsefni, enda kann ég ekki að leysa úr því. Ég lít á hitt, hversu mikils þessi fámenna þjóð getur aflað bæði til lands og sjávar, þegar hún hefur fullkomin tæki, sam- bærileg við aðrar þjóðir. Þá virð- ist mér sem „ísland sé kostamik- ið land á margan hátt“, eins og ég hef komizt að orði í formála að íslandi í myndum. Það er lítið að marka, þótt aflinn yrði lítiil á smábátum fyrrum eða heyskap- ur á þýfðum túnum og mýraslægj um. Hrafna-Flóki lastaði landið, af því að hann drap úr hor, og svo hefur fleirum farið. Enginn hefur ráðizt eins ein- arðlega gegn hugsunarlitlu tali um útjaðra hins byggilega heims og Vilhjálmur Stefánsson. Það þurfti heila heimsstyrjöid til þess að koma Bandaríkjamönnum í skilning um auðlegð Alaska. Með þessum línum vildi ég að- eins stuðla að því, að menn litu ekki á ofangreinda staðhæfingu sem landfræðilega staðreynd, sem ekki yrði efazt um. Þökk fyrir birtingu. Jón Eyþórsson, H/ð sápuríka RINSO tryggir fallegustu áferðina Það er reglulega gaman að hjálpa mömmu Önnu er sérstaklega ljúft að hjálpa mömmu sinni við að búa um rúmin, því það er svo hreinleg vinna. En hvers vegna er rúmfatnaðurinn svona tandurhreinn og hvítur? Jú, það er vegna þéss, að mamma veit, að noti hún RINSO, fær hún tryggingu fyrir því, að þvotturinn hennar verður snjóhvitur og fallegur. RINSO inniheldur aðeins hrein sápuefni, þess vegna eyðileggur það ekki hið viðkvæma lín og skaðar ekki hendurnar, Einnig fer það vel með kjörgripinn hennar mömmu — þvottavélina. Rinso þvottur er ávallt íullkominn og skilar líninu sem nýju M-sm-Na/i) h-x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.