Morgunblaðið - 29.07.1960, Page 18

Morgunblaðið - 29.07.1960, Page 18
18 Moncr'TvnrirtlTt FöstndaKur 28. júlí 1960 ,Pressuliðið‘ vann leik- inn fyrir landsliðið FYRIR lcikinn Landsliðið- Pressan, sem fram fór í gær í Laugardalnum voru menn almennt þeirrar skoðunar að Landsliðið myndi fara með 5—6 marka sigur frá leikn- um. Úrslit leiksins urðu aftur á móti þau að Landsliðið sigr- aði 3:2, eftir að hafa fengið dæmt mark gert úr rangstöðu og annað gert eftir að línu- vörður hafði margveifað dómaranum til merkis um að knötturinn væri kominn út fyrir endamörk. — Þessi úr- slit eru því ekki uppörfandi fyrir Landsliðið, þegar haft er í huga að það á að mæta fyrrverandi heimsmeisturum í knattspyrnu í landsleik n.k. miðvikudag. — Samleikur og einleikur Pressuliðið lék undan aligóðri golu í fyrri hálfleik, og var í meiri sókn allan hálfleikinn út. Sóknin var þó ekki eingöngu hjálp vindsins að þakka, heldur hinu að liðsmenn lögðu sig fram um að leika saman og halda knettinum aldrei um of, en gefa til næsta manns. — Leikur landsliðsins í þessum hálfleik var aftur á móti hið gagnstæða. Einleikur einkenndi heildarsvip liðsins, svo að upp- hlaupin urðu aldrei mjög hættu- leg. Samheldni var mjög ábóta- vant og spilið of þrön'gt. í upp- hlaupum sem komust upp að vítateig mátti oft telja alla fram- herjanna í einum hnapp á miðju vallarins. Pressan — pressar Með samleik pressaði Pressu liðið að vörn og marki Lands- liðsins, svo að einskær heppni olli því að Pressuliðið vann ekki hálfleikinn með minnst tveim mörkum. Aðeins 4 mín. voru af leik er landsliðsmark- maðurinn ver af einskærri heppni skot frá Baldri Schev- ing, en Ingvar hafði sent þvert yfir völlinn t>l Baldurs. Bjargað á línu Þrem mínútum síðar bjargar Kristinn Gunnlaugsson á línu eftir að Helgi Daníelsson hafði hlaupið út á móti Bergsteini, sem kom brunandi með knöttinn upp úr sendingu inn fyrir frá Stein- grími. Bergsteinn sendi framhjá Helga, en Kristinn kom aðsvíf- andi og náði að sparka knettin- um, er hann var á leiðinni í opið markið. Nokkrum mínútum síðar á Helgi Björgvinsson skot yfir. Leiðrétting I FKÉTT frá Unglingadeginum í Reykjavík birtizt mynd af Sæ- mundi Arelíussyni, sem varð hæstur að stigatölu í knattþrauta keppni dagsins, en í fréttinni var Sæmundur sagður Óskarsson. Þessi missögn stafaði af röngu föðurnefni á skýrslu nefndar þejrrar sem sá am Unghngadag- inn hér í Reykjavík. Rangstaða — mark Upp úr útsparkinu hefur Landsliðið snögga sókn og Þór ólfur er með knöttinn við vinstra horn vítateigsins. Gunnar Guðmannsson hefir hlaupið af vinstri kantinum og yfir í hægri jaðar vítateigs- ins og þangað sendir Þórólfur hnitmiðaða sendingu og úr landsliðið eina löglega markið af þeim þrem, sem því var „bók- að“ úr leiknum. Landsliðið var í upphlaupi og Gunnlaugur Hjálm- arsson hafði hlaupið út til að verjast aðgangi Arnar Steinsen, en örn sendir knöttinn framhjá úthlaupandi markmanni og knött urinn er á leið í mark, en Árni Njálsson hyggst bjarga með því rangstöðu, sem flestir sáu að slá til knattarins, en náði ekki nema dómarinn, Einar Hjart arson, skallar Gunnar í mark. Sóknin helzt Fyrir „tætings-lið“ hefði þessi dómur orðið rothögg, en lið Press unnar sýndi á næstu mínútum að það var samstillt heild, sem lét ekki bugast. Glæsilegt mark 23 mínútur eru af fyrri háifleik er Pressan loks jafnar og landsliðsmarkmað- urinn má hirða knöttinn úr netinu. Guðjón Jónsson var hér að verki, með eina af sín- um „kanónum" og þótt skotið væri af 20 metra færi fékk Helgi ekki varið og knötturinn lenti undir þverslánni. Glæsi- legt mark og markatalan jöfn í.i: Fjörkippur í Landsliðið Mark Guíúóns setti nokkurn fjörkipp í Landsliðið og sókn þess í næstu minútur ber nokk- urn keim af því sem menn vilja sjá til landsliðsmanna, þótt mik- ið hafi vantað þar á. Löglegt landsliðsmark Og einnj mínútu síðar skorar að hindra að knötturinn færi yf- ir marklínuna og dómarinn dæm ir mark — réttilega. Leikurinn jafnast. Síðustu 15 mínútur hálfleiks- ins jafnast leikurinn nokkuð og liðin skiptast á upphlaupum og tækifærum. Upphlaup landsliðs- ins eru ekki eins hættuleg, því þau koma um of upp miðjuna. Á 37. mínútu gefur Bergsteinn til Ingvars, sem sendir á markið og Helgi heldur ekki knettinum og hann hrekkur fyrir fætur Steingríms, sem er í mjög þröngri og klemmdri aðstöðu og skotið fer rétt við stöng. — Landsliðið sækir um stund og á 40. mínútu á Guðmundur Óskarsson skot í þverslána og eftir nokkrar mín- útur er leilchlé og skráð marka- tala 2:1 fyrir landsliðið. Pressan styrkist Ef menn höfðu verið þeirrar Framhald á bls. 19. KR ó donsleik í Klokksvík Torshavn, 27. júlí. í KVÖLD lék 1. flokkur KR í Klakksvík og lauk leiknum með sigri Klakksvíkinga 4:3. — Og í kvöld er dansléikur í Klakksvík fyrir íslenzku gestina. í gær voru Islendingarnir gestir Paturssons bónda í Kirkju- bæ, sem sýndi þeim hinn forna sögustað. —Arge. Knattþrautir i Hainarfirði UNDANFARNAR vikur hafa knattþrautir KSÍ verið æfðar meðal yngri flokkanna í Hafnar- firði og hefir unglingaráð KRH notið í því sambandi aðstoðar Unglinganefndar KSÍ. — Nýlega fór Örn Steinsen til Hafnarfjarð- ar og aðstoðaði við þjálfun knatt þrautanna og í kvöld munu þeir Þórólfur Beck og Gunnar Felixs- son aðstoða drengina við æfing- arnar. — En eins og kunnugt er eru þeir Örn, Þórólfur og Gunnar allir ,,gulldrengir“. Bandaríski spjótkastarinn Bill Alley ,sem fyrir stuttu siðan setti nýtt heimsmet i spjótkasti 86.043 — hefir látið hafa eftir sér að hann hafi fundið upp nýja aðferð, sem auðveldi honum að kasta spjótinu enn lengra. Hann er nú við æfingar með Olympíuliði Bandaríkjanna, en það æfir í borginni Eugene, Ore. Hafnfirðinc;ar og Keílvíkingar mest áberandi á úti- handknattleiksmótinu ,Maður mánað’ arins Þýzka íþróttablaðið „Sport Illustrierte" valdi Hary „mann mánaðarins" fyrir 100 m hlaup hans 10.0 sek. Hér er Hary — mynd úr hinu þýzka blaði. mkt ÍSLANDSMOTIÐ í úti-hand- knattleik hefir nú staðið yfir í viku og fer því að síga á seinni hluta mótsins og styrk- leikahlutföll félaganna að skýrast. Mótinu 'heldur áfram í kvöld kl. 20,30 en það fer fram á íþróttasvæði Ar- manns. — í kvöld keppa í 2. fl. kvenna Keflavík og Frám og Ármann og KR. í meistárafl. kvenna A-riðli leika F.H. og Þróttur, en í meist- araflokki karla mætast Armann og Keflavík og K.R. og i.R. 2. flokkur kvenna Þegar keppnin hefst í kvöld hafa öll félögin, sem senda lið í þennan flokk keppt 2 leiki. Keflavíkurstúlkurnar hafa kom ið mjög á óvart í þessum flokki. I-ar eru í góðri æfingu. Sterk- legar stúlkur en leika þó hratt og létt og eiga skotmenn góða. Keflavíkurstúlkurnar hafa hlot ið 4 stig, Víkingur 3 stig, Armann 2 stig, Fram 1 stig og KR 0 stig. Reykjavíkurfélögin hafa þó fullan hug á að vinna í þessum flokki, og er því gefið að hver leikur, sem eftir er verður öðr- um meira spennandi. Mfl. kvenna í meistaraflokki kvenna er leikið í tveim riðlum. í a-riðli leika Valur, Ármann, FH og Þrótt ur en í b-riðlinum KR Víkingur og ísafjörður. — Nú er aftur á móti séð að ísafjarðarstúlkurnar ætla sér ekki að vera með í mót- inu og verða það því KR og Vík- ingur sem leika til úrslita í b- riðlinum, en hvort þessara félaga hefir fengið 2 stig, vegna fjar- veru ísfirðinganna. 1 a-riðlinum hefir Valur leikið 2 leiki og hlotið 4 stig, en Ar- mannsstúlkurnar hafa leikið 1 leik og hlotið 2 stig. — Úrslitin í þessum riðli verða milli þessara flokka, en aðalúrslitaleikurinn verður svo milli efstu liðanna í hvorum riðli. . Mfl. karla I meistarflokki karla er FH-lið ið áberandi bezt leikandi liðið og eina liðið sem er auðsýnilega í góðri æfingu. Það sem af er mót- inu er KR stigahæst, enda leikið einum leik meira en FH. KR hef- .ir leikið 3 leiki og upnið alla og hlotið 6 stig. FH hefir leikið 2 leki og unnið báða með yfirburð um og hlotið 4 stig. — Úrslita keppnin í þessum flokki verður því án efa milli þessara gömlu keppinauta en leikir þeirra þykja ávallt mjög spennandi og keppni hörð. Glímufélagið Ármann sér um mótið að þessu sinni og er það háð á íþróttasvæði félagsins hér í Reykjavík. Leikið er á tveim völlum í einu og gengur mótið þvi mjög fljótt fyrir sig hvert kvöid.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.