Morgunblaðið - 09.08.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1960, Blaðsíða 11
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. Sgfls't 1960 Þriðjudagur 9. ágúst 1960 MORGVNRLAÐIÐ 11 TJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SÞ OG KONGÓ k THYGLI heimsins beinist nú að atburðum þeim, sem eru að gerast suður í Af- ríku, í hinu n/stofnaða Kongo lýðveldi. Áður en lýðveldið var stofnað í landinu, voru menn uggandi umaðerfiðlega mundi ganga að halda uppi lögum og rétti. Þegar eftir að landið fékk sjálfstæði, varð þróunin þó ennþá uggvæn- legri en menn hafði órað fyrir. Hið alvarlegasta við at- burðina í Kongó er það, að þeir styrkja skoðanir þeirra manna, sem enn telja tilhlýði- legt að undiroka vanþróaðar þjóðir. Af þeim sökum varð- ar lausn Kongómálsins ekki eingöngu íbúa þess lands, heldur og margra annarra og almenningsálit um heim all- an. — Því miður verður því ekki mótmælt, að Sameinuðu þjoð irnar hafa á undangengnum árum og allt frá stofnun verið vanmáttugri en vonað var í upphafi. — Samt hefur ýmsu góðu verið áork- að og þokazt í áttina. Og hvað sem um Sameinuðu þjóðirnar má segja, þá er svo mikið víst, að ef þeirra nyti ekki við núna, mundi algjörc ógnarástand ríkja suður í Afríku og ekki ólíklegt að atburðirnir, sem þá mundu gerast þar, gætu leitt til víð- tækari átaka og jafnvel heims styrjaldar. Deilurnar innan hins unga lýðveldis eru margslungnar og vart á okkar færi hér uppi á íslandi að gera okkur fulla grein fyrir eðli þeirra. I fyrsta lagi virðist meginþorri íbúa auðugasta fylkisins vilja kljúfa sig frá lýðveldinu og a. m. k. boðar Tsjombe, for- sætisráðherra Katanga, að hann sé fús til að leggja þann dóm undir þjóðaratkvæði. 1 öðru lagi virðist svo djúp- stæður ágreiningur milli Lumumba forsætisráðherra lýðveldisins og Kasavubu for- seta þess. Auk þess mun gæta margháttaðra þjóðþáttasjón- armiða. Út af fyrir sig er auðvitað ekkert athugavert ‘ við, að skoðanir manna séu skiptar í þessu ríki sem öðrum. En gallinn er sá, að menn hafa ekki þroska til að leysa ágrein ingsmálin á friðsamlegan og lýðræðislegan hátt. Eina von- in er sú, að Sameinuðu þjóð- unum takist að halda þannig á þessu máli, að sjálfstæði þjóðarinnar verði tryggt. Því miður er ekki líklegt að skjótlega verið hægt að búast við miklum árangri eða að innbornir menn geti að fullu haft stjórn málefna rík- isins. Er þvi sýnt að Samein- uðu þjóðirnar hljóta að taka stjórn málefna þess í sín- ar hendur fyrst um sinn. NÝLENDUSTEFNA SEM betur fer er nýlendu- stefnan nú að líða undir lok, auðvitað að fráskilinni útþenslu kommúnistarík]- anna, sem er hin nýja ny- lendustefna 20. aldarinnar. Hmar gömlu nýlenduþjóðir keppast nú við að veita ny- lendum sínum fullt frelsi, en misjafnlega tekst til, eins og dæmin frá Kongó sanna. Því verður ekki neitað, að Belgir hafa vanrækt mjög áð mennta innborna menn í Kongó og virðast allt fram a síðustu ár lítt hafa gert sér grein fyrir þvi, að landið hlyti bráðlega að öðlast frelsi. Sök þeii-ra er því vissulega mikil og ábyrgðin á atburð- unum í ríkinu hvílir að miklu leyti á þeirra lierðum. Enda þótt við íslendingar eigum nú í baráttu við brezka hehnsveldið þá er ástæðulaust að neita því, að Bretar hafa mjög farið að a annan veg í nýlendum sín- um. Þeir hafa yfirleitt lagt sig fram um að mennta og þroska þjóðir þær, sem þeir réðu yfir og síðan veitt þeim sjálfstæði, þegar þær höfðu öðlazt sjálfstjórnarþroska. Hafa þeir á þann hátt mjög bætt fyrir hina gömlu og harðsnúnu heimsvaldastefnu sína. Er við íslendingar vorum nýlenduþjóð, vorum við svo heppnir að vera á valdi menntaðrar og góðviljaðrar þjóðar, sem fór að á svipaðan hátt og Bretar síðan hafa gert í sínum nýlendum. Yegna framkomu Dana er þeim var ljóst, að þeir gætu ekki til langframa undirokað íslend- inga, berum við nú hlýhug til þeirra. Á sama hátt er þvi þannig várið, að nýlendur þær, sem Bretar hafa gefið frelsi, virðast yfirleitt flestar hlynntar þeim og kjósa að vera í brezka samveldinu. UTAN UR HEIMI 1 Pólstjarnari GÓÐVIÐRISDAG nokkurn í júlímánuði sl. rauf ferlíki mikið kyrrðina, sem hvíldi yfir Golfstraumnum út af Canaveralhöfða í Florida. Ferlíkið var eins og flaska í laginu og hentist upp úr sjónum, hékk þar þögult í lausu lofti eitt andartak, en siðan var eins og það vakn- skipaði Raborn að annarri Polaris-eldflaug skyldi skot- ið að marki. Síðan sendi hann Eisenhower forseta svohljóðandi símskeyti: „Pol aris úr djúpinu í mark. Fullkomið." ☆ GJÖRBYLTING Þessar tvær eldflaugar, sem hvor um sig var 15 mínútur á leið í mark, eru upphaf gjörbyltingar í varnarmálum Bandaríkj- anna. Kjarnorkukafbátarn- ir, sem þeim er skotið frá, geta siglt að vild neðan- sjávar um öll heimsins höf, þar sem erfitt er að finna þá eða eyðileggja, ávallt reiðubúnir til að senda eld- flaugar búnar kjamorku- sprengjum að marki í allt að 2.400 km. fjarlægð. Hver þessara kafbáta ber 16 eld- flaugar, sem samtals hafa svipaða eyðileggingarorku og allar þær sprengjur, sem notaðar voru af stríðsaðil- um í síðustu heimsstyrjöld, að meðtöldum kjarnorku- sprengjunum, sem lögðu Hiroshima og Nagasaki í eyði. fluglengd hennar er aðeins um 2.400 km. (árið 1965 er áætlað að ný Polaris-eld- flaug, sem dregur 4.000 km. verði fullsmíðuð). En þar sem unnt er að skjóta henni frá kjamorkukafbáti neðan- sjávar, telja Bandaríkja- menn hana þýðingarmeiri en allar langdrægar eld- flaugar. sem ég fengi ráðið við, vil ég strax fá vitneskju um það ásamt tillögum hans til úrlausnar...... Ef skortir fé, munum við útvega það. Ef hann vantar fleiri starfs- menn, munum við senda þá. Ef eitthvað, sem flotinn eða ráðuneytið ekki ráða við, tefur þessa framkvæmd, munum við þegar leggja það fyrir á æðstu stöðum og ekki láta neitt tefja fyrir tafarlausri lausn. ☆ ★ Raborn (í miðjunni) um borð í George Washington. aði til lífsins. Með ógur- legum hávaða þeyttust eld- tungur niður úr botni fer- líkisins og það þaut af stað út í geiminn. HÆFÐI MARKIÐ Fyrsta eldflaugin, sem skotið hafði verið á loft frá kafbáti neðansjávar, tók stefnu í suð-austur. Fimm- tán mínútum síðar hæfði Polaris, sem nefnd er eftir Pólstjömunni, skotmarkið, sem var í 1930 km. fjar- lægð. ★ TRYGGING FYRIR FRIÐI Þessi árangur með Polaris eldflaugar er ekki aðeins vísindalegur og hernaðar- legur sigur fyrir Bandarík- in, heldur fyrst og fremst enn ein trygging gegn þvi að styrjöld brjótist út. Pol- aris er að vísu ekki lang- dræg eldflaug, því hámarks ★ Á skotstaðnum lá kjarn- orkukafbáturinn George Washington á 40 feta dýpi. Um borð í honum óskuðu William Raborn aðmíráll og skipstjórinn James Osborn hvor öðrum til hamingju. Og til þess að sýna að þetta væri ekkert einsdæmi, fyrir- Kortið sýnir langdrægi Polaris frá kafbáti við Jótland. „JÁRNHRINGUR" Reiknað er með að kafbát- urinn George Washington og systurskip hans, Patrick Henry, verði báðir starf- hæfir á þessu ári. Og strax að fyrsta tilraunaskotinu loknu var hafin smíði fjög- urra eldflaugakafbáta fyrir bandaríska flotann. En árið 1965 er áætlað að þeir verði orðnir 45 og að af þeim verði ætíð 30 bátar á verði í Norður-íshafinu, meðfram ströndum Síberíu og Kína, meðfram allri suðurströnd Asíu, þar sem Vesturveld- in hafa engar herstöðvar haft hingað til og um Mið- jarðarhaf og Atlantshaf allt umhverfis meginland Ev- rópu og Asíu. Frá þessum „járnhring“ gætu eldflaugakafbátarnir framkvæmt gagnárás, sem yrði það afdrifarík, að sér- hvert ríki í þessum heims- álfum, er hefði árás í huga, hlyti að hugsa sig um tvisv- ar áður en það steypti sér í þá glötun. FIMM ÁR í SMÍÐUM Hugmyndin um Polaris- eldflaugar sá fyrst dagsins ljós árið 1955 og var pá William Francis Raborn að- mírál falið að vinna að framkvæmd hennar. Tak- markið var að Polaris yrði fullgerð árið 1965. í skipun- arbréfi Raborns, sem und- irritað var af Burke aðmírál, yfirmanni bandaríska flot- ans, stóð m. a.: Ef Raborn aðmíráll verður fyrir ein- hverjum þeim erfiðleikum, REIÐUBÚINN AÐ FÓRNA LÍFINU Erfiðleikarnir voru ótelj- andi, en með takmarkalaus- um dugnaði, þrautseigju og útsjónarsemi tókst Raborn að sigrast á þeim. Þegar nýir starfsmenn bættust í hópinn, hélt Raborn fund með þeim og fjölskyldum þeirra og brýndi fyrir þeim hve áríðandi verk þeir hefðu tekið að sér. Ef ein- hver sýndi ekki nægan á- huga við vinnuna, var hann þegar kallaður á fund að- mírálsins til að hlýða á „prédikun“. Einn starfs- mannanna lýsir áhrifum slíks fundar á þessa leið: — Þegar ég fór út (frá Ra- born) vissi ég að ég var reiðubúinn að láta lífið fyr- ir einhvern — hvort það var fyrir aðmíráliiin, forsetann, móður mína, yfirmann skáta hreyfingarinnar eða ein- hvern annan. En, maður, ég var reiðubúinn að fórna líf- inu. ★ Áður en fyrstu Polaris- eldflauginni var skotið á loft, höfðu Bandaríkjamenn greitt 3.500 milljónir doll- ara til þessara tilrauna (kr. 133.000.000.000,00) og það er aðeins byrjunin. En eins og Rabom segir: — Þetta er ekki svipað því jafn dýrt og vopn, sem ekki hefði úr- slitaþýðingu í hernaði. Það er næst bezta vopnið, sem er of dýrt. Þeir eru fáir, sem halda því fram að Polaris sé næst bezt. (Þýtt og endursagt). Úr hafinu hefur sig flaugin — og hæfir ■ mark sem öruggasta riffil kúla Aldrei betri þjóðhatíð í Eyjum ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaey- inga er eitt af árvissustu fyr- irbrigðum þessa lands. Þo síldin bregðist fyrir norðan og töðuþurrkar séu stopulir sunnanlands, bregzt það aldrei, að Vestmannaeyingar halda sína þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst. Hefur svo ver ið allt frá 1874 að undanskild- um tveimur árum, en einnig þá var minni háttar mann- íagnaður í Eyjum. ★ Af framansögðu liggur í hlutar- ins eðii, að Þjóðhátíð Vestmanna- eyinga var haldin um síðustu helgi 1 gær hringdi Mbl. til Eyja til að fá fregnir af hvernig há- tíðin hafði fram farið. Reyndist nokkuð erfitt að ná tali aí mönn- urn, en þeir voru þeim mun við- ræðuiiprari er þeir komu í sím- ann. Þulur í 38 ár Stefán Árnason, lögregluþjónn í Eyjum, hefur verið þuiur pjoð- hátíðarinnar í 38 ár. Við spurð- um hann um atvik á þessari há- tíð. Stefán sagði: — Þjóðhátíð Vestmannaeyinga er ætíð nokkuð háð veörmu, sem var mjög hagstætt að þessu sinni. Hátíðin fór öll fram með mestu prýði, hvorki urðu slys á mönn- um né bifreiðaárekstrar. Mann- fjöldi var gífurlegur. Messað í stórri kirkju Fyrri hátíðardaginn hóist dag- skrá með leik Lúðrasveitar Vest- mannaeyja kl 2 e. h. Þá var há- tíðin sett, en síðan flutti séra Jóhann Hlíðar messu í Dalnum. Var margt í kirkjunni hjá klerki, enda kirkjan stór og vítt til veggja. Guðlaugur aiþingis- maður flutti minni Eyja, en kirkjukórinn söng. Tveir jeikarar Þjóðleikhússins, Rúbert Arnfinns son og Rúrik Haraldsson, fluttu gamanþætti og Guðmuxidur Guð- jónsson söng. Þótti mörgum nóg um Um kvöldið voru ýmis skemmti atriði og kl. 12 á miðnætti hm fræga brenna á Fjósakletti, en fagrar eldflaugar klufu loftið. Þá seig Skúli Theódórsson sjgmaður í björg og byrjaði með því að ganga upp hamarinn úr Dalnum. Þótti þá mörgum nóg um. Að lok- um var dansað á tveimur pöllum langt fram eftir nóttu. Götur og torg Um 600 tjöld voru reist í daln- um mjög skipulega og fallega, götur skírðar og merktar og lag- leg torg á milli. Næsta dag hófust dagskráratriðin kl. 2 með leik lúðrasveitarinnar en þá fluttum við prófessor Riohard Beok ræð- ur. Skemmtiatriði voru einnig I þennan dag og um kvöldið var skotið flugeldum en brenna var engin. Engin lögreglusamþykkt að brjóta Ég leyfi mér að fullyrða það, heldur Stefán áfram, að engin skemmtun á landinu fer fram feð jafnmikilli prýði og þjóðhá- tíð Vestmannaeyinga. Veldur það nokkru um að fólkið flytur úr bænum og byggir nýjan bæ í Herjólfsdal hátíðisdagana. Þessi nýi bær hefur enga lögreglusam- þykkt, svo ekki þarf að óttast lögbrot eða annan óskunda á há- tíðinni. Ýmsir menn voru þarna langt að komnir, t. d. Þingeying- ar, Árnesingar og margir bændur sem höfðu tekið sig upp frá slætt inum til að sitja hátíðina. Þarna átti ég tal við menn, sem siglt hafa víða um lönd og sögðust aldrei hafa verið á svo skemmti- legri hátíð. Auðvitað eru ekki allir bindindispienn þarna en þetta fer allt. vel fram þrátt fyrir það. Flagg á bæjarrústum Herjólfs Dalurinn er mjög mikið skreyttur með flöggum og fleiru, en íþróttafélögin í Eyjum standa fyrir hátíðinni sitt árið hvort. Nú var sett upp hlið og flagg á bæj- arrústum Herjólfs Bárðarsonar, landnámsmanns, sem dr. Matt- hías Þórðarson fann 1924, og er það í fyrsta skipti, sem flaggað er hjá Herjólfi. Þá var einnig hlaðið upp fyrir þessa hátíð spor- öskjulagað borð, sem borðað var við í Herjólfsdal 1874. Einn mað- ur er lifandi hér í Eyjum, sem sat við borð þetta drengur 1874. Er það Jón Jónsson í Brautar- holti, sem nú er kominn yfir ní- rætt. Er ég talaði við hann í morg un, sagðist hann vel muna eftir borðhallinu 1874. Sér ekki eftir erfiðinu Sveinn Ársælsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, var einn þeirra, sem báru hita og þunga d.agsins við undirbúning þessarar hátíðar. Hann sagði í samtali við Mbl. í gær: ★ — Þetta er með allra bezt heppnuðu þjóðhátíðum, sem ég hef verið á og hef ég verið á þeim öllum, frá því ég man eftir mér. Hátíðin fór í alla staði vel fram, fólkið var kátt og ánægt og prúð- mannlegt. — Var enginn drykkjuskapur? — Það var náttúrlega drukkið en ekki það mikið að vandræði væru af. Menn voru góðglaðir, en þetta er nú í eina skipti á árinu sem margir af þess um mönnum fá sér neðan í því. — Er ekk-i mikið um að menn trúlofi sig á þjóðhátíðinni? — Ekki veit ég um það. En mér þykir ekki ósennilegt að ýmiskonar undirbúningur að trú lofunum eigi sér stað. — Hvað var margt um mann- inn þarna, þegar flest var? — Það munu hafa verið lið- lega 5 þúsund. — Er ekki mikið verk að und- irbúa þjóðhátíð? — Jú, það er minnst mánaðar vinna, og núna höfum við vakað í þrjár sólarhringa samfleytt, segir Sveinn. En þegar hátíðin tekst vel, sér maður ekki eftir erfiðinu og í dag hef ég fengið upphringingar frá fjölda manns, sem hafa verið að þakka fyrir þjóðhátíðardagana. Gaman að ganga í tjöldin Stefán Runólfsson, verkstjóri, sem nú eins og oftar stóð framar- lega í hátíðarundirbúningnum, sagði er Mbl. hringdi í hann í gær: — Ég fyrir mitt leyti man ekki eftir neinni hátíð betri en þess- ari. Er þar fyrst og fremst að þakka veðrinu, sem var eins ákjósanlegt og hægt er að hugsa sér. — Hvað finnst þér eftirminni- legast frá hátíðinni? — Hámark hátíðarhaldanna er þegar brennan logar á Fjósakletti og flugeldum er skotið um loftið. Þá fer fagnaðarkliður um allan Herjólfsdal. Annars er erfitt að gera upp á milli endurminning- anna. Það er t. d. ákaflega gaman að ganga í tjöldin og rabba við kunningjana og drekka með. þeim eitt glas. Allir eru allsstaðar boðn ir og velkomnir og aðkomufólk hefur orð á gestrisninni, sem þvi finnst takmarkalaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.