Morgunblaðið - 09.08.1960, Síða 12
12
MORGUlSfíT. 4 Ðí Ð
Þriðjudagur 9. ágúst 1960
Dovíð Kristjánsson
Minningarorð
F. 7. april 1885. D. 1. ágúst 1960.
í DAG verður til moldar borinn
hér í Reykjavík Davíð Kristjáns-
son, fyrrverandi kaupmaður á
Skólavörðustig 13.
Davið fæddist á Seyðisfirði 7.
apri-1 1885. Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður Jónsdóttir og
Kristján Jónsson, veitingamaður
á Seyðisfirði og siðar útgerðar-
maður í Gunnólfsvik á Langa-
nesströndum. Foreldrar Daviðs
voru af öllum ,er til þekktu, talin
hin m.erkustu hjón og heimili
þeirra viðbrugðið fyrir snyrti-
mennsku og myndarbrag.
Kristján var glæsimenni,
greindur vel, víðlesinn og átti
gott bókasafn. Hann var drengur
góður, traustur og hjálpfús. Föð-
ur sínum roun Davið hafa líks<t
um marga hluti.
Davíð ólst upp í h'fsglöðum og
glæstum systra hópi. Systur hans
eru: Jóhanna, ekkja Jóns Davíðs-
sonar kaupmanns á Fáskrúðsfirði,
Kristín, búsett í Ameríku, Jónína
gift Jóhanni Tryggvasyni, f.v.
hreppsstjóra og kaupmanni á
Þórshöfn, og Andrea, gift Guð-
mundi Sigfússyni, útgerðarmanni
á Þórshöfn. Ennfremur Sigríður
einkabarn af siðara hjónabandi,
sem dó uppkomin.
Á uppvaxtarárum Davíðs var
Seyðisfjörður staður athafna og
menningar, sem skapaði velmeg-
an meðal ibúa staðarins. Þar
höfðu erlendir athafnamenn setzt
að með ný framleiðsiutæki og
nýjar atvinnugreinar. Ennfrem-
ur var alimikil bóka- og blaða-
útgáfa á Seyðisfirði um þessar
mundir. Ritstjórar blaðanna urðu
síðar þjóðfrægir menn. Má þar
nefna Þorstein Érlingsson, Þor-
stein Gíslason og Skafta Jósefs-
son. Vafalaust hafa þessir snjöllu
blaðamenn hrifið hugi ungling-
anna með sínum þróttmiklu blaða
greinum og skapað þeim aðstæð-
ur til sjálfsmenntunar. Davíð not
færði sér vel þá andlegu og verk-
legu fræðslu, er hann átti völ á,
meðan hann dvaldi á Seyðisfirði,
því maðurinn var námfús. Frá
Seyðisfirði hefur Davíð örugg-
lega farið með þá menntun. sem
svarar til gagnfræðaprófs vorra
I
Fjölbreytt úrval af fallegum
girðingum og handriðum
MOSAIK H. F. — Þverholti 15
Sími 19860 —
hinna, þótt skyldunám væri þá
ekki lögleitt.
Árið 1903 fluttist Kristján Jóns
son með fjölskyldu sína að Gunn-
ólfsvík á Langanesströndum. Þar
var þá talið útxæði gott. Á Gunn-
ólfsvíkurbakka hafði Kristján
tekið á leigu óræktaðan lands-
skika og órudda fjöru til lend-
in.gar. Hófust þeir feðgar handa
um byggingu íbúðarhúss, fiski-
skúra og ruðningu lendingar.
Verkið sóttist fljótt. Mun verk-
lagni Davíðs hafa auðveldað all-
ar smíðar, því hann var þjóðhag-
ur á mörgum verklegum sviðum,
Útgerð þeirra feðga gekk vel.
Saltfiskverkun þeirra var við-
brugðið og mun mörgum norður
þar hafa orðið til eftirbreytni.
Samhliða útgerðinni ráku þeir
landbúnað, því atorka og sjálfs-
bjargarviðleitni var þeim feðg-
um í blóð borin í ríkum mæli.
Báðum mun hafa verið sameig-
inlegt, að þola illa letingja og
óráðlinga í návist sinni. Gáfu
þeir þess háttar fólki oft hollar
áminningar, sem oft báru þann
árangur að gjöra stefnulausan
ungling að nýtum manni. Vetur-
inn 1907—1908 vann Davíð á
skrifstofu hjá Snæbirni Arnljóts-
syni, verzlunarstjóra á Þórshöfji.
Snæbjörn var maður gáfaður og
vel að sér um öll viðskiptamál.
Og mér er óhætt að fullyrða, sér-
fræðin.gur í því að móta unga
merui til dáða og drengskapar.
Veit ég, að allir þeir ungu menn,
sem Snæbjöm hafði i þjónustu
sinni á Þórshöfn, hafa reynz.t frá-
bærlega nýtir þjóðfélagsþegnar.
Eftir þennan vetur var Davið
orðinn mjög vel fær í bókhaldi
og skrifaði sérstaklega formfasta
og fagra rithönd.
Frá áramótum 1909 til ársins
1931 stýrði Davíð verzlun Þor-
steins Arnljótssonar, mágs sins,
á Þórshöfn. Samvinna þeirra Þor
steins var ávallt með ágætum.
Þorsteinn var talinn einn hinn
djúpvitrasti og gáfaðasti maður
sinnar samtíðar, og vitna ég þar
um í ritgerð Sigurðar skólameist-
ara í Eimreiðinni 1918 „ívar bein
lausi endurborinn“. Þorsteinn lá
um ára tugi máttvana í rúminu,
en hann miðlaði öllum, er til
hans komu, af sinni miklu þekk-
ingu og mannviti. Davíð fór ekki
varhluta af þeirri fræðslu, sem
reyndist honum drjúgt veganesti.
Sem verzlunarstjóri og kaupmað
ur var Davíð vel látinn. í sölubúð
um þeim, er hann stjórnaði og
átti, voru ekki nema góðar vörur
á boðstólum og verðlagi ávallt
stillt 1 hóf. Margur fátæklingur-
inn leitaði til hans um vöruút-
tekt, þegar í nauðirnar rak. Mun
Davíð aldrei hafa látið hina fá-
tæku tómhenta frá sér fara og
lánað þeim greiðsluna úr eigin
vasa, svo verzlunin biði ekki
skaða. í þá daga voru öll reikn-
ingsskil bundin við áramót.
Davíð var einn þeirra manna,
sem aldrei gat auðum höndum
setið. Þegar önnum dagsins var
lokið við verzlunarstörfin og
veiði var að vænta að Lónafirði,
ýtti hann bát sínum úr vör oj
kom svo að landi eftir miðnætt
með góða björg í bú, því að ham
var fiskimaður góður og skyttí
ágæt.
Um margra ára skeið var Davíí
póstafgreiðslumaður og fisk.
matsmaður á Þórshöfn o{
gegndi þeim störfum með prýði
Oft á góðviðriskvöldum þyrpt
ust börn og unglingar í Þórshöfr
að Davíð, og kenndi hann þein
ýmsa gagnlega útileiki. Og mörg
um Þórshafnarbúum kenndi hanr
sundtökin. Man ég, að skólabörr
Gott skrifstofuhusnæði
til leigu á góðum stað í miðbænum. Tilboð sendist
Mbl. merkt: „Austurstræti 601“.
Husgagnasmiðir
Okkur vantar húsgagnasmiði nú strax eða trésmiði
vana innréttingarvinnu.
G. SKÚLASON og HLlÐBERG,
Þóroddsstöðum.
í Þórshöfn höfðu orð á því við
mig fyrstu árin, eftir að Davíð
fiuttí þaðan „Ósköp er leiðinlegt,
að Davíð skuli vera farinn. Hann
var svo góður og kenndi okkur
svo skemmtilega leiki“.
Davíð var manna fljótastur að
rétta hjálparhönd, ef veikindi
eða slys báru að. Vegna hand-
lagni sinnar var Davíð alltaf kall-
aður til að aðstoða héraðslækn-
ana á Þórshöfn, ef um stærri að-
gerðir var að ræða.
Davíð vár félagslyndur mann-
kostamaður. Oft hvatti hann fólk
til samkomuhalds og leikstarf-
semi og liðsinnti um útvegun
húsnæðis til þessa. Dýravinur
var Davíð, svo að orð var á gert.
Dávíð tók mikilli tryggð við
Þórshöfn og nærlægar byggðir
og tók sér mjög nærri að flytja
þaðan. Svo mun fleirum hafa
fundizt, er flutt hafa frá Þórs-
höfn, að eigi væri sársaukalaust
að skilja' við byggð og fólk.
Síðast kom Davíð til Þórshafn-
ar 1948 og hafði þá ekki litið
staðinn í 16 ár. Hann varð mjög
hrifinn af þeim framkvæmdum,
sem orðið höfðu í þorpinu og nær-
liggjandi sveitum. á þessum árum.
Mest fannst honum til um bílveg,
sem lagður hafði verið frá Þórs-
höfn til Gunnólfsvíkur.
Hinn 21. nóv. 1908 giftist Davíð
Halldóru Arnljótsdóttur, Ólafsson
ar, þjóðskörungs og prests að
Sauðanesi). Konu sína missti
Davíð fyrir átta mánuðum. Um
Halldóru vil ég það segja, að hún
gleymdist engum þeim, er henni
kynntist, enda hafði hún til að
bera gáfur, glæsimennsku og
mannkærleika í svo ríkum mæli,
að fátítt mun vera. Þau hjónin
voru búsett í Þórshöfn til ársins
1931, er þau fluttu til Reykja-
víkur og Davíð stofnaði eigin
verzlun á Skólavörðustíg 13.
Sem eiginmaður, faðir, afi og
langafi mun Davíð hafa átt fáa
sína jafningja. Þeim hjónum varð
sex barna auðið. Elztu dótturina,
Valgerði Sigríði, misstu þau á
bernskuskeiði. Hin börnin eru:
Arnljótur, bókari hjá Olíuverzl-
un íslands, giftur Ágústu Figved,
Hólmfríður, gift Helga Elíassyni,
fræðslumálastjóra, Kristjana
Bryndís, ógift heima. Hún hefur
annazt foreldra sína af frábærri
prýði hin síðari ár. Snæfríð, gift
Þorsteini Egilson, tryggingafræð-
ingi, og Þorsteinn, verzlunarstj.
í Reykjavík, giftur Guðnýju
Árnadóttur, Pálssonar próf. Á
heimili þeirra hjóna ólst upp
stjúpdóttir Davíðs, Margrét Arn-
ljóts, gift Hjalta Björnssyni, stór-
kaupmanni. Bar Davíð til hennar
sama ástríki og sinna barna, enda
reyndist Margrét honum eins og
hans eigin börn.
Að endingu vil ég þakka þeim
heiðurshjónum, Halldóru og
Davíð, fyrir allar þær ánægju-
stundirnar ógleymanlegu, sem ég
hef átt á þeirra heimili. Þær
stundir voru upplyfting frá erj-
um hversdagslífsins og gáfu inn-
sýn til þess, sem er æðra og full-
komnara.
Guð blessi minningu þeirra.
Óli P. Möller.
Prjónavörur á börn, dömur og herra
Verzlunin Anna Þórðardóttir h.f.
Skólavörðustíg 3 — Sími 13472.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á morgun mibvikudag verður dregib i 8 flokki
1,105 vinningar að fjárhæð 1,405,000 krónur
Happdrætti Háskóla Islands
ÍTSALA