Morgunblaðið - 23.08.1960, Page 3
Þriðjudagur 23. ágúst 19(50
MORGVISBL 4 ÐIÐ
3
í Hvol-
hreppi
í>A£> var mikill hátíðabragur yf-
ir Hvolhreppnum um síðustu
helgi og langþráðu takmarki þar
náð. Reist hefir verið í Hvols-
velli félagsheimili, sem án efa
er eitt stærsta og myndarlegasta
hér á iandi og hreppnum til hins
mesta sóma, ekki sízt þegar þess
er gætt, að þar í sveit búa aðeins
rösklega 300 manns. Má af fram-
taki þessu glöggt sjá hversu
miklu fæst áorkað ef nægur vilji
og samstillt hugarfar er fyrir
hendi. Hér hafa sveilungar lyft
grettistaki, sem verða mun þeim
til ævarandi sóma og hreppsbú-
um til andlegs og líkamlegs
þroska á ókomnum árum.
• VIRÐULEGT SAMSÆTI
Við vígsluathöfnina var lagt á
borð fyrir 420 manns og var nær
hvert sæti skipað. Þar voru að
sjálfsögðu hreppsbúar fjölmenn-
astir, en einnig fjöldi gesta, svo
sem iandbúnaðarráðherra, Ingólf
ur Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra, ásamt
frúm. Sömuleiðis margir Hvoi-
h.-eppingar, sem flutzt hafa til
Reykjavíkur 'og annað. — Var
vígslan, er hófst með kaffi-
drykkju kl. 8,30, hin hátiðlegasta
og yfir henni hinn mesti glæsi-
bragur. Var ekki staðið upp frá
borðum fyrr en klukkan langt
gengin í eitt, en síðan var stiginn
dans til morguns.
Félagsheimilið Hvoll í Hvolsvelli.
þakkaði oddvitinn Ingólfi Jóns-
syni alþingismanni og ráðherra
fyrir þann þátt, er hann hefði átt
í því að félagsheimilið er nú risið
af grunni, en hann beitti sér
mjög fyrir framgangi málsins.
Þá gat Páll um þá menn, .sem
setið hefðu í byggingarnefnd frá
fyrstu tíð, en starf þeirra hefir
jafnan verið mikið og erilsamt.
Einnig þakkaði hann öllum þeim,
sem lagt hefðu hönd að verkinu,
svo sem Gsíla Halldórssyni arki-
tekt í Reykjavík, er teikn-
aði félagsheimilið. Þá minntist
hann iðnaðarmannanna, sem vel
flestir væru úr hreppnum, sem
og verkamennirnir, er nú bæri
að þakka mikið starf.
• FJÁRHAGSHLIÐIN
Félagsheimilið, sem hlaut nafn
ið Hvoll, kostar nú 2.8 millj. kr.,
en það er ekki enn að öllu leyti
ffdllgí.rt, þannig að kostnaður
verður talsvert meiri. Eftir er
að ganga frá rúmgóðu félagsheim
ili 3 efri hæð, íbúð húsvarðar og
plássi undir leiksviði. Ailt þetta
er þó langt á veg komið. Húsið
• FYRIR ÆSKUNA
Oddvitinn fór ýmsum fleirl orð
um um byggingu hússins og svo
tilgang þess fyrir sveitina. Hann
beindi að lokum orðum sínum
til æskufólksins og vonaðjst til að
heimilið mætti verða því tjl
þroska og uppörfvunar. Að því
búnu afhenti hann húsnefnd fé-
lagsheimilið Hvol.
Þess skal getið hér, að Páll odd
viti hefir verið formaður bygg-
ingarnefndar frá upphafi og
stuðlað manna mest að því að
hús þetta er nú af grunni risið.
• GILDI FÉLAGSHEIMILA
Næstur tók til máls Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra.
Færði hann hreppnum árnaðar-
óskir með hina glæsilegu bygg-
ingu og rakti síðan nokkuð gildi
félagsheimila og hvert menning-
argildi þau gætu haft fyrir sveit-
irnar ef vel væri á málum hald-
ið Drap ráðherrarin á ýmislegt,
sem fram yrði að fylgja til þess
að félagsheimilin mættu koma að
þvi gagni, er til væri ætlast.
Lýsti hann að lokum ánægju
sinni yfir hinu mikla og stóra
(Ljósm.: Ottó Eyfjörð).
frá öllu og árnaði hreppsbúum
allra heilla með Hvol.
Á milli ræðnanna söng Guðm.
Guðjónsson með undirleik Skúla
Halldórssonar og var þeim vel
fagnað.
• HÉR RÍKIR STÓRHUGUR
Var nú orðið gefið laust og tóku
margir til máls, m. a. Ingólfur
Jónsson ráðherra. Rakti hann
nokkuð sögu Hvolhrepps og
minntist þess er hann kom þar
í fyrsta sinn með móður sinni. Hér
væru ótæmandi möguleikar fyrir
hendi og gott að búa. t Hvol-
hreppi væri því óhætt að byggja
stórt, eins og raun hefði nú á
orðið með þessu myndarlega fé-
lagsheimili. 1 hreppnum fjölgaði
stöðugt búendum og hér ríkti
bjartsýni og trú á landið og fram
tíðina. Óskaði alþingismaður
Hvolhreppinga þeim síðan til
hamingju með heimilið.
• MINNTUST LIÐINS TÍMA
Meðal þeirra, sem kvöddu sér
hljóðs, var séra Erlendur Þórðar
son fyrrum prestur í Odda. Hann
gat þess að nú væru liðin 42 ár
síðan hann kom í héraðið en hér
eins og annars staðar hefðu orðið
gífurlegar bréytingar, svo sem
hvað búskapinn og byggingar
snerti. Hann minntist þess, að í
kvöld væru hér fá andlit,
sem verið hefðu í hreppn-
um þegar hann kom þangað,
og hér væri aðeins einn maður
i salnum, sem tekið hefði á móti
sér fyrir 42 árum. Ný kynslóð
væri tekin við og nýir hættir upp
teknir — það gamla væri að
hverfa.
Ýmsir gamlir Hvolhreppingar
tóku til máls og minntust
einkum liðins tíma og þeirra stór-
kostlegu breytinga, sem orðið
hefðu í sveitinni. Dáðust þeir að
verðleikum að hinum mikla stór-
hug, sem lýsti sér í því að reisa
þetta stóra og fallega félags-
heimili. — Meðal þeirra sem til
máls tóku við vígsluna, var frú
Ragnh. Ólafsdóttir fyrrum for-
maður kvenfélagsins Einingar-
innar. Minnist hún á þátt kven-
fólksins í byggingu félagsheimilis
ins, sem væri ekki svo lítill. Kon-
ur í hreppnum hefðu unnið mark
visst að því að ná þessu takmarki
og bæri nú að þakka þeim mikið
og göfugt starf.
* STÓRT ÁTAK
Næst síðasti ræðumaður var
Björn Björnsson alþm. og sýslu-
maður. Hann kom víða við í ræðu
sinni og sagði að hér hefði verið
unnið stórvirki. Þess væri að
gæta, að í Hvolhreppi væri ekki
nema 312 manns, en þrátt fyrir
fámennið hefðu hreppsbúar nú
byggt eitt stærsta og vandaðasta
félagsheimili hér á landi. — Hann
afhenti húsinu síðan vandaðan
fiygil frá Kaupfélagi Rangæinga,
og stendur hann á leiksvið-
inu. Sýslumaður gat þess, að í
Hvolhreppi væri starfandi tón-
l'.stgrfélag og skóli, og væri það
eina sveitin á landinu, er slíkt
Framhald á bls. ia.
• MÖRGUM ÞAKKAÐ
Vigsla félagsheimilisins hófst
með því að oddviti Hvolhrepp-
inga, Páll Björgvinsson, bauð
íólk velkomið og rakti því næst
tildrög að byggingu hússins og
annað, sem því við kemur. Hann
gat þess, að árið 1942 hefði fyrst
komið til tais að reisa hér félags-
heimili, en við margvíslega erfið
leika iiefði verið að etja, svo sem
fjárhagsvandræði. Hefði fjárfest
ingarleyfi fengizt 1952 og bæri
ýmsurn þakkir fyrir að það fékkst
svo sem íþróttafulltrúa ríkisins,
t,orsteini Einarssyni. Einnjg
er tvær hæðir og kjallari, 615
ferm., 14 m langt, 9Vfe á breidd
og leiksviðið er 80 ferm. Byrjað
var á smíði þess árið 1953, og
hefir það því verið 7 ár í smíðum.
Það er hió glæsilegasta hvar sem
á er litið, bjart, rúmgott og vel
í sveit sett. — Að sjálfsögðu hafa
ýmsir aðilar lagt fé af mörkum
í bygginguna, og þá mest sjóðir
í hreppnum, en líka einstakling-
ar. Á hátíðinni barst t.d. kveðja
og 500 kr. í peningum frá elztu
konu hreppsins, Guðnýju Ólafs-
dóttur.
framtaki, sem hér hefði átt sér
stað.
• FLUTTI KVEÐJUR
Að lokinni ræðu Gyifa flutti
Ólafur Bergsteinsson á Árgiis-
stöðum frumort kvæði, en því
næst tók til máls Þorsteinn Einars
son íþróttafltr. Flutti hann m. a.
kveðjur frá íþróttasamtökunum
og fræðslumálástjóra. í ræðu
sinni minntist hann á félagsheim-
ilasjóð og gerði ítarlega grein
fyrir honum — lánum og fleiru.
Lýsti hann ánægju sinni yfir þvi
nve vel hefði verið ger.gið hér
STAKSHIAIAR
„Landamerkja} rætur“
Eins og getið var um i Stak-
steinum sl. föstudag, hefur Tím-
inn tvívegis birt skáldlega dærai
sögu, þar sem landhelgismáiinu
er líkt við landamerkjaþrætur.
Morgunblaðið birti þessa dæmi-
sögu orðrétta úr Tímanum og
gaf henni réttnefni. Þá bregður
svo kynlega við, að höfundur rit-
smíðarinnar afneitar henni og
segir nú, að Morgunblaðið liafi
gert þessa merkilegu uppgölvun.
Við komumst hins vegar ekki
hjá því að afneita alveg bæði
hugmyndinni að þessari samlik.
ingu og eins allri útfærslunni.
Höfundarrétturinn er og verður
Timans.
Síðbúinn útúrsnúningur
Á sunnudaginn ræðir Þjóð-
viljinn á forsíðunni um þessa
merku samlíkingu Tímans. Virð-
ist blaðið líka hafa löngun til að
eigna Morgunblaðinu hana. Að
minnsta kosti gerir það tilraun
til að eigna Morgunblaðinu þær
skoðanir, sem að réttu mati fel
ast i samlíkingu Framsóknar-
blaðsins. Hins vegar var Þjóð-
viljinn nokkuð siðbúinn með út-
úrsnúning sinn, því að Morgun.
blaðið birti dæmisöguna á föstu-
dag, en Þjóðviljinn uppgötvar
fyrst á sunnudag, að tilraun sé
gerandi til að snúa við o.ðum
Morgunblaðsins. En aðalatriði
málsins er það, sem Morgun-
blaðið sagði strax á föstudaginn
með þessum orðum:
„Flestum mun því finnast
þessi samlíking Tímans heizt
styðja það, að blaðið (þ.e.a.s.
Tíminn) telji, að okkur íslend-
ingum beri að veita ívilnanir
innan 12 mílna landhelginnar
fremur en hætta á vinslit".
Þannig ætti mönnum væntan-
lega að skiljast, að Morgunblað-
ið var að ræða um skoðanir Tím-
ans en ekki sjálft að halda því
fram, að við ættum að fórna
hagsmunum okkar, enda hafði
raunar áður i greininni verið
sagt, að engum hagsmunum
þyrfti að fórna, þó að viðræður
færu fram.
„Utanríkismár*
Fyrir alllöngu birti Morgiín.
blaðið ritstjórnargrein, sem
nefndist „utanríkismál“. Var þar
um það rætt, að í samskiptum
okkar við aðrar þjóðir bæri að
sýna skynsemi og hófsemi og sér
staklega á það bent, að ríkis-
stjórnin hefði farið rétí að, er
hún féllst á að taka upp við-
ræður við Breta út af árekstr-
unum á Islandsmiðum.
Síðan hefur Tíminn dag eílir
dag þrástagazt á því, að nafu-
gift þessa leiðara væri nokkurs
konar svik af Morgunblaðsins
hálfu. Var helzt á blaðinu að
sikilja, að viöræður okkar um
deilu við aðra þjóð væru innan-
ríkismál, sem engum öðrum
kæmi við, sjálfsagt heldur ekki
þeirri þjóð, sem ræða átti við.
Við höfum ekki séð ástæðu til
þess fyrr að benda á, hve fárán.
leg þessi afstaða Tímans væri,
enda haft af henni hið mesta
gaman.
En meðal annarra orða: Hvern
ig stendur á því að Tíminn ræðst
ekki á ríkisstjórnina fyrir það
að láta utanríkisráðuneytið
senda brezku ríkisstjórninni
orðsendingu. Samkvæmt þjóð.
réttarkenningum Tímans virðist
það þó vera alvarlegra mál en
hitt, að Morgunblaðið tali um
viðræðurnar sem utanríkismái.
Og hvernig í ósköpunum stendur
á því, að dr. Kristinn — svc að
einhver sé nefndur — er sendur
til Bretlands og settur i embætti
eftir diplómatiskum leiðum, ef
sú aðferð alíslenzkar manninn?