Morgunblaðið - 16.09.1960, Side 1
24 síður
Skipstjórinn
neitar ákærum
Hefði heldur láfið togarann
sökkva en eiga á hættu að
verða dæmdur
f réttarsalnum á SeySis-
firSi í gær, er mál Percy A.
Betlford skipstjóra á Wyre
Mariner var tekiS fyrir. Bæj-
arfógetinn Erlendur Björns-
son situr fyrir miSju og meS-
dómendur Sveinlaugur Helga
son og GuSIaugur Jónsson.
Fremst á myndinni til vinstri
er Gisli ísleifsson verjandi
skipstjóra, á tali viS hann.
Fremst til hægri er Geir
Zoega, fulltrúi eigenda og
viS hliS hans dómtúlkur
Stefán Már Ingólfsson. —
Sjá fleiri myndir á bls. 24.
(Ljósm.: GuSm. Gíslason).
Lumumba leítar verndar
Sameinuðu þjóðanna
Leo'poldville, Elisábethville,
15. sept. —■ (Reuter-NTB)
NÚ er svo komið í Kongó, að
Lumumba hefur leitað vernd-
ar í bækistöð Sameinuðu
þjóðanna í Leopoldville og
dvelst nú þar undir sterkri
vernd hermanna frá Ghana.
Liðsforingi í liði Ghana sagði,
að Lumumba hefði birzt þar
snemma í dag, öllum til undrun-
ar, og beðizt skjóls. Hefði hann
virzt ákaflega þreyttur. Liðsfor-
inginn sagði, að Lumumba væri
frjálst að fara, þegar hann ósk-
aði þess.
48 klukkustunda frestur
Svo sem kunnugt er lýsti Mo-
butu hershöfðingi, sem Kasa-
Samþykkti Framsókn
„hernám” Islandsy
l'MSIR af framámönnum Framsóknarflokksins víðs vegar
um land hafa nú gerzt aðilar að „Samtökum hernámsand-
stæðinga". Af því tilefni er ástæða til þess að varpa fram
þeirri fyrirspurn, hvort það sé álit þessara Framsóknar-
manna, að Framsóknarflokkurinn hafi samþykkt „her-
nám“ íslands er hann hafði forystu nm það með öðrum
iýðræðisflokkum að tslendingar gengju í Atlantshafs-
bandalagið og að hingað kæmi varnarlið á vegum þess?
TAKA HÖNDUM SAMAN VIÐ KOMMÚNISTA
í raun og veru hafa þeir Framsóknarmenn, sem tekið
hafa höndum saman við kommúnista innan „Samtaka her-
námsandstæðinga“ lýst því yfir að flokkur þeirra hafi beitt
sér fyrir „hernámi" islands.
Öll er þessi framkoma Framsóknarmanna svo ábyrgðar-
laus og andstöðukennd að undrum sætir, enda er nú svo
komið að fjöldi lýðræðissinna innan Framsóknarflokksins
fordæmir atferli leiðtoga sinna. Spurningin, sem Fram-
sóknarleiðtogarnir standa nú frammi fyrir er einfaldlega
þessi:
í SVEIT MEÐ RÚSSUM OG LEPPRÍKJUM ÞEIRRA
Ætla þeir að kasta flokki sínum algerlega í faðm
Moskvukommúnista og taka upp stefnu þeirra í utan-
ríkis- og öryggismálum tslendinga, eða hyggjast þeir
fylffja hinni íslenzku utanríkisstefnu, sem þeir sjálfir hafa
átt fullan þátt í að móta?
Er það áform leiðtoga Framsóknarflokksins að hverfa
frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir og beita sér
fyrir því að island skipi sér í sveit með Rússum og lepp-
rikjum þeirra?
Þessum spurningum verða Framsóknarleiðtogarnir að
svara. Þeir geta ekki til lengdar leikið þann hráskinnaleik,
sem þeir hafa leikið undanfarið í utanríkis- og öryggis-
málum íslenzku þjóðarinnar.
vubu afhenti yfirstjórn Kongó-
hersins, því yfir í gærkvöldi, að
hann hefði rekið frá völdum alla
stjórnendur landsins og sagt þing
mönnum að hætta störfum. —
Síðustu fregnir herma, að
Lumumba hafi verið fluttur
til heimilis sína og Mobutu
hyggist halda honum þar í
stofufangelsi.
Á leiðinni þangað gerðu um
200 æstir Kongóhermenn að-
súg að Lumumba, en hermenn
Mobutu vörðu hann. Þó tókst
þeim að rífa skyrtu hans og
valda honum einhverjum
meiðslum.
Skyldi nú herinn annast stjórn
landsins, meðan stjórnmálamenn
irnir væru að átta sig. — Kvað
Mobutu jafnframt ráð stúdenta
og tæknifræðinga annast stjórn
með hernum.
Mobutu sagði á fundi með
fréttamönnum í morgun, að
tæknifræðingar þeir rússneskir,
Framh. á bls. 2.
Seyöisfiröi, llf. sept.
RÉTTARHÖLD hófust hér í
dag í máli skipstjórans á
brezka togaranum Wyre Mar-
iner frá Fleetwood. Voru þá
komnir í réttarsalinn í bæj-
arfógetaskrifstofunni, all-
margir menn frá Reykjavík,
en athyglin beindist eðlilega
mest að hinum brezka tog-
araskipstjóra, Percy Bedford.
Er hann maður fimmtugur að
aldri, og kom hann vel fyrir
í réttinum.
Við yfirheyrsluna, er skipstjór-
inn kom fyrir dóminn, skýrði
hann frá því, að hann hefði ekki
fengið aðvörun, hvorki frá flug-
báti landhelgisgæzlunnar eða
skipum hennar. Ef sig hefði
dreymt um það, að á Seyðisfirði
myndi liggja ákæra á hendur
honum, er hann kæmi þangað
með hinn sökkvandi togara,
hefði hann frekar látið hann
fara á hafsbotn. Hann taldi sig
ekki hafa verið innan við fisk-
veiðitakmörkin, en í kæru land-
helgisgæzlunnar er skýrt frá því
að Wyre Mariner hefði 7. júlí sl.
verið 2—4 sjómílur innan við
fiskveiðitakmörkin.
Áhöfn Ránar var við réttar-
höldin. Flaug hún frá Reykjavík
til Egilsstaða. Með í förinni voru
Gísli Isleifsson, sem er verjandi
Bedford skipstjóra, Brian Holt
ræðismaður og Geir Zoega yngri,
sem fulltrúi eigenda skipsins. —
Meðdómendur með bæjarfóget-
anum, Erlendi Björnssyni, voru
þeir Sveinlaugur Helgason og
Guðlaugur Jónsson, en dómtúlk-
ur Stefán Már Ingólfsson, kenn-
ari við Verzlunarskólann. Nú í
sumar hefur hann verið tollvörð-
ur hér á Seyðisfirði.
Kæran. 1
Kæran á hendur skipstjóran-
um var lesin fyrii hann. Hún er
undirrituð af Guðmundi Kærne
sted. Þar skýrir hann frá þvi,
er Rán kom að logaranum aust-
ur við Hvalbak hinn 7. júlí. —
Segir hann að flugbáturinn hafi
verið samfleytt 3% tíma yfir
togaranum og gert 8 sinaum
staðarákvarðanir, sem sýndu tog-
arann vera í 8—10 sjóm. fjarlægð
frá Hvalbak, eða með öðrum
orðum, 2—4 míiur fyrir innan
fiskveiðitakmörkin. Flugbáts-
menn skutu ljósmerkjum og
morsuðu stöðvunarskipun til tog
arans, en þeim var ekki sinnt.
27 ár á íslandsmiðum.
Nú kom Percy Bedford skip-
stjóri fyrir dóminn. Fr hann
gamalreyndur togaraskipstjóii
Frh. á bls. 23
Beita sér gegn
landgöngu Kadars
NEW YORK. 15. sept. (NTB>
Einn af forystumönnum ung-
verskra flóttamanna, sem bú-
settir eru í Bandaríkjunum,
Belu Kirely, hyggst leita til
dómstólanna til að koma í veg
fyrir að Janos Kadar, for-
maður ungversku nefndarinn-
ar á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, fái að stíga í land í New
York.
Ungur bandarískur lög-
fræðingur hefir tekið málið að
sér og mun byggja það á
þeirri forsendu, að Kadar sé
af Sameinuðu þjóðunum og
öllu heiðvirðu fólki dæmdur
sem afbrotamaður og hafi sem
slíkur ekki rétt til þess að
stíga á bandaríska grund.
Laxness tapar yfir 230 þús. kr.
á fjármálabraski dansks lögfrœðings
Einkaskeyti frá fréttaritara
Morgunblaösins í Khöfn,
Páli Jónssyni, 16. sept.
Landsréttarmálaflutnings-
maðurinn Per Finn Jacobsen
hefur játað fyrir rétti í Kaup-
mannahöfn, að hafa með ó-
heimilli ráðstöfun fjár valdið
skjólstæðingum sínum tjóni,
sem nemur 1.1 millj. d. kr. —
Meðal skjólstæðinganna er
Halldór Kiljan Laxness og
nemur tap hans vegna að-
gerða Jacobsens rúmlega 42
þús. d. kr.
Jacobsen hafði tekið þessa
upphæð af reikningi Halldórs
Laxness í Verzlunarbanka Kaup
mannahafnar. Um þetta segir
Jacobsen: — Ég var umboðs-
maður fyrir öllum tekjum nóbels
verðlaunaskáldsins erlendis. —
Hluti þess fjár, sem til Danmerk-
ur kom, var lagður inn á reikn-
ing Laxness í Verzlunarbankan-
um, þannig að þar var alltaf
nægilegt fé til reiðu á hinum
tíðu ferðum skáldsins til Kaup-
mannahafnar.
Á tímabilinu 24. marz til 29.
des. 1959 tók Jacobsen þrjár upp-
hæðir af þessum reikningi, alls
42.261 d. kr., þar sem honum leizt
skynsamlegra að kaupa verðbréf
fyrir þá upphæð, þar sem af því
fengjust hærri rentur. Jacobsen
greiddi féð til Dana Enterprise,
sem átti að afhenda hönum verð-
bréf — sem þeir því miður gerðu
ekki, segir Jacobsen, og bætir
við — það var mín sök.
★
Morgunblaðið freistaði þess í
gær, að ná tali af Halldóri Kiljan
Laxness, vegna þessara tíðinda,
en rithöfundurinn er uú staddur
í Danmörku.