Morgunblaðið - 16.09.1960, Blaðsíða 8
8
MORCVHnTAÐIÐ
Föstudagur 16. sept. 1960
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA
RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON
Stefán A. Jónsson
Lán til
lendis
Stúdentar ræða kjör sín:
námsmanna er-
verði stóraukin
Úthlutunarreglur menntamálaráðs gagnrýndar
Á MIÐVIKUDAG í sl. viku var
kallaður saman fundur stúdenta,
sem nám stunda við erlenda há-
skóla. Tilefni fundarins var að
ræða kjör íslenzkra stúdenta er-
Þing ungra Sjálfstæð-
ismanna á Norður-
landi haldiðá Akureyri
Stefán Á. Jónsson kosinn formaður
NfUNDA ÞING fjórffungssambands ungra Sjálfstæðismanna á
Norðurlandi var haldið á Akureyri s.l. sunnudag. Var þar rætt um
viðhorfin í þjóðmálum og félagsstarf ungra Sjálfstæðismanna.
Gerð var almenn stjórnmálaályktun og samþykkt um landhelgis-
málið, og ýmsum ábendingum varðandi félagsstarf ungra Sjálf-
stæðismanna var beint til stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna og stjórnar fjórðungssambandsins. I»á fór fram stjórnarkjör,
og var Stefán Á. Jónsson kennari frá Kagaðarhóli í Austur-Húna-
vatnssýslu kosinn forinaður fjórðungssambandsins í stað Leifs
Tómassonar á Akureyii, tem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
loknu hófust umræður um félags
Fjórðungsþingið
Landsbankasalnum
kl. 2 á sunnudag. í upphafi þing-
fundar flutti Leifur Tómasson
ávarp, en síðan var Árnl Guð-
mundsson, Sauðárkróki valinn
forseti þingsins og Eggert Ólafs-
son, Sauðárkróki ritari þess.
Leifur Tómasson flutti þessu
næst skýrslu um starfsemi fjórð-
ungsambandsins sl. starfsár, en
aðalviðfangsefni þess. var þátt-
taka í undirbúningi Alþingis-
kosninganna í fyrra haust. Þá
var skýrt frá starfi einstakra fé-
laga innan fjórðungssambands-
ins. Guðmundur K'.emenzson
sagði frá starfsemi Jörundar,
F. U. S. í Austur Húnavatns-
sýslu, og Indriði Hjartarson frá
starfi deildar þess félags á Skaga
strönd, Árni Guðmundsson sagði
fréttir frá F. U. S. Víkingi á
Sauðárkróki, Magnús Síefánsson
frá Í%J. S. Garðari í Ólafsfirði,
Leifur Tómasson frá F. U. S,
Verði á Akureyri og ioks sagði
Þórhallur B. Snædal frá starf-
semi Sjálfstæðismanna á Húsa-
vík og í Suður-Þingeyjarsýslu.
Þegar skýrslur þessar höfðu
verið fluttar, var kosið í þrjár
nefndir: stjórnmálanefrid, skipu-
lagsnefnd og kjörnefnd. Síðan
talaði Þór Vilhjálmsson, formað-
s. U. S. um starfsemi samtaka
ungra Sjálfstæðismanna. Að því
var sett í
Akureyri starfið og tóku til máls Þórhall-
ur Snædal, Leifur Tómasson,
Magnús Stefónsson fná Ólafsfirði,
Kári Jónsson frá Sauðórkróki Ofg
Steinþór Ólafsson frá Skaga-
strönd.
Að umræðum loknum tók
Jónas G. Rafnar alþingismaður
til máls og ræddi um félagsmál
og viðhorfin á stjórnmálasvið-
inu. Að ræðu hans lokinni var
gert hlé á þingíundi og tóku þá
nefndir til starfa.
Fundur hófst aftur kl. 5. Tók
þá fyrst til máls Kári Jónsson og
hafði framsögu f. h. s.r.pulags-
nefndar, en hún hafði samið til-
lögur að samþykkt um ýmis at-
riði, sem varða félagsstarf ungra
Sjálfstæðismanna. Að framsögu-
ræðunni lokinni tóku til má’s
Þór Vilhjálmsson, Þórhallur
Snædal og Leifur Tómasson, en
síðan voru tillögurnar afgreidd-
ar.
Þá hafði Þórhallnr Snædal
framsögu f. h. stjórnmálanefnd-
ar. Um tillögu hennar tóku til
máls Svavar Magnússon, Stein-
þór Ólafsson, Leifur Tómasson
og Ámi Guðmundsson. en síðan
var tillagan afgreidd.
Loks hafði Indriði Helgason
framsögu f. h. uppstillingar-
nefndar, og var að því loknu
Frh. á bis. 9.
Landhelgismálið
Ályktun þings ungra Sjálfstæðismanna
á Norðurlandi
NÍUNDA fjórðungsþing ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi
telur, að það hafi verið rétt að fallast á viðræður við Breta um
fiskveiðilögsöguna við ísland. Þingið leggur áherzlu á, að unnið
sé að því að tryggja óskert yfirráð yfir núverandi lögsögu, og
minnir jafnframt á, að stefna beri að því að fá yfirráð alls land-
grunnsins. Þingið vítir tilraunir stjórnarandstöðunnar til að rjúfa
einingu íslenzku þjóðarinuar um þetta mikilvæga mál.
lendis, en gengislækkunin á sl.
vori olli að sjálfsögðu mikilli
hækkun á námskostnaði erlend-
is. Að vísu kom ríkisstjórnin til
móts við kröfur stúdenta þá og
beitti sér fyrir því að styrkir og
lán til námsmanna voru aukin
stórlega. Stúdentum þótti ekki
nóg aðgert og kölluðu því sam-
an áðurnefndan fund til þess að
ræða á hvern hátt þeim verði
auðið að kljúfa námskostnaðinn.
Á fundinum tóku fjölmargir
stúdentar til máls og lögðu á-
herzlu á nauðsyn þess, að náms-
mönnum erlendis verði gefinn
kostur á stórauknum lánum í
framtíðinni. Ennfremur sætti
menntamálaráð mikilli gagnrýni
fyrir ýmislegt í störfum ráðsins.
Einkum kom fram megn óá-
nægja stúdenta með þá ákvörð-
un meiri hluta menntamálaráðs
að binda lán og styrki til náms-
manna við eina upphæð án til-
lits til námskostnaðar í hverju
landi. Töldu fundarmenn ein-
sýnt, að þar sem bezta menntun
í einstökum greinum sé stundum
aðeins hægt að fá í löndum þar
sem námskostnaður er mikill, þá
hljóti menntamálaráð að verða
að taka tillit til þess, ef ætlazt
er til, að íslenzkir stúdentar afli
sér beztu menntunar, sem völ
Fundarsamþykkt
Fundurinn samþykkti í einu
hljóði að senda menntamálaráð-
herra eftirfarandi samþykkt um
kjaramál íslenzkra stúdenta er-
lendis almennt:
„Við undirrituð, sem öll stund-
um nám við háskóla erlendis,
leyfum okkur að beina eftirfar-
andi til hæstvirts menntamála-
ráðherra og ríkisstjórnarinnar:
íslendingum er það augljós
nauðsyn að geta sótt menntun
sína til annarra landa, þangað
sem hagkvæmast er í hverri
grein, enda ekki kostur á alhliða
háskólanámi hér heima. —
Hingað til hafa íslenzkir náms-
menn notið þeirrar sérstöðu að
geta kostað sig að miklu leyti
sjálfir til námsins með 3—4 mán-
aða sumarvinnu, þegar á móti
komu styrkir og lán Mennta-
málaráðs.
Eftir efnahagsráðstafanir rík-
isstjórnarinnar sl. vetur er þetta
gerbreytt. Verð gjaldeyris til
námsmanna hefur hækkað um
70—80%, þar við bætist stórauk-
inn ferðakostnaður og vaxandi
dýrtíð í landinu, en kaupgjald
helzt óbreytt að kalla. Auk þessa
munu fæstir námsmenn njóta
góðs af þeim gagnráðstöfunum,
sem vega skyldu upp á móti
kjararýrnun almennings Má telja
að námskostnaður erlendis hafi
tvöfaldazt, og kemur sú hækk-
un fyrst fram með fullum þunga
nú í haust.
Af þessum sökum virðist blasa
við, að margir stúdentar hljóti
að hverfa heim frá námi hálfn-
uðu eða óloknu, en sárafáir sjái
sér fært að hefja nám hér eftir.
Ekkert hefur komið fram af op-
inberri hálfu um aðgerðir til að
sporna gegn þessari þróun.
Það er eðlileg krafa náms-
manna erlendis, að þeim verði
gert kleift að stunda nám sitt
hér eftir sem hingað til og stjórn-
arvöld landsins geri þegar ráð-
stafanir til að svo metgi verða.
Virðist nauðsynlegt að opinbert
lánsfé og styrkir verði aukn-
ir svo að nemi tveimur þriðju
hlutum námskostnaðar í hverju
landi.
Við undirrituð mælumst til
þess að hæstv. menntamálaráð-
herra og ríkisstjórn geri hið
fysrta grein fyrir afstöðu sinni
til þessa máls.“
Menntamálaráðherra
heitir endurbótum
Þrír fundarmanna voru kjörnir
til að flytja menntamálaráðherra
þessa samþykkt og ræða við
hann um ýmislegt annað, sem
við kemur málefnum stúdenta
erlendis.
í fyrrakvöld efndu stúdentar
svo til annars fundar um þetta
mál og skýrðu nefndarmenn þá
frá viðræðum sínum við mennta-
málaráðherra og framkvæmda-
stjóra menntamálaráðs. Mennta-
málaráðherra tók málaleitun
stúdenta vel og kvaðst hafa full-
an skilning á, að svo þyrfti að
búa að kjörum þeirra, að stúd-
entar þyrftu eigi að hverfa frá
námi vegna fjárskorts. Lofaði
menntamálaráðherra að beita sér
fyrir stórauknum lánum stúdent-
um til handa og kvaðst einnig
mundu flytja frumvarp um sam-
einingu lánasjóða stúdenta hér
heima og þeirra, sem nema er-
lendis. Hann kvað það sann-
girniskröfu, að stúdentar fengju
styrki og lán, sem næmu % af
námskostnaðinum. Ennfremur
kvaðst menntamálaráðherra
mundu beita sér fyrir þvi, að
veitt yrði sérstök yfirfærsla fyr-
ir skólagjöldum þar sem þau
væru mjög "há.
Á fundinum kOm fram almenn
ánægja með viðbrögð mennta-
málaráðherra við óskum stúd-
enta og lögðu menn áherzlu á,
að þessum endurbótum yrði kom
ið á hið allra fyrsta.
Á báðum þessum fundum
stúdenta var mikið rætt um, að
nauðsyn væri að koma á heild-
arsamtökum íslenzkra stúdenta,
sem nám stunda erlendis, og var
á síðari fundinum kjörin nefnd
til þess að undirbúa það mál.
í nefndinni eiga sæti: Andri
ísaksson, Frakklandi, Agnar
Ingólfsson, Englandi, Ketill Ing-
ólfsson, Sviss, Jakob Jónsson,
Svíþjóð og Ingi Axelson, Þýzka-
landi.
Felum Sjálfsfœðisflokkn-
um að vinna áfram að
því að tryggja framtíð
œskunnar
Stjórnmálaályktun jbings ungra Sjálf-
stæðismanna á Norðurlandi
NIUNDA fjórðungsþing ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi,
haldið á Akureyri 11. september 1960, fagnar því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn skyldi á s.l. vetri hafa forgöngu um algjöra stefnubreyt-
ingu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slík stefnubreyting hafði lengi
verið nauðsynleg og mátti ekki lengur dragast, ef forða átti
vandræðum.
Fjórðungsþingið fagnar því sérstaklega, að hin nýja stefna er
byggð á meginsjónarmiðum Sjálfstæðismanna.
Þingið leggur áherzlu á, að haldið verði áfram á sömu braut og
farið var inn á á s.l. vetri. Til að svo megi verða, telur þingið,
að m. a. þurfi að ijúka hið fyrsta endurskoðun laga um málefni
sveitarfélaga og um skattamál. Jafnframt fagnar þingið þeim ár-
angri, sem þegar hefur náðst á þessum sviðum, svo og hinni mikil-
vægu breytingu á sviði tryggingarmála, sem ákveðin var á síð-
asta Alþingi.
Fjórðungsþingið skorar á allt ungt fólk í landinu að tryggja,
að lagður verði öruggur grundvöllur að framtíð yngri kynslóð-
arinnar, en það verður einungis gert með því að veita Sjálfstæðis-
flokknum aðstöðu til að vinna áfram að uppbyggingu í landinu.
Þingið bendir á eftirfarandi atriði, sem i því sambandi þarf að
leggja áherzlu á:
sem nú á sér stað varðandi efna-
hagssamvinnu ríkjanna í Vestur-
Evrópu, og bendir á þá miklu
hættu, sem efnahagsleg einangr-
un íslands frá þessum ríkjum
myndi hafa í för með sér.
5) Fjórðungsþingið bendir á,
að fullkomlega tímabært er að
marka glögga stefnu í efnahags-
málum dreifbýlisins. Virðist ein-
sýnt, að aðalatriði þess máls sé,
að arðbær atvinnufyrirtæki stuðli
að uppbyggingu bæja, sem verði
þá um leið markaðssvæði fyrir
landbúnaðarhéruðin í nágrenn-
inu. í þessu sambandi skorar
þingið á Alþingi og ríkisstjórn að
vinna að áframhaldandi rafvæð-
ingu landsins og samræmingu
verðs á rafmagni ti1 nevtenda um
land allt.
1) Hefj-a þarf markvissa sókn,
sem miði að aukningu framleiðsl-
unnar byggðri á nýjum atvinnu-
tækjum, skynsamlegri nýtingu
vinnunnar og fjölbreyttari at-
vinnuvegum, sem m. a. nýta er-
lent fjármagn.
2) Þingið telur, að þessi þróun
verði að byggjast á frjálsræði í
atvinnulífinu og traustu efna-
'hagskerfi, þar sem trú ríkir á
verðgildi krónunnar.
3) Þingið telur mikilvægt, að
allur almenningur geti átt aðild
að atvinnulífinu og kynnzt af-
komu þess, t. d. með þátttöku í
opnum hlutafélögum.
4) Þingið leggur áherzlu á
nauðsyn þess, að vel sé af íslands
hálfu fylgzt með þeirri þróun,