Morgunblaðið - 16.09.1960, Síða 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Föstudagur 16. sept. 1960
JHropiiiMnMfr
Otg.: H.f. Arvakur Reykjavtk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
LIFSNAUÐSYN
Á LITSGERÐ sú, um íslenzk
efnahagsmál, sem hag-
fræðingur Alþýðusambands
Noregs hefur gert á vegum
samstarfsnefndar íslenzkra
launþegasamtaka er hin at-
hyglisverðasta. Hinn norski
hagfræðingur, Per Dragland,
hefur starfað að hliðstæðum
verkefnum fyrir norsku
verkalýðsfélögin. Hann ræddi
hér á landi við fjölda verka-
lýðsleiðtoga og naut sér-
stakrar aðstoðar Torfa Ás-
geirssonar, hagfræðings, sem
hefur verið Alþýðusambandi
Islands til margvíslegrar að-
stoðar á sviði efnahagsmála.
Per Dragland hafði einnig ná-
ið samband við marga aðra
íslenzka hagfræðinga og efna-
hagsmálasérfræðinga.
Ekki er um betri leið
að velja
Niðurstöðurnar af rann-
sóknum hagfræðings norska
Alþýðusambandsins hafa í
stuttu máli orðið þær, að
hann telur lífsnauðsyn, að sú
viðreisnartilraun, sem núver-
andi ríkisstjórn hefur gert,
takist. Hann telur ennfremur
að ekki hafi verið um aðra
leið að velja til úrlausnar
þeim vandamálum, sem við
blöstu. Loks er það skoðun
hans, að samtök launþega
geri meðlimum sínum bjarn-
argreiða „ef þau taka ekki til-
lit til þess, hvað slíkt við-
reisnarvandamál felur í sér.“
Per Dragland lýsir því hik-
laust yfir að hann telur að
þær ráðstafanir sem gerðar
hafa verið, geti borið árangur
ef þær fái að standa um hríð.
Ekki hægt án
k j araskerðingar
Þegar hinn norski hagfræð-
ingur ræðir um lausn efna-
hagsvandamálanna í skýrslu
sinni kemst hann m. a. að orði
á þessa leið:
„Ef lausnin brýzt fram
gegn um hrun og kreppu
verða afleiðingarnar miklu
geigvænlegri fyrir launþega,
heldur en ef viðreisnin fer
fram eftir fyrirfram gerðri
áætlun. Það er heldur ekki
í samræmi við raunveruleik-
ann, að ætla að vandann sé
hægt að leysa án þess að
skerða lífskjör launþega“.
Fyllsta ástæða er til, að
íslenzkir launþegar og
raunar þjóðin öll kynni sér
þessa álitsgerð, sem gerð
hefur verið af hinum hlut-
lausa hagfræðingi norsku
verkalýðssamtakanna.
ALÞÝÐU-
SAMBANDS-
KOSNINGAR
i MORGUN hefjast kosn-
** ingar í yerkalýðsfélögun-
xun til næsta þings Alþýðu-
sambands íslands, sem haldið
verður í nóvember í haust.
160 félög innan Alþýðusam-
handsins kjósa um það bil
350 fulltrúa til þessa þings.
Á kosningunum að verða lok-
ið 9. október.
Heildarsamtök verkalýðs-
ins á Islandi standa nú á
krossgötum. Kommúnistar
hafa um skeið haft þar meiri
hluta og misnotað þau á ýmsa
lund í þágu pólitískra hags-
muna sinna. Það er athyglis-
verð staðreynd að meðan
kommúnistar áttu sæti í V-
stjórninni, létu þeir kyrrt
liggja innan verkalýðssamtak
anna um alla kjarabaráttu.
I>eir létu sér þá einnig í léttu
rúmi liggja, þótt V-stjórnin
semdi um áframhaldandi
dvöl hins ameríska varnarliðs
á íslandi, og sviki þannig eitt
af aðalstefnuskráratriðum
sínum.
Áttu engin úrræði
Nú eru kommúnistar hins
vegar komnir í stjórnarand-
stöðu. Þá leggja þeir áherzlu
á að einbeita kröftum verka-
lýðshreyfingarinnar gegn
þeim víðtæku viðreisnarráð-
stöfunum, sem núverandi rík-
isstjórn hefur gert. Sjálfir
áttu þeir, eða samstarfsmenn
þeirra í V-stjórninni engin
úrræði til þess að stöðva
verðbólguna eða tryggja laun
þegum raunverulegar kjara-
bætur.
Til þess ber því brýnni
nauðsyn nú en nokkru sinni
fyrr, að allir lýðræðissinnar
innan verkalýðshreyfingar-
innar sameinist í baráttunni
gegn kommúnistum og upp-
lausnarstefnu þeirra.
UTAN UR HEIMI
Stroop hershöfðingi stjórnar útrýmingu Gyðingahverfisins
i Varsjá 16. maí 1943.
EIN KAMPF
Sannleikurinn urn
hakakrossinn
rVÖ kvikmyndahús í Kaup- [ ur sigurvegaranna þegar Þjóð
mannahöfn sýna um þessar
mundir kvikmynd, sem ekki
á sinn líka. Nafn myndarinn-
ar er „Mein Kampf“ eða
„Sannleikurinn um haka-
krossinn.“
Það eru tveir Svíar, Erwin
Leiser og Tore Sjöberg, sem
framleiddu þessa mynd, en
myndatöku alla önnuðust
kvikmyndatökumenn Hitlers.
Erwin Leiser er fæddur í
Þýzkalandi, en varð að flýja
land vegna andstöðu við naz-
isma árið 1938, og hefur verið
búsettur í Svíþjóð síðan.
í kvikmyndinni er rakin
saga nazismans í Þýzkalandi
frá byrjun til loka.
★
í AUSTUR-BERLÍN
Á árunum eftir stríð fékk
Leiser þá hugmynd að safna
saman gögnum til að segja þessa
sögu á sem Ijósastan hátt. Afréð
hann því að reyna að fá aðgang
að þeim gögnum sem féllu í hená-
gögnin reyndust vera í kvik-
myndasafni ríkisins í Austur
Berlín, sem gaf Leiers leyfi til
að rannsaka þau þar á staðnum.
Þarna fann hann hverja mynd-
ma af annari, sem lýstu sögu
r.azistaveldisins. Margar kvik-
myndanna hafa áður komið fyrir
almannasjónir, en sumar þeirra
hafa verið vandlega faldar, m. a.
vegna þess að þser voru rangt
merktar: Sennilega hafa nazist-
arnir á þennan hátt verið að
reyna að koma í veg fyrir að
hryðjuverkin, sem þar eru sýnd,
kæmu fram í dagsljósið.
m
BEINAGRINDUR
Aðallega er hér um að ræða
myndir úr gyðingahverfi Varsjár
borgar. Þarna var hrúgað saman
hundruðum þúsunda gyðinga f
þeim tilgangi að láta þá drepast
úr sulti og sjúkdómum. Þarna
var sýnt hvernig smábörn verða
að þöglum beinagrindum með
stór augu. Eina vörn þeirra er
sljóleiki, sem íýsir sér m. a. i
því er þau ganga framhjá lík-
um ættingja og vina, sem hafa
dáið úr sulti á gangastéttunum.
★
TIL AÐVÖRUNAR
Kvikmynd þessi er gerð til að
stuðla að því að óskö'pin verði
ekki endurtekið. Leiser virðist
líta svo á að það sé ekki aðeins
Hitler sem á sökina, heldur sé
enginn ósekur. Þess vegna verði
komandi kynslóðir að vita hvað
þarna skeði. Æskan verðj að sjá
þetta, jafnvel þótt hún muni bera
þess merki á eftir. Og þeir sem
litðu þetta tímabil, en vilja helzt
gleyma því, ættu að sjá hvað það
er sem þeir vilja gleyma, jafnvel
þótt þeir hágráti eða falli í yfir-
lið við að sjá mannúðarleysið.
Líkvagninn lilaöinn.
Gyöingar þvingaðir tii að aka likum trúbræðra sinna í fjöldagrafir.