Morgunblaðið - 16.09.1960, Side 13
Föstudagur 16. sept. 1960
MORGVTShLAÐlÐ
13
A Fríslandi er mikið um dýrðir, þegar allt hey er komið heim í hús á haustin. I*á er kosin „hey-
drottning", sem ekur um í heyvagni, en meyjar klæddar þjóðbúningum ganga í fylkingu á eftir.
Hér er mynd af einni slíkri, og ekki sakar að geta þess, að ekilsstaðan er mjög eftirsótt meðal
ungra sveina.
44
Hvorki herra yfir oss
né þrœla undir oss
Hollenzkur Jbingmaður frá Fríslandi
i heimsókn
styrjöld hófst. >að þýðir ekk-
ert að blekkja sig um rauaveru
legt ástand í alþjóðamálum. —
Hlutleysi er kannske fagurt orð
í eyrum sumra, en i rauainni
hefur það falskan tón, og merk-
ing þess hefur ekki sama gildi
og fyrr. Þetta er jafnvel Nehru
farinn að skilja.
Samstarf þjóða.
— Hvað um reynslu ykkar af
markaðsbandalag.nu?
Samstarf þjóða á öllum svið-
um verður að aukast og þátttaka
okkar t. d. í sexveldabandalag-
inu hefur reynzt mjög affara-
sæl. Það er ókleift fyrir lítið
ríki eins og Holland að vera al-
gerlega óháð ákvörðunum staerri
ríkja í efnahagsmálum, og þess
vegna er þátttaka okkar sjálf-
sögð til þess að tryggja ahrif
okkar betur en ella hefði orðið.
Annars þykir okkur slæmt að
hafa ekki Norðurlönd og Bret
land í sama bandalagi, þar sem
lönd þessu eru vinsæl meðal
okkar og við eigum við þau þýð-
ingarmikil viðshipti. Sjöveldin
munu hafa óttazt, að hið „sup
ranationala“ eðli sexveldabanda
lagsins (það. að hagsmunir einn-
ar þjóðar verða að víkja fyrir
hagsmunum allra) gæfist ekki
vel, en nú er einmitt sýnt, að
það er það öðru fremur, sem
hefur leitt til síaukinnar vel-
megunar á öllum sviðum, og
fyrir allar þjóðirnar.
EINN fulltrúanna á fundum
landbúnaðhrnefndar ráðgjafar-
þings Evrópuráðsins, sem haldnir
voru hér I Reykjavík fyrir
nokkrum dögum, var Holler.d-
ingurinn — eða Fríslendingurinn
— dr. A. Vondeling. Hann varð
landbúnaðar-, fiskimála- og mat
vælaráðherra Ilollands árið 1957
og var það fram til ársins 1959,
þegar J. E. de Quay myndaði
samsteypustjórn sína án þáttíöku
Verkamannaflokksins, en í þeim
flokki er Vondeling.
Dr. A. Vondeling átti við-
tal við Morgunblaðið, meðan
hann dvaldist hérna.
★
— Hvaðan eruð þér af Hol-
landi?^
— Ég er fæddur árið 1916 í
Vriesland eða Fríslandi, þar sem
faðir minn var bóndi. í æsku
vandist ég flestum venj úlegum
landbúnaðarstörfum, eins og
þau tíðkast í Hollandi, þar eð
faðir minn rak-svokallað bland-
að bú. Ungur fór ég svo suður
til Wageningen á heimsfræg-
an búnaðarháskóla, sem jafn
framt er miðstöð landbúnaðar-
rannsókna. Þar skrifaði ég dokt
orsritgerð mína, sem fjallaði um
bústjórn almennt með sérstakri
hliðsjón af fjárhagsmálunum.
Bústjórn.
— Og svo haíið þér haldið út
í pólitíkina?
— Nei, nei, ekki varð það nú,
fyrr en á styrjaldarárunum. Að
námi loknu var ég ráðinn bú-
stjóri að stóru samvinnubúi í
Fríslandi, eða réttara sagt að
samtökum um 4000 bænda, sem
höfðu með sér allnána samvinnu
um innkaup, tilhögun búreksturs
og afurðasölu. Þótt Fríslending-
ar séu einstaklingshyggjumenn
eins og mér er sagt að íslend-
ingar séu, þá skilja þeir bó, að
samvinna er þeim fyrir beztu,
einkum þar sem landið er flatt
og jarðatakmörk engin frá nátt-
úrunnar hendi, og baráttan við
hafið tengir þá saman. Form
búreksturs hlýtur jafnan að mót
ast af svip landsins, og mér er
ljóst, að svo víðtæk samvinna
eins og ég gat um þarf ekki
alltaf að vera æskileg, bótt frís
lenzkar aðstæður geri hana nauð
synlega að minu áliti.
Nýtt kerfi.
— Var þetta umfangsmikið
starf?
— Jú, einkum þótti mér um-
svifamiikið að gllma við bók-
haldið, sem var í rauninni aðal
starfið. Vikulega sendu bænd-
urnir til mín skýrslur um rekst
urinn, sem ég varð að vinna úr.
Ég hugsaði mikið um það, hvern
ig hægt væri að gera þetta á
auðveldari hátt, og fann að lok
um upp handhægt kerfi til þess
að vinna úr skýrslunum á hand-
hægan hátt. Aðalkostur þess var
þó, að nú var hægt að gera
glöggan samanburð á búunum
og gera athugun á því, hvað
var rétt gert og hvað rangt í
hverju einstöku tilviki. Býli af
svipaðri bústofnsstærð, með
álíka mikið landrými og líkan
jarðveg mynda hópa í þsssu
kerfi. Er þá bæði hægt að bera
reksturinn saman innan hvers
flokks, og eins hina einstöku
hópa hvern við annan. Þannig
sést, hvernig búrekstrinum verð
ur heppilegast hagað. Nú er
þetta kerfi notað, hvarvetna í
Hollandi.
Stríðsárin.
— Nú, og svo komu styrjald-
arárin?
— Já, það voru ár hörmunga
og hermdarverka. Þjóðverjar
höfðu víst gert sér vonir um,
að við yrðum þægilegri í taumi
en aðrar þjóðir vegna skyld-
leikans. Þegar það brást, gripu
þeir til harkalegra ráðstafar.a,
sem ekki er tóm til að rifja upp
nú enda bezt á okkar tímum
að leggja áherzlu á þau atriði,
sem tengja þjóðir Evrópu sam-
an, en ekki þau, sem hafa sundr
að okkur. — Á hernámsárunum
var ég ritstjóri ólöglegs blaðs
Fréttirnar höfðum við að mestu
frá BBC, en starf okkar var
einnig fólgið í því að afla upp-
lýsinga handa mótspyrnuhreyf-
ingunni. Eftir stríðið fór ég að
taka þátt í störfum Verkamanna
flokksins, hef setið á þingi síð-
an og verið ráðherra um hríð.
Einnig hef ég verið og er stjórn
arformaður í útgáfustjórn
tveggja blaða.
Hollenzk stjórnmál og hlutleysi.
— Er Verkamannaflokkurinn
sósíaldemókratísKur flokkur?
— Það verður hann sennilega
að teljast, en annars teljum við
okkur óbundna öllum kredd-um.
Gamli sósíaldemókrataflokkur-
inn leið undir lok eftir stríðið.
Hann vantaði hugsjónir og var
fjötraður gömlum vígorðum. —
Hinn nýi Verkamannaflokkur
hefur aðlagað sig nýjum tím-
um, látið allan marxisma og svo
leiðis lönd og leið, en lagt höf-
uðáherzlu á síbætt kjör alþýð-
unnar. Fylgi flokksins sýnir, að
stefna okkar hefur reynzt rétt.
— Eiga kommúnistar nokkru
fylgi að fagna?
— f síðustu kosningum fengu
þeir 3 þingmenn af 150, en höfðu
áður 7. Það er margt, sem veld-
ur fylgisleysi þeirra. en ein á-
stæðan rfr ekki hvað sízt áróð-
ur þeirra gegn Atlantshafsbanda
laginu. Hollendingar styðja það
svo að segja afdráttarlaus, enda
erum við raunsæismenn og mun-
um of vel, hvernig síðasta heims
Dr. A. Vondeling.
Frísland og ísland.
— Svo við víkjum nú að öðru.
Teljið þér yður Fríslending fyrst
og fremst en Hollending þar
næst?
—Ég er stoltur af að vera
Fríslendingur, en við, sem telj-
umst afkomendur hinna fornu
Frísa í Hollandi, erum lú orðið
Hollendingar fyrst og fremst.
— Frísar eiga sér gamla sögu
í Hollandi?
— Já. og þeir eru einn fárra
germanskra þjóðflokka, sem
hafa búið á sömu slóðum frá því
er sögur hefjast. Tacitus getur
fyrstur um Frísa í Annálunum.
Öll saga Frísa einkennist af frels
isást þeirra, og fram eftir öllum
öldu-m héldu þeir furðumiklu
sjálfstæði þrátt fyrir volduga ná-
granna. Sjálfui Karlamagnús
veitti þeim mikilsverð forrétt-
indi, sem byggðust á sérstökum
lagabálki, Lex Frisionum, en
hann var að mestu samsafr. hinna
gömlu lagaboða kynþáttarins. Á
miðöldum og síðar höfða Frísar
alltaf sérstöðu bæði gagnvart
Þýzkalandi og Hobandi. Þar var
frjálst bændaþjóðféiag án aðals-
stéttar, og hinir sjalftsæðu bænd
ur héldu fast við landsréttindi
sín.
— Þess má og geta til gam-
ans, að ýmsir telja hina lýðræð-
islegu löggjöf Frísa hafa haft
áhrif á skrif hollenzkra stjórn-
skipunarfræðinga á miðöldum,
sem aftur höfðu áhrif á þróun
lýðræðisins á Englandi.
— Þá má geta þess, að Frísai
áttu mikil viðskipti í norðurveg,
og nöfn eins og Slésvík, Ribe i
Danmörku og Birka í Svíþjóð
eru af frísneskum uppruna. Þeir
voru mikil siglingaþjóð og fóru
víða.Þeir eru einna helztir taldir
hafa veitt víkingum frá Norð-
urlöndum viðnám, enda aukast
ránsferðir víkinga í vesturveg,
þegar hallar undir fæti hjá Frís-
um.
Samskipti fslendinga og Frís-
lendinga á seiniii öldum voru
nokkur, einkum meðan Frísler.d
ingar voru umsvifamestir allra
við hvalveiðar í norðurhöfum.
— En er nokkuð sameigin-
legt með þessum frændþjóðum?
— Áreiðanlega margt. En það,
sem mér kemur fyrst í hug, er
lýðræðis- og réttlætisást þeirra
ásamt virðingu fyrii löguaura.
Þetta þrennt og óbilandi frels-
isþrá beggja þjóðanna er ger-
manskur arfur. íslendingar og
Frísar voru góðir lagasmiðir til
forna, og þeir hafa báðir virt
jafnréttiskenninguna, sem þann-
ig er sett fram í hinni fornti
lögbók Frí-sa: „Hvorki vilium
vér herra yfir oss hafa né þræla
undir oss“.
— M. Þ.
Nýskipan innflutnings
skapar heilbrigða
verzlunarhætti
Aðalfundur rafvirkjameistara
3. og 4. september sl. var hald- | gildingu og landlöggildingu, og
inn á Akureyri aðalfundur Lands
sambands íslenzkra rafvirkja-
meistara og sóttu hann um 40
rafvirkjameistarar úr öllum
landsfjórðungum.
Formaður sambandsins, Gísli
Jóhann Sigurðsson, setti fundinn
og gat þess, að nær allir starf-
andi rafvirkjameistarar á land-
inu væru nú félagsmenn sam-
bandsins og væri félagatalan um
120. — Fundarstjórar voru Vikt-
or Kristjánsson og Finnur B.
Kristjánsson, en fundarritari Sig
uroddur Magnússon.
ERINDI
Á fundinum voru rædd ýmis
mál er stéttina varðar, m. a. um
löggildingu, menntun, efniskaup,
álagningu, þjónustu og fleira. Á
fundinn kóm Guðmundur Mar-
teinsson, eftirlitsstjóri Rafmagns-
eftirlits ríkisins, og ræddi hann
m. a. um löggildingar, staðarlög-
hvaða skilyrði skyldu sett fyrir
þeim.
Tveir erlendir gestir fluttu er-
indi á fundinum. Voru það Johan
Johansen, framkvstjóri norska
rafvirkjameistarasambandsins og
Thorkild Bang, forstjóri N.E.S.-
verksmiðjanna dönsku, en þær
verksmiðjur framleiða ýmiss kon
ar rafbúnað.
Erindi Johansens fjallaði um
þróun félagssamtaka norskra raf
virkjameistara og aðstöðu þeirra
nú, en erindi Bangs um fram-
leiðslu, sölu og dreifingu rafbún-
aðar í Danmörku.
Voru erindi þessi fróðleg og
kom þar fram, að aðstaða raf-
virkjameistara á öðrum Norður-
löndum er betri en íslenzkra
stéttarbræðra þeirra.
Framh. á bls. 23.
Fulltrúar á þingi LlR.