Morgunblaðið - 16.09.1960, Side 24

Morgunblaðið - 16.09.1960, Side 24
SUS- síða Sjá bls. 8. wgiutMðftifr 211. tbl. — Föstudagur 16. september 1960 Togararnir tveir, Wyre Mariner, og utar, Lord Lloyd. Uti á höfninni liggur Þór. (Ljósmynd: Guðmundur Gíslason) Bedford skipstjóri 27 ár á íslandsmiðum íslendingar unnu í írlandi 4:2 (Sjá iþróttir) í eldhúsinu á Gullfossi UNGI pilturinn, Jón Hildiberg, Sólbergi á Seltjarnarnesi, sem lýst var eftir í fyrrakvöld, en hann halði ekkert látið vita heima hjá sér um ferðir sínar, er kominn fram heill á húfi. Er hann skipverji á Gullfossi, starf- ar þar í eldhúsinu og við beztu heilsu. Pilturinn hefur bersýni- lega farið á skipið án þess að láta einn eða neinn um það vita. Hann hafði farið að heiman frá sér 4. þ.m. Síld við Eldey AKRANESI, 14. sept. — Tveir bátar héðan létu reka í nótt suð- ur og út af Eldey, Böðvar og Svanur. Annar þeirra hafði feng- ið 40 tunnur síldar, en hinn 30. Þriðji báturinn mun senn byrja veiðar. — Oddur. Útgerðarmaður í Hafnarfirði kærður fyrir veðsvik SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hefur Landsbanki Islands kært Jón Kr. Gunnarsson, út- gerðarmann í Hafnarfirði, fyrir bæjarfógetanum á staðnum fyrir veðsvik. Voru þau fólgin í því, að hann falsaði skýrsl- ur til bankans um fiskbirgðir fiskverkunarstöðvar sinnar. Hafði hann fengið lánaðar mjög verulegar upphæðir fram yfir það, sem hann átti rétt á. Mun útgerðarmaðurinn hafa gert þetia um nokkurt skeið. Jafnframt var lagt hald á allt bókhald Jóns Kr. Gunnarssonar. Hann hefur undanfarið rekið fiskverkunarstöð í Hafnarfirði og gert út 3 vélbáta. Kosning fulltrúa á þing A.S.Í. hefst á morgun A MORGUN hefst kosning fulltrúa á 27. þing Alþýðusambands Is- lands. Kosning stendur yfir frá 17. september til 9. október og á þá að vera lokíð í öllum félögum. — Kosnir verða um 350 fulltrúar frá um 160 verkalýðsfélögum. Kommiúnistar hafa undirbúið þessar kosningar í félögum af meiri hörku en nokkru sinni fyrr. Erindrekar þeirra hafa ferðazt um landið þvert og endilangt til að umdirbúa kosningarnar og í Þjóðviljanum í gær sést það greinilega hversu mikið pólitískt ofurkapp kommúnistar legigja á þessar kosnimgar. Innan um venjulegar Þjóðvilja skammir er svo reynt að drepa á kjaramálin, en á þann hátt að um greinilegt yfirvarp er að ræða, enda hafa kommúnistar aldrei látið sig kjaramál verka- lýðsins neinu skipta nema það hafi hentað þeim frá pólitísku sjónarmiði. Er þar skemmst að minnast, að í tíð hinnar svonefndu vinstri stjórnar töldu kommúnistar það henta vel hagsmunum launþega að skattar hækkuðu stórkostlegar en nokkru sinni fyrr eða síðar hefur þekkzt hér á landi. Þeir töldu það einnig sjálfsagt að binda kaup verkalýðsins og skerða vÍ6Ítöluna. En þeir þekkj'a illa íslenzka launþega ef þeir halda að þessi verk þeirra séu gleymd. Launþegar vita, að öll „verka- lýðsstarfsemi" kommúnista þjón- ar aðeins einum tilgamgi og hann er sá að auka á upplausn og vand- ræði í þjóðfélaginu og styrkja kommúnistaflokkinn til pólitískra valda. Gegn þessu rnunu laumþegar sameinast í höndfaramdi Aliþýðu- sambandskosningum og styðja kosningu andstæðinga kommún- ista og hindra á þann hátt að kommúnistar geti haldið áfram að nota heildarsamtök verkalýðs ins í þágu flokkssamtaka sinna. Áhugi á kolan- minnkandi Isað í hillur og kassa dragnótaveibibAtarn IR frá Reykjavík leggja sig nú meira eftir bolfiski en kola. Margir byrjuðu með sér stakar nætur, sem ætlaðar eru til kolaveiða, en nú hafa flestir tekið stærri og dýpri nætur og fá þar af leiðandi mestmegnis bolfisk, sagði Einar á Aðalbjörgu, er tíð- indamaður Mbl. hitti hann í gær, þegar Aðalbjörg var að halda í róður. Það borgar siig betur að veiða bolfiskinn, sagði Einar. Við erurn fljótari að fylla í tonnið. Kola- verðið er ekki jafnhátt miðað við bolfiskverðið og það var áður. 1—14 tonn í róðri Reykjavíkurbátarnir, sem drag nótaveiðar stunda, eru yfir 20, sagði Einar, og þeir halda sig á örlitlum bletti um 5 rnílur norð- vestur af Gróttu. — Við togum hver yfir annan, sagði Einar. Við erum allir í þvögu. Þarna er botninn beztur, 17—18 faðma dýpi — og aflinn yfirleitt góður. Hann hefur saro.t verið misjafn að undanförnu. Við erum með allt frá einu tonni upp í 12—14 tonn yfir nóttina, bætti híinn við. Vantar kola Af þessum ástæðum hefur mjög dregið úr kolamagninu, sem berst á land, og reynist nú m.a. erfitt að fá nýjan kola til útflutn- ings með flugvélúm. Haraldur Gíslason hefur í hyggju að halda þeim flutningum áfram og hefur tryggt sér flugvélar til flutning- anna, en nú skortir kolann. Fiskifélag íslands gengst nú fyrir athugunum á því hvernig bezt sé að ísa dragnótafiskinn. Fisburinn hefur verið ísaður í kassa og stíur til reynzlu og hef- ur einn af starfsmönnum Fiski- félagsins farið í róðra mieð Aðal- björgu í þessu skyni. Norskir aluminíumkassar Sigurður Haraldsson hjá Fiski félaginu hefur umsjón með þess- um athugunum og tjáði hann Mbl. í gær, að notaðir hefðu ver- ið norskir aluminium-kassar, sem þannig eru útbúnir, að vatnið- rennur út úr hornunum á þeim og ekki niður í næsta kassa fyrir neðan. Danir og Norðmenn nota mikið þessa kassa, sem taka 45— 50 kg. „Danir og Norðmenn ísa mest af sínum fiski á þennan hátt, hvort sem hann fer ferskur til neytendanna, eða í vinnslu- stöðvar‘“, sagði Sigurður. Hann sagði, að ekki léki vafi á því, að kassafiskurinn væri mun betri en hinn, sem ísaður væri beint í lestina. Einnig hefði reynslan sýnt, að fiskur, sem ís- aður hefði verið í hillur í Aðal- björgu, hefði verið betri en anner eftir 12 stunda geymslu. Kæmi aðeins fjórðungi í kassa Einar á Aðalbjörgu var lí'ka á- nægður með hillufiskinn, sagði það vera bráðnauðsynlegt að ísa allan fisk í hillur. Hins vegar var hann ekki jafnhrifinn af kössun- um. „Minn bátur er sá stærsti sem gerður er út á þessar veiðar héðan frá Reykjavík oig þess vegna eru þessar tilraunir gerðar á honum“, sagði Einar. Ég get tekið 20 tonn af ísuðum fiski í lest. En ef ég ætlaði að isa allt i kassa kæmi ég aldrei meira en 5 tonnum í bátinn. Það fer svo mikið fyrir þessum kössum — og svo er Mka mikil vinna við að isa í þá, stafla þeim og hvað eina. Nei, ég mæli með hill- unum“, sagði Einar. Fulltrúar Islands á þingi S.þ. HINN 20. sept. n.k. hefst í New York 15. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Full- trúar íslands á þinginu hafa verið skipaðir: Thor Thors, sendiherra, Kristjáin Alberts- son .rithöfundur, Stefán Pét- ursson, þjóðskjalavörður, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, Hannes Kjartansson, aðal- ræðismaður. (Frá utanríkisráðuneytinu). Verð landbúnaðarvara Verðlagsgrundvöllur hækkar ákveðið um 7,55% í GÆR var endanlega gengið frá verðlagningu landbúnaðarafurða á þessu hausti. Varð samkomu- lag um verðlagninguna í sex- mannanefndinni og auglýsti fram leiðsluráð landbúnaðarins nýja verðið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum er Sveinn Tryggva son, framkvæmdastjóri fram- leiðsluráðsins veitti blaðinu hefur verðlagsgrundvöllur landbúnað- arvara hækkað um 7,55% miðað við þann verðlagsgrundvöll, sem samið var um í febrúar sl. Nokk- uð af þeirri hækkun kom fram í verði landbúnaðarvara í mai í vor, en þá hækkaði mjólkin, en verð hennar breytist nú ekki. • MJÓLKURAFUKBIB Samkvæmt hinum nýja verð- lagsgrundvelli eru helztu hækk- anir landbúnaðarvara sem hér segir: Mjólk í lausu máli og á flöskum hækkar ekki, en niður- greiðslur aukast um 19 aura á lítra. Rjómi hækkar úr kr. 39.45 í kr. 41.40. Stafar þessi hækkun fyrst og fremst af grundvallar- hækkuninni og eins því, að áður var rjóminn greiddur niður en nú ekki. Gæðasmjör hækkar úr kr. 52.20 kg í kr. 55.75, og er þar eingöngu um grundvallar- hækkun að ræða. Skyr hækkar úr kr. 9.00 kg í kr. 10.20 kg, sem bæði stafar af grundvallarhækk- un og niðurfellingu niðurgreiðslu. Ostur, 45%, hækkar í smásölu úr kr. 48.00 kg í kr. 55.40 kg, en r.iðurgreiðsla á osti hefur verið felld niður. • KJÖT OG KJÖTVÖRUR Um hækkun á kindakjöti má nefna sem dæmi, að súpukjöt hækkar úr kr. 18.90 kg í smásölu í kr. 22.00. Nemur grundvallar- hækkunin kr. 1.11, en hinn hluti hækkunarinnar stafar að mestu af minni niðurgreiðslu en áður Heil slátur hækka úr kr. 28.74 stykkið í kr. 30.50. Er þar ein- göngu um grundvallarhækkun að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.