Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 2

Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 2
v; 2 MORGVNBLAÐ1Ð L'augardagur 24. sept 1960 Síldarmjöl til Kanada SIGLUFIRÐI, 23. sept.: — Héðan er farinn áleiðis til Kanada fyrsti skipsfarmurinn af síldarmjöli. Norska skip- ið Bysanz flytur þennan farm vestur um haf, alls um 2500 tdnn og flytur skipið mjölið til Montreal. —Guðjón. Sótt um þrjú prófessors- embætti HINN 20. þ.m. lauk umsóknar- fresti um þrjú prófessorsembætti við Háskóla íslands. Um prófessorstmbætti í geð- læknisfræði við læknadeild, sem er jafnframt yfirlæknisembættið við Kleppsspítalann, sækja þess- ir: Esra Pétursson, læknir, Jakob V. Jónasson, læknir, Karl Strand, læknir, Ragnar Karlsson, lækn- ir, Tómas Helgason, læknir og Þórður Möller, yfirlæknir. Um prófessorsembætti í efna- fræði við læknadeild sækir dr. Steingrímur Baldursson, efna- íræðingur. Um prófessorsembætti í eðlis- fræði við verkfræðideild ssekir Magnús Magnússon M.A., eðlis- fræðingur. — Kongó Frh. af bls. 1 jafnvel við, að til átaka kunni að koma þar, því mikið ósam- komulag er ríkjandi milli nokkurra ættbálka á þeim slóðum. Lið Kalonji í Bakwange Liðsflokkar sem styðja Albert Kalonji, forseta í námahéraðinu Kasai, hafa tekið borgina Bak- wange herskyldi, að því er AFP- fréttastofan hermir. Samkvæmt upplýsingum, er hún hafði eftir talsmanni Kalonji í Leopoldville, hafði sá atburður átt sér stað seint á fimmtudagskvöldið. Það var her Lumumba, sem á sínum tíma hrakti lið Kalonjis úr borg- inni. Þessir bílar rákust saman á Sogaveginum. — Var þetta hörku árekstur, er litli bíllinn kom aftan til á þann stærri, og kastaði honum til nokkurn spöl. U-gur maður, sem ók litla bílnum, meiddist á höfði við áreksturinn. — Stærri bíllinn, sem er frá Isafirði, var að sveigja af Soga- veginum inn á hliðargötu, er sá litli, sem kom á móti, renndi á allmikilli ferð á hann. „Vaka“ varð að drösla báðum bíl- unum af árekstrarstaðnum. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson). Gabb og ekki gabb UM kl. níu í gærmorgun var hringt í slökkviliðið og sagt, að eldur væri laus í Skólagötu 7. Það var stúlka á Landssímastöðinni, sem hringdi. Það hafði verið hringt þangað og beðið um að samband yrði haft við slökkvi- liðið. En í Reykjavík er engin Skóla- gata 7 svo og slökkviliðsmönnum kom helst til hugar, að götunafnið hefði brenglazt hjá símastúlk- unni og tveir slökkviliðsbílar fóru brunandi út á Seltjarnarnes, að Skólabraut 7. En þar var eng- inn eldur. Hringt var í hús nr. 7 við allar göutr, sem byrjuðu á Skóla. Allt kom fyrir ekki. Hvergi var eldur laus. Allt benti til, að hér hefði slökkviliðið verið gabbað. En nokru síðar hringdi Landssíminn aftur með leiðréttingu. Skóla- gata 7 er í Keflavík og þar hafði kviknað í. Reykjavík og Keflavík hafa nú sameiginlega langlínu- stöð og númerið er 02. Keflvík- ingurinn hafði ekki áttað sig á breytingunni — og beið alla tíð eftir slökkviliðinu. Um síðir kom svo slökkviliðið í Keflavík á vettvang, en eldur- inn reyndist lítill. Barn hafði kveikt í fötum og litlar skemmdir hlotizt af. Sími slökkviliðsins í Keflavík er 2222. Fræðslufundir fyrir kennara barna- og gagnfræðaskól a FRÆÐSLU SKRIFSTOFA Reykja víkur rhun gangast fyrir fræðslu fundum fyrir barna- og gagn- fræðaskólakennara í Gagnfræða skóla Austurbæiar í Rvík dag- ana 26.—28. sept. næstkomandi. Eru fundirnir haldnir í samráði við fræðslumálastjóra og kenn- arasamtökin. Er þess vænzt að allir kenn- arar við barna- og gagnfræða- skóla Reykjavíkur mæti á fund- unum, en þeir hefjast 26. sept. kl. 10 f. h. og 13,30 e. h. — Fellur kennsla í barnaskólum bædjarins niður þann dag. 27. og 28. sept. hefjast fund- irnir kl. 4 e. h. Ávörp og erindi á fundunum flytja: Gerda Brun- skog, æfingakennari frá Svíþjóð, John Stenman, yfirkennari frá Svíþjóð, Helgi Hermann Eiríks- son, formaður fræðsluráðs, Jón Þórðarson kennari, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri og Magn- ús Gíslason. námsstjóri. Auk erinda sænsku gestanna Sveinn Björnsson sýnir í Listamannaskálanum í dag kl. 4 opnar Sveinn Björns- son, listmálari, málverkasýningu í Listamannaskálanum og mun sýningin standa yfir til 10. októ- ber n.k. Sveinn Björnsson hefur einu einu sinni áður haldið sjálfstæða málverkasýningu hér í bæ og var það fyrir tveimur árum. Hann var sjómaður, uppalinn í Vest- mannaeyjum, áður en hann sneri sér að málaralistinni fyrir fullt og allt, og hefur málað margar myndir af hafinu og störfum sjó- manna. Sveinn dvaldist árlangt í Kaup mannahöfn og nam listmálun við Listháskólann þar í borg. Síðan ferðaðist hann til ítalíu til að kynnast hinum gömlu góðu meist urum og kom heim aftur fyrir þremur árum. Hann hefur einnig — Allsherjaþingið Framh af bls 1 sjeff vék að í ræðu sinni má nefna fliug U-2 þotunnar yfir Sovétríkin, sem hann kvað hafr komið í veg fyrir Parísar-fur ' inn. Þá krafðist hann tafarl ss brottflutnings allra bandar -ra herja frá Suður-Kóreu og lýsti yfir því, að dvöl þeirra þar eitraði andrúmsloftið, ekki aðeins í land inu sjálfu heldur allri Austur- Asíu. Hann kvað tillögu Norður- Kóreu, sameiningu landsins jafn sanngjarna tillögum Austur- Þjóðverja um samein 'ngu Þýzka- lands. Krúsjeff ræddi einnig um djörfung Kúbu, sem orðið hefði fyrir alls kyns ofsóknum. Kongó-málið Hann neitaði því, að átt hefði sér stað nokkur sovézk íhlutun í Kongó, og staðhæfði, að það hefði alla tíð verið skoðun Sovét- ríkjanna að afrísku þjóðirnar ættu sjálfar að halda uppi lög- um og reglu í löndum sínum á þann hátt sem þær einar kysu. Hann fordæmdi „árás“ Belga á Kongó og lýsti yfir því, að sovétstjórnin teldi, að í liði SÞ þar ættu einungis að vera hermenn frá löndum Afríku og Asíu, og bæri að Ieita samþykkis hinnar lög- legu og þjóðkjörnu stjórnar Lumumba fyrir veru þeirra. Lið SÞ mætti einungis nota í samræmi við óskir stjórnar hans í, þvi augnamiði að tryggja, . að löglega kjörið þing þjóðarinnar gæti haldið uppi eðlilegum störfum. Gereyðing yfirvofandi Krúsjeff spurði, nvernig þjóðir þeirra landa, sem heimiluðu Bandaríkjunum að hafa her- stöðvar í löndum sínum, gætu sofið rólegar eigandi gereyðingu yfir höfði sér. Áframhaldandi njósnaaðgerðir bandarískra aðila gætu hvenær sem væri steypt heiminúm út í þriðju styrjöldina. Fulltrúar taka málstað framkvæmdastjórans Hammarskjöld framkvæmda- stjóri fékk öflugan stuðning, eftir árásir Krúsjeffs, þegar umræðum var haldið áfram síðdegis í dag. Bandaríski fulltrúinn, James Wadsworth, taldi að ræða Krú- sjeffs hefði skapað mikið vanda- mál fjrrir Sameinuðu þjóðirnar. Sovétríkin hefðu reynt að eyði- leggja framkvæmdastjórastöðuna og þar með samtökin sjálf. Það væri líka háttur þeirra, að vilja eyðileggja allt, sem þau gætu ekki haft stjórn á sjálf. Fulltrúar Tyrklands og Persíu báru lof á Hammarskjöld fyrir störf hans I þágu friðarins al- mennt og alveg sérstaklega í Kongó. Óvíst hvað Hammarskjöld gerir Um undirtektir við ræðuna er það annars að segja, að Hammar- haldið sýningar á málverkum sínum í Vestmannaeyjum og Hafn arfirði, þar sem hann er búsettúr nú. Á sýningu Sveins eru 77 mál- verk, mest allt olíumálverk og einnig málverk úr olíu-pastel lit- um. Flestar myndanna eru af háf inu, þá margar myndir frá Kleif- arvatni og steinunum kringuih Hafnarfjörð, ýmsar fantasíur o. fl. um skólamál almennt, verða rædd: 1. Ný námsskrá og náms- efni skólanna í vetur. 2. Starf- rænar kennsluaðferðir. 3. Lexíu nám og heimavinna nemenda. Einnig verður haldið námskeið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar fyrir kennara í eðlisfræði (og náttúrufræði) við gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Er það í sam bandi við þá ákvörðun að gera eðlisfræði að skyldunámsgrein í 2. bekk gagnfræðaskólanna. — Námskeiðið hefst kl. 2 e. h. 23. sept. og stendur til 30. sept. — Munu þeir John Stenman, yfir- kennari frá Svíþjóð og Örnólf- ur Thorlacíus, kennari leiðbeina á námskeiðinu. Gerda Brunskog, æfingakenn- ari frá Svíþjóð, mun mæta á kennarafundum í barnaslkólum bæjarins og ræða við kennara um ýmsa þætti skólastarfsins. Nánari upplýsingar um ofan- greinda fundi og námskeið veita Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur og skólastjórar hlutaðeigandi skóla. Ný ljósmyndastofa opnuð OPNUÐ hefur verið ný ljós- myndastofa að Laugavegi 31, uppi yfir verzlun Marteins Ein- arssonar & Co. Eigandi hennar er Oddur Ólafsson. Ljósmynda- stofan sér um myndatökur af öllu tagi á staðnum, en einnig mun hún annast myndatökur i heimahúsum og önnur ljósmynda störf, sem óskað er eftir. Flofaœfingar NATO-ríkja KEFL A VÍK URFLU G VELLI 23. septembeir — Þann 20. þ. m. hófust á austanverðu N-Atlants- hafi sameiginlegar heræfingar flotadeilda frá Bretlandi, Nor- egi, Hollandi, Frakklandi, Portú gal, Kanada og Bandaríkjunum. skjöld, sem var á fundinum, sat grafkyrr, meðan Krúsjeff flutti hina skörpu ádeilu á störf hans, sem mjög þykir minna á það, er Sovétríkjunum ‘ sinnaðist við Tryggve Lie, vegna aðgerða hans, þegar Kóreustríðið brauzt út árið 1950. Krúsjeff gaf einnig vísbendingu um, að Sovétríkin mundu héðan í frá sniðganga Hammarskjöld framkvæmda- stjóra. Var það í sambandi við dreifingu afvopnunartillagna hans meðal þingfulltrúa, sem undir venjulegum kringumstæð- um hefði verið falin fram- kvæmdastjóranum, en Krúsjeff bað nú sjálfur bingforseta og starfsfólk SÞ að gera. Ýmsir hafa látið sér til hugar koma, að Hammarskjöld telji sig knúinn til að láta af störfum, þar sem hann njóti nú ekki leng- ur fulltingis allra stórveldanna, en það þykja ummæli Krúsjeffs hafa leitt í ljós. — Ekki er enn vitað, hvort Hammarskjöld not- færir sér rétt sinn til að svara árásum Krúsjeffs. Árás á samtökin Meðal þeirra, sem síðar í dag gerðu ræðu Krúsjeffs opinber- lega að umtalsefni, var Herter, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Lét hann m. a. svo um mælt í síðdegisverði með er- lendum fréttariturum, að ræða hins sovézka forsætisráðherra væri stríðsyfirlýsing gegn sam- tökum Sameinuðu þjóðanna sem slíkum og árás á þau. 8 árekstrar í GÆR urðu 8 árekstrar á götum Reykjavíkur, enginn þeirra alvar legur því ekki hlutust nein slys á mönnum. í gærkveldi ók dreng- ur á skellinöðru aftan á bíl á Frí- kirkjuvegi. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna, en fór síðan heim, því meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg. í sambandi við þessar æfing- ar Atlantshafsbandalagsiis voru fluttar hingað til Keflavíkur- flugvallar þrjár sveitir banda- rískra flotaflugvéla af Neptune gerð svo og ein sveit radar- gæzluvéla, sem eru af gerðinni Super-Constellation. Af þessura ástæðum fjölgaði um 780 liðs- foringja og 750 sjóliða hér á flugvellinum. Tilgangur heræfinganna er að kanna varnarstyrk NATO á N- Atlantshafi og samræma að- gerðir flotadeilda ríkjanna. — Ekki hafa æfingarnar nein áhrif á farþegaflug yfir hafið. Flo.a- vélarnar fljúga mun hægara en farþegavélarnar. —B. Þ. 1 Z' NA /5 hnútar I / SVS0hnútar H Snjótomo • ÚSi *** V Stvrir K Þrumur KuUaakit ttitaskit Léu'aÁ /02 o A) /o/o /o/o ^ Veðurspáin S klukkan 10 í gærkvöldi: í Veðurhorfur næsta sólar- \ hring: SV-land til Breiða- S fjarðar og SV-mið til Breiða- \ fjaarðarmiða: NAgola og síð- s ar stinningskaldi, skýjað. — Vestfirðir til Austfjarða og ( Vestfjarðamið til NA-miða: S NA-kaldi og síðan stinnings- * kaldi eða allhvass víða dá- \ lítil rigning. Austfjarðaniið: > Allhvass NA, rigning. SA- | land og SA-mið: Léttir til s með stinningskalda. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.