Morgunblaðið - 24.09.1960, Qupperneq 3
Laugardagur 24. sept 1960
MORGinSBLAÐlÐ
3
Garðaspretta «;óð
fvrir vestan
ÞUFUM í VATNSFIHÐI, 22.
Upptaka garðávaxta stendur
nú yfir, og er spretta í
görðum yfirleitt góð. Þó eru sand
garðar ekki vel sprottnir. Rófna
rækt hefur allsstaðar gengið ágæt
]ega. — Vegagerð heldur enn
áfram, og er áformað að gera I
bíifært að Látrum, ef tíð og
ástæður leyfa. — P. P.
EINS og kunnugt er var á síð-
asta keppnistímabili tekið að
gefa spilurum meistarastig eftir
þátttöku og frammistöðu í
keppni. Voru stigin mismun-
andi eftir keppni, t. d. hvort1
um var að ræða landsmót eða
innanfélagsmót.
Framkvæmdaraðili hverrar
keppni átti að senda meistura-
stigsritara upplýsingar um úrsiit
keppninnar og átti því að fást
gott yfirlit yfir frammistcðu
einstakra spilara sl. keppnis-
tímabil. Skrá yfir meistarastig
hefur nýlega borizt blaðinu og
er hún yfir tímabilið 1/9 1959
til 1/9 1960. Röð 12 efstu er
'þessi:
1. Símon Símonarson 79:60 stig.
2. Þorgeir Sigurðsson 77:40 —
3. Guðjón Tómasson 60:25 —
4. Róbert Sigmundss. 60:07 —
5. Stefán J. Guðjohns. 50:12 —
6. Hallur Símonarson 48:57 —
7. Jóhann Jónsson 41:23 —
8. Lárus Karlsson 39:56 —
9. Kristinn Bergþórss. 39:56 —
10. Guunar Guðmundsson 33:19 —
11. Einar Þorfinnsson 31:42 —
12. Örn Guðmundsson 29:30 —
Núverandi meistarstigsritai'i er
Ásta Flygering, Laugateig 7,
Reykjavík, og ber að senda tiL
hennar úrslit keppni, sem ósk- [
ast skráð í meistarastigsbókina.
Fyrsta umferð í tvímennings- j
keppni 1. flokks hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur var spiluð áfimmtuj
dagskvöldið. Að henni lokinnij
eru þessir efs'tir:
1. Eggert — Þórir ........ 215-
2. Steinunn — Guðríður .. 200 I
3. ívar — Ragnar .......... 197
4. Björgvin — Eiríkur .... 1911
5. Torfi — Bernharð ....... 185 [
6. Guðmundur — Ólafur .. 184
Næsta umferð verður spiluð
á þriðjudaginn kl. 3 í Sxáta-
heimilinu.
Mildl aðsókn
að Handíða- og
myndlistarskól-
anum
AÐSÓKN að Handíða- og mynd-
listarskólanum er nú mjög mikil.1
Hefur akólastjóri beðfið blaðið j
um að vekja athygli á því, að
þeir, sem stunduðu nám við skól-
ann á síðasta skólaári, eiga for-
gangsrétt til náms í sömu kennslu
greinum í vetur, ef þeir óska!
þess. |
Vegna mikillar aðsóknar „ð
sumum deildum er nauðsynlegt, j
að fyrri nemendur skólans, sem
ætla að halda náminu áfram i
vetur, tilkynni þátttöku sína hið !
fyrsta og ekki síðar en þriðjudag í
inn 27. þ. m.
Skrifstofa skólans, Skipholti 1,
er opin á virkum dögum, nema
laugardögum, kl. 5—7 síðdegis.
Sírni 1-98-21.
Atvik fró Kongó
ÞESSAR myndir sýna atvik
frá Kongó. Áður en Lumumba
ætlaði að hertaka Katanga,
þurfti hann að ná héraðinu
Kasai. Þann 4. sept. var her-
flokkur frá honum sendur
inn í þorpið Lukcnlenge. —
Hermennirnir kröfðust þess,
að stríðsmenn Haluba-ætt-
flokksins, 700 að tölu, sem
þarna bjuggu, afhentu vopn
sín, riffia, boga og barefli
(sjá efstu myndina). — Þeir
byrjuðu að afhenda vopn sín,
en áður en tveir tiinar voru
liðnir sauð upp lír. Menn
Lumumba skipuða sér í röð
og skutu á Batubamennina,
sem flúðu í aliar áttir og
margir féllu (sjá myndina liér
fyrir neðan).
Þrir hvítir blaðamenn voru
áhorfendur að þessu. hóiðu
komið með flokki Lumumba.
Einn þeirra tók þessar myiid
ir. Annar var bandarískur
piltur, Henry N. Taylor, sern
var kominn til Kongó
þremur dögurn. Þegar Baluba
menn sáu hvíta menn í
hermannanna. héldu þeir að
þetta væru kommúnistaráð-
gjafar í her Lumumba og
skutu á þá. Taylor i'éll fyrir
þremur kúlum (sjá mið-
myndina). — Ljósmyndarinn
særiðst lítillega.
STAKSniiAR
„Nema síðui sé“
f forystugrein Alþýðublaðsina
í gær var m. a. sagt:
„Stjórnarandstaða í iýðræðis-
þjóðfélagi hefur miklu og vanda
sömu hlutverki að gegna. Segja
má, að hlutverk hennar sé tví-
þætt. í fyrsta lagi er eðlilegt, að
hún gagnrýni gerðir þeirra, er
fara með stjórnartaumana
hverju sinni en í öðru lagi verð-
ur hún að gera tillögur um nýj-
ar leiðir og heppilegri til lausn-
ar vandanum, sé hún á annað
borð andvíg eða óánægð með
þær leiðir, sem farnar eru. Híð
síðarnefnda er ekki hvað sizt
mikilvægt, þar eð ábyrg gagn-
rýni má ekki aðeins vera nel-
kvæð, heldur verður hún einnif
að vera jákvæð.
Hér á landi hafa menn ekkl
gert þær kröfur til kommúrnsta,
að þeir væru ábyrgir í stjórnar-
andstöðunni. Kommúnistar er*
alls staðar neikvæðir fyrst «>g
fremst niðurrifsmenn, sem vilja
skapa upplausn og glundroða,
þar eð slíkt ástand skolar þeim
einna helzt til valda. Hius veg
ar hljóta menn að gera meiri
kröfur til Framsóknarflokksins,
sem eins af lýðræðisflokkunum
hér á Iandi. En því miður liefur
Framsóknarflokkurinn ekki stað
ið sig betur í stjórnarandstöð-
unni en kommúnistar nema sið-
ur sé“.
Skógrækt
Skógræktarfélag Reykjavikur
er nú að hefja mikla herferð tll
að auka félagatölu sína og vekja
sem almennastan áhuga bæjar-
búa fyrir skógrækt. f þessu tll-
efni verður gróðrarstöð félag*-
ins í Fossvogi opin bæjarbúunt
um þessa helgi.
Fyrir ötula baráttu margra á-
i hugamanna hefur skógræktiu
vaxið mjög á siðustu árum. Er
nú svo komið. að hálf önnur
milljón plantna er gróðursett ár-
lega; er það tífalt meira en gróð
I ursett var fyrir áratug. Áfram
þarf að halda á sömu braut, þó
að búast megi við, að aukningin
verði ekki jafn mikil að hundr-
aðstölu og verið hefur að und-
anförnu, vegna þess hve fjárfrck
ar framkvæmdirnar eru.
Sala trjáafurðanna
En áður en langt um líður má
gera ráð fyrir að skógræktin
fari að komast á nýtt stig, þegar
skógræktarfélögin fara að fá
verulegt fjármagn með sölu á
trjáafurðum. Það ætti ekki að
eiga langt í land að öll
jólatré sem notuð verða hér
verði íslenzk. Næsta stigið er
það, að við verðum sjálfir okk-
ur nógir með framleiðslu á girð-
ingarstaurum og vel mætti hugsa
sér, að farið verði að framleiða
þilplötur úr innlendum tr.iáviði
áður en mjög langt um líður.
Þegar svo væri komið myndi
enginn efast um mikilvægi skóg
ræktarinnar og ekki myndi
skorta fé til margfalds átaks á
þessu sviði borið saman við það
sem nú er. En revndar á skóg-
ræktin þá þegar vísan stuðmrig
og samúð yfirgnæfandi meiri
hluta þjóðarinnar. Áköfustu
stuðningsmenn skógræktarinnar
mega því ekki misskilja það, þó
að bent sé á, að á nokkrum stöð
um á landinu eigi ekki við að
rækta skóg, heldur skuli þeir
varðvelttir eins og þeir hafa
verið í sögu þjóðarinnar. Vel
getur þurft að hlvnna að birki-
gróðri á þessum stöðum, en flest
um fslendingum myndi bregða í
brún, ef þeir sæju staði eins og
Þingvelli og Diinmubnrgir þakta
greniskógi. Aftur á móti eigum
við þúsundir ferkílómetra lands,
sem klæða þyrfti skógi.