Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 18
18
MORCVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 24. sept 1960
Herbergí öskast
Gott 16—20 ferm. herbergi óskast frá 1. okt. —
Tilboð merkt: „Reglusemi — 1694“, leggist á afgr.
Mbl. nú þegar. »
FramtíÖaratvinna
Stórt útflutningsfyrirtæki óskar að ráða ungan mann
til skrifstofustarfa. Stúdents- eða verzlunarskóla-
menntun æskileg og kunnátta í ensku nauðsynleg.
TJmsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri-
störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 28. sept. merktar:
„Útflutningur — 1687“.
7 herbergja parhus
í Kópavogi tiJ sölu. 15 ára lán með 7% vöxtum
getur fytgt. Hófleg útborgun, lágt verð. — Laust
fljótlega.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2
Símar 19960 & 11628.
Dahlíur Begóníur
Kaupið pottaðar Dahlíur og Begóníur í blóma.
Nú er bezt að velja rétta litinn. — Njótið blómanna
í haust og ptantið í garðin í vor. — Upplýsingar um
vetrargeymslu, fáið þið hjá okkur.
Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar: 22-8-22 og 19775
Dulspekiskólinn í Reykjavík
— HIN KHISTNA DULSPEKI —
Dulspekiskólinn í Reykjavík
tekur til starfa hinn 1. okt.
n k. Skólinn er opinn fyrir
almenning, fyrir ungt fólk,
miðaldra — og eldra fólk —
konur og karla, allt frá 17
ára aldri til 70 ára aldurs,
Einkatímar og hópfræðsla.
Ungt fólk sér í flokki og
flokkum, miðaldra- og eldra
fólk sér í flokkum, vinir,
ástvinir, fjölskyldur, eftir
því, sem óskað er. — Hver
einstaklingur eða flokkur
ræður hve oft hann vill
njóta fræðslu. Hægt er að
íá námsefni heim til sín
og láta aðra njóta þess
áti þess þeir þurfi að koma
í skólann.
Ekkert skólagjald. Engin próf. Hæfum nemendum
veitt aðstoð t*l þess, að stofna sjálfstæð dulminjasöfn og
dulspekiskóla í kaupstöðum utan Reykjavíkur, undir eft-
irliti Dulspekiskólans I Reykjavík. Öllum er frjálst að
gjörast styrktarfciagar einu sinni eða oftar. Áheit á
Dulminjasafnið og Dulspekiskólan hafa borið undraverð-
an árangur.
Hvort tveggja er og verður eign höfuðborgarinnar.
Námsspjöld, innritun og upplýsingar næstu daga í skrif-
stofu Dulrænuútgáfunnar Tjarnargötu 4 kl. 3—5 og í
Dulspekiskólanum, Hávallagötu 1 á hverju kvöldi kl.
8—10.
DULSPEKISKÓLINN I REYKJAVlK
Pósthólf 1322
Valbjörn og Kristleifur á
Rudolf Hardig mótinu
HIÐ árlega frjálsíþrótta • jt, sem
haldið er til minningar um þýzka
hlauparann Rudolf Harbig, fer
fram nk. sunnudag í Dresden í
Þýzkalandi.
íslenzkum frjálsíþróttamönn-
um hefur um 6 ára skeið verið
boðin þátttaka í móti þessu, en
til mótsins er boðið þekktum
íþróttamönnum frá mörgum lönd
um heims.
Að þessu sinni munu þeir Val-
björn Þorláksson og Kristleifur
Guðbjörnsson keppa fyrir js-
lands hönd á mótinu. Valbjörn
keppir í stangarstökki, en óráðið
er hvort Kristleifur keppir í 3000
metra hindrunarhlaupi eða 5000
metra hlaupi.
Valbjörn er staddur ytra og
keppti í síðustu viku á miklu
frjálsíþróttamóti í Malmö í Sví-
þjóð, þar sem hann varð annar
í stangarstökki með 4.20 m.
Kristleifur Guðbjörnsson flaug
utan í fyrradag ásamt Sigurði
Helgasyni frá Stykkishólmi, sem
mun verða fararstjóri þeirra.
BÆJARKEPNNI í knattspyrnu
fer fram í dag milli Hafnfirðinga
og Keflvíkinga. Fara leikirnir
fram í Hafnarfirði, og hefjast kl.
16:00.
Keppt verður í meistaraflokki
og 4. flokki. Er þetta í annað sinn
sem þessir bæir keppa í knatt-
Kristleifur
spyrnu, en Keflvíkingar unnu
bæjarkeppnina, sem fram fór í
fyrra.
Mikill áhugi ríkir um leik
meistaraflokkanna, því þarna eig
ast við fallliðið í ár í 1. deild og
sigurvegararnir úr 2. deild, sem
munu keppa í 1. deild næsta ár.
Nægir KR
jafntefli
ÚRSLITALEIKUR Islands-
mótsins verður háður á morg- 1
un, en eftir þessum leik hefir
verið beðið með mikilli eftir-
væntingu. Einhvern veginn
hefir það verið svo sl. 10 ár,
að vart hefir verið ráð fyrir
öðru gert, en Akranes og KR
væru í úrslitum hverju sinni.
— í ár virtist Fram þó lengi
vel líklegur keppninautur um
efsta sætið.
í gær var að heyra á máli
margra, að vart væri hægt að
tala um leik Akraness og KR
sem úrslitaleik Islandsmóts-
ins, þar sem dómur væri ekki
enn fallinn í kærumálum varð
andi tvo leiki. — Áttu menn
þá við leik Fram og Akraness
á Akranesi og síðari leik Fram
og KR.
Íþróttasíðan aflaði sér upp-
lýsinga um það í gær, að leik-
ur Fram og Akraness hefur
verið dæmdur löglegur.
Héraðsdómstóll ÍBR, sem á
að dæma í hinu málinu, mun
ekki enn hafa tekið það fyrir.
Leikur KR og Fram varð jafn-
tefli og stigin skiptust, en ef
dómurinn fellur KR í vil,
hlýtur KR sigur og bæði stig-
in. Spurningin er því: Er
hægt að leika úrslitaleik ís-
landsmótsins áður en dómur
er fallinn í þessu máli? —
Nægir KR kannski jafntefli
til sigurs?
Bæjokeppni í knattspyrnu
Hafnorfjörður — Keflavík
Enska knattspyrnan
Sigluí jörður vaim
Akureyri
SIGLUFIRÐI, 22. sept. — Um sl.
helgi komu flokkar drengja frá
Akureyri úr félögunum Þór og
KA og kepptu hér á laugardag
og sunnudag við jafnaldra sína
á Siglufirði.
Akureyrar drengirnir, sem
voru á 3., 4. og 5. flokks aldri
kepptu tvo leiki í hvorum flokki
á Siglufirði.
Á laugardag fóru leikar svo
að í 4. fl. unnu Akureyringarnir
2:0, en Siglfirðingar unnu 3. fl.
2:1 og 5. fl. 2:0.
Á sunnudaginn unnu Siglfirð-
ingar 4. fl. 2.1 og 5. fl. 2:0, en
Akureyringar unnu 3. fl. 3.1.
Siglfirðingar unnu því þessa
keppni, hlutu 8 stig og skoruðu
9 mörk, en Akureyringar hlutu
aðeins 4 stig og skoruðu 7 mörk.
— Stefán
NOKKRIR leikir í ensku deildarkeppn
inni fóru fram í vikunni og urðu úr-
slit þeirra þessi:
1. deild:
Blackburn — Chelsea ............ 3 .1
N. Forest — Fulham .............. 4:2
2. deild:
Sheffield U. — Portsmouth ....... 3:1
Middlesbrough — Scunthorpe 1:3
3. deild:
Coventry — Bouenemouth .......... 1:0
Hull — Barnsley ................. 2:0
Port Vale — Halifax ............. 2:3
Q.P.R. — Brentford .............. 0:0
Bristol City — N. County ........ 2:1
Bury — Colchester .............. 4:0
Grimsby — Newport ............... 2:1
Walsall — Chesterfield .......... 2:1
Watford — Swindon ............... 1:0
4. deild:
Barrow — Accrington ............. 1:1
Bradford — Crewe ................ 2:0
Darlington — Millwall ........... 5:2
Hartlepools — Exeter ............ 0:0
Mansfield — Carlisle ........... 1:3
Northampton — Chester' 3:2
Doncaster — Peterborough 1:2
Rochdale — Oldham 3:0
Southport — Crystal Palace 3:3
Markahæstu leikmenn að 9 umferð-
um loknum eru þessir:
1. deild:
Smith (Tottenham) ........... 12 mörk
Greaves (Chelsea) ............ 9 —
Hitchens (Aston Villa) ....... 8 —
Dobing (Blackburn) ........... 7 —
Dougan (Blackburn) ........... 7 —
2. deild:
Crawford (Ipswich) ........... 9 mörk
O’Brien (Sounthampton) ...... 9 —
Thomas (Scunthorpe) .......... 9 —
3. deild:
Singer (Newport) ............. 9 mörk
Hateiey (Notts County) ....... 8 —
Holton (Watford) ............. 8 —
4. deild:
Byrne (Chrystal Palace) ...... 9 mörk
Hudson (Accrington) .......... 9 —
Lord (Rochdale) .............. 9 —
HiiúðJax finnsr
langt frá sjó
AKUREYRI, 22. sept.: — Hnúðlax
inn eða bleiklaxinn, eins og sum
ir kalla hann, hefur undanfarið
veiðzt umhverfis Norður- og
Austurland, allt frá Ólafsfjarðar
vatni að Hornafirði. Virðist hann
vera að ganga í flestar ár norð-
anlands og austan, og útbreiðslu
svæði hans eykst stöðugt.
Síðasti hnúðlaxinn, sem veidd
ist, fékkst í Ytri-Tunguá, sem er
þverá Hörgár, mjög langt frá sjó
uppi í Hörgárdal. Þar var verið
að breyta um farveg árinnar og
henni veitt í nýjan farveg, e»
hinn gamli þornaði upp. Fund-
ust þá í polli í honum nokkrir
silungar og einn hnúðlax, 45 sm,
á lengd. — St. E. Sig.
IJtboð
Tilboð óskast í rafbúnað fyrir spennistöðvar Raf-
magnsveítu Reykjavíkur.
Útboðslýsingai eru afhentar á skrifstofu vorri,
Traðarkotssundi 6.
INNKAUI'ASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR
Hveragerði
Til sölu er einbýlishús í Hveragerði 80 ferm. 3 herb.
og eldhús. — 1200 ferm eignarlóð fylgir. Uppl.- gefur
SNORRI ÁRNASON, lögfræðingur Selfossi
og Sigurþór Runólfsson, Hveragerði.