Morgunblaðið - 24.09.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 24.09.1960, Síða 20
// Svartur dagur44 Sjá bls. 11. fltoirgttttMðftifc 218. tbl. — Laugardagur 24. september 1960 IÞRÓTTIR eru á bls. 22. 379 hvalir í sumar HVALVEIÐUNUM' er nú lokið í sumar og var aflinn í meðal- lagi. Fjórir hvalveiðibátar voru gerðir út frá Hvalfirði eins og undanfarin sumur og komu þeir með 379 hvali að landi. Þetta er aðeins meira en í fyrrasumar, en langtum minna en aflawiesta sumarið, sem var 1954, en þá veiddust 517 hvalir. Mbl. átti tal við Loft Bjarna- son, útgerðarmann í gær og sagði hann, að nú hefðu veiðzt 160 iangreyðir, 42 sandreyðir og 177 búrhveli. í sumar hefir lítið verið fryst fyrir innanlandsmarkað því að bátarnir hafa orðið að sækja langt og hvalirnir hafa þess vegna ekki verið glænýir að jafnaði, þegar þeir bárust á iand. Það er líka aðeins úrvalsstærö, sem fryst er til manneldis. Töluvert magn hefur hins vegar verið fryst sem dýrafóð- ur til útfiutnings. Mikað af því er flutt til Einglands, en þar eru sérstakar verksmiðjur, sem blanda kjötið öðrurn fóðurteg- undum og er það einkum selt til hundaeldis. Að vanda verður lýsið flutt út — m. a. til Hollands, Þýzka- lands og Englands, en mjölið er mestmegnis selt á innlendum markaði og er það notað í fóð- urblöndu. Þetta er nýja Þverárréttin í Borgarfirði, ein stærsta fjárrétt Iandsins. Hún var steypt upp í sumar og þykir bændum sveit- arinnar til hins mesta sóma. Að neðan er mynd af réttarstjór- anum, Davíð á Arnbjargarlæk. Dr. Kristinn til Moskvu ™ Henrik Sv. Björnsson tekur við sendiherraemJtættinu í Lundúrium. DR. KRISTINN Guðmunds- son, sendiherra í Lundúnum, er nú senn á förum þaðan — en ákveðið hefur verið, að hann taki við embætti sendi- herra íslands í Moskvu. Flugvöllur á ísafirði opnaður í næstu vi ku Katalínu lagt í vor fyrir fullt og allt FXUGVÖLLURINN á ísafirði verður tekinn í notkun einhvem næstu daga. Fullgerðir voru 1050 metrar af flugbrautinni á Skip- eyri um miðja vikuna og verða fullir 1100 metrar tilbúnir til notkunar um helgina. Áætlað var að fullgera 1200 metra i fyrsta áfanga og nuun viðbótinni verða lokið eins fljótt og kostur er. Lokatakmarkið er hins vegar 1400 metrar. Flugfélag íslands mun því að öilum líkindum hefja ferðir með DC-3 flugvélum til ísafjarðar í næstu viku og upp úr því verður Ökupróf í tvennu lngi ÖKUPRÓF verður fram- vegis í tvennu lagi hér í Reykjavík, bæði bóklegt og verklegt. Ókukennarar hafa komið á fót skóla og verða allir þeir, sem læra bifreiða- akstur að sitja námskeið í skólanum þar sem einkum eru kenndar umferðarregl- ur, m. a. með tilliti til hinna fjölmörgu nýju umferðar- merkja. Þetta fyrirkomulag er samkvæmt nýrri reglu- gerð þar að lútandi. í sambandi við skólann hafa ökukennarar fengið tæki til að mæla viðbragðs- flýti manna, fjarlægðarskyn og sjónvídd og gera þeir sér vonir um að þessi nýi út- búnaður komi að góðu gagni. Katalína, „þarfasti þjónn ísfirð- inga“, sjaldséður gestur vestra. Þann 6. april — Fyrst í stað mun Kataiína samt annast einhvern lítinn hluta af ferðunum vestur, sagði Hilmar Sigurðsson, yfirmaður innanlandsflugs F. í., í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, því það tekur nokkurn tima að þjáifa áhafnir DC-3 vélanna í aðflugi að vellinum á Skipeyri. — Annars taka DC-3 vélarnar bráðlega við fluginu til ísafjarð- ar að öllu leyti, en Katalína flýg- ur til annarra Vestfjarða og Siglufjarðar í vetur. — Loftferðaskirteini Katalínu- bátsins fellur úr gildi 6. apríl í vor og er ekki ráðgert að endur- nýja það. Katalína verður því Framh. á bls. 19. Fiskyfirhreiðslur liverfa HAFNARFIRÐI — Aðfaranótt fimmtudagsins voru teknar tvær yfirbreiðslur (segl), sem voru yfir fiskstöflum upp á Flata- hrauni og eru eign Venus hf. Fiskurinn, sem seglin voru yfir, mátti að heita þurr, og þvi að sjálfsögðu mjög verðmætur. — Rigndi mikið þessa nótt og um morguninn, og hefur því nokk- uð af fiski þessum orðið fyrir skemmdum. Biður lögreglan þá, sem hafa orðið varir við mannaferðir við reitinn á þessum tíma eða gætu gefið upplýsingar um hvarf segl anna, sem eru kyrfilega merkt Venus hf., að gela sig fram. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun enn- fremur afráðið, að Hendrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, taki við sendiherraembættinu í Lund- únum. Erfitt starf á enda Lundúnablaðið „Daily Tele- graph'* sagði fyrir nokkrum dög- um frá áformaðri brottför dr. Kristins Guðmundssonar og er sú fregn m. a. á þessa leið: „Lundúnir munu brátt sjá á bak sendiherra, sem á hefur hvílt einstaklega erfitt starf nær all- an þann tíma, er hann hefur gegnt embætti hér. Er þetta dr. Kristinn Guð- mundsson, sem verið hefur ís- lenzkur sendiherra hér síðan seint á árinu 1956. Árið 1958 upphófst deilan vegna viðleitni íslendinga til að færa fiskveiðitakmörk sín út í 12 mílur ,en hún hefur stundum orðið bitur. Vinsæll sendiherra Fregnin um að dr. Kristinn Guðmundsson sé á förum — að öllum líkindum til Moskvu — berst á þeirri stundu, er horfur virðast á, að deilan verði leyst. Hún hefur aldrei haft áhrif á vinsældir þessa afarstóra, ljóns- lega manns, sem fremur hefur gefið sig að stjórnmálum en stjórnarerindrekstri — hann var utanríkisráðherra, áður en hann var skipaður sendiherra í Lund- únum. Sem gestgjafi nýtur hann mikils álits.“ SIGLUFIRÐI 23. september — Bæjartogarinn Hafliði landar hér í dag 200 tonna afla til vinnslu í hraðfrystihúsinu. —G. liiiffllliiii « s. "Ss-fr vi Tvísýn biðskák SJÖUNDA umferð Gilfers-móts- ins var tefld í gærkveldi. Leikar fóru svo, að Arinbjöm vann Ingv- ar, Guðmundur Ágústsson vann Gunnar, Guðmundur Lárusson vann Jónas í 17 leikjum. Jafntefli varð hjá Kára og Ólafi. Ingi R. á vinningsstöðu í biðskák við Benóný. Einnig varð biðskák hjá Frið- rik og Johannessen. Staðan er flókin og erfitt að segja um hjá hvorum eru meiri vinningsmögu- leikar. Friðrik hefir tveimur peð um minna, en hefir þar á móti skiptamun. Þeir komust báðir í tímaþröng og mátti hvorugur vera að því að skrifa leikina. Þegar klukka Johannessen féli fáum sekúndum á úndan Friðriks klukku, voru leikirnir gerðir upp og reyndust tveimur fleiri en til- skilið var. Biðskákin lítur þannig út: Hvítt: Johannessen Kf3, Hdl, Bb3, Rf4, c2, f2, g3, h2. Svart: Friðrik Ólafsson Kh8, Hc8, He8, Be5, g6, h7. Hvítur á biðleik. Rússinn er þyrstur SIGLUFIRÐI, 23. september: —. Rússneska tankskipið sem lestaff hefur vatn hér fyrir rússneska síldveiðiflotann í sumar, er nú komið hingað í fjórða sinn til aff sækja vatn. Þetta er 12—1300 tonna skip og það tekur 2—3 sól- arhringa að fylla það af vatni. — Guðjón. Roskinn maður gekk fyrir bil og stórslasaðist R O S K I N maður úr Hafnarfirði slasaðist mikið í umferðarslysi, sem varð á Hringbraut skömmu fyrir kl. 9 í gærkveldi. Hlaut maður- inn mikinn áverka á höfði og var ekki kominn til meðvit- undar, er Mbl. hafið samband við Slysavarðstofuna laust fyrir miðnætti. Meiðslin höfðu ekki verið könnuð að fullu og þá var verið að flytja manninn í sjúkrahús, því hann var talinn alvarlega slasaður. Slysið varð skammt neðan við Kennaraskólann, vestan við Smáragötu. Miðaldra maður á Pobeta-bíl ók austur Hringbraut. — Ég vissi ekki fyrr til en mað ur birtist 1—2 metrum framan við bílinn, sagði ökumaðurinn eftir slysið. Ég var aðeins á um 40 km. hraða, en ég sá manninn ekki fyrr en honum skaut upp Fulltrúakjör í Múruruíéluginu FULLTRÚAKJÖR í Múrarafé- lagi Reykjavíkur fer fram í dag og á morgun í skrifstofu félags- ins, Freyjugötu 27. Kosningin hefst í dag kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 síðd. og á morgun (sunnud ) verður kosið frá 1 e. H :il 10 síðd. og er þá kosning^, . .uKÍð. Tveir iistar eru í kjöri: A-listi stjórnar og trúnaðar- ráðs, en hann skipa: Eggert G. Þorsteinsson, og Einar Jónsson. Til vara: Hilmar Guðlaugsson og Jón G. S. Jónsson. Listi komm- únista er B-listi. Múrarar! Kjósið strax í dag Vinnið ötullega ag sigri A-lisi- ans., rétt framan við bílinn. Hafnfirðingurinn lenti framan á bílnum, mun hafa kastazt frá honum aftur og lent uppi á vélar hlklinni en síðan oltið af bílnum og lá hann við gangstéttina, þeg- ar ökumaðurinn hafði stöðvað bílinn og kom hlaupandi. Samkv. upplýsingum lögreglunnar virðist Ijóst, að maðurinn hafi ætlað að ganga yfir götuna, en ekki varað sig á bílaumferðinni. Ókunnur maður kom að hinum slasaða nær jafnt og ökumaður- inn, en sá hvarf aftur. Rannsókn arlögreglan bað Mbl. að færa þess um ókunna manni boð um að hafa samband við lögregluna. Einnig er óskað eftir því að aðrir sjónarvottar, ef einhverjir eru, gefi sig fram við lögregluna. Bíllirm rann FÓLKSBÍLL rann í gær af Egilsgötu og niður í garð- inn við Heilsuverndarstöð- ina, upp viff Barónsstíg, en þar er allhátt niður í garð- inn. Stóð bíllinn á Egils- götu, upp viff Gagnfræffa- skóla Austurbæjar. En af einhverjum ástæðum rann bíllinn afturábak niður brekkuna með fyrrgreind- um afleiffingum. Tveir kranabilar komu skjótt á vettvang og náðu bílnum upp, en nokkrar skemmdir munu hafa orðið á honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.