Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUISBTrAÐIb Sunnudagur 9. oKt. 1960 A MIÐVIKUDAGINN var gekk Kjarval inn í ritstjórnarskrif- stofur Morgunblaðsms, hnarr- reistur og yfirgripsmikill til að sjá og sagði við okkur: „Þessi maður er húsnæðislaus, þið þurf- ið að gera eitthvað fyrir hann, ég skil hann eftir hérna hjá ykk- ur, þið þurfið ekki að skamm- ast ykkar neitt fyrir það, því hann er næstum því dómkirkju- prestur“. Og svo var Kjarval horfinn. Maðurínn sem við þurftum ekki að skammast okkar fyrir var Sigmundur Sveinsson, sá bænheiti öðlingur, sem við þekkjum öll úr Miðbæjarskólan- um, þar sem hann vgr dyravörð- ur um margra ára skeið. prófasturinn, blessaður drengur- ínn. Ég komst í samband við konuna strax eftir að thún dó og byggði fyrir hana kirkju á Voðmúlastöðum í Landeyjum.“ „Nú, svo þú hefur þá átt eitt- hvað í handraðanum?" „O sei-sei-nei, ég hef aldrei eignazt peninga fyrr en nú að ég er kominn á ellilaun. Konuna langaði alltaf til að kirkja risi á Voðmúlastöðum, þar var kírkja fram til 1910 en var rifin í ó- þökk safnaðarins. Þegar atkvæði voru greidd um það hvort rífa skyldi kirkjuna eða ekki, voru flestir karlmenn í veri og þess vegna var þetta nú samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4, ekki allar verið á uppleið“. „Uppleið?" „Já“. „Hvað áttu við með því? Ég gæti trúað að þetta væri eitt- hvað fyrir Kjarval ef hann heyrði það“. „Jú, þeir hafa þroskazt og líð- anin hefur batnað“. „Og hvað hefur nú þetta fólk verið að gera á þinn fund, Sig- mundur minn?“ „Að biðja mig um að minnazt sín í bænum mínum“. „Og þú hefur gert það?“ „Já, það hef ég gert, það má eiginlega segja að það hafi ver- ið mitt aðalstarf í ellinni". „Hvenær byrjaðir þú á því?“ um. Ég strunsaði upp, opnaði á J gátt hurðina á stofu nr. 18 og | kallaði: „Ég þoli ekki þennan helvítis hávaða nótt eftir nótt“ — og skipaði henni út úr skólan- um í guðs nafni. En svo þegar ég kom niður aftur, móður og más- andi, segir konan: „Hvað gerðum við? Var hún nú ekki alltaf að minna okkur á að biðja fyrir sér með þessum gauragangi?“ Þá fór um við að huga málið frá þeirri hlið og okkur kom ekki dúr á auga, það sem eftir var nætur- innar. Næsta kvöld segi ég við Krist- ínu: „Hefurðu nokkuð heyrt í henni í kvöld?“ „Nei“, segir hún. En svo þegar ég er að hátta, segir Kristín: „Ég held hún sé að koma, ég heyri í henni núna“. Ég hlustaði og heyrði tvístígið uppi á lofti. Þá sagði ég við Kristínu: „Nú fer ég upp og sezt í kennarastólinn og bið Jesú og guð að hjálpa þessum aumingja“. Það gerði ég og sat lengi í myrkr- inu og bað um ró og frið Guð- rúnu ti’ handa. Það var dýrðleg stund. Eftir það heyrðum við að- eins einu sinni í henni, svo var ósköpunum aflétt. En síðan hef ég verið með annan fótinn hinu- megin. Og það má kannski segja með nokkrufn sanni að þeir dauðu hafa ekki haft frið fyrir mér síðan þetta gerðist“. „En hvers vegna stóð bróður- sonur Jakobs fyrir þessu?“ „Mér er sagt að Borgfirðing- ar hafi heyrt ummæli Jakobs og ekki þorað að rífa kirkjuna, en ekki veit ég sönnur á því. Hitt mun aftur á móti rétt vera, að pilturinn var einhverju sinni á ferð á æskuslóðunum og tók verkið að sér. Þegar Jakob sá að bróðursonur hans var kom- inn heim að Húsafelli að rífa kirkjuna, labbaði hann inn í bæ og lá í rúminu þangað til allt efnið hafði verið flutt að Reyk- holti. Seint í nóvember sama ár hengdi pilturinn sig á Bessastöð- um.“ „Og hvað.....?“ „En bíddu nú hægur. Þegar séra Sigurgeir biskup vísiteraði síðast í Borgarfirðinum, fóru þeir séra Einar í Reykholti og einhverjir fleiri að gamni sinu upp að Húsafelli. Jakob, sem þá var þar vinnumaður og er fimmti liður frá Snorra gamla, segir þeim draum sem hann hafði dreymt tveimur áratugum áður. Hann segir að Snorri gamli hafi sagt við sig í draumnum: „Ég þarf að biðja þig bónar, Jakob“. „Hvað er það?“ spyr Jakob. „Að þú sjáir um að klaufdýrin troði ekki leiði mitt“, svaraði Snorri ákveðinn. Við tókum Sigmund auðvitað traustataki, því hann er sér- kennilegur maður á marga lund og alltaf gaman að rabba við hann. Hann hefur margt að segja frá langri og viðburðaríkri ævi og áhugamálin eru jafnmörg og stjörnurnar á himinhvolfinu. „Hann Kjarval segir að þú sért húsnæðislaus" byrjum við. „Ójá, það er nú satt“, segir Sigmundur gamli. „Viltu ekki setjast hérna hjá okkur og segja okkur af högum þínum? Það getur verið að þú fáir herbergi út á það“. „Það væri ekki sem verst, en við skulum ekki hafa þetta neitt samtal, hann Sverrir Þórðarson talaði við mig á níræðisafmælinu í vor og gerði það svo prýði- lega, æ — nei helzt ekki samtal, það er komið nóg af því“. „En þú ert húsnæðislaus, það segir hann Kjarval“. „Hann Kjarval segir svo margt eins og þið blaðamennirnir vit- ið, hann er ágætur og vill ekki að maður sé á götunni, mér lík- ar það vel hjá honum“. „En er það orðið svo slæmt, að þú sért á götunni?“ „Ekki beinlínis, en það angr- ar mig að vera svona á hrak- hólum, já eiginlega það eina sem angrar mig þessa stundina. Ég held nefnilega ég sé ánægðasti maður í heiminum. Þetta hefur gengið prýðilega hjá mér. Nú, maður hefur fengið smáskvett- ur, en ég hef ausið þeim út jafnóðum. Ég er bjartsýnn skulið þið vita og tek undir með séra Valdimar Briem: „Hve gleðileg verður sú guðsríkisöld, um gjör- vallan heim ná þess laufskála- tjöld“, segir hann f sálminum sínum fallega „í fornöld á jörðu". Framtið okkar verður ekki plan- lögð til góðs á ríkisleiðtogafund- um, nema góður guð, guð misk- unnseminnar, kærleikans og fyr- irgefningarinnar sé hafður með í ráðum.“ „En þú segist vera húsnæðis- laus, geturðu ekki spennt bæn- irnar þínar einu sinni fyrir þinn eigin vagn?“ „Jú mikil ósköp, það get ég gert, og mér leggst alltaf eitt- hvað til. Þannig er það þegar menn eru barnalega trúaðir eins og ég. En það er samt ekkert skemmtilegt að vera á þessum stöðuga flækingi út um allar trissur, maður eyðileggur dótið sitt. Ekki skulið þið samt halda ég sé neitt kvíðinn yfir þessu, onei maður hefur svo sem feng- ið skvumpurnar áður, en þær hafa hjaðnað eins og dögg fyr- ir sólu. Þegar ég missti hana Kristínu mína fyrir 14 árum, ger- breyttist líf mitt; áður var ég íhaldssamur í trúmálum en er nú frjálslyndari en sjálfur dóm- kemur i lieimsókn gat það minna verið. Einn þeirra sem viðstaddir voru, gekk út áður en atkvæðagreiðslan hófst, því hann vildi ekki láta rífa kirkjuna en þorði ekki að ganga í berhögg við rifrildismennina. Þennan mann hef ég séð í sýn- um mínum“. , „Hvað kostaði að koma kirkj- unni upp?“ „Það kostaði 80 þúsund krón- ur. Hún var komin upp 18 mán- uðum eftir að konan dó, það var vel gert, og fjórum mánuðum síðar var öll skuld greidd“. „Af hverju var konunni „Þegar ég var austur á Hvols- felli að byggja kirkjuna, árið eft- ir lýveldisstofnunina. Þá kom eitt sinn til mín fullorðin kona, sem var kölkuð í mjöðminni og sárlasin og sagði við mig: „Heyrðu Sigmundur minn, þú ættir að biðja fyrir mér, góði“. „Heldurðu að ég eigi nokkurn bænarkraft, Margrét mín?“ sagði ég. Þá sagði hún ákveðin: „Já, þú átt bænarkraft". Ég hugleiddi þessi orð henn- ar, þegar ég var háttaður um kvöldið og fannst þau ekki eins fráleit og í fyrstu. Ég bað svo „Og nú hefurðu mestan áhuga á sambandinu við framliðið fólk, eða hvað?“ „Já og nei. Eiginlega mætti segja að ég hafi mestan áhuga á Húsafellskirkju sem stendur, en okkur vantar penínga. Kirkj- an er komin undir þak og síð- an ekki söguna meir. Það var sonarsonur Snorra á Húsafelli, sem stóð fyrir því að kirkjan var rifin 1812, og síðan hengdi hann sig í turninum á Bessastöðum. Ég skal segja ykkur, hvernig þetta mál er lagað: Jakob, sonur Snorra gamla, var •••w-r-:-: Á fornum slóðum þinni svona umhugað um að kirkja risi á Voðmúlastöðum?" „Þar hafði hún verið fermd. Hún talaði oft um „kirkjuna sína“ og eitt sinn sagði hún við dóttur okkar: „Heyrðu Sigga mín, þú saumar svo fallega, þú saum- ar altarisdúk í kapelluna". Þremur mánuðum áður en hún dó, sagði hún við okkur: „Þið jarðið,mig í kirkjugarðinum, svo kemur kirkjan". Ég hef séð og talað við Krist- ínu mína þrisvar sinnum eftir að hún dó og einnig hef ég ver- ið í nánu sambandi við fjölda dauðra manna, eins og þið hafið kannski heyrt ,og fjórar fram- liðnar manneskjur hafa komið til mín í ýmsum myndum. Þær hafa fyrir henni og áður en langur tími var liðinn, var hún kom- in í sjúkrahús til uppskurðar. Þetta var nefnilega þannig lag- að, skal ég segja ykkur, að hún þorði ekki að fara í sjúkrahús- ið og vildi að ég tæki frá sér kvíðann. Nú er hún spillifandi, og ég hef í ýmsu að snúast". „En heyrðu, þú sagðist hafa verið íhaldssamur í trúmálum, hvað áttirðu við með því?“ „Ég var á móti öllu sambandi við framliðna, þangað til hún Guðrún okkar sáluga dó. Þá stappaði hún svo fast í gólfið fyrir ofan okkur að við gátum ekki sofið og ég varð að fara upp og þagga niður í henni, því konan lá veik niðri með hljóð- bóndi á Húsafelli eftir föður sinn. Þegar kirkjan í Reykholti var að falli komin af fúa, fékk presturinn á staðnum leyfi stifts- yfirvaldanna til að rifa Húsa- fellskirkju og leggja viðinn í Reykholtskirkju. Þegar Jakob heyrði þetta, varð hann mjög reiður og sagði: „Hvur sú hönd sem rífur kirkjuna, skal vera bölvuð“. Það kom líka á dag- inn. Séra Sigurður Sívertsen, sem lengi var prestur í Útskálum í Garði, var skólabróðir piltsins, sem lét rífa kirkjuna. Eg talaði við hann J>egar ég var dreng- ur. Hann gaf piltinum framúr- skarandi vitnisburð fyrir glæsi- lega framkomu og góðar gáfur. Þetta dreymdi Jakob þrisvar sinnum. Þá var kirkjugarðurmn ógirtur og beljurnar gengu á hann. Áður en Snorri gamli skildi við Jakob sagði hann: „Nú kem ég ekki oftar“. Jakob og Þorsteinn bónd: á Húsafelli girtu kirkjugarðmn, settu upp gott sáiuhlið og klukku. Síðan voru tvær konur jarðaðar í garðinum og var önn- ur kona Þorsteins bónda, dóttir Kristleifs á Stóra-Kroppi. Þegar Jakob hafði sagt þeim klerkum þessa sögu, bætti hann við: „Og í vor kom Snorri til mín, og nú vill hann fá kirkju". Séra Einar þekkti ég, því ég hafði verið hjá honum við messu. Hann hafði heyrt að ég hafði komið upp Voðmúlastaðakirkju og tekur mig tali. Eg segi við hann: „Ég skal koma uppeftir til þín seinna og þá förum við . að Húsafelli." Það var fyrir sex ár- um. Ég heimsótti séra Einar og við skruppum uppeftir og það var tekið fallega á móti okkúr. Næst efndum við til samskota, en synir Þorsteins bónda voru nýalsmenn og fylgjendur Helga Pjeturss og því stássi og vildu ekki að kirkja yrði reist á staðn- um heldúr eitthvert hús annað að þeirra skapi. Ég þekkti vel Krist- leif, afa þeirra. Hann var ágætur maður. Ég talaði við hann, þegar hann var að reka suður í gamla daga. Þá var ég á Þingvöllum og hafði greiðasölu á staðnum og búskap á Brúsastöðum. Hann heimsótti mig að Brúsastöðum og við töluðum um veðrið. „Þér verður gott af öllu, Sig- mundur minn“. Það var alþekkt- ur fíladelfíumaður, sem nú var kominn einhverra erinda upp á ritst j órnarskrifstof urnar og á- varpaði gest okkar þessum fall- egu orðum. „Já“, svaraði Sigmundur og at- hugaði komumann í krók og kring. „Hrakspánum líka“, sagði að- komumaður. „Ójá“, svaraði Sigmundur, „eg held það sé að greiða úr honum núna og ég er bjartsýnn á fram- tíðir^i. Mér finnst þetta vera að lagast. Allt smækkar nú þetta strit með árunum“. Fíladelfíumaðurinn lauk erindi sínu, kvaddi og fór. „Þeir eru geðugir og lagnir að koma sér áfram“, sagði Sig- mundur. „Heldurðu að Snorri á Húsa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.