Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. okt. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 9 I hlaupa hið snarasta af stað og sækja rolluskrattann. Þegar ég hljóp niður í IUagilið, heyrði ég hlátursköllin í Einari. í gilbotn- inum er lækur og þar sem segja xnætti að ég væri blindur af tó- bakinu hafði ég ekki önnur ráð en ég stakk höfðinu ofan í lækinn, saug vatn upp í nefið og snýtti mér hraustlega. Þessi heilaþvott- ur varð til þess að mér batnaði og gat ég nú viðstöðulaust skokk- að fyrir kindurnar. Strákarnir, sem með okkur voru, hlógu duglega, þegar þeir heyrðu, hvernig kóngstóbakið hafði farið með mig, og sögðu að það væri ekki von ég þyldi þann andskota, því þetta væri Framsóknart.óbak. Var gert af þessu mikið gaman. Hafði ég þá aðferðina, það sem eftir var í leit unum, að ég tók í nefið til skipt- is hjá Einari kóngi og Erlendi á Vatnsleysu. Var þetta talið heilsu samlegt fyrir mig, því þá fékk ég bæði Framsóknar- og íhaldstó- bak. Allt gekk snurðulaust fyrir okkur þennan dag. Safnið þokað- ist hægt og rólega í áttina fram að Sandá og sól var að hníga til viðar, þegar við rákum safnið fram yfir Sandá. Nokkru síðar kom Jarlhettukóngurinn með sínu liði og í dásamlegu veðrí slógum við tjöldum rétt innan við Sandá. brennivíni og síðan dottuðum við J ofurlitla stund. Meðan safnið rann fram heimahagana hægt og rólega, brugðum við okkur nokkr ir með Einari bónda í Kjarnholt- um heim til hans og var okkur tekið þar með mikilli rausn. Var þetta í annað sinn sem við nut- um gestrisni og kræsinga hús- móðurinnar í Kjarnholtum, ’nitt skiptið var í afmælisveizlunni í Hvítárnesi. Hressir og kátir fórum við frá Einari, enda hafði í engu skort á glæstar veitingar þar. Segja mátti að smölunin væri nú orðin dól eitt með safnið fram að rétt- um. í kvöldhúminu rann safnið ýfir Tungufljótsbrú en rétt'fram an við brúna er réttin. Þegar frá öllu hafði verið gengið, fór ég á bæjarflakk, eins og kalla mætti það. Ég brá mér heim að Vatns- leysu til þess að heilsa upp á Þorstein bónda og formann Bún- aðarfélagsins. Ég mátti til að láta það verða mitt fyrsta verk að þakka honum fyrir þessar skemmtilegu leitir, því það var hann sem hafði útvegað mér þær. 1 kolsvörtu haustmyrkrinu dólaði ég svo heim að Úthlíð á kláunum, kyrrð og friður um- lukti mig. Ég hlakkaði til þess ^ð hátta ofan í hreint og hlýtt rúm, eftir viku svefnpokavist Á morgun áttu að verða réttir og annað kvöld réítarball. , Af sjónarhóli sveitamanns: Við þingsetningu ÞAÐ er hátt glamur í hófataki hestanna í hallargarðinum á Kristján^borg þennan góðviðris- dag í september. Það á að fara að setja þingið. En þetta eru ekki hestar þing- mannanna. Hér ríða menn ekki til þings frekar en heima. Þetta eru víst hestar lögreglunnar og lífvarðarins, og notaðir við há- tíðleg tækifæri. Það er bara ver- ið að liðka þá í hallargarðinum þennan dag. Þingmennirnir koma vitanlega allir í bílum. Þeir streyma inn í salinn og heilsast innilega eftir sumarlangt þinghléið. Flestir eru mættir — aðeins nokkrir stólar auðir á víð og dreif. Þetta eru flest miðaldra menn, sumir gamlir, mjög fáir ungir. Mér kæmi ekki á óvart þó að meðalaldur þingmanna sé ca 50 ár. En hann lækkar sjálfsagt eft- ir kosningarnar, því blöðin segja að margir eldri menn ætii að hætta þingmennsku. í tveimur fremstu röðunum vinstri megin við forseta sitja ráðherrarnir. Þeirra sæti eru al- veg eins og sæti þingmannanna. Innst situr forsætisráðherrann, hinn smávaxni og kviklegi Viggó Kampmann. Næsti stóll er auður. Utanríkisráðherrann, Jens Ottó Krag, er víst ekki heima. Inn í stúkuna beint á móti blaðamönn unum hópast jacket-klæddir sendiherrarnir. Þar má kenna ambassador Islands. ,,Þar er mik- ið um fínar heilsanir,“ eins og segir einhvers staðar hjá Kiljan. í miðri sendiherrastúkunni eru sæti konungsfjölskyldunar. En það er enginn úr hans húsi mætt- ur í dag. Konungshjónin fljúga til Ameríku í dag í opinbera heim- sókn og ríkisarfinn, Margrét, er við nám í Cambridge, þar sem Englendingarnir kalla hana The Darling of Denmark. Annars kvað konungur ekki koma í þing- ið nema við einstök hátíðleg tækifæri. Hann er aldrei við- staddur venjulega þingsetningu. — ★ — Hér eru þingverðir allir ein- kennisklæddir, á diplómatfrakka * * - ý > ' MSmm Fjallfélagar mínir, Roði og Tvistur. — Myndin er tekin sunnan í Bláfelli og sér yfir til Langjökuls. Jarlhetturnar ber i jökulinn. Hestarnir voru órólégir um nóttina og a. m. k. einn slapp á braut og strauk til byggða. Það var von að kláragreyin væru orðnir heimfúsir eftir þrælareið um grýttan afrétt þeirra Biskup- tungnamanna. Góða veðrið skildi ekki við okkur. Þriðjudagsmorg- uninn heilsaði okkur sólbjartur og þannig var veðrið allan þann dag. Nú var mér ætlað að leita fram með Hvítá. Guðmundur Jónsson, hinn kunni leitarmaður þeirra Tungnamanna, átti að fara með ánni en ég átti að vera næstur honum. Guðmundur er ötull og framsækinn og brátt vor um við orðnir langt á undan næstu leitarmönnum. Við riðum hart og drifum það fé, sem við fundum meðfram ánni, í veg fyrir næstu leitarmenn. Vegurinn þarna er vondur, en það þýddi ekkert um það að fást, Guðmundi varð ég að fylgja hvað sem taut- oði og raulaði. Og það tókst bæri lega, en það var ekki mér að iþakka, heldur klárunum, bví svo var riðið hratt og illa á stundum, að klárinn, sem ég teymdi var rennandi sveittur, hvað þá sá sem ég sat á. Skammt framan við Brattholt er afréttargirðingin og að henni komum við skömmu eftir hádegi. Við þurftum ekkert að gera alllanga hrxð, því safnið þokaðist hægt og rólega fram. Við Kgðum okkur því sólskininu, Guðmundur hressti okkur ögn á í réttum Tungnaréttir eru vinsælar og raunar sérkennilegar. Eldsnemma morguns er byrjað að draga. Okk ur fjallamönnum ber skylda til þess að reka fé úr nátthaganum og inn í réttina. En það skorti ekki hjálparlið og dráttur gekk rösklega og vel. Þegar fækka tók fénu og komið var að úttín- ingnum, tóku menn að hórast saman í almenningnum. Og nú hófst almennur söngur. Honum stjórnuðu þeir Vatnsleysumenn og þá fyrst og fremst Þorsteinxi Sigurðsson. Úthliðarmenn eiga léttan dag í þessum réttum, þótt þeir eigi um 1100 fjár á fjalli, þá kemur ekki ein einasta kind frá þeim í Tungnaréttir. Úthlíð hefur eitthvert stærsta heima- land, sem nokkur jörð á og reka þeir því .ekkert fé á fjall. Þeir verða þó eins og aðrir að gera sín fjallskil á almennum afrétti. Þegar drætti og söng var lokið, var haldið heim á leið með féð. Ég þurfti, sem fyrr segir, ekki að hjálpa mínum húsbændum að koma fénu heim. Ég rak því heim með þeim Vatnsleysumönnum. Fékk ég að koma á bak litlum skjóttum hesti, er Erlendur átti og hafði haft með sér í göngurn- ar. Ég sá að Skjóni var baídinn en snotur ganghestur. Okkur Skjóna samdi ágætlega, hann tók að vísu nokkrar smádýfur, þegar ég fór á bak, en svo tölti hann og dansaði með mig alla leið heirn á hlað. Þessu næst var sezt inn í stofu hjá Erlendi Björnssyni hreppstjóra. Hann settist við orgelið og nú var sungið af full- um krafti. Sá söngur hélzt allt fram undir það að dansleikurinn hófst. Auðvitað varð ég að enda þessa skemmtilegu fjallferð með því að fara á réttarballið, en þar sem ég var ekki klæddur nein- um dansfötum, vatt ég mér úr stígvélunum, lékk lánaða skó hjá Erlendi og tróð dansinn á reið- fötunum. Á ballinu fannst mér ég þekkja annanhvern mann. Gagnafélagar mínur voru allir orðnir góðkunningjar og svo hafði ég kynnzt allmörgum í rétt unum. Gangnafélagarnir Ég vil enda þessa frásögn með því að nefna gagnafélaga mína. Eins og fyrr segir var fjallkóng- ur, Einar J. Helgason í Holtakot- um. Tjaldfélagar hans voru Er- lendur Björnsson frá Vatnsleysu, Kristján Loftsson í Felli, en hann var aldursforsetinn 72 ára gamall. Þá var Ingvar Jóhannsson, Hvít- árbakka, Einar Gíslason í Kjarn- holtum og Ingimar Einarsson, sonur hans. í þetta tjald kom ég oft og átti þar marga skemmti- lega stund. Karlarnir voru léttir og kátir, sögðu gamansögur og hlógu dátt. En svo ég haldi áfrarn að telja aðra gagnafélaga mína nefni ég enn Jón Sigurðsson frá Úthlíð og Öskar Guðmundsson á Brú, en þeir voru tjaldfélagar mínir. Þá er Guðmundur Ingi- marsson, afmælisbarnið, en hann telst heimilisfastur í Úthlíð, þó hann sé fluttur þaðan, þá Guð- mundur Jónsson, Kjaransstöðum, Bjarki H. Zóphaníasson úr Reykjavík, gangnamaður fyrir Skálholt, Ingvar Indriðason, Arn- arholti, Svavar A. Sveinsson, Drumboddsstöðum, Haraldur Kristjánsson, Einholti, Sigur- finnur Þorsteinsson, Reykjavík, Gústaf og Karl Jónassynir frá Kjóastöðum, Guðmundur H. Óskarsson, Gígjarhóli og Guð- mundur Lýðsson, Gígjarhóli, Gunnar Ingvarsson, Efri-Reykj- um, Óskar Jóhannesson, Brekku, Halldór Jónsson, Stekkholti Ketill Larsen, Engi, Örn Erlends son, Dalsmynni, Kristinn Einars son Reykjavík, Sigurður Stefáns son Brautarhóli, Jón Sveinsson, Miklholti og loks Sigurbjörn Ingimundarson, Reykjavölluni, trússamaður. öllum þessum ágætu leitar- félögum vil ég færa mínar beztu þakkir fyrir góðar samverustund ir og gleðilega daga. Ég óska þeim árs og friðar og vænti að ég megi aftur hitta þá á fjalli. vig. með gyllta hnappa og minna helzt á sýslumenn í gamla daga. Þeir eru alls staðar til að leiðbeina mönnum um ganga og sali þessa virðulega húss. Sjálfur þingsal- urinn er ekki ýkjastór og gerir ekki meira en rúma þingheim og starfslið. Hann er klæddur dökk- um eikarþiljum, en á vegginn gegnt forseta hafa verið málaðar tvær stórar myndir af dönsku landslagi í skærum, glaðlegum litum. Hið efra og í lofti er hann skreyttur gipsmyndum og þar er komið fyrir nokkrum ríkisfánum, sem setja mikinn svip á salinn. Það gera líka stórar skrautlegar blómakörfur framan við sæti for seta og ræðustól. — ★ - Nú gengur gamall, virðulegur maður við staf upp í forsetastól- inn. Hann hringir og kliðurinn þagnar. Þetta er hinn 72 ára ald- ursforseti Jensen Broby. Hann er viðhafnarklæddur með dökk- rauða nelliku í hnappagatinu. Þegar hann hefur sett þingið, segir hann frá því dálítið klökk- ur, að þetta sé nú í síðasta sinn, sem hann standi hér. Eftir 42 ára þingsetu ætlar hann að hætta. „Kosning“ forseta er ekk- ert nema formsatriði Því er öllu niður raðað eftir þingmannatölu flokkanna. Forseti er Gustaf Ped- ersen og hann tekur strax við fundarstjórn en Jensen Broby tekur sér sæti við hlið Erik Eriksen. — ★ — Nú tekur forsætisráðherrann til máls og flytur klukkutíma ræðu um starf og stefnu stjórn- arinnar, ef hún situr áfram eftir kosningarnar. Hann fær ágæta áheyrn — allir sitja kyrrir í sæt- um sínum og hlusta af athygli. Á hverju borði er hátalari, sem ekki er hægt að loka fyrir, svo allir hljóta að heyra hvort sem þeir vilja eður ei. Þetta er ný- breytni, sem blöðin telja mjög þarflega! í ræðu sinni kemur ráðherr- ann víða við og sjálfsagt mun hún verða að mörgu leyti grund- völlur að umræðum flokkanna í kosningabaráttunni. Hann telur fjárhagsástandið gott, enda vex framleiðslan og tekjurnar auk- ast. En það má ekki eyða þeim öllum. Ríkið verður að stuðla að því að fólkið finni hvöt hjá sér til að spara. Stjórnin mun vinna að því að gera skattheimt- una einfaldari og þægilegri fyr- ir borgarana, þannig að skattarn- séu greiddir um leið og tekn- anna er aflað og e. t. v. geta þeir lækkað vegna aukinna þjóðar- tekna En ríkið þarf miklar tekj- ur. Það þarf að bæta og víkka allar samgönguæðar landsins vegna vaxandi umferðar og það þarf að stórauka framlög til menntamála, ekki sízt tækni- menntunar, ef Danmörk á ekki að dragast aftur úr öðrum þjóð- um. Og loks þarf að auka al- mannatryggingarnar til að bæta kjör þeirra verst settu í þjóð- félaginu. Svo endar ráðherrann á því að tilkynna það — sem raun- ar var vitað áður, að stjórnin muni leggja það til við konung- inn að kosningar verði þriðju- daginn 15. nóv. — ★ — Eftir ræðu ráðherrans komst mikil hreyfing á þingheim og hófst kliður og samtal um all- an salinn, sem ekkert linnti þótt félagsmálaráðherrann. Julius Bomholt, færi að tala fyrir frum- vörpum stjórnarinnar um hækk- un á elli- og örorkulífeyri. Slíkt skvaldur á þingfundi mundi eng- inn forseti líða heima, en hér sat hann hinn rólegasti í sæti sínu. og lét sem ekkert væri. Hann hefur vitað sem var, að hátalar- amir gerðu sitt gagn. Síðan var lesinn upp langur listi um fram- lögð lagafrumvörp og fyrir- spurnir — aðallega frá kommún- istum — og fundi slitið. En áður en fundinum lauk, voru flestir * ^ Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.