Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. okt. 1960 VIÐ höfðum heyrt því fleygt, að haldin yrði hátíð mikil í Hvítárnesi í kvöld. Einn gangnafélaganna okkar átti sem sé sextugsafmæli þenn- an dag. Var það Guðmundur Ingimarsson, sem verið hafði leiðbeinandi minn, er við smöluðum Kjalhraun. Guð- mundur hefur ekki heimilis- rekstur en systir hans er gift stórbóndanum Einari Gísla- syni í Kjarnholtum, en hann er líka einn af gangnafélög- unum, ásamt syni sínum Ingimar. Það kemur því í hlut Kjarnholtshúsfréyiunnar að halda okkur veizlu þetta kvöld í Hvítárnesi. Hafði hún komið ásamt fleira skylduliði með mikinn og glæstan veizlubúnað, smurt brauð, rjómatertur, alls kon- ar kökur og dýrindis bakk- elsi ásamt ölföngum. Borð voru dúkuð í báðum stof- unum niðri í Hvítárnesskálanum og jafnóðum og okkur gangna- mennina bar að, var okkur skipað niður við veizluborðin. Fyrst var snætt og drukkið, svo sem föng voru á og hver gat í sig látið, enda skorti ekki neiti af góm- sætum matföngum. Við söng og gleði Síðan voru borð rudd og menn hópuðust saman í annarri stof- unni og upp hófst nú mikill söngur og neyzla dýrra veiga. Brátt gerðist heitt og þungt loft í skálanum, enda margt um mann inn. Var því haldið út á hlað og söngnum fram haldið þar. Stóð gleði þessi langt fram á nótt og verður hún mér vissulega ein- hver minnisstæðasti fagnaður, sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni tekið þátt í. Ég held ég hafi aldrei ferðazt með eins söng elskum mönnum eins og Tungna- mönnum, enda eru þeir orðlagðir um land allt. Hreppstjóri þeirra, Erlendur Björnsson á Vatnsleysu, getur fleira en verið yfirvaid sveitar sinnar, hann er einn af allra duglegustu leitarmönnuni, sem um getur, enda jafnan settur í einhverjar erfiðustu leitirnar Hann er ávallt vel ríðandi, enda hestamaður góður. Auk þessa er hann svo gleðimaður mikill og söngelskur vel. Það var lengst »í hann, sem sjýrði söng þessa næt- urstund í Hvítárnesi. En allir gleðifundir eiga sinn endi. Þar kom að hinir góðu gestir, er heim sótt höfðu okkur neðan úr byggð- inni, héldu á brott og við skrið- um hver upp í sitt ból. Ekki var laust við það næsta morgun, er sunnudagur rann upp, bjartur og fagur, að hjá sumum kenndi nokkurrar hæsi. Mátti raunar furðu gegna hvað málhressir menn voru, þegar tekið er tillit til þess, að þrjá síðustu daga höfðu menn farið argandi á eftir fé og auk þess sungið fullum hálsi á kvöldin. Einar fjallkóngur. (Ljósm. vig.) Framsóknarneftóbak í lilagili Áreið En nú þýddi ekki að hugleiða þetta frekar. Það var lagt á í skyndi og riðinn þembingur upp frá Hvítárnesi, hinn gamla Kjal- veg. Síðan var sveigt austur yfir hæðirnar, áreiðin hjá okkur var innundir Innri-Skúta, fyrr um morguninn höfðu nokkrir verið sendir inn fyrir Skútann. Það er eins og sumar rolluskjáturnar geti ekki fengið það inn í höfuðið á sér, að þeim er ætlað að halda fram til byggða, því þegar skilið er við á kvöldin, snúa þær gjarn- an við og eru komnar langt inn í afrétt að morgni. Kóngslalli Þennan dag var mér ætlað nýtt hlutverk. Ég skyldi gerast kóngs lalli, m. ö. o. mér var ætlað að fylgja kóngnum og snúast í kring um hann. Þetta er raunar oft og einatt hlutskipti unglinga, en mér fannst þetta ágætt, enda er Einar kóngur hinn skemmtileg- asti ferðafélagi, ræðinn og fróð- ur. Hann sagði mér margt um göngur þeirra Tungnamanna, bæði fjrr og síðar, hvernig þær hefðu breytzt við tilkomu mæði- veikinnar og fjárskipti og fleira í þeim dúr. Einar hefur verið fjallkóngur í 29 ár. Ég skaut því líka að gangnafélögum mínum, að líklega yrði haldin önnur veizla og hún ekki minni í Hvít- árnesi næsta haust, ef fjallkórig- urinn þeirra lifði blessaður og væri við góða heilsu, þar sem þá ætti hann 30 ára fjallkóngsaí- mæli. Það reyndist nóg að gera fyrir kónginn og kóngslallann þennan dag. Vesaldarfénaður Að okkur dreif allskyns vesald arfénað, sem við rákum niður með Svartá. Það mátti heita að halinn á rekstrinum væri einn allsherjar spítalamatur. Eitt lamb ið var aðeins þrífætt, annar aftur fótur þess var í sundur um hækii inn og stubburinn af. Ég undrað- ist hve duglegt þetta lamb var að komast áfram. Móðurlaus hökti hrútsi litli og stritaðist við að halda í við hinar kindurnar. Og það má segja honum til hróss að sjaldnast var hann seinastur. IVæn og falleg ær var svo hölt á öðrum framfæti að hún gat varia í hann tyllt. Henni fylgdi geysi- stórt og föngulegt hrútlamb. Þá var þarna gamalær, sem virtist raunar hölt á öllum fótum, und- anvillingur, sem varla komst úr sporum og tveir móðurleysingj- ar, sem taldir voru undan á, sem ég fann ræfilinn af skammt suð vestan við Kjalfell ,tveim dögum áður. III. grein Niður við brúna á Svartá beið Bjössi með trússbílinn og voru nú aumustu kindurnar úr rekstr- inum teknar og settar upp á bíl- inn og þeim ekið fram fyrir Hvítá. Raunar var þessi leitar- dagur einhver hinn stytzti og auð veldasti í allri smöluninni. Við vorum komnir um nónbilið fram fyrir Hvítá, en þar var slegið tjöldum og tekið til við matseld. Nú ákváðum við Jón í Úthlíð að gera okkur dagamun, elduðum okkur heitan mat og lifðum eins og blóm í eggi. Ég hafði staðið mig heldur illa í kónglallastarf- inu, ég var eitthvað að þvælast við að taka myndir og dróst aftur úr, rétt þegar við komum niður undir Hvítárbrúna. Safnið er jafnan rekið niður með Hvítá, austan við Bláfell og er skilið við það, þegar kemur fram fyrir Lambafell. Þangað fór kóngur með allmiklu af liði sínu og hef- ur kóngslallinn eflaust átt að fylgja með, en einhver góðhjart- aður vinur minn benti mér á það, að slíks mundi engin þörf og skyldi ég vera kyrr. Þegar lokið var rekstrinum fram yfir Lamba fell, fóru nokkrir valinkunnir menn með öll hrossinn inn fyrir Hvítá og austur fyrir Jökulfail í góða haga, sem þar eru, en sem tilheyra Hrunamannafrétti. Eftir léttan og þægilegan dag lögðumst við snemma til hvílu, enda í fullri þörf fyrr það eftir hinn dýrðlega veizlufagnað nóttina áður. Kakóveizla við Hvítá Mánudagurinn rann upp bjart- ur og fagur. Næstsíðasti gangdag urinn okkar heilsaði með glamp andi sólskini. Að sönnu skall yfir svartaþoka skömmu eftir sólar- upprás en henni létti nokkru fyrir hádegi. Nokkrir vaskir strákar voru strax sendir austur yfir Jökulfall til þess að sækja hest- ana. Þeir höfðu verið rólegir í haganum um nóttina, enda beit þar ágæt. Þennan morgun var haldin nokkurskonar veizla í Út- hlíðartjaldinu okkar. Við hituð- um bæði kaffi og kakó, sóttum kaffibrauð í skrínuna en í henni var margt góðgætið. Síðan buð- um við öllum sem hafa vildu. Sérstaklega var þetta ætlað pilt- unum, sem farið höfðu að sækja hestana, en þeir höfðu engan tima til þess að ylja sér drykk eftir að því starfi var lokið. Það var eins og ekkert gengi á matarbirgðir okkar í Úthlíðar- skrínunni, þótt menn þægju þessa hressingu með þökkum. Ég er viss um að sá matur, sem við Jón höfðum með okkur, hefði nægt handa 10—15 manns í göngurnar. Við vorum nestaðir með nýju kjöti, hangikjöti, sviðum, bjúgum, harðfiski kartöfium, mörgum tegundum af kaffi- brauði auk matarbrauðs fyrir utan kaffi, kakó, Corn Flakes og mjólk sem við höfðum nóg af. Og það var áreið- anlega margt fleira í skrínunni en ég verð að viðurkenna að ég komst aldrei til botns í henm, sá ekki hvað þar kunni að leyn- ast, enda má segja að eftir viku ferð á fjöllum hafi varla sézt högg á vatni í skrínunni, svo ríf- lega vorum við nestaðir. En nú fóru fyrstu leitarmenn að leggja af stað. Þeim var ætiuð löng leit þennan dag og illfær veg ur. Skyldu þeir leita allt norður og vestur með Jarlhettum og koma síðan niður með Sandá, þar sem næsti áfangastaður var. Jarl hettukóngur var að þessu sinni Erlendur á Vatnsleysu. Þeir fé- lagar hurfu fyrstir út í morgun- þokuna. Næstir fóru þeir, sem ganga áttu Bláfellsháls og Blá- fell vestanvert. Við sem ganga skyldum austan í Bláfellinu fór- um af stað skömmu síðar. Aftur kóngslalli Enn hafði Einar kóngur mig fyrir kóngslalla. Að þessu sinni var það öllu viðameira starf heid ur en daginn áður. Við vorum efstir þeirra leitarmanna, sern fóru ríðandi fram með Bláfellinu. Fyrir ofan okjpur voru svo þrir menn, sem gengu brúnirnar, ea þar er ekki hægt að koma hest- um við. Þokunni var enn ekki létt, er við fórum hóandi og arg- andi fram hlíðarnar. Skyndilega létti þokunni og þá kallaði næsti maður fyrir neðan okkur og sagði að orðið hefðu eftir tvær kindur fyrir aftan okkur. Við snerum hið skjótasta við og sóttum kind- urnar, sem voru upp á hjalla skammt frá. Þetta reyndust vera tveir sauðir, prýðilega léttrækir. Einar kóngur hafði samvizku- samlega unnið að því daginn áðue að kenna mér að taka í nefið, og ég var hinn námsfúsasti. Vaf ég nú alveg hættur að hnerra, svo ekkert varð fundið að tóbaks- menningu minni, nema ef vera skyldi að magnið sem ég tók 1 nefið hverju sinni var ekki mjög mikið. Við Sniðbjargagil áttum við í nokkrum eltingaleik við roll ur,erhlupu í sjálfheldu milligilj anna og þar var ekki hægt að koma hestum við og urðum við því að skokka í kringum skjáturn ar og volgnaði mér við það, enda var nú þokunni létt og glampandi sólskin og steikjandi hiti. Framsóknar-tóbak Er við komum fram að Illa- gili, þurfti ég öðru sinni að hlaupa upp í brekkurnar fyrir kind. Áður en ég lagði af stað, sagði Einar minn blessaður, að nú skuli ég fá mér í nefið fyrst. Ég þáði það með þökkum og ætl- aði nú að sýna, hve forframaður ég væri orðinn í listinni með því að stúta mig. Rak ég pontuna upp í aðra nösina, kastaði höfðinu aftur og saug laust að mér. En pontan var eitthvað treg, svo ekkert kom upp í nefið í fyrstu atrennu. Ég gerði nú aðra tilraun og »saug nú fast. En þá var eins og heilar neftóbaksflóðgáttir opn- uðust. Nösin fylltist, tárin spruttu úr augum mér og ég er viss um að ég hef sogið nokkuð af tóbaki alla leið upp í heila. En Einar kóngur veltist um af hlátri. Ég snýtti mér, hnerraði, hóstaði og hrækti, en ekkert gekk. En þessi skolli dugði ekki, ég varð að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.