Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. oTct. 1960 MORCrnrtTAÐIÐ Yó — Hvað vantar manninn Framh. aí bls. 11 nr tætt. 90—95% óbótamannanrva var annað hvort alveg ókunnur eða lítt kunnur siðgæðishug- myndum kristindómsins. Og þetta láta menn sér vel líka, þar til í óefni er komið. Þá vakna menn og fara að spyrja. Hér á landi ættum vér að taka ráð í tíma: Hætta að láta eina stofnun rikisins rífa nióur það sem önnur byggir upp. Þetta þætti skynsamlegt í byggingaiðn- aðinum, en sætir eflaust andmæl- um í uppeldmu. Góð byrjun gæti t. d. verið að hætta að láta út- varpið rífa n'ður það sem heimili Og skóli og jafnvel það sjálft byggir upp við og við. Spor í ■vipaða átt eru þegar hafin í ■umum löndum. Þannig greinir ein heimild (N. L. júní 1960) frá því að Kanadamenn hafi bann- að hjá sér sölu 400 „publica- tions“, þ. e. rita, frá Bandaríkj- unum og Astralíumenn 80 sams konar rita. Eru þó áhrif rita miklu meinlausari en áhrif slæmra kvikmynda, sjónvarps- og útvarpsefnis. IV. Hinn eini og hinir mörgu. — Ég á hér í fórum mínum úr- klippu frá 5 apríl þ. á. Það er þriðja blaðið, sem þessi frétt bitrist 1, á Norðurlöndum. Orð- rétt er hún á þessa leið í þýð- ingu: „Þetta átti sér nýlega stað í Danmörku: Lítil stúlka, 9 ára, fannst myrt — hún hafði verið stungin þó nokkrum hnífsstung- um og lögreglan lét fara fram mikla rannsókn til þess að leita hins seka, sem hún taldi að hlyti nð vera kynglæpamaður. Svo kom það allt í einu fram að Stúlkan hafði verið drepin af 10 ára leikbroður sínum. Hann skýrði svo frá að hann hefði séð „Wild West“ sýningu í sjónvarp- inu. Þar hafði ein hetjan stung- ið óspart með hníf sínum, en bráðlega voru hinir drepnu bráð- lifandi á ný. Þessi spennandi atr- iði höfðu blásið drengnum þeirri hugmynd í brjóst að hann skyldi leika þetta sama. Hann var „kúa- drengur“ og vinstúlka hans „kóngsdóttir". Hún hljóp frá hon um og þegar hún hrasaði, settist hann ofan á hana og stakk hana mörgum sinnum með hníf, eins og hann hafði séð á sjónvarps- tjaldinu. En að leik loknum stóð hún aldrei á fætur framar". Já, þú getur enga ályktun dregið út írá einu tilfelli, segja hinir skynsömu. Ekki það? Draga menn ekki ályktanir sí og æ af hinni einu kjama- sprengju yfir Hiroshima og töngl ast á því inn til leiðinda, en gleyma bæði Perluhöfn og Naga- saki? Eða mundum vér ekki telja eina slíka sprengju óæskilega yfir vorri borg — og eitt tilfelli með drenginn og stúlkuna óæski- legt á voru eigin heimili? Eða er sannleikurinn aðeins sannur þegar hann er nógu nærgöngull við þig eða mig? Jú, en í Hiroshima fórust marg ir og það var átakanlegþ Vissu- lega, en voru ekki Japanir búnir að valda dauða tvö þúsund sinn- «m fleiri manna en dóu í Híró- shima, þótt Kínverjar einir séu taldir? Hér var ekki aðeins um eitt barn að ræða, heldur tvö. Og þau eru orðin mörgum sinnum tvö þau börn og ungmenni, sem myrt hafa verið fyrir áhrif frá afvegaleiðandi skemmtiefni. Sá tími kemur að sjónvarpið mun ná kjarnorkusprengjunni í beinu tjóni í mannslífum, auk alls ann- ai-s — Hvers vegna láta menn sér á luna standa? Það liggur í eðli voru að telja frelsi hinna ýmsu menningar- greina til aðalsmerkja menning- ar vórrar og það ber að hafa í heiðri. En er bað rétt og skvn- samlegt að heimta sama frelsi fyrir ómenningu sem menningu? Og til ómenningar ber að telja ekki aðeins það, sem afvegaleiðir vitsmuni manna, heldur einnig afvegaleiðsla tilfinningalífs og siðgæðislífs. Hvað hér er um að ræða, skilur alþýða manna að nokkru leyti af brjóstviti sínu og oft er bragð að, þá barnið finn- ur. Sérfróðir menn þekkja þetta nokkru betur og nota það mark- visst í fjárgróðaskyni í skemmt- anaiðnaðinum. Forráðamenn sjónvarps hafa opinberlega sagt: Vér tökum ekki tillit til hinna viðkvæmustu. Það er sama gamla sagan um að fótum troða rétt smælingjans — barnsins — og þar sem sízt skyldi. á heimili hans, hinu eina athvarfi sem hann á. Menn skyldu hér rifja upp söguna um lamb fátæka mannsins. Hollt og skylt er hér einnig að minnast orða Drottins: Hver sem hneykslar einn af þessum smæl- ingjum, sem á mig trúa, betra væri honum að stór kvarnar- steinn væri hengdur um háls honum og honum væri sökkt í sjávardjúp. Það ætla ég að þessu sé óhætt að trúa. En hvað segja menn tun hneykslanir nú? Menn nota þær í auglýsingaskyni. Menn nota hneykslanir, viðbjóð og svívirð- ingu til þess að draga aðra að jötunum í skemmtanabúskapn- um. Allt þetta er fyrir löngu orð- ið verzlunarvara og vegur til frægðar. Og það vitum vér að vér erum ekki saklausir ef vér svíkjum smadingjann með þögn- inni um pessa hluti. Eða mun ekki blóð hans hrópa til Guðs frá jörðinm eins og forðum? Hér er verkefni fyrir samvizku manna. Hér eru tilefni til að vinna góð verk, til að bæta fyr- ir brot, sem of lengi hefir dreg- izt að bæta fyrir, það er að hjálpa þeim, sem hafa verið af- vegaleiddir — og vinna gegn af- vegaleiðslu, því hún getur ekki talizt einkamál. Það er hið sí- gilda verkefni að greina gott frá illu og berjast undir merkjum hins góða. Jóhann Hannesson. Frá Byggingarsamvinnufélagi Beykjavíkur ’élaginu hefur nú verið úthlutað byggingarlóð undir 6 íbúðir, sem ætlað er að hefja byggingu á svo fljótt . em auðið verður. Þeir félagsmenn vorir sem hefðu nuga á að eignast íbúðir í téðri sambyggingu, eru neðnir að snua sér til skrifstofu félagsins á Hverfis- ;;ötu 116, sem allra fyrst. Skrifstofan er opin á riðju- og fimmtudögum frá kl. 2—6 e.h. úmi 1-87-95. STJÓRfílN. Viljum ráða vanan motsvein, eðo matrdðskonu fyrir komandi vertíð, í mötuneyti okkar, ME,TILLINN h.f. Þorlákshöfn. PILTAR = EFÞiÐ EIGIP UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRINGANA / fádrfá/?\[f- /ffo/sfráef/ S \ 1 V '— bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb W E S L O C K-kúluhúnar SKRÁR O G HÚN AR m.a. ASSA, UNION, JOWILL INNIHURÐALAMIR ÚTIHURÐALAMIR yggingavörur h.f. Simi J56VI Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b .b Húsmæður: ROYAL ávaxtahlaup (Gelatin) er Ijúf- fengt og nærandi, inniheldur C bæti- efni. Eitinig nnjög fallegt tit skreytingar á tertum. Margar bragðtegundir, auðvelt í notkun. Selzt milliliðalaust. Uppl. gefnar í Stóragerði 22 frá kl. 1—5 í dag. — Sími 3-35-71 — GaR^EBo dieselvélar í fiskibáta 24 fil 200 hö við 900-1300 sn. a mín. 89% af fiskibátum sem byggðir voru í brezk- um skipasmíðastöðvum árið 1958 með vélar frá 28 tii 152 hö höfðu Gardner. Gardner dieselvélin er heimskunn og er allsstaðar eftirsótt — hentar einnig vel í ís- lenzka fiskibáta. Einkaumhoð fyrir ísland: Jónsson & Júlíusson Tryggvagötu 8 — Sími 15430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.