Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 1
20 síður Hlæjandi barnaandlit við Vesturbæjarbarnaskólann í gær. — Sjá grein á 3. síðu. (Myndimar tók Ól. K. M.) Krúsjeff veifaði skó sínum og Boland varð að slíta fundi Kommúnistar sýna SÞ lítilsvirðincru með uppsteit og gauragangi New York, 13. okt. — (NTB) BOLAND, forseti Allsherjar- þingsins, sá ekki önnur ráð í gærkvöldi en að slíta fundi. Hafði komið upp á fundinum þvílíkt hark, sem fólst m. a. í óviðurkvæmilegum rudda- skap rúmenska fulltrúans og furðulegum uppátækjum Krúsjeffs, er það kom tvisv- E N N kom til snarpra orða- skipta á Allsherjarþinginu seint í gærkvöldi, en að þessu sinni voru það fulltrúar Vest- urveldanna, sem tóku fram í fyrir Krúsjeff í lokaræðu hans á þinginu. Þeir kröfðust þess, að Boland forseti gerði athugasemdir við ræðu Krús- jeffs, þar sem hann héldi sig ar fyrir að hann reif skó af fæti sér til að berja honum í borð sitt. Kommúnistafulltrúarnir gerðu það að tilefni rudda- legrar framkomu sinnar, að Lorenzo Sumularg, fulltrúi Filippuseyja, sagði almenn- um orðum í ræðu, að þegar rætt væri um nýlendukúgun, ekki við efni dagskrárinnar. í fyrra skiptið neitaði forset- inn að gera slíka athuga- semd, en gerði hana í seinna skiptið. Athugasemdir full- trúa Vesturveldanna voru gerðar á kurteislegri hátt en athugasemdir Krúsjeffs og Rúmcnans kvöldið áður. Það var fulKrúi Bandaríkjanna Wadsworth sem gerði fyrri at- Frh. á bls. 2. ætti einnig að taka til með- ferðar örlög þjóðanna í Aust- ur-Evrópu og annarsstaðar, sem Sovétríkin hefðu gleypt. Almenn orð um umdeilt atriði Þessi einföldu orð komu svo við kaunin á kommúnistaforingj- unum, að þeir börðu í borð sín, Krúsjeff barði með skó sínum og Rúmeninn Mezinescu krafðist þess að mega gera athugasemd um fundarsköp. Hann fékk það og íheimtaði í stuttri ræðu, að Bo- land forseti vítti fulltrúa Filipps eyjar fyrir slík meiðandi um- mæli um hinar „frjálsu" þjóðir Austur-Evrópu. Boland tók málið til úrskurðar Nýr ósigur KrúsjeHs New York, 13. okt. (NTB) KRÚSJEFF beið enn einn ósigurinn á Allsherjar- þinginu í kvöld, þegar tillaga hans um að ræða njósnaflug Bandaríkj- anna var felld. Það voru aðeins kommúnistaríkin og Kúba sem greiddu at- kvæði með tillögunni. 55 ríki voru á móti, 10 með, en 33 ríki sátu hjá. og varð það niðurstaða hans, að ummæli fulltrúa Filippseyja brytu á engan hátt í bága við lundarsköp. Hann hefði gefið Framhald á bls. 19. Scarborough, 13. okt. (Reuter) HOME lávarður, utanrkisráð- herra Breta, flutti ýtarlega ræðu í dag um utanríkismál- in á flokksþingi íhaldsflokks- ins. Mcgininntak ræðu hans var að heimsfriðurinn og frelsi mannkynsins stæði eða félli með því hvort viðhaldið yrði sem traustustu banda- lagi Breta og Bandaríkjanna. Nærvera Bandaríkjanna Home sagði m. a.: — Ef Bandaríkin hefðu dregið herlið sitt frá Evrópu í lok heims Styrjaldarinnar, væru kommún- istar nú þegar búnir að leggja undir sig alla Vestur-Evrópu. Nærvera Ðandaríkjamanna í Togara menn vondaufir Fiskskortur í Grimsby Grimsby, 13. okt. (Frá fréttaritara Mbl.) SKIPSTJÓRAR á togurum í Grimsby hafa fallizt á það að halda sig áfram utan við 12 mílna mörkin við Island, en setja þó það skilyrði að ís- lenzkir togarar landi ekki fiski í Englandi meðan við- ræður standa yfir um fisk- veiðideiluna. Þes&arj ákvörðun fylgir ósk brezku stjórnarinnar um að tog- ararnir forðist veiðar innan 12 mílna við ísland meðan viðræð- ur standi yfir. Denis Welch formaður félags yfirmanna á Grimsby-togurum gaf félagsmönnum í dag skýrsiu um viðræður fulltrúa sjávarút- vegsins og ríkisstjórnarinnar um viðræðurnar. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á árangur af við- ræðunum við tslendinga. Enn- fremur sagði hann að félagsmönn um litist illa á vissar ráðagerðir brezku stjórnarinnar. Kvað hann þetta mál verða nánar rætt í verkalýðsnefnd fiskiðnaðarins og þar ákveðið hvort áskoranir eða tillögur verða sendar til rík- isstjórnarinnar. Þegar rætt er við fiskikaup- menn hér í Grimsby láta þeir f það skína, að þeir æski þess, að viðræðum við íslendinga verði lokið sem fyrst svo að íslenzkir togarar fari aftur að koma til borgarinnar með afla sinn. Fisk- aðflutningar til Grimsby hafa ver ið tregir og yrði íslenzkum fisk- löndunum fagnað. Evrópu hefur úrslitaáhrif til varðveizlu friðar í heiminum. Utanríkisráðherann, sem er ný kominn af Allsherjarþingi SÞ 1 New Yoiik lýsti því yfir, að Vesturveldin gætu ekki slakað á landvörnum sínum núna, and- spænis ógnunum kommúnista. Hann hélt áfram: — Meðan kommúnistar fram- fylgja kenningum Stalins og nota hótanir og valdbeitingu sem réttmæt tæki í utanríkisstefnu sinni, þá verðum við að viðhalda stöðugum og öruggum vörnum til að varðveita þau lífssjónarmið sem við trúum á. Friðsamleg sambúð En þótt hann gagnrýndi að- gerðir kommúnista virtist Home Framh. á bls. 2. Enn orðahnippingar i SÞ Kann áralagið segir Hammarskjöld New York, 13. okt. — (NTB) Ekki hœgt að slaka á vörnum andspænis ógnunum kommúnista Rœda Homes lávarðar á þingi íhaldsflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.